Dagur - 05.01.1990, Side 1
Venjulegir og
demantsskornir
trúlofunarhringar
Afgreiddir samdægurs
GULLSMKNR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
73. árgangur Akureyri, föstudagur 5. janúar 1990 3. töiublað
Siglfirðingur SI:
Byijar árið á sfldar-
frystingu fyrir austan
Siglfirðingur SI er nú kominn á
nýjan leik á síldarmiðin fyrir
austan eftir uppihald yfir hátíð-
arnar. Síldarbáturinn Haf-
steinn frá Siglufirði veiðir sfid-
ina og landar henni yfir í Sigl-
firðing, þar sem hún er fryst.
Siglfirðingur fékk úthlutað um
1100 tonnum í upphafi vertíðar
en einungis er búið að veiða tæp-
an helming kvótans. Því var sótt
um leyfi ráðuneytis til áframhald-
andi veiða eftir áramótin og
Litla-Giljá:
Eldur í vörubfl
- tveggja ára barni
naumlega bjargað
Tveggja ára gamalt barn var
hætt komið er kviknaði í
vörubfi á bænum Litlu-Giljá í
Húnavatnssýslu rétt fyrir
hádegi í gær.
Bílstjóri vörubifreiðarinnar
var að moka farmi á bílinn og
skildi hann eftir í gangi. Barnið
var inni í bílnum þegar hann varð
skyndilega alelda og rétt tókst í
tæka tíð að ná því út. Hús vöru-
bílsins er gjörónýtt. Eldsupptök
áttu sér líklega stað í miðstöðvar-
mótor. kj
fékkst það.
Þegar Dagur náði samband við
Siglfirðing í gær var hann kominn
austur fyrir land og stutt á síldar-
miðin.
Pétur Bjarnason, stýrimaður,
sagði að menn væru bjartsýnir á
veiðina, ekki veitti af að síldin
bætti að einhverju leyti upp 10
prósent skerðingu á botnfisk-
kvóta. „Ég reikna fastlega með
því að við byrjum inn á Mjóa-
firði. Þar fengust stór köst fyrir
jólin, en það er svo annað mál
hvort síldin er þar ennþá,“ sagði
Pétur. Hann sagði að síldarfryst-
ingin fyrir áramótin hefði gengið
bærilega þegar eitthvað veiddist.
Síldin hafi hins vegar verið nokk-
uð erfið viðureignar.
Mest af frystu síldinni úr Sigl-
firðingi fer á Japansmarkað. óþh
Frá setningarathöfn sjávarútvegsdeildar Háskólans á Akureyri. Haraldur Bessason rektor, flytur tölu. Mynd: kl
Þrjú skip fengu samtals 2300 tonn af loðnu í fyrrinótt:
„Þetta batnaði eftir því sem á nóttina leið“
- segir Jón Guðmundsson, stýrimaður á Guðmundi Ólafi ÓF
„Þetta var alls ekki slæmt. Við
fengum þessi 600 tonn í 8 köst-
um og það má segja að þetta
hafi alltaf batnað eftir því sem
á nóttina leið,“ sagði Jón
Guðmundsson, stýrimaður á
loðnuskipinu Guðmundi Ólafi
ÓF, í gær en þá var skipið á
leið í land með hart nær full-
fermi, 600 tonn af loðnu.
í fyrrinótt veiddist fyrsta loðn-
an á nýja árinu og fékkst hún á
svæðinu djúpt norðaustur af
Langanesi. Fáir bátar voru á
þessum slóðum en auk Guð-
mundar Ólafs tilkynntu tveir bát-
ar um afla, þ.e. Beitir um 1100
tonn og Guðrún Þorkelsdóttir
um 600 tonn. Flest öll loðnuskip-
in tóku stefnuna á þetta svæði í
gær og ætluðu að reyna fyrir sér í
nótt. Búist var við að þar yrðu
um 35 skip við veiðar í nótt.
„Þetta er það besta sem komið
hefur og mátti víst ábyggilega
lagast. Vertíðin fram til jóla var
alveg hundleiðinleg og það var
kominn leiði í mannskapinn,"
sagði Jón.
Jón lét vel af þeirri loðnu sem
veiddist í fyrrinótt, sagði að um
væri að ræða góða loðnu. Þegar
Dagur hafði samband við skipið
var ekki ákveðið hvar aflanum
yrði landað. JÓH
að hafa um tíma óttast að deildin
yrði ekki að veruleika, en fagnaði
því að málin leystust farsællega.
Jón Þórðarson, forstöðumaður
deildarinnar, rakti aðdraganda
að stofnun hennar og uppbygg-
ingu. Nám við sjávarútvegsdeild-
ina tekur fjögur ár, meðal
kennslugreina eru efnafræði, líf-
fræði, viðskipta- og markaðs-
fræði, stjórnun, samskipti og
skipulag, skipa- og veiðitækni og
fiskalíffræði. Bauð hann nem-
endur velkomna, en þeir eru 14.
