Dagur - 05.01.1990, Blaðsíða 12
Akureyri, föstudagur 5. janúar 1990
Haldið veisluna eða fundinn
í elsta húsi bæjarins
Afmælisveislu ★ Giftingarveislu ★
★ Erfidrykkju ★ Kaffisamsæti ★
Fundi og hvers konar móttökur.
Allar nánari upplýsingar gefa Hallgrímur eða Stefán í síma 21818.
Skiptaráðandinn á Akureyri:
Beiðnir um gjaldþrotaskipti
aldrei verið fleiri
- embættinu bárust 72 gjaldþrotabeiðnir
á síðasta ári
Skiptaráðandanum á Akureyri
bárust á síðasta ári 72 beiðnir
um gjaldþrotaskipti. Að sögn
Arnars Sigfússonar, fulltrúa
hjá embættinu, hafa beiðnir
aldrei í sögu embættisins verið
jafn margar á einu ári. Alls
voru á svæði embættisins tekin
25 bú tii gjaldþrotaskipta á
árinu, 15 þeirra hjá einstakl-
ingum og 10 hjá fyrirtækjum.
„Mér finnst áberandi hversu
margar beiðnir eru að berast um
gjaldþrotaskipti hjá ungu fólki.
Það er mjög sjaldgæft ef berast
óskir um gjaldþrotaskipti hjá
fólki yfir fertugu, flest er þetta
fólk á aldrinum 20-40 ára og
margir eru rétt rúmlega tvítugir,"
segir Arnar.
Þess verða þeir varir sem við
þessi mál starfa að ekki eru það
alltaf húsnæðiskaup sem setja
einstaklinga í þær þrengingar
fjárhagslega að óska þurfi gjald-
þrotaskipta. „Maður sér líka að
þetta virðist oft vera ungt eigna-
laust fólk sem farið hefur út í
fjárfestingu t.d. vegna bíla eða
hljómflutningstækja og ræður
síðan ekkert við þessar fjárfest-
ingar. Auðvitað sjáum við sjaldn-
ast beinlínis hvaða ástæður liggja
að baki en oft sér maður að um er
að ræða hrein eyðslulán sem fólk
er að taka og virðist annað hvort
ekki hugsa út í eða gera sér grein
fyrir hvers konar skuldbindingar
það er að taka á sig.“
Arnar segir að skýringarnar á
því hvers vegna beiðnir eru mun
fleiri en gjaldþrotaskipti liggi í
því að sumar beiðnirnar eru
afturkallaðar, eitthvað sé um
fleiri en eina beiðni á sama aðila
og í þriðja lagi flytjist nokkur mál
óafgreidd milli ára.
Af beiðnum um gjaldþrota-
skipti á árinu voru 53 vegna ein-
staklinga og 19 vegna fyrirtækja.
Arnar segir um verulega aukn-
ingu að ræða frá árinu 1988 þegar
alls 59 beiðnir um gjaldþrota-
skipti bárust embættinu á Akur-
eyri. Pessum beiðnum hefur farið
fjölgandi á síðustu árum, eða allt
frá árinu 1985. Pá bárust 55
beiðnir en árin þar á undan voru
þær yfirleitt á bilinu 10-20. JÓH
Á fundinum í gær voru frá vinstri: Þorleifur Þór Jónsson, ferðamálafulltrúi Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar hf.,
Sigurður P. Sigmundsson, framkvæmdastjóri Iðnþróunarfélagsins, Bjarni Kr. Grímsson, bæjarstjóri í Ólafsfirði,
Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Dalvík, Sigfús Jónsson, bæjarstjóri á Akureyri, J.G.D. van der Ros, aðstoð-
arforstjóri Hoogovens Aluminium, Ulf Bohlin, aðstoðarforstjóri Granges, Jón Ingimarsson, fulltrúi Iðnaðarráðu-
neytisins, Sveinn Jónsson, oddviti Árskógshrepps, Halldór J. Kristjánsson, fulltrúi Iðnaðarráðuneytis, Sigurður J.
Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar Akureyrar, Guðný Sverrisdóttir, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps og Garðar Ingv-
arsson, forstððumaður markaðsskrifstofu Iðnaðarráðuneytis og Landsvirkjunar. Mynd: kl
Aðstoðarforstjórar Gránges og Hoogoven Aluminium á Akureyri í gær:
Leist vel á aðstæður en of
snemmt að segja um niðurstöður
Ulf Bohlin, aðstoðarforstjóri
sænska álfyrirtækisins
Gránges, og J.G.D. van der
Ros, aðstoðarforstjóri hol-
lenska álfyrirtækisins Hoogo-
vens Aluminium, sem eiga
sæti í Atlantal-hópnum svo-
kallaða, áttu fund á Akureyri í
gær með sveitarstjórnarmönn-
um á Eyjafjarðarsvæðinu um
hugsanlega staðsetningu nýrr-
ar stjálfstæðrar 200 þúsund
tonna álbræðslu við Eyjafjörð.
Fyrir fundinn fóru aöstoðar-
forstjórarnir í kynningarferð út
með Eyjafirði og skoðuðu þá
staði sem helst hafa verið nefndir
til sögunnar fyrir álbræðslu. Með
þeim Bohlin og van der Ros voru
fulltrúar Iðnaðarráðuneytisins,
Halldór J. Kristjánsson, Jón Ingi-
marsson og Garðar Ingvarsson.
Fulltrúar álfyrirtækjanna
tveggja, sem líkleg eru til að taka
þátt í byggingu nýrrar 200 þús-
und tonna álbræðslu hér á landi,
skoðuðu í fyrradag aðstæður í
Straumsvík og áttu jafnframt
fund með iðnaðarráðherra. Fyrir
hádegi í gær skoðuðu þeir
aðstæður hér nyrðra og eftir
hádegi flugu þeir austur á Egils-
staði og litu m.a. á aðstæður á
Reyðarfirði. Vatnsleysuströnd,
Eyjafjörður og Reyðarfjörður
eru þeir þrír staðir sem helst eru
taldir koma til greina fyrir bygg-
ingu nýrrar sjálfstæðrar ál-
bræðslu hér á landi samkvæmt
skýrslu Staðarvalsnefndar.
Aðstoðarforstjórarnir vildu lít-
ið tjá sig við fréttamenn að
afloknum fundinum í gær en
samkvæmt upplýsingum Dags
kom fram í máli þeirra á fundin-
um í gær að þeim hefði litist vel á
aðstæður við Eyjafjörð. Þeir létu
þó þess getið að á þessu stigi væri
engan veginn hægt að segja fyrir
um endanlega niðurstöðu í við-
ræðum um álver hér á landi.
Greinilega kom fram að í vali á
stað fyrir nýja sjálfstæða ál-
bræðslu hafa bæði fyrirtæki arð-
semi að leiðarljósi. Að því leyti
kann Straumsvík að hafa vinn-
inginn. Hins vegar er vitað að
fyrirtækin telja að sumu leyti
óæskilegt að staðsetja sjálfstæða
álbræðslu í næsta nágrenni verk-
smiðju samkeppnisaðilans Alu-
suisse. Þar kemur m.a. til sam-
keppni um vinnuafl og ýmsir aðr-
ir þættir.
Viðræðum fulltrúa íslenskra
stjórnvalda við fulltrúa þessara
tveggja fyrirtækja verður flýtt
sem kostur er. Ákvörðun um
nýja álbræðslu verður að liggja
fyrir í lok febrúar því eigi síðar
en þá verður iðnaðarráðherra að
leggja málið fyrir Alþingi eigi
það að ná fram að ganga á þessu
þingi.
Fulltrúar bandaríska fyrir-
Ögmundur Jónasson formaður BSRB:
„Engir sanmingar án rækilegra trygginga“
- óljósar yfirlýsingar munu ekki duga því traustið er lítið
„Það verður ekki saniið um
neitt án rækilegra trygginga,
annað kemur ekki til greina,“
segir Ögmundur Jónasson
formaður BSRB, en þessa
dagana er mikið unnið að
undirbúningi vegna komandi
kjarasamninga. Það sem
helst hefur verið rætt um er
svokölluð niðurfærsluleið á
móti litlum sem engum bein-
um launahækkunum, en við-
ræður eru enn skammt á veg
komnar.
Frá 1. desember sl. hafa
samningar aðildarfélaga BSRB
verið lausir og um áramótin
bættust flest önnur verkalýðs-
félög í þann hóp. Að sögn
Ögmundar, er staðan nú á
könnunar- og athugunarstigi,
en að undanförnu hafa hag-
fræðingar BSRB ásamt hag-
fræðingum ASÍ verið að skoða
forsendur fyrir hugsanlegum
kjarasamningum þar sem farin
yrði niðurfærsluleið.„Aðildar-
félög BSRB hafa hvert um sig
verið að skoða málin, en jafn-
framt höfum við fylgst með og
skoðað þær hugmyndir sem leg-
ið hafa í loftinu að undanförnu.
Þar skoðum við útgjaldaliði hei-
milanna, vexti og verð á nauðs-
ynjavörum og þjónustu
almennt." Hann segir að niður-
færsluleið væri aðeins beint
framhald af þeim kjarasamn-
ingum sem gerðir voru sl. vor,
en í sumar hafi verið hamraö
mjög á nauðsyn þess aö halda
aftur af verðhækkunum. ítrek-
aðar hafi verið kröfur um að
keyra niður vexti en staðreynd-
in sé sú að verðlag hafi hækkað
mun nieira en vonir voru
bundnar við í vor. „í því iiggur
sá vandi sem launafólk stendur
nú frammi fyrir, en hann er að
þegar talað er um verðlags-
hömlur og cftirlit af hálfu hins
opinbera, er traustið ekki ýkja
mikið. Spurningin er því sú,
með hvaða hætti hyggjast menn
tryggja það sem samið verður
um?“
Aðspurður um hvort rætt hafi
verið um hvernig hægt verður
að tryggja að loforð verði ekki
svikin, nefndi Ögmundur vísi-
tölubindingu eða rauð strik.
„Það er hlálegt að menn skuli
hafna vísitölubindingu á meðan
allt fjármagn er rækilega tryggt
með þessum hætti. Menn
skyidu frekar ætla að annað
hvort væri um almenna vísitölu-
bindingu að ræða, eða alls enga.
En uni þessa hlið málsins ntunu
ekki duga neinar óljósar eða
almennar yfirlýsingar“
Fram til þessa hafa tryggingar
á borð við þær sem nefndar
voru hér að ofan verið þyrnar í
augum viðsemjenda. „Það má
bara draga þessa þyrna úr aug-
um þeirra. Skynsemin býður
mönnum og þeir hljóta að
skilja, að ef kaupmáttur launa
verður keyrður niður úr öllu
valdi, mun það bitna á öllu
atvinnulífi líka. Kaupmáttur
almennra launa er nú kominn
hættulega langt niður og úr því
þarf að bæta.“ VG
tækisins Alumax koma hingað til
lands nk. mánudags til fundar við
iðnaðarráðherra. Vegna tíma-
skorts gefst þeim ekki færi á að
kynna sér aðstæður í Eyjafirði.
Þeir fá hins vegar f hendur ítar-
legt kynningarefni um svæðið,
sem Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar
hf. hefur tekið saman. óþh
F élagsmálastofnun
Akureyrarbæjar:
Beiðnum um
aðstoð hefiir
flölgað
Nokkuð meira hefur borist af
beiðnum um aðstoð til starfs-
manna Félagsmálastofnunar
Akureyrarbæjar á haustmán-
uðum en venja er á þeim árs-
tíma. Guðrún Sigurðardóttir
deildarstjóri segir að stofnunin
hafi þurft á viðbótarfjármagni
að halda í desember og hafi
það verið fyrirséð í haust að
þess þyrfti með.
Guðrún segir það alls konar
fólk sem leiti til Félagsmálastofn-
unar eftir aðstoð. Stærstur er
hópur einstæðra foreldra og ör-
yrkja, en fjölskyldur þar sem um
er að ræða veikindi, tímabundna
erfiðleika af einhverju tagi eða
atvinnuleysi leita sömuleiðis eftir
aðstoð.
Aðspurð urn hvorf starfsmenn
hafi fundið sérstaklega fyrir því
hversu slæmt atvinnuástand ríkir
nú í bænum sagði Guðrún það
ekki fara framhjá þeim. „Óneit-
anlega heyrir maður af fólki sem
ýmist er atvinnulaust, eða að
missa vinnuna. Þessu fylgir mikið
óöryggi og ótti,“ sagði hún.
Um það hvort tekist hafi að
aðstoða þá sem þurft hafa hjálp
sagði Guðrún: „Við reynum að
gera það besta sem við getum
miðað við þær aðstæður sem okk-
ur eru búnar, en það er ekki þar
með sagt að ekki sé hægt að gera
betur.“ VG