Dagur - 04.01.1990, Síða 12
Útgerðarfélag Akureyringa hf.:
Sléttbakur EA
aflahæstur í fyrra
Togarar Útgerðarfélags Akur-
eyringa hf. veiddu samtalals
tuttugu og tvö þúsund sjötíu og
eitt tonn í fyrra. Sléttbakur EA
var aflahæsta skip félagsins en
næstur honum í aflamagni er
Kaldbakur EA.
Kaldbakur EA landaði 4074
tonnum hjá Útgerðarfélaginu á
síðasta ári, Svalbakur 3778 t,
Harðbakur 3927 t, Sólbakur 2909
og Hrímbakur landaði 3128 tonn-
Landsbyggðarbakarar:
Hyggjast
stoftia inn-
kaupafélag
í undirbúningi er að stofna inn-
kaupafélag meðal bakara á
landsbyggðinni. Að sögn Sveins
Benónýssonar bakara á
Hvammstanga er mikil þörf
fyrir slíkt félag.
Sveinn sagði að bakarar á
landsbyggðinni væru bæði smáir
og dreifðir og því gætu þeir ekki
náð fram eins hagstæðum vöru-
innkaupum og stóru bakaríin. í
félaginu verða fyrst og fremst
landsbyggðarbakarar en þeir eru
um 20 talsins. Stofnfundur verð-
ur í febrúar í kjölfar ársfundar
Landssambands bakarameistara.
kj
um hjá félaginu. Uppgefnar tölur
eru heildartölur um blandaðan
afla, en upplýsingar um aflaverð-
mæti ísfisktogaranna árið 1989
liggja ekki enn fyrir hjá ÚA.
Frystitogarinn Sléttbakur
veiddi 4255 tonn í fyrra, sem ger-
ir 2362 tonn af frystum afla. Afla-
verðmæti Sléttbaks er áætlað um
290 milljónir króna á árinu 1989.
Mikið vantar á að Sléttbakur sé
með sama aflaverðmæti og Akur-
eyrin EA, frystitogari Samherja
hf. sem var með aflaverðmæti
yfir 500 milljónir króna í fyrra.
Þess ber þó að geta að Akureyrin
er með miklu meiri kvóta, um
6000 tonn.
Lauslega útreiknað var meðal-
aflaverðmæti Sléttbaks EA um
122 þúsund krónur fyrir hvert
tonn af frystum fiski á liðnu ári.
EHB
Mikið var um dýrðir í útibúum íslandsbanka hf. á Akureyri fyrsta opnunardaginn. Félagar úr Lúðrasveit Akureyrar
tóku lagið og viðskiptavinir voru leystir út með kaffi, bakkelsi, sælgæti, Óskari og Emmu og mynd eftir meistara
ErrÓ. Mynd: KL
Verkalýðsfélagið Eining:
Atvinnuástandið fer sífeDt versnandi
- um tíu starfsmenn Krossanesverksmiðjunnar bættust á atvinnuleysisskrá í gær
I gær bættust tíu manns á
atvinnuleysisskrá Verkalýðs-
félagsins Einingar og koma þar
aðallega til verkamenn sem
unnu við Krossanesverksmiðj-
una á Akureyri sem fór illa í
Víða slakt heilsufar þessa dagana:
Óvenju mikið að gera
hjá heilsugæslulæknum
- kvefpest og magakveisa algengir kvillar
„Jú, það má segja að ástandið
hafi verið óvenjulega slæmt
upp á síðkastið,“ sagði Friðrik
Vagn Guðjónsson heilsugæslu-
læknir í samtali við Dag í gær,
aðspurður um heilsufar Akur-
eyringa og nærsveitunga, en
nokkuð hefur borið á að hinar
ýmsu pestir leggist á fólk þessa
dagana.
Slökkvilið Húsavíkur:
Tvisvarlauseldur
í íbúðarhúsum
Slökkvilið Húsavíkur var kall-
að út tvisvar á síðasta ári vegna
elds í íbúðarhúsum. í bæði
skiptin voru eldsupptök við
eldavélar í eldhúsum, og
skemmdir urðu á íbúðunum af
sóti og reyk.
Slökkviliðið var einnig kallað
út einu sinni vegna elds í sorp-
haugunum. Einu sinni var um
gabb að ræða, eða að krakkar
settu brunaboða í gang af óvita-
skap. IM
Friðrik Vagn segir að nánast
allan desember hafi slæmt kvef
hrjáð marga og fylgdu því flensu-
lík einkenni. A milli jóla og ára-
móta hafi svo komið mikil hrina
og hafi verið mjög mikið að gera
hjá vaktlæknum um hátíðarnar.
„Þetta gæti orsakast af auknum
samgangi meðal fólks og auknum
samgöngum milli landshluta og
jafnvel landa, en við höfum ekki
enn greint af hvaða stofni vírus-
inn sem nú er í gangi er.“
Auk kvefpestarinnar hefur
slæmt iðrakvef verið í gangi
undanfarna viku, en þar er á
ferðinni vírussýking og fylgir
henni smá hitavella. Magakveis-
an getur varað allt frá einum sól-
arhring og upp í 2-3 daga þegar
verst lætur. Besta ráðið í slíkum
veikindum, að sögn Friðriks
Vagns, er að sleppa veislumatn-
um og neyta aðeins fljótandi fæð-
is til að hvíla þarmana.
