Dagur

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1990næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Dagur - 09.01.1990, Blaðsíða 1

Dagur - 09.01.1990, Blaðsíða 1
 HERRADEILD Gránufélagsgotu 4 Akureyri • Sími 23599 73. árgangur Akureyri, þriðjudagur 9. janúar 1990 5. tölublað Akureyrarhöfn: Tekjutapið getur nrnnið um tveim milljónum króna - vegna brunans í Krossanesi Guðmundur Sigurbjörnsson, hafnarstjóri á Akureyri, áætlar að ef ekki verði tekið á móti á Innanlandsflug lá niðri vegna óveðurs í gær Flugsamgöngur innanlands voru með minnsta móti í gær vegna veðurs, og féll flug til Akureyrar niður síðari hluta dags. Flugleiðir áætluðu að fljúgja tvær ferðir til Akureyrar frá Reykjavík síðdegis á sunnudag. Farþegar áttu að mæta um kl. 17.00, en flugi var frestað hvað eftir annað þar til kl. 19.00. Þá var gerð tilraun til Akureyrar- flugs en ekki var unnt að lenda á Akureyrarflugvelli vegna slæmra brautarskilyrða og mikils hvass- viðris úr vestri í fjallahæð. Eftir 15 mínútna flug yfir Akureyri var aftur haldið til Reykjavíkur. í gærmorgun tókst að fljúga tveimur Flugleiðavélum frá Reykjavík til Akureyrar og aftur til baka. Par skall þó hurð nærri hælum því þegar vélarnar lentu í Reykjavík fyrir hádegi lokaðist fyrir allt flug um Reykjavíkur- flugvöll vegna úrkomu og hvass- viðris. Innanlandsflug Flugleiða var fellt niður það sem eftir var dags og voru fjölmargir á biðlist- um. Flugfélag Norðurlands hélt uppi áætlunarflugi fyrrihluta dags í gær, en ferðir sem átti að fara seinnihluta dagsins voru felldar niður. EHB loðnu í Krossanesi á þessari vertíð verði Akureyrarhöfn af um tveggja milljón króna tekj- um af hafnargjöldum. Akureyrarhöfn hefur með Krossanesbryggjuna að gera og fær í kassann hafnargjöld vegna landana og ennfremur gjöld af skipum sem taka mjöl frá Krossa- nesi. „Um er að ræða gjöld af skipunum sem landa í Krossanesi og aflanum. Þá tapast einnig gjöld af mjöli og unnum afurðum sem fara í burtu. Mér sýnist að þegar allt er tekið geti tekjutapið numið um tveim milljónum ef ekki verður meira brætt í Krossa- nesi á þessari vertíð.“ óþh Þórsarar á Akureyri héldu sína árlegu þrettándagleði síðastliðinn laugardag. Að vanda var kveikt í brennu og á svæðið mættu álfakóngur og drottning ásamt fríðu föruneyti. Sjá nánar um þrettándagleði Þórsara á bls. 4 og 5 í dag. Mynd: KK 55 Plastjólamámiðurinn gerður upp í febrúar: Kortagleypir“ í svipuðurn ham í ár og á undanfórnum árum - 12-13 færslur að meðaltali á hvert kort sem er einsdæmi Samkvæmt upplýsingum greiðslukortafyrirtækjanna Vísa Island og Kreditkorta hf., sem er með Eurocard-kredit- kortin, var notkun greiðslu- korta í nýliðnum jólamánuði mjög álíka og undanfarin ár. Tölur liggja raunar ekki end- anlega fyrir um greiðslukorta- notkun í jólaversluninni en margt bendir til að hún hafi farið á greiðslukort í svipuðum mæli og undanfarin ár. Á undanförnum árum hefur það færst í vöxt að fyrirtæki hafi fært greiðslukortatímabil fram um nokkra daga í desember. Á þessu var engin undantekning í ár nema ef væri að tímabilið hófst fyrr en oft áður. Miðað við þessa lengingu á greiðslukortatímabil- inu var við því búist að kortavelt- an í desember yrði meiri en áður. Það virðist hins vegar ekki vera raunin. Gunnar Bæringsson hjá Kreditkortum -hf. segir flest benda til að veltan hjá fyrirtæk- inu í desember sé mjög álíka og undanfarin ár. Hann telur að fólk kunni orðið að nota greiðslukort og sé meðvitað um að því beri að borga fyrir jólaverslunina í febrúar. Einar S. Einarsson, forstjóri Vísa ísland, tekur undir þetta. Hann segir að kortanotkun í jóla- mánuðinum hafi aukist stig af stigi undanfarin ár en hafi nú náð ákveðnu jafnvægi. Einar segir að sú fullyrðing standist enn tímans tönn að kortanotkun íslendinga sé heims- met. Að meðaltali eru færslur 12- 13 á hvert Vísa-kort í landinu, sem er einsdæmi í heiminum. Einar