Dagur - 09.01.1990, Blaðsíða 7

Dagur - 09.01.1990, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 9. desember 1990 - DAGUR - 7 Naumt hjá Þór: Rúnar tryggði Þórsnrum sigur - stórleikur Hermanns í markinu Þórsarar unnu nauman sigur 22:21 á FH-b í 2. deildinni í handknattleik í íþróttahöllinni á Akureyri á föstudagskvöldið. Það var hinn ungi og efnilegi leikmaður Rúnar Sigtryggsson sem tryggði Þór bæði stigin í leiknum með marki 4 sekúnd- um fyrir leikslok. Leikur liðanna var vægast sagt mjög slakur. Hafnarfjarðarliðið er á firmastigi og þokkalegt lið í góðu pústi á ekki að lenda í erfið- leikum með slíka áhugaspilara. En Pórsliðið náði sér aldrei á strik í leiknum og ef ekki hefði komið til stórleikur Hermanns Karlsson- ar í marki Þórs þá hefðu úrslitin orðið önnur. Fyrri hálfleikur var mjög jafn og var jafnt á flestum tölum. Þrátt fyrir að Hermann varði fimm fyrstu skotin frá FH-ingum tókst Þórsurum ekki að komast Jóhann Jóhannssun skorar hér eitt af 5 mörkum sínum í leiknum. fram úr í leiknum. Það var því jafnt í leikhléi 10:10. Ekki skánaði leikurinn mikið í síðari hálfleik. Þórsarar voru þó alltaf með frumkvæðið og náðu m.a. þriggja marka forskoti 17:14. En þá fór allt í vitleysu í sókninni og gestinir náðu að jafna 17:17. Lokamínúturnar voru nokkuð spennandi en klaufaskapur FH-inga undir lok leiksins, en þá misstu þeir 2-3 ieikmenn út af vegna vitleysis- brota, gerði það að verkum að Þórsarar fengu knöttinn og Rún- ar skoraði sigurmarkið rétt fyrir leikslok, eins og áður hefur verið lýst. Það var einungis þrennt sem var jákvætt hjá Þórsurum í þess- um leik. Stórleikur Hermanns í markinu en hann varði um 20 skot í leiknum, ágætur leikur Rúnars Sigtryggssonar er hann kom inn á í síðari hálfleik og svo fékk Guðmundur Benediktsson að spreyta sig en hann er á yngra ári í 3. flokki og skoraði tvö ágæt mörk í horninu. Þar er efnilegur leikmaður á ferðinni en hann má þó ekki ofmeta stöðu sínu því margir leikmenn hafa verið efni- legir alla sína ævi en aldrei meira. í FH-liðinu er mörg gömul brýni t.d. Guðmundur Arni Stef- ánsson bæjarstjóri og Sæmundur Stefánsson, og svo ungir og efni- legir leikmenn eins og Knútur Sigurðsson. En sem lið eru Hafn- firðingarnir ekki upp á marga fiska enda greinilega æfingalitlir. Dómarar voru þeir Þorlákur Kjartansson og Guðmundur Sig- urbjörnsson og gerðu þeir sín mistök eins og leikmennirnir. Mörk Þórs: Rúnar Sigtryggsson 7, Jó- hann Jóhannsson 5, Páll Gíslason 4, Guðmundur Benediktsson 2, Ólafur Hilmarsson 2, Kristinn Hreinsson 1. Mörk FH-b: Knútur Sigurðsson 9, Ingi G. Ingason 5, Bragi Sigurðsson 3, Sveinn Bragason 2, Sæmundur Stefánsson 1, Tómas Jónsson 1. Sigmundur Þórisson formaður KA afhendir Erlingi bikarana sem fylgja sæmdarheitinu íþróttamaður KA. Erlingur KA-maður ársins - Porvaldur og Freyr Gauti komu á hæla hans Erlingur Kristjánsson var kos- inn Iþróttamaður ársins hjá KA. Þetta er í annað skiptið sem félagið stendur fyrir slíku kjöri en í fyrra hlaut Guðlaug- ur Halldórsson júdómaður sæmdarheitið íþróttamaður ársins. Að þessu sinni lenti Þorvaldur Orlygsson knatt- spyrnumaður í 2. sæti og Freyr Gauti Sigmundsson júdómað- ur náði 3. sætinu. Erlingur Kristjánsson er vel að þessum titli kominn. Hann var fyrirliði meistaraflokks KA í knattspyrnu og leiddi lið sitt til sigurs á íslandsmótinu síðastliðið ár. Þar að auki var hann einn af burðarásunum í handknattleiks- liði KA á síðasta keppnistímabili og þjálfar nú liðið. Þorvaldur Örlygsson átti gott keppnisár í fyrra. Hann var kos- inn besti leikmaður 1. deildarinn- ar og hefur gert það gott með enska liðinu Nottingham Forest. Freyr Gauti