Dagur - 22.11.1989, Síða 14

Dagur - 22.11.1989, Síða 14
v niiAim nom- on 14 - DAGUR - Miðvikudagur 22. nóvember 1989 Minning: T Guðbjörg Pálsdóttir Einarsstöðum í Reykjahverfi Fædd 5. nóvember 1911 - Dáin 23. október 1989 Sú kynslóð, sem kennd er við aldamótin síðustu, er nú nær horfin af sjónarsviðinu. Þessi fórnfúsa kynslóð, sem gerði kröfurnar til sjálfs sín, en ekki annarra á nú aðeins fáa fulltrúa á meðal okkar samferðamanna nútímans. Einn þessara fulltrúa Guðbjörg Pálsdóttir á Einars- stöðum í Reykjahverfi kvaddi þennan heim hinn 23. okt. sl. Dagsverkið var orðið langt og strangt í meira lagi og þótt aldur og heilsa væru farin að segja til sín, þá stóð hún í miklu starfi til hinstu stundar. í dagsins önn þá kallið kom brást hún vel við og æðrulaust. Guðbjörg var kona þingeyskra ætta og af góðu bergi brotin í ættir fram. Foreldrar hennar voru Páll Sigurðsson bóndi og hagyrðingur í Skógum í Reykjahverfi og kona hans Hólmfríður Jónsdóttir systir Sigurðar Jónssonar ráðherra að Felli í Köldukinn. Guðbjörg var fædd að Skógum þann 5. nóv. 1911 og var yngst af sjö börnum foreldra sinna og eigi borin til veraldarauðs. í lítilli torfbaðstofu þar sem bekkurinn var þétt setinn svo ekki sé meira sagt, hóf hún lífsgöngu sína. Þar til hún var nokkuð á þriðja ári hlaut hún að halda til við sjúkrabeð veikrar móður sinnar og því ekki klædd til ferilsvistar. Heiminn varð hún bara að sjá út um gluggann, hver heimsmyndin var er enginn til frásagnar um. En svo skeði stór atburður í lífi hennar, þegar faðir hennar einn góðan veðurdag sveipaði hana reifum og flutti til nágrannakonu, sem tekið hafði að sér að annast hana yfir hásláttartímann. Hjá þessari góðu grannkonu eignaðist Guðbjörg ígangsklæði og heim- urinn stækkaði að mun. Og heim- urinn hélt áfram að stækka, en hann varð líka alvarlegri, því sjö ára gömul missti hún móður sína og lífsbaráttan hófst eftir því sem kraftar leyfðu. Á ungdómsárum lét Guðbjörg sig dreyma um nám og för út í hinn stóra heim, en því varð ekki við komið eins og svo mörgu öðru. Hlutskipti hennar var löngum það, að geta aðeins látið sig dreyma um hlutina í stað þess að fá þá, en svo óbugandi var hún, að ætíð mun hún hafa átt sér einhvern draum. Vega- nesti hennar út á lífsins leið var fyrst og fremst vafalaus trú á for- sjónina, skyldurækni, dugnaður og verkkunnátta, sem að haldi kom, þá á reyndi. Guðbjörg var kona lítil vexti, kvik í hreyfingum og fylgin sér að hverju, sem hún gekk. Hún var fríð sýnum, örgeðja og glaðlynd að elisfari, en þeirrar gerðar að flíka gleði og fela sorg. Hún hafði næmt eyra fyrir ljóðum, var minnug og opin fyrir öllu, sem fram fór í umhverfinu og því sagnfróð um liðna tíð. Rétt fyrir tvítugsaldur réðst Guðbjörg til frænda síns Jóns Sigurðssonar bónda og rithöf- undar að Ystafelli í Köldukinn og konu hans Helgu Friðgeirsdótt- ur. Hjá þeim hjónum dvaldi hún um það bil 3 ár og bast heimili þeirra órofaböndum, en frekar var heimdraganum ekki hleypt. Þann 24. júní 1933, þá 22 ára, gekk Guðbjörg að eiga bóndason- inn á næsta bæ Jón Þór Friðriks- son Buch. Þau hjónin hófu búskap á Einarsstöðum sama ár í mótbýli við tengdaforeldra Guð- bjargar og að sjálfsögðu við lítil efni eins og þá var títt. Ekki lá byrinn strax í seglin hjá þeim ungu hjónunum, því landbúnað- arkreppan var ekki afstaðin og þá henni sleppti tók mæðiveikin að herja á fjárstofninn. Hins vegar var það afdrifaríkast, að á fjórða búskaparári þeirra varð Jón fyrir slysi í fjárleitum og hlaut af mikla örorku. Þá örorku bar Guðbjörg drengilega með manni sínum og færði starfsvettvang sinn meira út úr bænum. Úti og inni var hún vakin og sofin og lét sig allt varða bæði smátt