segir að greiðslukortanotk- un í Bandaríkjunum sé vissulega mikil en viðskiptavinir hafi þar kort frá fleiri fyrirtækjum en hér á landi. óþh Ólafsprður: Iikiir á byggingu gijótvarnargarðs í sumar - mikilvægt að minnka rótið í höfninni, segir forseti bæjarstjórnar „Við erum auðvitað ánægðir með að fá þessa fjárveitingu. Framkvæmdir hér eru orðnar mjög brýnar,“ segir Óskar Þór Sigurbjörnsson, forseti bæjar- stjórnar Ólafsfjarðar og for- maður hafnarnefndar. Fjár- veitingavaldið samþykkti fyrir jólin að veita rúmum 20 millj- ónum króna til byggingar grjótgarðs í Ólafsfjarðarhöfn. „Hugmyndin er að lengja grjótgarðinn, sem endurbyggður var fyrir tveimur árum, út í aust- urhöfn og þannig ætti að fást eins mikil lokun inn í höfnina og frek- ast er kostur til þess.að minnka rótið í höfninni," segir Óskar. Byggingu grjótgarðsins fylgir dýpkun og hreinsun og :.egir Ösk- ar að fyrirhugaðar framkvæmdir taki mið af líkanprófun Hafna- málastofnunar. í raun er um að ræða fyrsta áfanga í langtíma- áætlun fyrir Ólafsfjarðarhöfn, sem í það heila er áætluð á núvirði milli 200 og 300 milljónir króna. óþh Útgerðarfyrirtækið Rif hf. í Hrísey: Leigir Frosta II frá Grenivík Útgerðarfyrirtækið Rif hf. í Hríscy hefur tekið skipið Frosta II ÞH-220 á leigu af Frosta hf. á Grenivík. Leigu- tími er eitt ár. Útgerðarfyrir- tækið Samherji á Akureyri seldi sem kunnugt er Hjalteyr- ina II til Frosta hf. á sl. ári og var skipið afhent sl. laugardag. Hugmyndin var að Samherji tæki Frosta II upp í en að sögn Þorsteins Más Baldvinssonar, framkvæmdastjóra, hefur ekki Eignarnámsmál Hjalta og Hauks tekið fyrir í þessum mánuði: Eignamámsneftid sett í málið - Ragnar Aðalsteinsson lögmaður er formaður nefndarinnar Svokölluð eignarnámsnefnd Þeir Hjalti og Haukur vildu hefur enn sem komið er ekki ekki ganga að ákveðnum bóta- tekið fyrir mál tveggja bænda í greiðslum landbúnaðarráðuneyt- Húnaþingi, Hjalta Jósefssonar isins vegna riðuniðurskurðar og Urðarbaki í Þverárhreppi og Hauks Magnússonar, Brekku í Sveinsstaðahreppi, en sem kunnugt er var fé þeirra lógað samkvæmt eignarnámi undir lok síðasta árs. Eignarnáms- nefnd mun meta bótagreiðslur ríkisins til bændanna. töldu rétt að fara fram á eignar- nám. Á það var að lokum fallist af hálfu ríkisins og fénu var lógað um um mánaðamótin nóvember- desember. Búist var við að eignarnáms- nefnd tæki málið fyrir strax í des- ember, en af því hefur enn ekki orðið. Lögfræðingur Hjalta og Hauks hefur ýtt á eftir málinu og fastlega er gert ráð fyrir að nefndin taki málið fyrir í þessurrt mánuði. Hvenær niðurstöður liggja fyrir er hins vegar ekki vitað. Ragnar Aðalsteinsson lögfræð- ingur er formaður eignarnáms- nefndar. óþh orðið af því enn sem komið er. Það kann þó að verða síðar á þessu ári. Samkvæmt upplýsing- um Dags eru ákveðnir endar lausir með kvóta skipsins sem þarf að festa áður en Samherji eignast það. Frosti II er nú í sínum öðrum róðri fyrir Rif hf. í Hrísey. Skipið er á línuveiðum og verður það að óbreyttu til loka febrúarmánað- ar. Þá fer það að öllum líkindum á net. Að sögn Jóhanns Sigur- björnssonar hjá Rifi hf. höfðu forsvarsmenn fyrirtækisins lengi litið í kringum sig með bát áður en sá möguleiki kom upp að fá Frosta II frá Grenivík. Þótt sam- ið hafi verið til eins árs um leigu skipsins segir Jóhann að vel geti svo farið að Rif hf. festi kaup á skipinu á þessu ári. Rif hf. hefur ennfremur á sínum snærum Svaninn og mun ætlunin að færa kvóta af honum yfir á Frosta II. Mannskapurinn af Svaninum er nú á Frosta. Jóhann segir hugsan- legt að selja Svaninn, en um það hafi ekki verið tekin nein ákvörð- un. Frosti II er 132 tonna eikar- skip, smíðað árið 1970 í Hafnar- firði. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað: 5. tölublað (09.01.1990)
https://timarit.is/issue/208333

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

5. tölublað (09.01.1990)

Aðgerðir: