Dagur - 05.01.1990, Side 9
Föstudagur 5. janúar 1990 - DAGUR - 9
f/ hér & þor Jj
Tom Jones
í vondu
máli
Gamli gaularinn og hjartaknúsar-
inn, Tom Jones, er alltaf í essinu
sínu þegar fallegar stúlkur eru
nálægt. Á myndinni má t.d. sjá
tvær fyrirsætur aflienda honum
myndarlega stjörnu. Annað mál
og verra er það að 26 ára stúlka,
Katherine Berkery, segir gamla
manninn hafa getið henni barn.
Blóðprufur hafa sýnt að Tom
Jones er líklegur faðir eins árs
sonar hennar og nú vill hún fá
Tom til að gangast við honum.
Katherine er ekki á höttunum
eftir peningum, að eigin sögn, og
hefur hafnað i íflegri greiðslu sem
henni bauðst fyrir að láta málið
niður falla. Já, það er vissara að
fara að öllu með gát, Tómas
minn.
Ástarœvintýri forstjóra
og einkaritara
Nýleg könnun í Bandaríkjunum
staðfestir að nokkru leyti gömlu
sögurnar um ástarsambönd
einkaritara og forstjóra. Niður-
stöðurnar eru þær að 10% af
einkariturunum í könnuninni hafa
átt ástarævintýri með yfirmanni
sínum. Ein af hverjum þremur
konum sem þjóna forstjóranum á
þennan hátt segja ástarsamband-
ið hafa jákvæð áhrif á starf sitt en
ein af hverjum fjórum segja að
þetta flangs komi niður á vinn-
unni.
Þær sem töldu ástarsambandið
Blaðberi Dags á Eyrinni, varð
fyrir því óláni að týna peningum
að upphæð kr. 6.200.-, í þúsund,
fimm hundruð og hundrað króna
seðlum. Peningarnir hafa tapast
einhvers staðar á leiðinni, Norður-
gata, upp Eyrarveg, út Hvanna-
við forstjórann hafa jákvæð áhrif
nefndu einkum þrjár ástæður.
Pað gerði lífið skemmtilegra í
vinnunni, það hjálpaði þeim við
að vinna sig upp í fyrirtækinu,
það styrkti sjálfsálitið.
Konurnar sem voru á öndverð-
um meiði og sögðu ástarævintýr-
in hafa neikvæð áhrif á starfið
töldu að slíkt flandur truflaði ein-
beitinguna og drægi úr vinnuaf-
köstum. Einnig hefði það þau
áhrif að skilin milli starfs og
einkalífs yrðu óglögg.
Forstjórarnir sjá stundum eftir
velli, við Nesti Tryggvabraut, að
Reynivöllum.
Peningarnir voru í lausu og
hafi einhver fundið þá, er hinn
sami þá vinsamlegast beðinn að
skila þeim á afgreiðslu Dags gegn
fundarlaunum.
daðrinu eins og eftirfarandi dæmi
sýnir: „Ég á íyritækið núna og ég
er búin að reka forstjórann,"
sagði einkaritari sem hafði haldið
við yfirmann sinn í nokkur ár
með þessum árangri.
Helmingur umræddra kvenna
stóð ekki lengur í ástarsambandi
við yfirmanninn en 13% þeirra
höfðu gengið alla leið upp að alt-
arinu með honum eða voru í
sambúð með blessuðum for-
stjóranum. Eða eins og einn
einkaritarinn sagði: „Við gengum
í hjónaband og nú ræð ég!“
Nauðungaruppboð
þriðja og síðasta
á eftirtöldum fasteignum fer
fram á eignunum sjálfum,
á neðangreindum tíma:
Ásabyggð 16, Akureyri, þingl. eig-
andi Hjördís Agnarsdóttir, miðvikud.
10. jan. '90, kl. 14.00.