Kvefpestin er heldur langvinnari
en magakveisan þó hún sé í raun
ekki mjög slæm. „Það hefur því
verið mikið að gera hjá læknum
þessa dagana, mun meira en
venjulega,“ sagði Friðrik Vagn
að lokum. VG
bruna fyrir áramót.
Af um tólf verkamönnum sem
störfuðu hjá Krossanesverk-
smiðjunni fyrir brunann, voru
aðeins um þrír að störfum í gær.
Hinir höfðu verið sendir heim
launalaust, en í landslögum nr.
19 frá 1979, 3. grein segir að
verði fyrirtæki fyrir óvæntum,
ófyrirsjáanlegum atburðum, falli
ábyrgð vinnuveitanda gagnvart
starfsfólki niður fyrirvaralaust og
fara verkamennirnir því beint inn
á atvinnuleysisskrá.
Að sögn Björns Snæbjörnsson-
ar varaformanns Einingar, hefur
fjöldi skráðra atvinnulausra ekki
verið svona mikiii hjá Einingu í
tæp tíu ár. Auk þeirra tíu sem
skráðu sig í gær, bættust 30
manns úr öllum áttum á atvinnu-
leysisskrá hjá Vinnumiðlun Ak-
ureyrarbæjar í fyrradag. „Ástand-
ið fer sífellt versnandi og hefur
ekki verið svona slæmt síðan
1983 þegar það var verst,“ sagði
Björn, en hann segir ástandið nú
mun verra en þá. VG
Yfír 80 atviimulausir á
Sauðárkróki og nágrenni
Atvinnuleysi var nokkuð mik-
ið á Sauðárkróki og nágrenni
seinni hlutann í desember. AIIs
var 81 félagsmanni á félagssvæði
verkalýðsfélaganna greiddar út
atvinnuleysisbætur.
Athyglisverð skipting varð á
milli Sauðárkróks og sveitanna í
kring. Á Sauðárkróki voru 42
greiddar bætur fyrir seinni hluta
desembermánaðar en 22 úr nær-
sveitum Sauðárkróks.
Alls voru greiddar út á árinu
atvinnuleysisbætur fyrir um 23,4
milljónir króna og er það nokkru
meira en árið á undan. kj
„Uppsagnir símsmiða geta valdið
ófremdarástandi í vor“
- segir Ársæll Magnússon umdæmisstjóri Pósts og síma
Tólf símsmiðir á Akureyri létu
af störfum um áramótin, en
þeir sögðu störfum sínum laus-
um með þriggja mánaða fyrir-
vara í haust. Sjö aðrir símsmið-
ir sögðu upp á öðrum stöðum í
norðurlandsumdæmi Pósts og
síma, umdæmi III, þannig að
alls hafa 19 manns látið af
störfum.
Að sögn Ársæls Magnússonar,
umdæmisstjóra, hafa uppsagnir
þessar ekki haft veruleg áhrif enn
sem komið er, en öruggt er að
ástandið mun fara versnandi þeg-
ar fram líða stundir. Símsmiðir
sjá m.a. um viðgerðir á símalín-
um utan- og innanhúss, flutning
síma, lagningu og tengingu jarð-
síma, uppsetningu sérbúnaðar og
ýmsar viðgerðir og þjónustu.
Póstur og sími hefur enn yfir að
ráða nokkrum mannskap sem
reynir að sinna bilanatilvikum
sem upp koma, en allt er gert
sem hægt er til að forða notend-
um frá óþægindum í þessari stöðu.
Ársæll segir að lítið reyni á
jarðsímakerfið á þessum árstíma
því ekki er mikið um jarðrask af
völdum vinnuvéla o.þ.h. þegar
frost er í jörðu. Kerfið er vandað
og vel frá gengið en þó koma upp
bilanir einstaka sinnum, bæði af
mannavöldum og af völdum nátt-
úruaflanna. Ef þessu heldur
áfram má búast við ófremdar-
ástandi næsta vor vegna þess
hversu margir símsmiðir hafa
sagt upp, en vorin og sumrin eru
alla jafna mesti álagstíminn í
vinnu og viðhaldi.
„Að hluta til er um fram-
kvæmdir á vegum Pósts og síma
að ræða vegna breytinga á kerf-
unum samkvæmt áætlunum, ým-
ist með nýframkvæmdum eða
breytingum til að auka afköst
kerfisins. Einnig er um að ræða
vinnu í tengslum við framkvæmd-
ir á Akureyri, öðrum þéttbýlis-
stöðum eða sveitum. Þá vilja
menn eðlilega ekki bíða lengi eft-
ir viðgerðum ef símalínur rofna,“
segir Ársæll.
Ekki er vitað hvort símsmið-
irnir hafi ráðið sig til annarra
starfa eða hvort aðgerðir þessar
verði til að þrýsta á um kjarabæt-
ur sem þeir hafa farið fram á.
EHB