Dagur - 04.01.1990, Blaðsíða 4

Dagur - 04.01.1990, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 4. janúar 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÚSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), KARL JÓNSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRl'MANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Fjölmiðlar og malefiii fatlaðra Málefni öryrkja og fatlaðra þarfnast stöðugrar umfjöllunar á breiðum grundvelli eins og önnur þau mál sem snerta þjóðarhag. Þrátt fyrir að mörgu grettistakinu hafi verið lyft undir stjórn mikilhæfra forystumanna samtaka og félaga fatlaðra, og samtakamátturinn hafi margsinnis sýnt gildi sitt, má ekki gleyma því að fjölmargt er ennþá óunnið. Ef íslenska þjóðin vill láta kenna þjóðfélag sitt við velferðarstefnu og mannréttindi má sá hluti hennar sem mest á undir högg að sækja; hinir fötluðu einstaklingar, aldrei gleymast. Öryrkjabandalag íslands og Landssamtökin Þroskahjálp eru samnefnarar hinna mörgu félaga fatlaðra á landinu. Innan vébanda þess- ara samtaka er unnið að mótun og endurskoðun stefnu í baráttumálum fatlaðra og unnið að hagsmunamálum þeirra. Arnþór Helgason, formaður stjórnar Öryrkja- bandalags íslands, gerir fjölmiðlaumfjöllun um málefni fatlaðra að umræðuefni í nýjasta tölu- blaði Fréttabréfs Öryrkjabandalags íslands. Hann segir m.a. þetta: „Forystumenn fjölmiðla hér á landi gera sér ekki ljóst að Öryrkjabanda- lag íslands er einhver mesta fjöldahreyfing landsins. Nærri lætur að á milli 15 og 20 þúsund einstaklingar tengist bandalaginu. Öryrkja- bandalagið er hins vegar ekki í þeirri aðstöðu að geta þrýst á kjarabætur til handa fötluðum með aðgerðum eins og verkföllum. Þessi afstaða fjöl- miðlanna leiðir hugann að þeim áhrifum sem þeir hafa á stefnumótun almennings í landinu. Nyti Öryrkjabandalagið liðsinnis fjölmiðla til jafns við launþegarhreyfinguna má gera ráð fyr- ir að hægt væri að skapa mun meiri þrýsting en samtökum fatlaðra hefur þó tekist með aðgerð- um sínum og þrátt fyrir stuðning launþega- samtakanna.“ Hér er komið að kjarna málsins. Öryrkjar eru ekki þrýstihópur í sama skilningi og samtök launþega eða stéttarfélög. Verkfallsvopn hafa þeir ekki, og því miður er alltof algengt að fólk leiði ekki hugann að málefnum fatlaðra fyrr en viðkomandi lendir í þeirri aðstöðu, t.d. vegna slyss, að fatlast sjálfur. Fatlaðir hafa aldrei feng- ið kjarabætur á silfurfati heldur orðið að berjast fyrir mannréttindum sínum með ráðum og dáð. Vonandi verður árið 1990 samtökum þeirra hag- stætt svo miði í rétta átt í málefnabaráttunni. EHB fréftir Skýrsla Slysavarnafélags íslands: Banaslysum fækkaði í fyrra frá árinu áður - 49 íslendingar fórust, þar af 30 í umferðarslysum Á árinu 1989 létust alls 49 íslendingar af slysförum, þar af 3 erlendis. Þetta er öllu minna en árið áður þegar 62 íslendingar biðu bana í slysum, þar af 8 erlendis. Umferðin er sem oftast áður mesti örlaga- valdurinn og kostaði hún 30 íslendinga líflð á síðasta ári, þar af fórust 2 í umferðarslys- um erlendis. Á árinu 1988 fór- ust 33 íslendingar í umferðar- slysum, þar af 5 erlendis. Þessar upplýsingar er að finna í skýrslu Slysavarnafélags íslands yfir banaslys á árinu 1989. Fram kemur að 7 manns fórust í sjó- slysum eða drukknuðu, 1 fórst í flugslysi og 11 í ýmsum slysum, þar af 1 erlendis. Með ýmsum slysum er átt við vinnuslys, bruna, skotsár, líkamsárásir, snjóflóð og fleira. Þessum bana- slysum fækkaði um 7 milli ára. Til dæmis lést enginn af völdum skotsára, líkamsárasar eða voða- skots í fyrra en 5 árið áður. Ef við berum saman banaslysin í umferðinni á árunum 1988 og 1989 kemur í ljós að í fyrra fórust 19 manns er bifreið hvolfdi, í bifreiðaveltum og við útafakstur. Samsvarandi tala fyrir árið 1988 er 6, þannig að hér er um uggvænlega þróun að ræða. Á móti kemur að 1989 fórust 5 við árekstur bifreiða en 12 árið áður og 1 vegfarandi lést eftir að hafa orðið fyrir bifreið en 7 árið áður. Þessi þróun er