Dagur - 05.01.1990, Page 3
Föstudagur 5. janúar 1990 - DAGUR - 3
fréttir
Hrossaútflutningur á vegum Félags hrossabænda
með almesta móti í fyrra:
Gera jarpir hestar og skjóttar
hryssur næst „innrás“ í Japan?
- „millar“ í hestamennskunni þar eystra og tilbúnir að borga vel
Hrossaútflutningur á vegum
Félags hrossabænda var með
mesta móti á síðastliðnu ári og
hefur ekki verið meiri um ára-
bil. Að sögn Hallveigar Fróða-
dóttur hjá Félagi hrossabænda
voru flutt út 1010 hross á árinu
samanborið við 700 hross árið
1988. Skipting þessara 1010
hrossa er eftirfarandi: 41 ógelt-
ur hestur, 389 merar og 580
geldingar. Einkum er áberandi
fjölgun útfluttra mera frá fyrra
ári.
Láta mun nærri að um 500
hross hafi farið á liðnu ári til
Norðurlanda, mest til Svíþjóðar,
um 400 hross til annarra Evrópu-
landa og um 100 hross vestur um
haf til Bandaríkjanna og Kan-
ada.
Þessir hestar eru að stærstum
hluta reiðhestar. Á árinu voru
fjórir landsþekktir verðlauna-
hestar, þar af einn geldingur,
seldir úr landi. Geldingurinn er
Snjall en graðhestarnir þrír eru
Atli frá Syðra-Skörðugili í Skaga-
firði (Svíþjóð), Pá frá Laugar-
vatni (Bandaríkin) og Höður frá
Hvoli (Svíþjóð).
Hallveig segir að verð fyrir ís-
lensk hross á erlendum markaði
hafi þokast upp á við á síðustu
misserum og sem stendur verði
að telja það viðunandi. Áttatíu
til hundrað þúsund krónur segir
Hallveig að sé algengt verð fyrir
þokkalegan 7-9 vetra reiðhest.
íslensku hrossin koma að
stærstum hluta af Suðurlandi en
einnig hefur fjöldi hrossa af Vest-
urlandi, úr Húnavatnssýslum,
Skagafirði og Eyjafirði verið
seldur úr landi. Hallveig segir að
gott gengi á árinu 1989 gefi byr í
seglin og góðar vonir um að
nýhafið ár verði enn farsælla
útflutningsár en hið síðasta. Hún
segir greinilega vaxandi áhuga
hestamanna á útflutningi og því
sé vonir bundnar við að hann
verði ekki drepinn fyrirvaralaust
niður með nýrri skattlagningu
ríkisvaldsins á hrossaútflutning.
„Ég er bjartsýn á framhaldið,
ekki síst ef okkur tekst að komast
inn á aðra markaði. Ríkir jap-
anskir aðilar hafa sýnt áhuga á
kaupum á reiðhestum af íslenska
hrossakyninu en þessi akur er
enn óplægður. Við getum vænst
þess að Japanarnir greiði hæst
verð fyrir íslensku reiðhrossin.
Það virðast aðallega vera mrllar í
hestamennskunni þar eystra,“
segir Hallveig.
Beint vöruflug Flying Tigers
austur til Japan hefur vakið vonir
um að hrossaútflutningur til Jap-
Á síðustu 10 árum, 1980-1989,
létust 624 íslendingar af slys-
förum, þar af 50 erlendis. Á
hverju ári hafa þannig 62
íslendingar að meðaltali látist
af slysförum og má þá segja að
síðasta ár hafi komið vel út því
þá fórust 49 manns, sem er vel
undir meðaltali og raunar
lægsta dánartíðni á nýliðnum
áratug.
Banaslysin 624 skiptast þannig:
Sjóslys og drukknanir 166 (14 er-
lendis), umferðarslys 262 (22 er-
lendis), flugslys 38 og ýmis bana-
slys 158 (14 erlendis).
Árið 1980 var mannskæðast,
þá létust 83 af slysförum. Munar
þar mestu að óvenju margir fór-
ust í sjóslysum eða drukknuðu,
Hið langþráða danska parket á
gólf nýja íþróttahússins er
væntanlegt með skipi til Siglu-
fjarðar í dag. Hafist verður
fljótlega handa við að leggja
parketið og má búast við að
húsið verði vígt í mars.
