Dagur - 06.01.1990, Blaðsíða 1
73. árgangur Akureyri, laugardagur 6. janúar 1990 4. tölublað
Filman þm
á skihö þaö
besta1
Nýja Filmuhúsið
Hafnarstræti 106 - Sími 27422 ’ Pósthólf 196
H-Lúx
gæðaframköllun
Hrað-
framköllun
Opið á
laugardögum
frá kl. 9-12.
Greiðslustöðvun Dags og Dagsprents lýkur á morgun:
Það kemur þennan IM®
- Útgáfa blaðsins með óbreyttum hætti áfram
- Vandi fyrirtækjanna leystur með hlutaíjáraukningu
Engin breyting verður á útgáfu
Dags þegar greiðslustöðvunar-
tímabili blaðsins Iýkur á
morgun, sunnudag. Rekstur
Dagsprents hf. mun einnig
verða með svipuðu sniði
áfram. Gert er ráð fyrir að
hlutafé í Dagsprenti hf. verði
aukið mjög verulega og gerður
verði samningur um að Dags-
prent hf. yfírtaki rekstur Dags.
Hluthafafundur í Dagsprenti
hf. mun taka afstöðu til hluta-
fjáraukningarinnar í næstu
viku og eru allar líkur taldar á
að af henni verði. Stærsti hlut-
hafínn í Dagsprenti hf. er
Kaupfélag Eyfirðinga og liggur
þegar fyrir samþykkt stjórnar
KEA um að leggja fram veru-
legt viðbótarhlutafé. Hluthafar
í Dagsprenti hf. eru alls á ann-
að hundrað talsins og verður
þeim gefínn kostur á að auka
hlutafé sitt og loks verður
nokkur hluti boðinn til sölu á
almennum markaði. I drögum
að samningi milli Dags og
Dagsprents er gert ráð fyrir að
núverandi eigendur Dags,
Framsóknarféiag Akureyrar
og Framsóknarfélag Eyjafjarð-
ar, fá hlut sinn í blaðinu
greiddan með hlutabréfum í
Dagsprenti hf. en endanleg
ákvörðun um þau mál er háð
samþykki félaganna.
Eins og kunnugt er fengu Dag-
ur og Dagsprent hf. þriggja mán-
aða greiðslustöðvun í byrjun
ágúst sl. til að ráðrúm gæfist til að
leysa bráðan rekstrarvanda fyrir-
tækjanna. Sá vandi fólst fyrst og
fremst í erfiðri lausafjárstöðu
vegna mikilla fjárhagsskuldbind-
inga. Greiðslustöðvunin var síð-
an framlengd um tvo mánuði í
byrjun nóvember og lýkur sem
fyrr segir á morgun. A þessum
tíma hefur allra leiða verið leitað
til að tryggja áframhaldandi
rekstur Dags og Dagsprents hf.
M.a. voru gerðar ítrekaðar til-
raunir til að selja húseignir fyrir-
tækjanna við Strandgötu, að
hluta til eða í heild, en án árang-
urs. Byggðastofnun hafði um
tíma áhuga á að kaupa húseign-
irnar, með þeim skilyrðum að
Akureyrarbær keypti síðan eða
leigði af stofnuninni svo og að
Dagsprent hf. og Prentverk Odds
Björnssonar sameinuðust í fram-
haldi af því. Forráðamenn Akur-
eyrarbæjar höfðu þegar til kom
ekki áhuga á þeirri lausn. Það
vekur vissulega athygli að At-
vinnumálanefnd Akureyrar sýndi
þessu máli engan áhuga, þótt um
væri að ræða atvinnu nokkurra
tuga manna og útgáfu eina dag-
blaðsins sem gefið er út utan
höfuðborgarsvæðisins.
„Með þessum breytingum telja
stjórnir fyrirtækjanna sig treysta
rekstur þeirra mjög verulega.
Samkvæmt 9 mánaða uppgjöri
beggja fyrirtækja hefur afkoman
batnað mjög verulega frá fyrra
ári og rekstrarbatinn er augljós.
