Dagur - 06.01.1990, Blaðsíða 7
LIKAMSRÆKTARSTÖÐIN Á BJARGI
Innritun er hafin!
Líkamsrækt • Dansleikfimi Spunadans fyrir börn og unglinga • Veggbolti
Upplýsingar og tímapantanir í síma 26888
Laugardagur 6. janúar 1990 - DAGUR - 7
Neðangreind ályktun var sam-
hljóða samþykkt á fyrsta fundi
fulltrúaráðs Landssamtaka
heimavinnandi fólks að Hall-
veigarstöðum í Reykjavík hinn
25. nóvember 1989.
„Fyrsti fundur fulltrúaráðs
Landssamtaka heimavinnandi
fólks, haldinn í Reykjavík 25.
nóvember 1989, fagnar fram-
kominni skýrslu félagsmálaráð-
herra um réttarstöðu heimavinn-
andi fólks. Fundurinn bendir þó
á, að starfshópur félagsmálaráð-
Landssamtök heimavinnandi fólks:
Leggja áherslu á mikilvægi
heimilis í nútímaþjóðfélagi
herra telur ekki hægt að koma
áleiðis ýmsum af baráttumálum
landssamtakanna, eins og milli-
færslu persónuafsláttar að fullu
milli hjóna og sambýlisfólks og
sömu greiðslu fæðingarorlofs til
heimavinnandi og útivinnandi
foreldra.
Fulltrúaráðsfundurinn harmar
þessa niðurstöðu og leggur á það
ríka áherslu að þessum og öðrum
réttinda- og baráttumálum
Landssamtaka heimavinnandi
fólks þarf að koma í höfn.
Fulltrúaráðsfundurinn telur
nauðsynlegt að bera saman
kostnað þjóðfélagsins annars
vegar af heimilum þar sem bæði
hjóna vinna úti og hins vegar af
heimilum þar sem einungis annað
hjóna er útivinnandi.
Fundurinn leggur áherslu á
það að fólki gefist kostur á því að
velja hvort fyrirkomulagið það
notar.
Fundurinn leggur jafnframt
áherslu á mikilvægi heimilis í nú-
tímaþjóðfélagi, ekki síst með vel-
ferð barna í huga, og bendir á
það, að nauðsynlegt er að skoða
þann möguleika að heimavinn-
andi foreldrar fái svipaðan fjár-
hagslegan stuðning og þeir sem
nota niðurgreidd dagvistarpláss.
Fulltrúaráðið telur brýnt að
heimilisstörf verði metin í þjóð-
arhag eins og önnur störf í þjóö-
félaginu.
Fundurinn beinir því til ríkis-
stjórnar, alþingismanna og sveit-
arstjórna að taka þessi mál til
umræðu og athugunar.
VÖRUR í VIRÐISAUKASKATTI:
Samaverð
stundum lægra!
Nýmjólk, G-mjólk,
undanrennaog
léttmjólk lækka í
veröi vegna
endurgreiðslunnar.
Þessi lækkun á að
skila sérbeint í
vöruverðinu strax
eftiráramótin.
Neyslufiskuráað
lækka í verði.
Endurgreiðslan
miðast við ferskan
óunninn neyslufisk í
heildsölu.
Álagningin erfrjáls,'
og er mikilvægt að
fisksalarog
neytendurtaki
höndum saman til
að skattalækkunin
skili sér í
vöruverðinu.
Tegundirnarsem
lækkaeru:Ýsa,
þorskur, ufsi,
steinbítur, karfi,
langa, keila, lúða,
koli, skata,
skötuselur,
rauðmagi og
grásleppa.
Vöruverð á ekki að hækka þegar virðisaukaskattur leysir
söluskatt af hólmi nú um áramótin.
Vissar vörutegundir lækka verulega og almennt
vöruverð stendur í stað eða þokast niður á við.
Með virðisaukaskatti breytist skatthlutfallið úr 25% í 24,5%. Þá hverfa einnig
uppsöfnunaráhrif söluskatts í vöruverðinu því að virðisaukaskattur leggst aðeins
einu sinni á sömu vöruna, óháð fjölda framleiðslu- og viðskiptastiga. Vöruverð á
því alls ekki að hækka vegna kerfisbreytingarinnar. Þvert á móti ætti breytingin
að leiða til lækkunar á almennu vöruverði.
Vegna sérstakrar endurgreiðslu hefur skattbreytingin þau áhrif að neyslumjólk,
ferskfiskur, kindakjöt og ferskt innlent grænmeti bera ígildi 14% skatts í stað 24,5%
á öðrum vörum. Ef aðrir þættir, til dæmis álagningin, haldast óbreyttir geta
skattaumbæturnar haft í för með sér að þessi matvæli lækka um allt að 7-9%
strax eftir áramótin.
vsk.f?
FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ
VIÐSKIPTARÁÐUNEYTIÐ
Kindakjöt í heilum
og hálfum skrokkum
lækkar í verði frá
afurðastöðvunum
nú strax eftir
áramótin vegna
endurgreiðslunnar.
Verðlækkunátil
dæmis
lambalærum,
lærissneiðum,
hrygg, kótilettum og
súpukjöti er háð
aðgæslu
kjötkaupmanna og
aðhaldi neytenda
þvífrjáls álagning er
á unninni kjötvöru.
Allt innlent
grænmeti lækkar í
verði, til dæmis
kartöflur, sveppir,
baunaspírur,
gulrófurog
gulrætur. Álagning
er frjáls á þessari
matvöru. Þess
vegna er það ekki
síst komið undir
árvekni neytendaog
aðgæslu
verslunarmannaað
endurgreiðslan skili
sér að fuilu I
vöruverðinu.
__ jap|
T
FYLGJUMST MEÐ - VEITUM AÐHALD
Það er mikilvægt að almenningur veiti aðhald og beri saman verðlag fyrir og eftir
áramót. VERÐLAGSSTOFNUN fylgist með því af fremsta megni að
skattbreytingin um áramót leiði ekki til verðlagshækkunar, og að endurgreiðslan
skili sér í lækkuðu verði þeirra innlendu matvæla sem hún tekur til.*
Ef þú verður var/vör við óeðlilegar verðhækkanir eftir áramótin, og ekki fást
fullnægjandi skýringar hjá kaupmanninum,
skaltu hafa samband við VERÐLAGSSTOFNUN. Hún kannar hvert tilvik og hefur
sérstakt eftirlit með verðlagsbreytingum.
■
liiilB