20 sóttu um en 6 hættu við eða
stóðust ekki inntökukröfur.
næstu þrjú árin til afnota. Ráð-
Iherrar, þingmenn kjördæmis-
ins, Bæjarstjórn Akureyrar,
starfsfólk og nemendur deild-
arinnar ásamt fjölmörgum
gestum fögnuðu þessum merka
áfanga í gær.
Haraldur Bessason, háskóla-
rektor, hóf mál sitt á að þakka
öllum þeim aðilum sem stutt hafa
Háskólann á Akureyri með ráð-
um og dáð, og lagt sig fram um
að sjávarútvegsdeildin yrði að
veruleika. Haraldur minntist þess
Þá tók Svavar Gestsson,
menntamálaráðherra, til máls.
Sagði hann að lög um Háskóla á
Akureyri hefðu verið samþykkt
vorið 1988, en í nóvember sama
ár hefði nefndaráliti varðandi
stofnun sjávarútvegsdeildar verið
skilað til ráðuneytisins. í mars
1989 hefði ríkisstjórnin gert sam-
þykkt um að starfsemi deildar-
innar myndi hefjast um áramótin
89 -’90. „Við ykkur sem hafið
bundið miklar vonir við sjávarút-
vegsdeildina hér á staðnum vil ég
fyrst og fremst segja að ég vona
að þessi tími hafi kennt ykkur að
taka það sem stendur í fjölmiðl-
um ekki of bókstaflega. Ég geri
ráð fyrir að þau tíðindi sem hafa
birst ykkur af sjávarútvegsdeild-
inni og sviptingunum kringum
hana á Alþingi og í ríkisstjórn á
undanförnum mánuðum hafi ver-
ið með þeim hætt að þau hafi
ekki aukið mönnum bjartsýni.
Hins vegar var það alveg ljóst frá
því að samþykktin var gerð í
mars ’89 að ekkert annað gat
gerst en að þessi deild færi af
stað, því annað hefði aldrei verið
liðið af þeim mönnum sem um
þessi mál eiga að fjalla, hvort
sem þeir eru í stjórn eða stjórnar-
andstöðu.“ EHB
Sjá nánar á bls. 2
Þrefalt hjá handknattleiksmönnunum:
Alfreð íþróttamaður ársins 1989
- Kristján annar og Þorgils Óttar þriðji
Alfreð Gislason handknatt-
leiksmaöur var kjörinn
íþróttamaöur ársins 1989.
Þetta var tilkynnt í hófi sem
Samtök íþróttafréttamanna
héldu að Hótel Loftleiðum í
gærkvöld. Þetta var svo sann-
arlega kvöld handboltans því
félagar Alfreðs í landsliðinu,
Kristján Arason og Þorgils
Óttar Mathiesen lentu «2. og
3. sæti.
Alfreð sagði eftir athöfnina
að hann liti á þennan titil sem
viðurkenningu liðsheildarinnar
en ekki eingöngu sem verðlaun
sér til handa.
Alfreð er vel að þessum titli
kominn því hann var einn af
lykilmönnum íslenska landsliðs-
ins í handknattleik sem sigraöi í
B-heimsmeistarakeppninni í
Frakklandi í fyrra og var reynd-
ar valinn besti leikmaður kepp-
ninnar. Hann var einnig kosinn
besti leikmaður íslandsmótsins
á síðasta keppnistímabili þann-
ig að þessi útnefningin kemur
ekki á óvart.
Þess má geta að þetta er í
fyrsta skipti síðan 1972 að hand-
knattleiksmaður hlýtur þennan
titil. AP
Alfreð Gíslason.
Tímamót í sögu Háskólans á Akureyri:
Sjávarútvegsdeildin tekin tíl starfa
Innbrotí
Shell-skálann
á Sleitustöðum
Brotist var inn í Shcll-skálann
á Sleitustöðum í Skagafirði í
gær. Ekki er vitað hverjir voru
að verki en málið er í rannsókn
hjá lögreglunni.
Að sögn lögreglu var stolið
peningum, sígare.ttum og fleitu...
Þjófarnir brutu rúðu í hurð sem
er læst báðum megin með lykli.
Þeir voru svo heppnir að lykillinn
var í skránni að innanverðu,
því var eftirleikurinn auðveldur
og þeir þurftu ekki annað en að
teygja sig innfyrir og opna. kj
Sjávarútvegsdeild Háskólans á
Akureyri tók formlega til
starfa í gær við hátíðlega
athöfn á fjölmennum fundi að
Glerárgötu 36, í húsnæði sem
Kaupfélag Eyfirðinga hefur
látið deildinni ókeypis í té