Dagur - 23.12.1989, Blaðsíða 4

Dagur - 23.12.1989, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 23. desember 1989 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ■ SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON. RITSTJ.FULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON. UMSJ.MAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON. BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþr.), KARL JÓNSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR PÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSM.: KRISTJÁN LOGASON. PRÓFARKAL.: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSH.: RlKARÐUR B. JÓNASSON. AUGLÝSINGASTJ.: FRÍMANN FRÍMANNSSON. DREIFINGARSTJ.: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. Fœðingarhátíð frelsara mannkynsins Þorláksmessa er dagur mikilla anna. Þá eru flestir að leggja síðustu hönd á að fullkomna hina ytri umgerð fyrir komu jól- anna, ljúka jólatiltektinni, ganga frá síðustu jóla- pökkunum og skreyta hús og híbýli. Mörgum finnst sem umgerð hátíðarinnar sé orðin full fyrirferðar- mikil; að hið svonefnda neysluæði setji orðið allt of sterkan svip á jólahald- ið. Um hver jól má heyra þá gagnrýni að jólin séu að fjarlægjast uppruna sinn af þessum sökum. Slík áminning er okkur holl, þótt vart sé hætta á því að boðskapur jólanna sjálfra gleymist í öllu amstrinu. Þrátt fyrir ver- aldarvafstur og lífsgæða- kapphlaup, gefa flestir sér tíma til að staldra við á jól- um og hugleiða boðskap þessarar aðalhátíðar kirkjuársins. Jólin eru fæðingarhátíð frelsara mannkynsins og innihald þeirra er friður á jörð. Aldrei verða spurn- ingar um réttlætið og ranglætið í heiminum áleitnari en einmitt á jólum, spurningar um það hvort við höfum gengið til góðs götuna fram um veg; hvort við höfum lagt okkar af mörkum til að rétta þeim hjálparhönd sem minna mega sín. Varnarleysi lítilmagnans kemur okkur öllum við, þótt margir gleymi oft að sýna samkenndina í verki. „Eigi skulu þér hræð- ast, sjáið, því að ég boða yður mikinn fögnuð, þann er sker öllum lýð, því í dag er yður lausnarinn fædd- ur, sá að er Kristur Drott- inn, í Borg Davíðs." (N.t. Odds 1540.) Þessi kjarni í boðskap jólanna á að veita okkur öllum mátt og áræði til að sigrast á eigin erfiðleikum og hjálpa öðr- um og vera okkur leiðar- ljós í lífinu. Hátíð Jesú- barnsins er hátíð allra barna, líka þess barns sem býr innra með okkur sem fullorðin erum. Á slíkri hátíð skulum við vera minnug þess að börn- in læra af okkur, - hvort heldur það eru jólasiðir eða annað. Látum boð- skap jólanna móta dagfar okkar allar stundir, þá mun okkur vel farnast, bæði sem einstaklingum og þjóð. Með ósk um að svo megi verða árnar Dag- ur lesendum sínum og landsmönnum öllum gleði- legra jóla. BB. Að þvælast rvrir Fastir í sama fari Pað er furðulegt að ráðherrar þriðja flokksins og hins vinnandi manns setji sig svo ákveðið á móti aukningu atvinnulífs og þjóðartekna. Enn sérkennilegri verður þessi afstaða þegar horft er til vandamála sem þeir eiga sjálfir við að glíma hver í sínu ráðuneyti. Forysturáð- herra þriðja flokksins sér ekki fram á að geta afgreitt hallalaus fjárlög næstu árin. Hann stendur frammi fyrir þeirri staðreynd að skerða verður velferðarþjóðfélagið á íslandi og einnig að hækka álögur á einstaklinga. Og spyrja má hverjir eiga að