umhugsunarverð. Flest banaslys urðu í október, eða 7, en fæst í september, eða 1. í hverjum mánuði nema febrúar og mars urðu banaslys í umferð- inni. Árið 1988 urðu flest bana- slys í mars, eða 10, en fæst í ágúst, eða 1. Tveir erlendir menn fórust hér á landi á árinu 1989, grænlensk kona drukknaði í nóvember og danskur maður í október. Árið áður fórust 7 erlendir menn hér á landi. SS Samgönguráðherra leggur nýjar hugmyndir fyrir ríkisstjórn: Auknar líkur á smíði Vest- mannaeyjaferju innanlands - ríkisstjórnin tekur ákvörðun á næstunni Steingrímur J. Sigfússon, sam- göngumálaráðherra, hefur lagt fram í ríkisstjórninni tillögu um smíði minni ferju fyrir Vestmannaeyinga en hingað til hefur verið talað um. Nú þykja auknar líkur á að þessi ferja verði smíðuð í innlendum skipa- smíðastöðvum. Að sögn Halldórs Kristjáns- sonar, sem sér um ferjumál í samgönguráðuneytinu, er með þessari tillögu verið að reyna að finna ódýrari leið en um leið fullnægja öllum kröfum Vest- mannaeyinga um skipið. „Og um leið er verið að kanna hvort ekki komi til álita að smíða ferjuna hér innanlands,“ segir Halldór. Fyrir skömmu var óskað eftir tilboðum í 79 m. ferju og þar áttu norskir aðilar lægsta verðið, þ.e. um einn milljarð króna. Þá kom einnig tilboð frá Noregi um smíði 66 m. ferju sem kostað gæti 700- 730 milljónir króna. Þetta síðastnefnda tilboð ásamt nteð vanda skipasmíða- stöðvanna hér heima virðist hafa komið þeirri hreyfingu á málið á ný að nú er rætt um smíði 68-70 m. ferju. Þess er því að vænta á næstunni að ríkisstjórnin taki pólitíska ákvörðun um smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju en ljóst er að líkur á smíði innanlands aukast. JÓH 6. tölublað Þroskahjálpar komið út: Nýliðar í stjóm ræða málin Tímaritið Þroskahjálp 6. tölu- blað 1989 er komið út. Útgef- andi er Landssamtökin Þroskahjálp. í þessu tölublaði segja foreldr- ar ungra barna og nýliðar í stjórn Þroskahjálpar hvað þeim helst Verðlækkun á áfengi og tóbaki Með upptöku virðisaukaskatts um áramótin lækkaði áfengi og tóbak í verði um 0,4%. Verð- lækkun í ÁTVR mun vera ein- stæð í sögu verslunarinnar. Dæmi um einstakar verðbreyt- ingar má nefna að þriggja pela flaska af íslensku brennivíni lækkar úr 1500 kr. í 1490 kr. Flaska af erlendu vodka Iækkar úr 1920 kr. í 1910 kr. Flaska af algengu koníaki lækkar úr 3440 í 3420 kr. Verð á flestum léttvíns- tegundum stendur í stað vegna þess að miðað er við tug króna. Pakki af algengum amerískum sígarettum lækkar úr 199 kr. í 198 kr. JÓH liggur á hjarta varðandi lífið og tilveruna. Erindi Páls Skúlasonar sem hann flutti á Landsþingi samtakanna og nefnist „Réttur- inn til lífsins“ birtist í heftinu. „Viljum hafa áhrif“ segja þroska- heftir sem finnst virðing fyrir þeim sem manneskjum oft fyrir borð borin og talað sé í kring um þau fremur en við þau. Sagt er frá því helsta sem fram kom á Póst- og símamálastofnunin vek- ur athygli símnotenda á því að frá I. janúar 1990 verður inn- heimtur 24,5% virðisaukaskattur af allri fjarskiptaþjónustu við útlönd í stað 7,5% söluskatts, sem gilt hefur hingað til. Gjaldskrá fyrir utanlandsþjón- ustu mun af þessum ástæðum hækka um 15,8%. Stofnunin vill jafnframt vekja fundi Norræna samvinnuráðsins nú í haust og rabbað við Margréti Margeirsdóttur um ráðstefnu sem hún sótti í Noregi um breyt- ingar sem eru á döfinni þar í bú- setumálum fatlaðra. Þá kynnumst við undirbúningi að leiklistar- starfi á vegum Þroskahjálpar og Öryrkjabandalags. Fastir liðir eru á sínum stað, s.s. „Af starfi samtakanna.“ athygli á því að í athugunm er að taka upp snemma á nýja árinu næturtaxta fyrir símtöl til útlanda. Einnig vill stofnunin vekja athygli á því að frá og með 1. janúar 1990 legst 24,5% virðis- aukaskattur á burðargjald fyrir almenna böggla og forgangspóst (EMS) innanlands og fyrir heim- sendingaþjónustu. Póst og símamálastofnun: Fj arskiptaþj ónusta við útlönd hækkar um 15,8%

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.