Dagur


Dagur - 04.01.1990, Qupperneq 6

Dagur - 04.01.1990, Qupperneq 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 4. janúar 1990 Íþróttahátíð Völsungs - fimleikar, fjör og flugeldasýning - Völsungsbandið vinsælast Hin árlega Íþróttahátíð Yöls- ungs var haldin í íþróttahöll- inni á Húsavík 28. des. sl. For- maður Völsungs, Ingólfur Freysson, setti hátíðina og sagði hann þá m.a. að félagið byggi við eina bestu inniað- stöðu á landinu. Þakkaði hann Húsavíkurbæ fyrir aðstöðuna og framlag tii félagsins, nú sem endranær. Lýst var vali íþróttamanns Húsavíkur 1989 og var það hinn ungi og ágæti handknattleiks- og fótbolta- maður Asmundur Arnarsson sem tók við bikarnum er nafn- bótinni fylgir úr höndum Ingólfs. Völsungur ársins hlýtur bikar er ÍSÍ gaf félaginu til minningar um Hallmar Frey Bjarnason, fyrrverandi formann þess. Ein- staklingur er sæmdur þessari nafnbót jafnt fyrir ástundun og æfingar á íþróttum og ósérhlífni við störf í þágu félagsins. Regína Sigurgeirsdóttir var valin Völs- ungur ársins og sagði Ingólfur að hún væri alltaf tilbúin að rétta hjálparhönd við félagsstörfin. Ungur Völsungur, Katla Skarp- héðinsdóttir, var kölluð upp og henni fagnað, en Katla setti ís- landsmet í þrístökki í sínum aldursflokki á frjálsíþróttamóti þennan sama dag. Katla stökk 7,03 m. Prír eldri félagar voru heiðrað- ir með starfsmerki félagins. Pað voru: Birgir Lúðvíksson, Stein- grímur Birgisson og Helgi Bjarnason, en Helgi sonur hans tók við merkinu fyrir föður sinn. Ingólfur sagði að þessir menn hefðu iðkað skíðaíþróttina, eink- um skíðastökk, við erfiðar aðstæður um 1950. Þakkaði hann þeim fyrir heilladrjúg störf í þágu félagsins og óskaði þeim alls hins besta í framtíðinni. Handknattleikur var fyrstur á íþróttadagskrá en síðan birtist Ivan Varlamov með nokkra hressa fótboltapilta. Nokkur ung pör frá Danskóla Svölu sýndu dans. Badminton var leikið og keppt var í boccia. Engir skemmtikraftar að sunn- an voru fengnir að þessu sinni á samkomuna, en að sögn for- manns, eyðilögðu fimm vaskir Völsungar jólin fyrir sér með æfingu nokkurra laga, sumra með frumsömdum textum. Völs- ungsbandi þessu var það vel tekið, að athugandi er að senda það suður til að skemmta á sam- komum, til fjáröflunar fyrir fé- lagið. Ungar dömur sýndu fimleika og að lokum var opnað íþrótta- tívolí og fengu þá allir hátíðar- gestir að koma á gólfið og æfa sínar uppáhaldsgreinar. Íþróttahátíðinni lauk síðan utandyra með glæsilegri flugelda- sýningu Kiwanismanna. IM Katla Skarphéðinsdóttir var klöppuð upp á hátíðinni og Völsungsbandið - frá vinstri: Ingólfur Freysson, Sveinn Freysson, Björn Olgeirsson, Pétur Pétursson og Sigurður Illugason með gít- Ingólfur afhenti henni fána félagsins. Á frjálsíþróttamóti arinn. þennan sama dag setti Katla íslandsmet í þrístökki í sínum aldursflokki. Samkomugestir fengu að koma á gólfið og reyna ýmis tæki. Keppt í boccia. Biðröð í tækin.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.