Dagur - 09.01.1990, Blaðsíða 6

Dagur - 09.01.1990, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Þriðjudagur 9. desember 1990 Vinningstölur laugardaginn 6. jan ’90 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 1 2.351.342.- 2. aTs^ 1 408.866.- 3. 4af 5 85 8.297.- 4. 3af 5 3.452 476.- Heildarvinningsupphæö þessa viku: 5.108.605.- UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002 Auglýsing frá ríkisskattstjóra VfSITALA JÖFNUNAR- HLUTABRÉFA Samkvæmt ákvæðum 5. og 6. málsl. 1. mgr. 9. gr. laga nr. 75/1981 um tekju- og eignarskatt hefur ríkisskattstjóri reiknað út vísitölu almennrar verðhækkunar í sambandi við útgáfu jöfnunarhlutabréfa á árinu 1990 og er þá miðað við að vísitala 1.janúar1979sé100. 1.janúarl980 vísitala 156 l.janúar!981 vísitala 247 l.janúar 1982 vísitala 351 l.janúar 1983 vísitala 557 l.janúarl984vísitala 953 l.janúar 1985 vísitala 1.109 l.janúarl986 vísitala 1.527 l.janúarl987 vísitala 1.761 l.janúarl988vísitala 2.192 l.janúarl989 vísitala 2.629 1. janúar 1990 vísitala 3.277 Við útgáfu jöfnunarhlutabréfa skal annars vegar miða við vísitölu frá 1. janúar 1979 eða frá 1. janúar næsta árs eftir stofnun hlutafélags eða innborgun hlutafjár eftir þann tíma, en hins vegar við vísitölu 1. janúar þess árs sem útgáfa jöfnunarhlutabréfa er ákveðin. Reykjavík2. janúar 1990 RSK RÍKISSKA7TSTJÓRI BR0SUM / í umferðinni ^ - og allt gengur betur! • || UMFERÐAR -I kvikmyndarýni SjUmsjón: Jón Hjaltason Robert Downey og Cybill Shepherd; hjón og þó ekki gift, elskendur en hafa þó aldrei samræðst, jafnaldrar en þo 20 ára aldursmunur. Gamanmynd en í senn hugljúf ástarsaga Borgarbíó sýnir: Ef? (Chances Are). Leikstjóri: Emile Ardolino. Helstu leikarar: Cybill Shepherd, Robert Downey, Ryan O’Neal og Mary Stuart Masterson. Tri-Star 1989. Ég skal fúslega viðurkenna að ég var á báðum áttum um það hvaða mynd ég ætti að sjá nú um helg- ina. Að lokum afréð ég að skella mér á þá í A-sal, nánast eingöngu vegna þess að þar er rýmra á milli veggja og hærra til lofts. En það fór svo að lokum, eftir ákaflega sannfærandi fortölur Jóhanns bíómiða-afrífara, að ég hafnaði í B-sal. Jóhann var nefnilega ekk- ert að klípa utan af því að Ef? væri alveg stórgóð mynd, spreng- hlægileg og leikararnir frábærir. Og það er skemmst frá því að segja að ég varð ekki fyir von- brigðum; einstaka sinnum getur borgað sig að vera svolítið tal- hlýðinn þó vingulsháttur sé að öllu jöfnu ljóður á ráði manna. Ef? fjallar um hinn eilífa þrí- hyrning; tveir karlmenn, kunn- ingjar, falla fyrir sömu konunni. Annar þeirra giftist henni en deyr ári síðar, einmitt þegar þau eiga von á sínu fyrsta barni. í liðlega tvo áratugi syrgir ekkjan mann sinn á meðan kunninginn (Ryan O’Neal) sveimar í kringunt hana eins og köttur í kringum heitan graut. Hann elskar hana en þorir þó ekki að gerast áleitinn. Það er hins vegar af hinum sálaða eigin- manni að segja að hinum megin grafar fær sál hans að velja á milli þess að endurfæðast sem stúlka eða sveinn. Hann velur en er á mikilli hraðferð til jarðarinnar aftur og fyrir vikið ná forráða- menn sálnastöðvarinnar ekki til að sprauta í hann óminnislyfinu. Þegar hann síðar, í líkama tví- tugs unglings, (Roberts Downey) kynnist konu sinni, æskuvini og dóttur (Mary Stuart Masterson) rifjast fyrra tilverustigið upp fyrir honum og spaugilegir atburðir gerast. Ég er nú kannski ekki alveg sammála Jóhanni afrífara um að Ef? sé afspyrnu gamansöm og hlægileg; hún er þó öll á léttari nótunum og vissulega bregður fyrir kímni í henni. Um hitt er ég alveg sammála honum að leikar- arnir standa sig frábærlega og þá ekki hvað síst Cybill Shepherd er leikur móðurina. Það er fyrst og fremst fyrir Ieik hennar að Ef? er ekki aðeins gamanmynd heldur einnig, og ekkert síður, falleg og hugljúf ástarmynd. Póst- og símamálastofnun: Æskflegt a einn aðfli semji um laun starfsmanna innan sömu starfsgreinar Vegna uppsagna símsmiða sem tóku gildi um síðastliðin áramót hafa komið fram ýmsar rangar upplýsingar í fjölmiðlum varð- andi þetta mál. Nauðsynlegt er að leiðrétta nokkur atriði: 1. Því hefur verið haldið fram að stofnunin hafi ráðlagt viðkom- andi aðilum að segja upp störfum sínum. Þetta er ekki rétt og hefur það verið marg leiðrétt í viðtölum við tals- menn símsmiða. 2. Fullyrt hefur verið að laun samkvæmt kjarasamningum á almennum markaði séu 30% hærri en þau sem símsmiðir fá hjá Pósti og síma. Slíkur samanburður er ekki til, en samanburður hefur verið gerður á dagvinnulaunum raf- eindavirkja samkvæmt taxta Rafiðnaðarsambandsins og launatöflu Fél. ísl. símam. í des. 1989 og eru þau hærri sem nemur frá 6,4% upp í 26,8%. Er þá ekki tekið tillit til sérréttinda opinberra starfsmanna t.d. lífeyrisrétt- indi og atvinnuöryggis fram yfir aðrar stéttir. 3. Póst- og símamálastofnunin er ekki samningsaðili um launa- og kjaramál heldur fjármála- ráðuneytið. Félag íslenskra símamanna semur um kaup og kjör símsmiða. Stofnunin telur æskilegt að einn aðili semji um laun starfsmanna innan sömu starfsgreinar og helst eitt félag eða samband stéttarfélaga fyrir alla starfs- menn stofnunarinnar. Stofnunin mun kappkosta að leysa þarfir viðskiptavina eftir föngum, en biður þá að hafa bið- lund á meðan þetta ástand varir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.