Sigmundsson júdómaður stóð sig mjög vel á síðast ári. Hann var liluti af mjög sterku liði KA sem varð íslands- meistari í sveitakeppninni. Freyr sigraði einnig örugglega í sínurn flokki á íslandsmótinu í bæði fullorðins- og unglingaflokki. Hann lét sér ekki nægja að standa- sig vel á íslandi heldur gerði hann garðinn frægan á opn- um mótum í Englandi, Frakk- landi og Tékkóslóvakíu. Aðrir KA-menn sem voru út- nefndir voru Antony Karl Greg- ory, Arndís Ólafsdóttir, Axel Stefánsson, Bjarni Jónsson, Gauti Laxdal, Guðrún Kristjáns- dóttir, Stefán Jóhannsson, Hrefna Brynjólfsdóttir, og Valdi- mar Valdimarsson. Aðalstjórn KA ákvað undir lok síðasta árs aö heiðra þá þjálf- ara sem náðu þeim árangri að gera sinn flokk að íslandsmeist- ara með því að veita þeim silfur- orðu félagsins. Þegar hafa Guð- jón Þórðarson þjálfari KA í knattspyrnu og blakþjálfarinn Hou Xiao Fei hlotið þess viður- kenningu en á sunnudaginn sæmdi Sigmundur Þórisson for- maður KA Jóni Óðni Óðinssyni júdóþjálfara silfurstjörnu KA fyrir frábært starf á vegum félags- ins. Knattspyrna/2. og 3. deild: Gústaf í Breiðablik - Jóhann í Reyni íslandsmótið í knattspyrnu innanhúss: KA og Þór í baráttunni - Magni og TBA færð upp um deild án þess að spila íslandsmótiö í innanhúss- knattspyrnu hefst um næstu helgi með keppni í 2., 3. og 5. dcild. KA og Þór veröa í sviðsljósinu um helgina og einnig norðanliðin KS, HSÞ- b og Hvöt. Magni og TBA voru færð upp í 4. dcild án þess að leika* KA-menn lentu í frekar létt- um riðli og ættu að geta unnið sæti aftur í 1. deildinni. Þeir gulklæddu eru með Skallagrími, Einherja og Sindra í riðli. Þórsarar lentu aftur á móti hússknattspyrnunni. f 3. deild- inni eru það Kormákur og Reynir Árskógsströnd en þau eru ekki saman í riðli. í 4. deildinni eru það UMSE- b, Tindastóll, Dalvík, Æskan, TBA og Magni. Magni og Æsk- an eru saman í riðli, einnig Tindastóll og Dalvík en UMSE- b er í A-riðli og TBA í D-riðli. Páll Leó Jónsson og félagar hans á Skagaströnd taka þátt í 5. deildinni ásamt SM, Neista Hofsósi og SM. Ekkert af þeim liðum er saman í riöli en 5. deildin fer fram un næstu helgi, ásamt 2. og 3. deildinni. gegn mun sterkari andstæðing- um; FH, Haukum og Víkverja. Sérstaklega verður leikurinn við FH erfiður en Hafnfirðingarnir eru meö frekar sterkt innan- hússliö. Siglfirðingar eru nteð Hvöt, Breiðabliki og Bolungarvík í riðli og ættu að eiga þokkalega ntöguleika að komast upp. Sama er að segja með HSÞ-b sem lenti með Valsmönnum, Leikni og Njarðvíkingum í riðli. Það er töluvert af Norðanlið- um í neðri deildunum í innan- Gústaf Ómarsson knattspyrnu- maður, sem leikið hefur með Leiftri, hefur ákveðið að ganga til liðs við Breiðablik í 2. deild- inni í knattspyrnu. Gústaf lék í nokkur ár með Leiftri og var m.a. kosinn leikmaður ársins á Ólafsfirði árið 1988. En það voru fleiri breytingar um helgina. Reynismenn á Ár- skógsströnd fengu liðsstyrk um helgina er Þórsarinn Jóhann Jóhannson ákvað að ganga til liðs við liðið. Einnig er Þórarinn V. Árnason KA-maður að gæla við hugmyndina að leika með Reyni næsta sumar. Síðan verða bæði Kristján Sigurðsson og Júlíus Guðmundsson með Reyni næsta sumar en þeir hafa átt við meiðsli að stríða. Sigfús Kárason hefur ekki gef- ið Dalvíkingum endanlegt svar um hvort hann komi næsta sumar en mun svara þeim um næstu mánaðamót. Þróttarar í Reykja- vík eru þess þó fullvissir að Sigfús muni leika með þeim í 3. deild- inni næsta sumar. Ljóst er að Ragnar Rögnvaldsson mun ekki leika með Dalvíkingum næsta sumar. Gústaf Ómarsson leikur ekki með Leiftri næsta sumar heldur á móti Leiftri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.