Dagur - 05.01.1990, Side 7

Dagur - 05.01.1990, Side 7
Föstudagur 5. janúar 1990 - DAGUR - 7 Þessi mynd er tekin vestan niegin við múrinn og sést austur-þýskur varðturn gnæfa yfir þetta kaldastríðsminnismerki sem nú heyrir vonandi sögunni til. Akureyrarmót í tvímenningi hefst 9. jan. n.k. og spilaður verður barometer. Þátttökutilkynningar þurfa að berast í síðasta lagi fyrir kl. 20 föstudaginn 5. jan. n.k. Tekið verður á móti tilkynningum í síma 24624. Bridgefélag Akureyrar. i/ Auglýsendur takið eftir! Vegna tilkomu virðisauka- skatts frá 1. janúar 1990, er nauðsynlegt að kennitala sé gefin upp til auglýsingadeildar strax pegar auglýsing er pöntuð. Gleðilegt nýtt ár, þökkum árið sem var að líða. Starfsfólk auglýsingadeildar Dags, sími 24222. Hér stendur Þórhildur Jónasdóttir móðir Elínar við Berlínarmúrinn og ef myndin prentast vel sést að skrifað hefur verið neðst á múrinn á íslcnsku „Við mótmælum múrnum.“ Hins vegar verð ég að viður- kenna að ég fylgdist ekki mikið með umræðunni austan megin um þessi mál því maður átti fullt í fangi með að grípa allt það sem var að gerast, bæði í V-Þýska- landi og svo öðrum löndum A- Evrópu. í V-Þýskalandi skiptist það nokkuð eftir pólitískum línum hvort fólk telur sameiningu æski- lega. Kristilegir demókratar og aðrir hægri flokkar vilja samein- ingu sem fyrst, en jafnaðarmenn og aðrir mið- og vinstri flokkar vilja fara hægar í sakirnar. Willy Brandt fyrrum kanslari V-Þýska- lands sagði á flokksþingi jafnað- armanna fyrir skömmu eitthvað á þá leið að það sem aldrei hefði verið eitt, gæti ekki orðið eitt. „En hver er þín persónulega skoðun,“ skaut blaðamaðurinn inn í. Elín hallaði undir flatt og sagði svo eftir nokkra umhugsun. „Ef einhver hefði spurt mig þess- arar spurningar fyrir þremur mánuðum þá hefði ég hiklaust svarað henni neitandi. Nú er ég ekki eins viss en held þó að það líði töluverður tími áður en lönd- in tvö geti sameinast. Eftir að mesti tilfinningahitinn fór af fólki í V-Þýskalandi og nýjabrumið hvarf komu upp efasemdaraddir. Ef ríkin yrðu sameinuð myndi straumurinn sjálfsagt liggja vestur yfir og þar er nú þegar mikill húsnæðisskort- ur. Margar fyrirspurnir hafa bor- ist frá austur-þýskum stúdentum um háskólavist í vestrinu en allir háskólar í V-Þýskalandi eru nú í þegar yfirfullir og erfitt að útvega sér húsnæði, eins og ég sagði áðan. Þetta og mörg önnur mál gera það sjálfsagt að verkum að það þarf töluverðan undirbún- ingstíma til að sameina þessi tvö ríki undir einn og sama hatt," sagði Elín Gunnhildur Guð- mundsdóttir efnafræðinemi í V- Berlín. AP ÍÞRÓTTAFÉLAGIÐ ÞÓR Iþróttafélagsins Þórs verður haldin laugardaginn 6. janúar kl. 17 á íþróttasvæði Þórs. Skemmtiatriði m.a: Halli og Laddi. Bjartmar Guðlaugsson. Jóhann Már Jóhannsson Álfakóngur og drottning mæta á svæðið álfar, tröll, púkar og ýmiss konar furðuverur skemmta börnum og fullorðnum. Aðgangseyrir aðeins kr. 500.— Frftt fyrir 6, ára og yngri. Flugeldasala í Hamri frá kl. 13.00 Flugeldar og blys á stórlækkuðu verði Brennuball Þórsara verður haldið í Húsi aldraðra á laugardagskvöldið. Þar skemmta m.a Halli og Laddi, Bjartmar Guðlaugsson og fleiri Húsið opnað kl. 21.00 - Allir Þórsarar velkomnir. íþróttafélagið Þór Akureyri.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.