Dagur - 06.01.1990, Blaðsíða 3

Dagur - 06.01.1990, Blaðsíða 3
Laugardagur 6. janúar 1990 - DAGUR - 3 HeimiríKA - næst-markahæsti KR-ingur síðasta sumars Knattspyrnumaðurinn Heimir Guðjónsson úr KR hefur ákveðið að ganga í raðir KA- manna næsta sumar. Heimir, sem er 20 ára gamall, kom mjög á óvart í deildinni síðasta sumar, skoraði 6 mörk og var næst-markahæsti leikmaður liðsins á eftir Pétri Péturssyni. Hann spilar nú í V-Þýskalandi ásamt Jóni Grétari Jónssyni hjá þarlendu 2. deildarliði en þeir félagar eru væntanlegir til Akureyrar í byrjun maí. Heimir kom inn í KR-liðið sem varamaður fyrir Pétur Pétursson í sumar og og lék í allt 13 leiki fyrir liðið. Heimir hefur átt við slæm meiðsli að stríða undanfar- in ár og hafa þau komið í veg fyr- ir að hann tryggði sér fast sæti í Vesturbæjarliðinu. Hann hefur þó leikið 22 leiki fyrir KR og skoraði 7 mörk. Hafralækjarskóli: Mynd Ama Péturs valin til þátttöku - í teiknimynda- samkeppni Lions Alþjóðleg teiknimyndasam- keppni Lionshreyfíngarinnar um friðarveggspjald undir kjörorðinu: Sjáðu fyrir þér friðsælan heim, fór fram á liðnu hausti. Þátttaka miðaðist við nemendur 5., 6. og 7. bekkjar grunnskóla. Sá þátttakandi sem vinnur í alþjóðakeppninni fær í verðlaun ferð, ásamt tveimur úr fjölskyld- unni, til skrifstofu Sameinuðu þjóðanna, þar sem vinningshaf- anum verða afhent 1500 dollara verðlaun auk áritaðs veggspjalds, á degi Lionshreyfingarinnar hjá Sameinuðu þjóðunum þann 13. mars. Sem framlag Hafralækjar- skóla, var valið til þátttöku í keppninni, veggspjald eftir Árna Pétur Hilmarsson, Árnesi í Aðaldal. Lionsklúbburinn Nátt- fari þakkar Árna fyrir þátttöku í keppninni og óskar honum góðs gengis. Myndin hans Árna er af konu sem heldur á friðardúfu. Að sögn Jóhanns Haukssonar, gjaldkera Lionsklúbbsins Nátt- fara vinna klúbbfélagar að hefð- bundnum störfum um þessar mundir. Eru þeir þakklátir vel- unnurum sínum fyrir veittan stuðning á liðnu ári og óska þeim gleðilegs árs. JH/IM Gódar veislur enda vel! Eftir einn -e/ aki neinn SLEPPTU EKKI HENDINNI AF HEPPNINNI! Hvergi í heiminum er jafnhátt vinningshlutfall og hjá Happdrætti Háskólans, því 70% af veltunni renna beint til vinningshafa! Þar með er vinningsvonin hvergi jafnmikil og hjá Happdrættinu. í ár eru yfir 2000 milljónir króna í pottinum. í raun gæti annar hver íslendingur hlotið vinning því að vinningarnir eru 135.000 talsins. Mest getur þú unnið 45 milljónir á eitt númer - allt skattfrjálst. Með trompmiða er hægt að vinna 10 milljónir króna í hverjum mánuði og 25 milljónir í desember. Tryggðu þér happamiða strax - þú mátt bara til! HAPPDRÆTTI HÁSKÖLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings ARGUS/SlA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.