Uppboðsbeiðendur eru:
Valgarð Briem hrl„ Jón Egilsson
hdl„ Landsbanki íslands, Benedikt
Ólafsson hdl„ Guðmundur Krist-
jánsson hdl„ Tryggingastofnun
ríkisins, Hróbjartur Jónatansson
hdl„ Gunnar Sólnes hrl„ Ásgeir
Thoroddsen hdl„ Veðdeild Lands-
banka íslands, Brunabótafélag
íslands, Ólafur Birgir Árnason hdl.
og Bæjarsjóður Akureyrar.
Glerárgata 32, suðurhluti, 1.-4.
hæð, þingl. eigandi Norðurfell h.f.
og Málning h.f„ miðvikud. 10. jan.
'90, kl. 15.30.
Uppboðsbeiðendur eru:
Kristján Ólafsson hdl„ Ólafur
Gústafsson hrl„ innheimtumaður
rikissjóðs, íslandsbanki (Iðnaðarb.
íslands), Ásgeir Thoroddsen hdl„
Gunnar Sólnes hrl. og Bæjarsjóður.
Akureyrar.
Kaldbaksgata 5, Akureyri, þingl.
eigandi þrb. Ofnasmiðju Norður-
lands h.f„ miðvikud. 10. jan. '90, kl.
15.00.
Uppboðsbeiðendur eru:
Iðnlánasjóður, innheimtumaður
ríkissjóðs, Bæjarsjóður Akureyrar,
íslandsbanki (Utvegsbanki íslands)
og Skiptaréttur Akureyrar.
Bæjarfógetinn á Akureyri
og Dalvík,
Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu.
Iþróttamadur
Nordurlands 1989
Nafn íþróttamanns:
1.
íþróttagrein:
Nafn:
Sími:
Heimilisfang:
Sendið til: íþróttamaður Norðurlands 1989
c/o Dagur, Strandgötu 31, 600 Akureyri.
Skilafrestur til 20. janúar 1988.
Blaðberi Dags týndi penmgum
Ilugeldasala
Hjálparsveitar Skáta Akureyri
fyrir þrettándann í Lundi
félagsheimili HSSA.
Opið 6. jan. kl. 10-18.
Til sölu er
fasteignin B jarkarbraut 3, Dalvík.
Réttur er áskilinn að taka hvaða tilboði sem er eða
hafna öllum.
Tilboðum skal skila til undirritaðs fyrir 20. janúar
1990.
Sparisjóður Svarfdæla, Dalvík.
Sparisjóðsstjóri.
dbcjsprehb^
Hluthafafundur
verður haldinn í Dagsprenti hf. laugardaginn 13.
janúar 1990 kl. 10.30 að Strandgötu 31, Akureyri.
Dagskrá:
1. Aukning hlutafjár og breyting á 4. grein sam-
þykktanna.
2. Önnur mál.
Stjórnin.
ilil framsóknarmenn
AKUREYRl
Skoðanakönnun
framsóknarmanna á Akureyri
Ákveðið hefur verið að fram fari skoðanakönn-
un meðal flokksbundinna framsóknarmanna á
Akureyri, til að fá fram hverja þeir vilja sjá í 6
efstu sætum framboðslista flokksins í komandi
bæjarstjórnarkosningum í maí í vor.
Kosið verður á skrifstofu Framsóknarflokksins, Hafnarstræti
90, Akureyri, sem hér segir:
Föstudaginn 5. janúar kl. 16-22.
Laugardaginn 6. janúar kl. 10-16.
Félagar í framsóknarfélögunum á Akureyri eru eindregið
hvattir til að taka þátt í könnuninni og hafa með því áhrif á val
efstu manna á framboðslistanum.
Uppstillingarnefnd.
Óllum er hugsuðu til mfn með hlýum hug og
sendu mér kveðjur síðastliðinn aðfangadag í
tilefni 75 ára afmælis míns flyt ég mínar
bestu þakkir með ósk um gleðilegt nýtt ár og
blessun Guðs á ókomnum árum.
INGIMAR BRYNJÓLFSSON,
Ásláksstöðum.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og
útför eiginmanns míns, föður og afa.
ÞORSTEINS ÞORLEIFSSONAR,
Ægisgötu 20, Akureyri.
Hrefna Sigurjónsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.