greiða aukna skatta þegar tekjur lækka og færri hafa vinnu. Næsti ráðherra þriðja flokksins heldur utan um deyjandi atvinnuveg. Ég segi deyjandi, því bændum mun fækka á næstu árum og það leiðir af sér að færri hafa einnig viðurværi af úrvinnslu afurða og þjónustu við sveitir. Því verður að spyrja hvað annað komi í staðinn fyrir loðdýr og laxeldi. Menntun og menning Síðasti ráðherra þriðja flokksins hefur með uppeldi þjóðarinnar að gera. Stundum er eins og gleymist að greiða þarf fyrir menntun og það sem stundum er köll- uð menning. Margsetnir skólar, að hruni komið Þjóð- minjasafn, hriplekt T>jóðleikhús og harmsaga Þjóðar- bókhlöðu eru allt dæmi um menningarþætti sem við viljum hafa en höfum ekki ráðið fyllilega við. Fleira mætti telja þegar menntun og menningarlíf þjóðarinnar er annars vegar. Ég held að allir viðurkenni að stóriðja ein og sér á ekki að standa undir íslensku þjóðfélagi. En hún á að vera einn þáttur af fleirum til að treysta fjölbreytni tekjuöflunar og draga úr þeim sveiflum sem við þekkj- um og hafa komið sér misvel fyrir marga. Pví er til umhugsunar af hverju þessir þrír ráðherrar virðast leggjast svo hart gegn áformum um byggingu stóriðju. Vilja þeir landi og þjóð ekki vel eða eru þeir svo fastir í fornu hugarfari að nýjar aðstæður og knýjandi þarfir um fjölbreyttara atvinnulíf og stöðugri þjóðartekjur fá þeim eigi haggað? Fyrir tveimur árum voru góðar horfur í efnahagsmál- um. Kaupmáttur launa jókst um 23% og hlutur hans í þjóðartekjum fór upp í 72% á árinu 1988. Menn fjár- festu, keyptu og undu glaðir við sitt þegar þeir höfðu skrifað undir skuldbindingarnar hjá fjárfestingar- og kaupleigufyrirtækjunum. Menn trúðu nefnilega að svona myndi þetta halda áfram og það korn ekki í ljós fyrr en áramótauppgjörin lágu fyrir að enginn hagnaður hafði orðið á rekstri fyrirtækja á þessu góða ári. Góðærið hefur nú snúist í andhverfu sína. Einkenni kreppu teygja anga sína um allt þjóðfélagið. Fyrirtækin verða gjaldþrota eitt af öðru. Önnur fækka störfum. Hin þriðju sameinast. „Hagræðingin“ skilar fólki, sem ekki veit lengur hvað það á að gera, og reikningar fyrir lífsbjörg þess hrúgast á borð atvinnuleysissjóða og fé- lagsmálastofnana. Við þessar aðstæður vaknar aukinn áhugi á samningum við erlend fyrirtæki um að koma á fót stóriðju. Par er bæði um stækkun álversins í Straumsvík eða byggingu annars vers á þeim slóðum að ræða og einnig er reynt að fá aðila til samstarfs um stór- iðju á landsbyggðinni. Ýmsir þeir, sem talið hafa var- hugavert að fara of langt inn á þessa braut atvinnumála og jafnvel horft beint aftur af öxlinni þegar hún hefur borið á góma, eru farnir að horfa fram á veginn. Þar má fyrst og fremst nefna forystu verkalýðshreyfingarinnar í landinu. Hún treystir sér ekki til að horfa sífellt upp á aukið atvinnuleysi og þá hættu að við festumst í sama fari og margar Evrópuþjóðir, þar sem „hæfilegt" at- vinnuleysi virðist jafn sjálfsagt og árstíðaskipti eða dag- ur og nótt. Flóknir samningar Pótt flestir vilji halda góðærisþjóðfélaginu til haga er ekki einhugur um að auka hlut stóriðjunnar. Á fundi sem ráðherrar „þriðja“ ríkisstjórnarflokksins héldu nýverið töldu þeir allar viðræður við samstarfsaðila um stóriðjuframkvæmdir mun skemmra á veg komnar en haldið hefur verið fram. Rétt er í því sambandi að minna á að iðnfyrirtæki