Dagur - 19.12.1989, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Þriðjudagur 19. desember 1989
bœkur
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ
Styrkir til
háskólanáms í Danmörku.
Dönsk stjórnvöld bjóöa fram fjóra styrki handa
íslendingum til háskólanáms í Danmörku náms-
áriö 1990-91. Styrkirnir eru ætlaðir þeim sem
komnir eru nokkuð áleiðis í háskólanámi og eru
miðaðir við 9 mánaða námsdvöl en til greina
kemur að skipta þeim ef henta þykir. Styrkfjár-
hæðin er áætlun um 3.720 d.kr. á mánuði.
Umsóknum um styrkina skal komið til mennta-
málaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, 150 Reykja-
vík, fyrir 25. janúar nk., á sérstökum eyðublöðum
sem þar fást. Umsóknum fylgi staðfest afrit
prófskírteina, ásamt meðmælum.
Menntamálaráðuneytið,
14. desember 1989.
Laxá á Ásum
Vínviður
ástarinnar
Út er komin hjá Erni og Örlygi
íslensk ástarsaga sem gerist í
ReykjavíkogNewYork. Vínvið-
ut ástarínnar er fyrsta skáldsaga
Margrétar Sölvadóttur. Heitar
mannlegar tilfinningar, ást og
afbrýði takast á uns spennan nær
hámarki sínu og sagan fær óvænt
endalok.
„Á baksviði er borgarsamfélag
samtímans með vandamál sín,
fegurð og ljótleika. Eiturlyf,
morð og barnsrán koma við sögu,
en ástin lætur líka til sín taka.
Edda er ung stúlka, sálfræðingur
á stóru sjúkrahúsi, sem í frí-
stundum sínum starfar með lög-
reglunni. Hana dreymir um
öryggi, hjónaband og börn, og
eitt kvöldið kynnist hún lögreglu-
manninum Birgi, en hann er
kvæntur. Birgir er að rannsaka
mál Erlu, ungrar stúlku, sem
hafði fundist nær dauða en lífi
eftir sjálfsmorðstilraun - eða var
það kannski morðtilraun? Hilm-
ar er ungur, einhleypur læknir á
sjúkrahúsinu þar sem Edda
vinnur. Erla er lögð inn á sjúkra-
húsið í umsjá Hilmars og hann
verður ástfanginn af henni, en
ekki er allt sem sýnist.“
- Bók um samnefnda á komin út
Notaðu AKRA
með öðruúrvals hráefni....
ogútkoman verður frábær!
AKRA-lamb (fyrir 4)
2'h stk. lambavöðvi (innralœrisvöðvi).
Hitið 100 g AKRA smjörlíki á pönnu og steikið
vöðvann í 5 mínútur á hvorri hlið. Kryddið með
salti og pipar. Haldið heitu í ofni (160°C).
Sósa - Marchand de vin
Kjötkraftur, 50 g steinselja, 50 g sveppir, 50 g
laukur, 2 dl rauðvín, 3 dl vatn, 50 g AKRA.
Léttsteikið steinselju, sveppi og lauk. Bætið
rauðvíni á pönnuna og sjóðið niður um helming.
Hellið vatni út í og þykkið með dökkum
sósujafnara. Þeytið 15 g af AKRA í sósuna til að
mýkja hana.
Verði ykkur að góðu!
fl00
SMJÖRLÍKISGERÐ
Akureyri
Leitast er við að fræða lesanda
bókarinnar um Laxá á Ásum á
sem fjölbreytilegastan hátt. Bók-
in er í senn frásagnarit, leiðbein-
ingarrit og vísindarit. Þessa 140
síðna bók prýða 45 litmyndir,
m.a. tvær stórar loftmyndir af
ánni og nágrenni til Blönduóss,
auk eldri svart/hvítra mynda og
landakorta. Laxá á Ásum er
prentuð í Kassagerð Reykjavíkur
hf. Setning og umbrot var í hönd-
um Prentþjónustunnar hf. og
Bókagerðin sá um bókband. ívar
Pálsson gerði kápu.
Þeir frændur Gísli Pálsson og
Ivar Pálsson hafa gefið út bók-
ina Laxá á Ásum og heitir út-
gáfufélag þeirra Ruddi eftir
steini nokkrum nálægt ósi
Laxár. Aðalhöfundur bókar-
innar er Páll S. Pálsson hæsta-
réttarlögmaður, sem skrifaði
handritið skömmu fvrir andlát
sitt.
Bókin er um samnefnda á, sem
talin er ein af bestu laxveiðiám í
heimi. Páll S. þekkti ána manna
best, þar sem hann ólst upp á
bökkum hennar og stundaði síð-
an laxveiði þar í 25 ár. Reynsla
höfundar af laxveiði í ánni kemur
hér veiðimönnum til góða, auk
þess sem áhugafólk um umhverfi
og sögu svæðisins fræðist við lest-
urinn. Jón Torfason frá Torfalæk
bætir við þátt Páls um sögu
Laxár, þar sem hann reifar sögu
árinnar fyrr á öldum.
Dr. Tumi Tómasson ritar um
rannsóknir sínar á lífríki Laxár,
en hann hefur stundað þær rann-
sóknir um árabil ásamt öðrum
starfsmönnum Veiðimálastofn-
unar.
Nokkrir veiðimenn segja frá
fjölbreytilegri reynslu sinni af
veiði í Laxá. Tveir erlendir veiði-
menn rita í bókina, sem hvor um
sig eru fastagestir í Laxá.
Niðurstöður einstakra rann-
sókna eru birtar í bókinni. Öll
laxveiði í Laxá sem til er skráð í
veiðibókum frá 1957 til 1989 var
slegin inn á tölvu og tekin saman
í tölfræðiforriti einu allmiklu.
Ivar Pálsson tók þetta saman og
birtir niðurstöðurnar í formi
fjölda auðlæsilegra súlurita, línu-
rita og taflna. Útkoman er ferill
rúmlega 34.000 laxa.