Dagur - 05.01.1990, Síða 5

Dagur - 05.01.1990, Síða 5
Föstudagur 5. janúar 1990 - DAGUR - 5 Sigurlið 2. flokks með sigurlaunin. Nokkrir feður úr Old-boysliðinu, sem áttu syni í flokknum, fengu að vera með á myndinni og verðlaunapening að auki. JMJ-mótið í handbolta fór fram á milli jóla og nýárs: Annar flokkur Þórs vann mótið á markahlutfalli - Old-boysliðið vakti sem fyrr mesta athygli Arnar Guðiaugsson skoraði mörg falleg mörk fyrir Old-boysliðið en hann sagðist þó vera meira fyrir að spila félaga sína uppi. Myndir: kk JMJ-mótið í handbolta var haldið með pompi og pragt á milli jóla og nýárs. Mótið sem er innanfélagsmót Þórs, var nú haldið öðru sinni. Til leiks mættu fjögur handknattleiks- lið félagsins, Old-boys, meist- araflokkur, 2. flokkur og 3. flokkur. Fóru leikar þannig að 2. flokkur félagsins sigraði á markahlutafalli en liðið hlaut fjögur stig úr þremur leikjum, eins og reyndar meistaraflokk- ur og Old-boysliðið. Old-boysliðið vakti sem fyrr mikla athygli fyrir góða frammi- stöðu en aðeins herslumuninn vantaði á að liðið skyti öðrum lið- um félagsins ref fyrir rass. Old- boysliðið var þó eina liðið sem lagði sigurlið 2. flokks að velli. Líkt og í fyrra, mætti Þorbjörn Jensson þjálfari íslandsmeistara Vals og fyrrum fyrirliði landsliðs- ins til leiks og hugðist leika með Old-boys. En vegna meiðsla gat hann lítið haft sig í frammi og varð hann að gera sér að góðu að hvetja félaga sína til dáða. Einnig stóð til að Sigurður Sveinsson landsliðsmaður í handbolta kæmi norður og léki með liðinu en vegna landsleiksins við Norð- menn fyrir sunnan, gat ekki orðið af því að þessu sinni. I liði Old-boys voru margir leikmenn sem gerðu garðinn frægan með Þórsliðinu hér á árum áður og mættu fjölmargir þeirra sonum sínum í mótinu, sem léku annað hvort með 2. eða 3. flokki. Mótið þótti takast vel í alla staði og verður það örugg- lega endurtekið að ári. Ragnar Sverrisson kaupmaður í Herra- deild JMJ gaf á sínum tíma far- andbikar til keppninnar og auk þess fengu sigurvegararnir veg- lega verðlaunapeninga til eignar, sem Ragnar gaf. Flestir voru á því að mótið hafi hafist á sjálfum úrslitaleiknum en þá mættust Old-boys og meist- araflokkur. Eftir jafnan og fjörugan leik hafði þó meistara- flokkur betur og sigraði 14:11. í öðrum leik mættust 2. og 3. flokkur og sigraði 2. flokkur stórt, 18:10. Old-boys og 2. flokkur áttust við í þriðja leik og fóru „gömlu" mennirnir sem sig- ur af hólmi, 15:13. Meistaraflokkkur vann 3. flokk í fjórða leik, 21:19 og Old boys vann 3. flokk í fimmta leik, 17:15. Síðasti leikur mótsins var á milli meistaraflokks og 2. flokks og nægði meistaraflokki jafntefli til þess að tryggja sér sig- ur í mótinu. Það fór á annan veg, strákarnir í 2. flokki léku á als oddi í leiknum og unnu mjög örggan sigur, 18:17. Yfirburðir2. flokks voru mun meiri en loka- tölurnar gefa til kynna, því meist- araflokkurinn skoraði 6 af 7 síð- ustu mörkum leiksins. -KK Ragnar Sverrisson kaupmaður í JMJ og fyrirliði Old-boysliðsins, afhendir syni sínum Sverri farandbikarinn fyrir sigur í mótinu en Sverrir var fyrirliði 2. flokks. Til sölu gufubað Stærð ca. 160x2 m, sem nýtt. Verðtilboð. Væntanlegur kaupandi þarf að geta tekið það niður. Rangt símanúmer tvisvar í Dagskránni! RÉTT SÍMANÚMER ER 27991 Jazzleikfimi - Leikfimi Erobikk - Þrekhringur Um leiö og viö í Dansstudiói Alice, óskum öllum nemendum okkar á síöasta ári gleöilegs árs meö þakklæti fyrir gamla áriö, bjóÖum við alla nýja nemendur vel- komna í hópinn. Margir strengdu ýmiss konar áramótaheit á þá vegu að láta nú verða af því að gera eitthvað fyrir líkamann. Nú er tækifærið að efna heitið og byrja strax, þvf fyrr því betra. Leitaðu ekki langt yfir skammt. f Dansstudíó Alice er úr mörgum tímum að velja svo þú ættir að finna eitthvað við þitt hæfi. Hjá okkur hafa kílóin og sentimetrarnir flogið svo um munar og vöðvar og þol styrkst. Hugsaöu þig ekki um tvisvar, hringdu strax og aflaöu upplýsinga og leitaöu ráölegginga ef með þarf. Það er aldrei of seint að byrja. Námskeid hefjast 8. janúar 1. Kvennaleikfimi - Músikleikfimi: Rólegir tímar fyrir konur á öllum aldri. Vaxtarmótandi og styrkj- andi æfingar, þol, teygjur og slökun engin hopp. 2. Leikfimi og megrun: Styrkjandi æfingar fyrir þær sem vilja grennast. Tilvalið fyrir þær sem þurfa að ná af sér aukakílóum og þurfa á aðhaldi og hvatn- ingu að halda. Fylgst með hverri og einni, vigtað og mælt. - Síðan við byrjuð- um fyrir ári, hafa fokið 61 kíló!! 3. Magi, rass og læri: (Mjúkt erobikk) Styrkjandi og vaxtamótandi æfingar með áherslu á maga, rass og læri. Fjörugir tímar, fjörug tónlist. Engin hopp. 4. Magi, rass og læri í tækjum: Styrkjandi ætingar og mjúkt erobikk í sama tímanum. 5. Framhaldstímar - Púltímar: Aðeins fyrir vana. Hröð og eldfjörug leikfimi. Púl og mikill sviti. Mikið fjör. Dúndrandi tónlist. 6. Erobikk: Hart erobikk með tilheyrandi hoppum og ærslurn. Hressir tímar fyrir konur og karla. Hörkupúl og sviti. Æðisleg tónlist. 7. Þrekhringir: Tækjaleikfimi og erobikk í sama tímanum fyrir konur og karla. Sannkallaður svitatími. Mikil hvatning - mikið tekið á. Rosa fjörl! 8. Dagtímar og barnapössun: Magi rass og læri kl. 14.00-15.00. Konur, komið með börnin með ykkur. Við gætum þeirra á með- an þið styrkið og fegrið líkamann. 9. Morguntímar - BARNAPÖSSUN: Magi, rass og læri kl. 09.45-10.45. Innritun og upplýsingar í síma 24979 frá kl. 14.00-20.00. Skírteinaafhending og greiðsla sunnudaginn 7.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.