Dagur


Dagur - 23.12.1989, Qupperneq 11

Dagur - 23.12.1989, Qupperneq 11
Laugardagur 23. desember 1989 - DAGUR - 11 íbúar við Lyngholt: Nafnabrengl í frétt olli misskilningi I frétt vegna lóðamála vöru- bifreiðastöðvarinnar á Akureyri í blaðinu í gær urðu þau slæmu mistök að tilvitnun sem höfð var eftir Birni Jósef Arnviðarsyni bæjarfulltrúa var ranglega eignuð honum. Hið rétta er að Sigurður Jóhannesson sagði á fundi bæjar- stjórnar að sér þætti undarlegt að húseigendur í nágrenni bifreiða- stöðvarinnar kvörtuðu fyrst nú eftir að stöðin væri búin að starfa á þessu svæði í allmörg ár. Taldi hann að ljóst hefði mátt vera þeg- ar húsin í nágrenninu voru reist að þessi hluti hverfisins væri á mörkum iðnaðar- og athafna- svæðis. Sigurður benti einnig á að ekki stæði til að flutningabifreið- ar hefðu þarna framtíðaraðsetur, og að ekki kæmi annað til greina en að starfsemin yrði háð kröfum heilbrigðiseftirlitsins um góða umgengnishætti og mengunar- varnir. Nýjustu fregnir herma að beiðni vörubílstjórafélagsins hafi verið samþykkt í skipulagsnefnd. EHB Sendum vidskiptavmum og landsmönnum öUum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum árið sem er að líða. S.J.S. verktakar, Laufásgötu 3, sími 27366, Akureyri. Opnunartími um |ól og áramót Þorláksmessu írá kl. 8.00-1 eílir miðnælti. Opift lil kl. 23.30 alla daga milli hátíða. Aðfangadagur frá kl. 8.00-17.00. Gamlársdag frá kl. 8.00-17.00. lóladag er lokað. Lokað nýársdag. Annan jóladag frá kl 8.00-23.30. 2. janúar frá kl. 8.00-23.30. Óskum viðskiptavinum og starfsfólki gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum viðskiptin á árinu. Verslunin VISA . ÞDBFIQ i Móasíðu 1 • Sími 27755. JE Opid alla daga vikurtnar frá kl. 8-23.30. Heimsendingarþjónusta. og íbúðarkanp Lög um húsbréfaviðskipti gilda um kaup og sölu notaðra íbúða, sem eiga sér stað eftir 15. nóvember 1989. Óskin er hættuleg Iðunn hefur gefið út nýja bók eft- ir Guðmund Daníelsson rithöf- und. Petta er heimildarskáld- saga, byggð á minningum skálds- ins um vini og samferðarmenn, aldarmynd þar sem alvara og kímni haldast í hendur eins og lesendur Guðmundar þekkja úr bestu verkum hans. „Óskin erhættuleg, því að hún rætist. Það er hættulegt að unna, elska og óska, því að þú færð það allt saman,“ sagði skáldprestur- inn Sigurður Einarsson í Holti við Guðmund og þau orð kveða við eins og leiðsögustef í þessari skáldsögukenndu sjálfsmynd skáldsins. En máttur óskarinnar tekst líka á við ógnina og skelf- inguna sem af því getur hlotist að mæta Úlfari sóða, jafnvel fyrir þann sem í bernsku bað: Jesús- guð, gerðu mig skáld! Kímnigáfa Guðmundar nýtur sín einkar vel þegar hann segir óborganlegar sögur af skáldvin- um sínum og fleira fólki. Um leið gefur frásögn hans glögga mynd af manninum sem þrátt fyrir yfir- þyrmandi amstur og eril missir aldrei sjónar á óskadraumnum, kölluninni til að skrifa. Pelli sigursæli Út er komin bókin Pelli sigursæli eftir Martin Andersen Nexö. Með verki sínu um Pella sigur- sæla, sem kom út á árunum 1906- 1910, skipaði þessi danski höfundur sér á bekk með fremstu rithöfundum þessarar aldar. Bókin fjallar um Pella, sem flyst átta ára gamall frá Suður- Svíþjóð til Borgundarhólms með föður sínum. Frásögninni lýkur þar sem Pelli brýst nýfermdur útúr vítahring örbirgðar og niðurlægingar og leggur leið sína til borgarinnar fullur bjartsýni. Sagan um Pella lýsir sókn öreig- ans til bættra lífskjara og byggist á bernskureynslu höfundarins sjálfs. Hún er að margra dómi ein af markverðustu öreigalýsingum heimsbókmenntanna. Pelli sigursæli er 278 blaðsíður að stærð. Útgefandi er Skjald- borg. Húsbréf eru skuldabréf sem seljandi íbúðar fær hjá húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar ríkisins, í skiptum fyrir fasteignaveðbréf, sem kaupandi íbúðarinnar gefur út. /\ A \ Greiðslumat. \ Tilvonandi kaupandi verður að sækja um mat á greiðslugetu sinni til ráðgjafastöðvar Húsnæðisstofnunar. ÆmSkrifleg umsögn. _A Að fenginni skriflegri umsögn ráðgjafastöðvarinnar, þar sem m.a. er tilgreint hugsanlegt kaupverð Ibúðar, er tfmabært að skoða sig um á fasteignamarkaðnum. búð fundin - gert kauptilboð. Þegar seljandi hefur gengið að tilboði, sækir tilvonandi kaupandi um skuldabréfa- skipti við húsbréfadeildina, þ.e. að skipt verði á fasteignaveðbréfi, útgefnu af kaupanda og húsbréfum, sem verða eign seljanda. Fasteigna- veðbréfið getur numið allt að 65% af kaupverði íbúðarinnar. j^\Afgreiðsla húsbréfadeildarinnar. Húsbréfadeild metur veðhæfni íbúðarinnar og matsverð og athugar greiðslugetu væntanlegs íbúðarkaupanda með tilliti til kaupverðs. Samþykki hún kaupin sendir hún væntanlegum kaupanda fasteignaveðbréfið til undirritunar, útgefið á nafni seljanda. \Kaupsamningur undirritaður - fasteignaveðbréf afhent seljanda. íbúðarkaupandi og íbúðarseljandi gera með sér kaupsamning og seljandinn fær afhent fasteigna- veðbréfið. Fram að 15. mai 1990 eiga þeir einir aðgang að húsbréfakerfinu sem sóttu um húsnæðislán hjá Húsnæðisstofnun ríkisins fyrir 15. mars sl. og hafa lánsrétt. SAMÞYKKI HÚSNÆÐISSTOFNUNAR ER SKILYRÐI. Það er skilyrði fyrir skuldabréfaskiptum, að greiðslugeta hlutaðeigandi ibúðarkaupanda og veðhæfni íbúðar hafi verið athuguð áður en íbúðarkaup eiga sér stað og að húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar samþykki ibúðarkaupin. HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS HÚSBRÉFADEILD SUÐURLANDSBRAUT 24 ■ 108 REYKJAVÍK SÍMI ■ 696900 Kaupandinn lætur þinglýsa kaupsamningnum. Seljandi lætur þinglýsa fasteignaveðbréfinu. Seljandi skiptir á fasteigna- veðbréfi fyrir húsbréf. j \ Greiðslur kaupanda hefjast. Húsnæðisstofnun innheimtir afborganir af fasteignaveðbréfinu af kaupandanum. Þær hefjast á 2. almennum gjalddaga frá útgáfudegi fasteignaveðbréfsins, en gjalddagar eru 4 á ári.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.