Þær ráðstafanir sem gripið var til
í lok árs 1988 og á síðasta ári eru
farnar að skila árangri og við
horfum á það með vissri bjartsýni
að hægt verði að hafa styrkan og
kraftmikinn rekstur á blaði og
prentsmiðju í framtíðinni," sagði
Sigurður Jóhannesson formaður
stjórna Dags og Dagsprents hf. í
samtali við Dag. Hann sagði jafn-
framt að þrátt fyrir væntanlega
hlutafjáraukningu í Dagsprenti
yrði áfram reynt að selja hluta af
húseignum fyrirtækjanna við
Strandgötu. Sigurður lagði
áherslu á að þrátt fyrir þessar
ráðstafanir þyrfti að hafa fulla
aðgæslu á rekstrinum, því skuldir
væru ennþá mjög miklar. „Efna-
hagsástandið í landinu býður
ekki upp á mikla bjartsýni í
rekstri og við þurfum því að feta
okkur varlega áfram í rekstrinum
á næstunni.
í mínum huga er þó mest um
vert að með endurskipulagningu
á rekstri og hlutafjáraukningu í
Dagsprenti er búið að tryggja
fjárhagslega stöðu Dags og þar
með áframhaldandi útgáfu
blaðsins. Ég vil nota tækifærið og
þakka Norðlendingum þann
dygga stuðning sem þeir hafa
sýnt blaðinu í erfiðleikum þess.
Ég tel það gott dæmi um hug
Norðlendinga til blaðsins að
áskrifendum þess hefur fjölgað
eftir að greiðslustöðvunartíma-
bilið hófst. Á þann hátt hafa
menn sýnt samstöðuna í verki og
viljann til þess að hér á Norður-
landi verði áfram gefið út mynd-
arlegt dagblað. Fyrir það er ég
afar þakklátur,“ sagði Sigurður
Jóhannesson að lokum. BB.
Eldsupptök í Krossanesi:
Ketillirm er sökudólgurinn
Eldsvoði í Krossanesverk-
smiðjunni aðfaranótt gamlárs-
dags er rakinn til ketils í kyndi-
klefa. Þetta er niðurstaða
rannsóknarlögreglunnar á
Akureyri á eldsupptökum.
Fljótt beindust augu að kyndi-
klefanum og þykir nú víst að sá
grunur var á rökum reistur.
Umræddur kyndiklefi er í
miðju Krossaneshúsinu. Líklegt
er talið að ketillinn hafi stíflast
af sóti vegna lélegrar brennslu.
Pá er hugsanlegt að orðið hafi
ketilsprengingar vegna sótlaga og
þannig komið upp eldur í kyndi-
klefanum og hann síðan breiðst
út um verksmiðjuna. óþh
Hjá sýslumanni Húnavatns-
sýslu voru þingfest uppboðs-
mál nær 30 talsins á síðasta ári.
Þetta er fækkun frá árinu
1988.
Átta af þessum málum leiddu
til endanlegra sölu á eignum þar
af þrjú vegna gjaldþrots fyrir-
tækja. Þá voru innsendar beiðnir
Bros á dag kemur skapinu í lag.
Sýslumaður Húnavatnssýslu:
Átta uppboð á síðasta ári
- uppboðsbeiðnir 108
um nauðungaruppboð 108 á síð-
asta ári á móti 148 árið á undan.
Jón ísberg sýslumaður sagði að
af þessum átta væri um að ræða
endursölu á einni jörð vegna þess
að ekki var staðið við tilboð og
önnur var boðin upp aftur vegna
lágs tilboðs. Hann sagði að yfir-
leitt kæmi fólk strax og greiddi
sínar skuldir þegar beiðni hefði
borist um nauðungaruppboð á
eignum þess. kj
Helgarveðrið
Breytileg átt
ogvægtfrost
Spáð er breytilegu veðri um
helgina á Norðurlandi, ekki er
útlit fyrir mikið frost. Vindur
verður hægur og suðlægar áttir
ríkjandi á sunnudag.
1 dag verður breytileg átt
norðanlands, gola eða kaldi og
víða slydduél frameftir degi.
Þurrt verður seinni hluta dags.
Á sunnudag verður hæg sunn-
an- eða suðvestanátt ríkjandi á
Norðurlandi, einhverri úrkomu
er spáð fyrri hluta sunnudags.
Hitastig sunnudags verður 0-4
gráður. Hætt er við hálku á
vegum, næturfrosti er spáð á
sunnudagskvöld og aðfaranótt
mánudags.
Veðurfræðingar sögðu veður-
horfur á mánudag og þriðjudag
það óvissar að þeir vildu ekki spá
um þær að sinni. EHB
Mynd: KL