Dagur


Dagur - 05.01.1990, Qupperneq 6

Dagur - 05.01.1990, Qupperneq 6
6 - DAGUR - Föstudagur 5. janúar 1990 LETTIB x Unglingaráð Léttis Ef næg þátttaka fæst verður starfrækt félagshest- hús fyrir krakka og unglinga í vetur og væntan- lega framvegis. Hafið samband við Guðrúnu í síma 23862 eða Kristínu í síma 26670. Skrifstofustarf Heildverslun vill ráða stúlku í hálfsdagsstarf, fyr- ir hádegi. Reynsla af störfum á skrifstofu æskileg. Þarf að geta hafið starf sem fyrst. Umsóknum skal skila á afgreiðslu Dags fyrir 12. jan. merkt „skrifstofustarf“. Óska eftir starfskrafti við verslunarstörf Vaktavinna. Framtíðarstarf. Uppl. um nafn, aldur og fyrri störf leggist inn á afgr. Dags merkt „Framtíðarstarf“. Hin frábæra hljómsveit Ingimars Eydal á fyrsta dansleik ársins á Hótel KEA. Glæsilegur matseðill. ★ Árshátíðir — Þorrabiót Nú eru síðustu forvöð að panta sal fyrir árshátíðina eða þorrabiótið. Höfum sali fyrir 15-200 manns. Þú stjórnar íburðinum, við ábyrgjumst gæðin, þjónustuna, umhverfið og aðbúnaðinn. Allar nánari upplýsingar gefur veitingastjóri í síma 22200. Fólk grét af geðshræringu við múrimi - á ekki von á sameiningu strax, segir Elín Gunnhildur Guðmundsdóttir nemi í V-Berlín Þegar viðmælendur Dags í ára- mótaannál voru spurðir hvaða atburðir væru þeim ofarleg í huga eftir árið nefndu fjöl- margir atburðina í A-Evrópu, sérstaklega þá hrun Berlínar- múrsins. A.m.k. einn Akur- eyringur hefur fylgst með atburðunum frá fyrstu hendi en það er Elín Gunnhildur Guðmundsdóttir sem hefur undanfarin ár stundað dokt- orsnám í efnafræði í V-Berlín. Elín varð fúslega við beiðni Dags að lýsa atburðarásinni, eins og hún kom henni fyrir sjónir. „Ég kom seint heim úr skólan- um 9. nóvember og kveikti á sjónvarpinu af gömlum vana. Þá var knattspyrnuleikur á skjánum og því ekki von á neinum fréttum á venjulegum tíma. Ég ákvað nú samt af rælni að bíða eftir seinni fréttum kl. 11.00. Þá var sagt frá því að aust- ur-þýsk stjórnvöld hefðu lýst því yfir að A-Þjóðverjum væri heim- ilt að ferðast yfir til vestursins. Fréttamenn voru þá staddir við Berlínarmúrinn en þá var allt með kyrrum kjörum á staðnum. Ég gerði mér þá ekki grein fyrir því um kvöldið hve mikilvæg þessi yfirlýsing væri og fór bara að sofa. Síðan mætti ég í skólann snemma daginn eftir eins og ekk- ert væri en þá lá öll kennsla niðri og stemmningin eins og á þjóð- hátíðardegi landsins. Eg spurði alveg græn „Hvað er að gerast?“ og þá var mér tilkynnt að fólks- bylgja hefði skollið á Múrnum eftir miðnætti og almenningur hefði streymt vestur yfir alla nótt- ina. Þegar mesti móðurinn rann af fólki, gerði það sér grein fyrir því að það er hægara sagt en gert að sameina þessi tvö ríki, segir Elín Gunnhildur Guðmundsdóttir sem stundar dokt- orsnám í efnafræði í V-Berlín. Fólk grét af geðshræringu við múrinn Þá drifum við okkur nokkrir skólafélagar niður að múrnum og þar var stemmning eins og á gamlárskvöld hér heima. Fólk faðmaðist og kysstist og skálaði í kampavíni. Margir tóku einnig dansspor á Berlínarmúrnum og gáfu hermönnum austanmegin rósir. Nokkrir stóðu síðan bara við múrinn og grétu af geðshrær- ingu,“ sagði Elín. - Áttti fólk almennt von á því að Berlínarmúrinn félli svona hratt? „Nei, ég héld að enginn hafi búist við að atburðarásin yrði þetta hröð. Aðdragandinn var að vísu búinn að vera nokkur: Hon- ecker féll úr sessi sem þjóðarleið- togi, A-Þjóðverjar streymdu til V-Þýskalands í gegnum Ung- verjaland og greinilegt var að breytinga var að vænta í landinu. En að atburðarásin yrði þetta hröð hafði enginn látið sér detta í hug," sagði Elín Hvernig heldur Elín að fram- haldið verði. Er möguleiki að Þýskaland verði eitt ríki í náinni framtíð? „Það er mjög erfitt að spá nokkru um framtíðina. Þegar mesti móðurinn var runninn af fólki var strax farið að spá í fram- tíðina. Þjóðverjar eru geysilega vel skipulögð þjóð, ofskipulögð myndu sumir segja." bætti Elín við og hló. „En þessari tilhneig- ingu að skipuleggja alla hluti fram í ystu æsar hefur verið rótað illilega með þessum miklu breyt- ingum. Margir voru farnir að sætta sig við að múrinn yrði þarna um ókomna framtíð og að þessi tvö ríki yrðu ekki samein- uð. Löndin tvö hafa þróast í sitt hvora áttina í meira en 40 ár og því verður ekki breytt í einu vet- fangi. ✓ A ekki von á sameiningu á næstunni Þjóðernistilfinning er sterk í A- Þýskalandi, fólk er almennt stolt af sinni fósturjörð og er ekki til- búið að láta sjálfstæði sitt af hendi svo auðveldlega, sérstak- lega með tilliti til þess að ná- granninn í vestri er svo miklu sterkari. Foreldrar Elínar, Þórhildur Jónasdóttir og Guðmundur Gunnarsson, voru í heimsókn hjá dóttur sinni síðastliðið sumar og þá var þessi mynd tekin af þeim austan megin við hið fræga Brandenburgarhlið.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.