og stórt. Oft þurfti að herða á ólinni en ekki látið undan síga, því sjálfsbjargarhvötin var öllu sterkari. Önn dags og nætur var þung og helstu gleðistundir, þá gest bar að garði, enda þau hjónin mjög samtaka um gest- risni. En árin liðu og nýi tíminn gekk í garð, búið stækkaði, byggingar risu og vélarnar leystu manns- höndina af hólmi. Það allt var mikið gleðiefni. Þeim Guðbjörgu og Jóni varð 10 barna auðið, en skarð var í hópinn hoggið. Þau urðu fyrir þeirri þungbæru lífsreynslu að missa tvo syni sína, Hörð 3ja ára og annan í frumbernsku. Þá létu þau tvo syni sína í fóstur, þá Björn Ófeig og Ingólf Árna. Einnig það var sár lífsreynsla, þótt þeir bræður færu í góðra hendur. Börn þeirra, sem upp komust, eru sem hér segir: Guðný búandi að Einarsstöðum og á einn son, Friðrik starfsmað- ur í Straumsvík kvæntur Kristínu G. Sigurðardóttur og eiga þau tvo syni og eru búsett í Reykja- vík; Páll Helgi bóndi á Einarsstöð- um kvæntur Guðrúnu Benedikts- dóttur og eiga þau einn son, Björn Ófeigur bóndi í Skógahlíð í Reykjahverfi kvæntur Þórunni Alice Gestsdóttur, Hólmfríður búsett í Reykjavík gift Stefáni Baldvinssyni sjómanni og eiga þau þrjú börn, Kristbjörg búsett í Reykjavík, Sigurveig Guðrún búandi á Einarsstöðum og á einn son og Ingólfur Árni farmaður búsettur í Reykjavík og á eina dóttur barna. Sjálfsagt hafa margar konur á íslandi átt svipað lífshlaup og Guðbjörg á Einarsstöðum. Hitt finnst mér sérstæðara, að hún Breytingar Stjórn Fjárfestingarfélags íslands hf. hefur gengið frá breytingum á yfirstjórn fyrirtækisins í kjölfar þess að Gunnar Helgi Hálfdanar- son sagði forstjórastarfi sínu lausu. Tveir menn, Friðrik Jóhannsson og Gunnar Óskars- son, sem verið hafa í lykilhlut- verkum hjá félaginu um árabil, munu skipta með sér verkum og taka við allri daglegri stjórnun Fjárfestingarfélags íslands. Friðrik Jóhannsson, viðskipta- fræðingur og lögg. endurskoð- andi, sem gegnt hefur starfi fjár- málastjóra félagsins, verður for- stjóri þess. Sem fyrr munu fjár- Sony fyrirtækið hefur veitt Flug- leiðum sérstaka viðurkenningu fyrir þjónustu um borð í flugvél- um félagsins á sérstakri sýningu sem ætluð er fyrirtækjum í frí- hafnarþjónustu í Cannes í Frakk- landi. Þessi viðurkenning, sem Sony ætlar að veita árlega, hlýtur fyrirtækið fyrir sérstaklega vel heppnaða notkun á Sony GV 8 myndbandstækjum um borð í Flugleiðavélum á Norður-Atl- antshafsleiðum. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi viðurkenning er veitt. Flugleiðir voru eitt þriggja flugfélaga sem fyrst tóku í notk- un þessi myndbandstæki á Saga Class. Hver farþegi fær sitt tæki skyldi geta miðlað öðrum af lífs- gleði sinni allt til hinsta dags. mál og rekstur, ásamt sjóða- stjórnun, vera á verksviði hans. Friðrik er fæddur 25. október 1957. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund árið 1978 og kandidatsprófi í við- skiptafræði frá Háskóla íslands árið 1982. Með námi starfaði Friðrik um skeið á endurskoðun- arskrifstofu Björns E. Árnasonar en hóf síðan störf hjá Löggiltum endurskoðendum hf. Á vegum þeirra fór hann til starfa í eitt ár í Bandaríkjunum hjá endurskoð- unarskrifstofunni Laventhol and Horwath í Los Angeles og tók síðan Iöggildingarpróf árið 1986. og getur valið úr safni kvik- mynda, tónlistarmyndbanda og annars efnis. Það skiptir ekki minnstu máli í þessu sambandi að Sony hefur nýlega fest kaup á Colombia Pictures kvikmynda- fyrirtækinu fyrir 3,5 milljarða bandaríkjadollara. Því er gert ráð fyrir að handhafar GV 8 tækjanna eigi í framtíðinni völ á miklu úrvali myndefnis. Vegna þessarar viðurkenning- ar frá Sony hafa Flugleiðir látið gera póstkort með mynd af Lindu Pétursdóttur, alheimsfegurðar- drottningu, með Sony mynd- bandstækið. í baksýn er Boeing 757-200 flugvél sem Flugleiðir taka í notkun á Norður-Atlants- hafsleiðum sínum næsta vor. Guðbjörg þráði langferð í lifanda lífi, sem aldrei varð af, en nú er hún komin í þá för, er allir eiga vísa, og þegar ég lít yfir lífs- slóð hennar, þá finnst mér hún hafa farið sem sannur sigurveg- ari. Ætti ég að ráða grafskrift hennar, þá mundi hún hefjast á þessa leið: „Hér hvílir ein af hetj- um hversdagslífsins . . .