standa ekki í biðröðum við landamæri til að fá að komast inn fyrir með rekstur sinn. Pað gildir ekkert síður um okkur en aðra. Lönd berjast mikið fremur um fyrirtækin og ganga misjafn- lega langt til að fá þau til samstarfs. Pví gefur auga leið að einhverju verður að fórna fyrir samstarf. Pað má einnig minna á að samningar um byggingu stóriðju eru flókin mál og tímafrek að fást við. Ekki síst ef þeir snerta marga aðila í einu eins og um er að ræða í tilfelli Atlantalhópsins. Því má deila uin hvernig slíkar viðræð- ur standi á hverjum tíma en upplýsingar urn vilja til fjárfestinga á íslandi Iiggja fyrir. Að þvælast fyrir? í sambandi viö málflutning ráðherra þriðja flokksins á fyrrnefndum fundi vaknar spurning um við hvað þeir hafi átt. Miðað við það ástand sem ríkir í efnahagsmál- um okkar og engin leið er til að sjá fyrir endann á, mætti ætla að ráðamenn þjóðfélagsins væru ákveðnir í að leita allra leiða til að auka fjölbreytni atvinnulífs og eftir Þórð Ingimarsson. treysta undirstöður þess. Svo virðist þó ekki vera. Fyrirvarar þessara þriggja manna einkenndust af atrið- um sem ekki er unnt að skilja á annan veg en að þeir séu á móti þessum atvinnuþætti og ætli sér að berjast gegn honum eða þvælast fyrir þegar ganga á frá samningum við erlend fyrirtæki. Öaðgengilegir fyrirvarar Ráðherrar þriðja flokksins gerðu í fyrsta lagi kröfu um íslenskt forræði. Það er ekki unnt að skilja á annan veg en að um íslenska meirihlutaeign verði að ræða. Það eitt nægir til að skilgreina hug þeirra því það fjármagn sem þarf er ekki til á íslandi og er af þeirri stærðargráðu að íslenska þjóðfélagið stæði tæpast undir kostnaði við að taka það að láni er það bættist við þær erlendu skuld- ir sem fyrir eru. Ef við höfum efni á að leggja slíkt fé fram ætti ekki að vera vandasamt að leysa loðdýra- og fiskeldisflanið og hreinsa þá blóðugu slóð. í öðru lagi gerðu þeir kröfu urn eitthvað sem þeir kölluðu hag- kvæmni íslendinga en skilgreindu ekki nánar. Er það ekki hagkvæmni fyrir okkur að selja orku fallvatnanna? Eðlilega ntá deila um orkuverð og við verðum að gæta þess að gefa ekki með þeirri auðlind. En við verðum einnig að lúta því að samningar fara eftir lögmálum markaðar og því ekki unnt að setja fast verð á hvern foss. Er hagkvæmni ekki einnig fólgin í þeim atvinnu- tækifærum sem stóriðja leiðir af sér? Er ekki hag- kvæmni í skattagreiðslum til hins opinbera og sveitar- félaga? Er ekki hagkvæmni í hverri hagnaðarhlutdeild sem um semst? Hvað eiga ráðherrarnir við? Vilja þeir að lagðar verði fram svo harðar kröfur að fyrirfram sé vitað að ekki verði gengið að þeim og á þann hátt heyri öll áform um stóriðju sögunni til? 1 þriðja lagi ræddu þeir um hvort ekki gæti verið skynsamlegt að nýta ís- lenska orku á annan hátt. í því sambandi verður að lýsa eftir með hvaða hætti það ætti að vera. Ánægjulegt væri að vita til þess að við gætum komist að betri sölusamn- ingum um orku fallvatnanna en væntanlega nást í samn- ingum um stóriðju á íslandi og þeirri sölu fylgdi ekki minni atvinnustarfsemi en tveimur stóriðjum, annarri við Straumsvík en hinni á Norðurlandi. Gallinn er hins vegar sá að ráðherrar þriðja flokksins eru að ræða um nýtingaráform sem ekki eru til. Því nefndu þeir enga kosti málefninu til stuðnings.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.