Að sögn Práins Sigurðssonar,
bæjartæknifræðings á Siglufirði
munu heimamenn leggja parket-
ið og er gert ráð fyrir að sú vinna
ans sé raunhæfur. Hallveig segir
að þrátt fyrir langt flug sé flutn-
ingur hrossa þangað austur eftir
mögulegur. Hugsanlegt sé að
millilenda í Anchorage í Alaska
og fljúga áfram með hrossin að
nokkrum dögum liðnum á leiðar-
enda. óþh
alls 32. Banaslysum í þessum
flokki hefur fækkað síðan en þó
rauk talan upp í 26 árið 1986.
Meðaltal áratugarins er 16,6 og
eru síðastliðin þrjú ár vel undir
því og fæst urðu banaslysin í
þessum flokki á árinu 1989, eða
7.
Fjöldi þeirra sem farist hefur í
umferðinni árlega er svipaður á
þessu tímabili, 26 að meðaltali.
Flestir fórust 1988, eða 33, en
fæstir 1983, eða 20.
Flugslys kostuðu 8 manns lífið
árið 1986 en enginn fórst í flug-
slysum 1985 og 1988, einn fórst
1984 og 1989. Ýmis slys eru að
jafnaði um 16 ár hvert en sveiflur
nokkrar, frá 6 1984 upp í 25 1981.
SS
taki allt að einum mánuði. Undir
parketið er sett tvöföld fjaðrandi
grind og ofan á hana parketfjal-
irnar.
Þessa dagana er verið að ljúka
við tengigang milli íþróttahússins
og Sundhallarinnar. Þegar þeirri
vinnu og lagningu parketsins
verður lokið er íþróttahúsið nær
fullbúið. Þó er eftir lítilsháttar
vinna við áhorfendastæði og
málningarvinna. óþh
Banaslys 1980-1989:
Alls 624 íslendingar
létust af slysföram
íþróttahúsið á Siglufirði:
Danska parketið
væntanlegt í dag
Vegna vörutalningar og tölvuvæðingar
verður lokað föstudaginn 5. og
laugardaginn 6. janúar.
Opnum aftur
mánudaginn 8. jan.
BYGGINGAVÖRUDEILD
LÚNSBAKKA.
^ .................
;J
Léttisfélagar! LÉ™
....
Jolatres-
skemmtun
verður haldin í Skeifunni, félagsheimili
Léttis, laugardaginn 6. janúar kl. 2 eftir
hádegi.
Mætum öll með börnin!
Kvennadeildin.
,ekki /"N
Laugardagur kl.14: :55
1. LEIKVIKA- 6. jan . 1990 1 X 2
Leikur 1 Blackburn - Aston Villa
Leikur 2 Brighton - Luton
Leikur ? C. Palace - Portsmouth
Leikur 4 Hull - Newcastle
Leikur 5 Leeds - Ipswich
Leikur 6 Man. City - Millwall
Leikur 7 Middlesbro - Everton
Leikur 8 Plymouth - Oxford
Leikur 9 Stoke - Arsenal
Leikur 10 Tottenham - Southampton
LeikurH W.B.A. - Wimbledon
Leikur 12 Wolves - Sheff. Wed.
Símsvari hjá getraunum er 91-84590 og LUKKULÍNAN S. 991002 -84464.
Nýr hópleikur!!
HAFNARSTRÆTI 96 SIMI 96*24423 AKUREYRI
IÍTSALA
UTSALA
Utsala hefst hjá okkur mánudaginn 8. januar,
Við bjóðum alls konar fatnað á börn og fullorðna með 30-50%
afslætti, svo sem:
Kápur, kjóla, blússur, peysur, úlpur, stakka, herrafrakka
og margt fleira.
ia ii í|é_
svo vel að líta inn og
gerið góð kaup
Sigurhar Giémimdssomrhf.
HAFNARSTRÆTI96 SÍMI96«24423 AKUREYRI