Dagur - 19.12.1989, Side 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 19. deSember 1989
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 90 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON
BLAÐAMENN:
ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir),
KARL JÓNSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960),
INGÍBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR,
LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Alver við
Eyjaflörð
Eftir síðustu viðræður stjórnvalda við erlenda
aðila um byggingu álvers hér á landi, hefur
umræðan að mestu snúist um byggingu nýs
álvers í Straumsvík en vart verið minnst á þann
möguleika að byggja slíkt álver á Eyjafjarðar-
svæðinu. í síðustu viku kannaði Dagur viðhorf
fulltrúa allra stjórnmálaflokkanna í bæjarstjórn
Akureyrar til þessa máls, svo og þingmanna
Norðurlandskjördæmis eystra og fleiri sveitar-
stjórnarmanna á Eyjafjarðarsvæðinu. Markmið-
ið var að fá fram hvaða skoðun þessir aðilar hafa
á því hvar næsta álver eigi að rísa og einnig
hvort þeir telji að Eyjafjörður komi enn til álita í
þessu sambandi. Niðurstaða þessarar viðhorfs-
könnunar er ótvíræð. Mikill meirihluti aðspurðra
er afdráttarlaust þeirrar skoðunar að næsta
álver eigi að reisa við Eyjafjörð en ekki á Suður-
nesjum. Einnig að hér sé ekki um flokkspólitískt
mál að ræða, heldur spurningu um byggðajafn-
vægi. Af þeim 14 aðilum sem spurðir voru álits á
málinu, lýstu 10 sig mjög fylgjandi því að álver
yrði reist við Eyjafjörð, einn sagði stuðning við
álver háðan vissum skilyrðum, en tveir voru
mótfallnir byggingu álvers við Eyjafjörð. Fulltrúi
Kvennalistans hefur nokkra sérstöðu í málinu,
því Kvennalistinn virðist alfarið á móti stóriðju,
óháð því hvar hún er staðsett.
Þessi niðurstaða kemur fáum á óvart. Vitað er
að almennur vilji er fyrir því meðal íbúa Eyja-
fjarðarsvæðisins að efla byggðakjarnann þar til
mótvægis við höfuðborgarsvæðið. Vandséð er
með hvaða hætti það verður unnt, ef ekki koma
til ný og öflug atvinnufyrirtæki. Menn mega
auðvitað ekki líta á álver sem eitthvert allsherj-
ar bjargræði og gleyma að hlúa að þeim atvinnu-
rekstri sem fyrir er á Eyjafjarðarsvæðinu. Hins
vegar er ljóst að ef ekkert raunhæft gerist í
atvinnumálum dreifbýlisins á sama tíma og lát-
laus uppbygging á sér stað á höfuðborgarsvæð-
inu, eykst byggðaröskunin til mikilla muna og
verður enn alvarlegri og skapar stærri vandamál
en við stöndum frammi fyrir í dag.
Ef landið heldur áfram að sporðreisast í
byggðalegu tilliti mun það hafa afdrifaríkar
afleiðingar í för með sér fyrir þjóðina alla, ekki
síst þá sem búa á höfuðborgarsvæðinu. Þess
vegna er staðsetning nýs álvers stórmál út frá
byggðasjónarmiði. Þess vegna gera forsvars-
menn í sveitarstjórnarmálum á Eyjafjarðarsvæð-
inu svo og flestir þingmenn Norðurlandskjör-
dæmis eystra þá kröfu að nýtt álver verði reist
við Eyjafjörð en ekki á Reykjanesi. Þeirri kröfu
þarf að fylgja fast eftir. BB.
Sverrir Páll Erlendsson, formaður dómnefndar, afhendir Sigurði 1. verðlaun í sainkeppninni, 60 þúsund krónur.
Smásagnasamkeppni Dags og MENOR:
Úrslitin kunngerð
Síðastiiðinn föstudag voru úr-
slit í smásagnasamkeppni Dags
og Menningarsamtaka Norð-
lendinga kunngerð við athöfn í
Gamla Lundi. Eins og við
greindum frá í helgarblaðinu
hlaut Sigurður Ingólfsson
fyrstu verðlaun fyrir söguna
Sanctus og Svavar Þór Guð-
mundsson fékk aukaverðlaun
fyrir Takmark einmana
drengs. Sigurður og Svavar eru
báðir Akureyringar.
Haukur Ágústsson, formaður
Menningarsamtaka Norðlend-
inga, flutti ávarp við athöfnina og
sagði m.a. að sá mikli fjöldi
sagna sem barst í samkeppnina
sýndi glöggt hve áhrifamikill fjöl-
miðill Dagur væri, en keppnin
fékk þar ítarlega kynningu.
„Sá fjöldi sagna sem í sam-
keppnina barst var miklum mun
meiri en nokkurn óraði fyrir. Við
fengum sendar um það bil 100
sögur en ég hafði reiknað með að
þær yrðu í kringum 25,“ sagði
Haukur.
Sverrir Páll Erlendsson, for-
maður dómnefndar, gerði grein
fyrir niðurstöðum dómnefndar
og lýsti störfum hennar. Við gríp-
um niður í ræðu hans:
„Hins vegar setti að dóm-
nefndinni töluverðan hroll að
þurfa að lesa öll þessi ósköp og
síðan að þurfa að velja úr öllum
þessum bunka aðeins tvær sögur
sem hlytu viðurkenningu. Þegar
við hittumst á lokafundi sátum
við með tíu af þessum hundrað
sögum og þær gátu allar komið til
greina. Eftir allmiklar umræður
stóðum við svo með tvær.“
Hann kunngerði síðan úrslitin.
Tinna Thorlacius, unnusta Svav-
ars Þórs Guðmundssonar, tók við
viðurkenningu hans, 20 þúsund
krónum, en Svavar Þór var
staddur í Þýskalandi þar sem
hann keppti í sundi. Svavar Þór
er 18 ára gamall og er nemi í
Menntaskólanum á Akureyri.
Sigurður Ingólfsson er 23ja ára
gamall og stundar nám í bók-
menntum við Háskóla íslands.
Hann kom norður til að taka við
verðlaunum sínum, 60 þúsund
krónum.
Um verðlaunasögurnar sagði
Sverrir Páll: „Það var samdóma
álit okkar dómnefndarmanna að
þær tvær sögur sem eftir stóðu
væru báðar afar vel gerðar, vel
skrifaðar, fullar af einlægni höf-
unda, vandvirkni þeirra við verk
sitt, en hins vegar afar ólíkar að
stíl, framúrskarandi hvor á sinn
hátt.“
Dagur og MENOR vilja koma
á framfæri þakklæti til allra sem
tóku þátt í samkeppninni og les-
endur Dags munu síðan fá að sjá
verðlaunasögurnar á prenti innan
tíðar. SS
Frá vinstri: Bragi V. Bergmann, ritstjóri Dags, Haukur Ágústsson, formaður MENOR, Tinna Thorlacius, unnusta
Svavars Þórs Guðmundsson, Sigurður Ingólfsson og Sverrir Páll Erlendsson, formaður dómnefndar. Mynd: kl