“ Sé það rétt að aleiga mannsins sé það, sem hann gefur, þá hefur Guðbjörg safnað miklum auði, því hún gaf sjálfa sig öðrum í lífi og starfi. Ég vil að lokum þakka henni langa og minnisverða sam- fylgd og óska henni yndis á ókunnri strönd. Eftirlifandi manni hennar, börnum og öðrum aðstandendum sendi ég samúðarkveðjur. Frá þeim tíma hefur Friðrik starf- að sem fjármálastjóri hjá Fjár- festingarfélagi íslands hf. Friðrik er kvæntur Hildi Guðnadóttur og eiga þau þrjú börn. Gunnar Óskarsson, rekstrar- hagfræðingur, verður fram- kvæmdastjóri Fjárfestingarfélags íslands. Hann mun annast verð- bréfasvið félagsins og að auki sinna erlendum verðbréfum og markaðsmálum Fjárfestingar- félags íslands. Gunnar er fæddur 14. ágúst 1954. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamra- hlíð árið 1976 og kandidatsprófi í viðskiptafræði frá Háskóla íslands árið 1981. Að loknu námi starfaði hann við fjármála- umsýslu hjá Landsvirkjun og síð- an sem rekstrarráðgjafi hjá Hag- vangi. Gunnar lauk framhalds- námi í rekstrarhagfræði frá Imedeháskólanum í Lousanne í Sviss árið 1985 og hefur starfað hjá Fjárfestingarfélagi íslands frá þeim tíma, fyrst við sjóðastjórn- un og síðar sem aðstoðarfram- kvæmdastjóri. Gunnar er giftur Dagnýju Brynjólfsdóttur og eiga þau tvö börn. Háskóli íslands: Almanak ársins 1990 komið út Út er komið Almanak fyrir ísland 1990, sem Háskóli íslands gefur út. Þetta er 154. árgangur ritsins, sem komið hefur út sam- fellt síðan 1837. Dr. Þorsteinn Sæmundsson stjarnfræðingur hjá Raunvísinda- stofnun Háskólans hefur reiknað almanakið og búið það til prent- unar. Ritið er 96 bls. að stærð. Auk dagatals með upplýsing- um um flóð og gang himintungla flytur almanakið margvíslegan fróðleik s.s. yfirlit um hnetti him- ingeimsins, mælieiningar, skrá um veðurmet og töflu sem sýnir sólarátt og sólarhæð á mismun- andi tímum. Þá er þar að finna stjörnukort, kort sem sýnir átta- vitastefnur á íslandi og kort sem sýnir hvað klukkan er hvar sem er á jörðinni, ásamt yfirliti sem lýsir þeim fjölbreyttu reglum sem gilda um sumartíma. Háskólinn annast sölu almanaksins og dreifingu þess til bóksala. Almanakið kemur út í 7500 eintökum, en auk þess eru prentuð 2500 eintök, sem Þjóð- vinafélagið gefur út sem hluta af sínu almanaki með leyfi Háskól- ans. Sjóðfélagar í Lífeyrissjóði KEA Almennur sjóðfélagafundur verður haldinn í Starfsmannasal KEA, Sunnuhlíð 12 (gengið,inn að sunnan), í kvöld 22.11. 1989 kl. 20.30. Fundarefni: 1. Reglugerðarbreytingar. a) Hækkun stigahámarks. b) Framlenging á verðtiyggingu lífeyris. c) Fjölgun fulltrúa sjóðfélaga í stjórn. 2. Kosning viðbótarfulltrúa starfsmanna í stjórn sjóðsins og vara- manns. 3. Umræður um framtíðarstöðu Lifeyrissjóðs KEA og lífeyrismál almennt. Kaffiveitingar. Starfsmenn og lífeyrisþegar hvattir til að fjölmenna. Þessi mál snerta okkur öll. Stjórn SKE. Vigfús B. Jónsson Laxamýri. Fjárfestingarfélag íslands hf.: á yfirstjóm fyrirtækisins Linda Pétursdóttir með Sony myndbandstækið. í baksýn er líkan af Boeing 757-200 sem Flugleiðir taka í notkun næsta vor. Flugleiðir fá viður- kenningu frá Sony

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.