Dagur - 11.01.1990, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 11. janúar 1990 - DAGUR - 7
Þeir gáfu sér smá tíma fyrir myndatöku þeir Kristinn Baldvinsson t.v. og Eiríkur Hilmisson t.h.
Það er trúlega enginn leikur að læra á alla þessa takka svo ná megi út úr
„græjunni“ hljóði sem allir geti sætt sig við.
að ske hér, þá myndi það létta
mikilli byrði af okkur eftir svona
4-5 mánuði. En það fer líka eftir
því hvað við erum duglegir
sjálfir. En það verður svona á
næsta ári sem að þetta verður
komið á rétt ról. Við vildum og
stefndum að því í upphafi að
eignast þetta sjálfir svo að við
gætum komið hérna og leikið
okkur þegar við vildum.“
- Var ekki mikið að gera hjá
ykkur fyrir Landslagið og Euro-
vision?
„Jú, jú það var töluvert. Og
það er búið að panta tíma hérna
hjá okkur á næstunni en við get-
um ekkert gert fyrr en við erum
búnir að koma húsnæðinu í not-
hæft ástand. Við erum að búa til
trommuklefa og þegar það verð-
ur búið að þá getum við fyrst far-
ið að taka þetta af alvöru. Og við
erum að vona að tónlistarmenn
hérna í nágrenninu komi hingað
því það er bæði stutt að fara og
svo er þetta ódýrt hjá okkur svo
að það ætti ekki að vera neitt
vandamál fyrir menn að koma
hingað til okkar.“
- Eruð þið komnir í framtíð-
arhúsnæði hérna í Gránu?
„Já við vonum það svo framar-
lega að við stöndum við okkar
greiðslur til eigenda hússins."
Mikil framtíð í þessu
- Er mikil framtíð í þessu?
„Já það er alveg á hreinu.
Þetta er náttúrlega stórt skref í
átt að útvarpsrekstri þó að við
höfum ekki spáð mikið í það því
að við erum mikið bundnir af
þessu dæmi akkúrat í augnablik-
inu. En það virðist vera alveg
bráðnauðsynlegt að hafa svona
upptökuver á stað eins og Sauð-
árkróki. Til dæmis í þessum
keppnum þá eru þrjú lög í úrslit-
um sem Króksarar eiga fyrir utan
öll þau sem send voru inn. Og við
höfum þá trú að eftir eitt ár verði
starfrækt hérna öflugt hljóðver.“
- Er ekki alltaf mikil endur-
nýjun í tækjum sem þessu fylgja?
„Jú það má segja að það sem
er best í dag sé púkalegt á
morgun. En við erum dálítið fast-
ir með tækjakaup þangað til við
verðum búnir að borga þetta upp
en samt sem áður erum við mjög
vel settir í dag hvað öll tæki varð-
ar. Þetta er náttúrlega áhuga-
mennska hjá okkur og kannski
getum við ekki sinnt þessu eins
vel og við vildum en við erum
með allskonar græjur hérna inni
og getum útvegað allt milli him-
ins og jarðar."
- Er búið að finna nafn á
„kompaníið“?
„Nei það verður nú að segjast
að við eigum það alveg eftir en
við verðum að fara að drífa í því.
Það eru ýmsir hnútar óhnýttir í
þessu eins og gefur að skilja.“
Getum útvegað allt
sem til þarf
- Er eitthvað að lokum sem þið
viljið segja?
„Já við viljum benda tónlist-
armönnum á Norðurlandi á þessa
aðstöðu og hafi þeir efni í fórum
sínum er ekkert mál að hafa sam-
band við okkur og ræða málin.
Við aðstoðum eftir megni við
hljóðfæraleik, við leikum á gítar
og hljómborð og höfum trommu-
heila, ýmisskonar tónbanka,
tölvur, síspilara, effekta og allt
sem þarf til þess að gera menn
ánægða. Beinhörð hljóðfæri
erum við með; gítara, hljómborð
og svo er trommusett á staðnum
og eins og ég hef áður sagt þá
erum við geysilega vel settir hvað
hljóðfæri varðar. Og við getum
einnig útvegað aðra hljóðfæra-
leikara.“
Þá segjum við skilið við þessa
ungu athafnamenn og óskum
þeim alls góðs í framtíðinni. kj
Námskeið eru
að hefjast!
Enn er hægt að láta skrá sig
1. Dans. 4. Þrekhringur.
2. Leikfimi. 5. Erobikk.
3. Magi, rass og læri.
Tryggvabraut 22
Akureyri Sími 24979.
V/SA EUndCARQ
im
Fulltrúafundur
í Framsóknarfélagi Eyjafjarðar
veröur haldinn á skrifstofu Framsóknarflokksins,
Hafnarstræti 90, Akureyri, laugardaginn 13. janúar
kl. 11.00.
Guðmundur. Jóhannes Geir
meö Guðmundi Bjarnasyni og Jóhannesi
Geir í Freyvangi, föstudaginn 12. janúar
frá kl. 20.30 og í Jónínubúð á Dalvík
laugardaginn 13. janúar frá kl. 15.00-
17.00.
Framsóknarfólk Húsavík
Almennur
félagsfundur
verður haldinn laugardag 13. jan. kl. 10.30 í
Garðari.
Fundarefni:
1. Kosningaundirbúningurinn.
2. Önnur mál.
Félagar fjölmenniö.
Framsóknarfélag Húsavíkur.
SJAUMST
MED
ENDURSKINI!
yUMFERÐAR
RÁÐ
ENDURSKINS-
Bifreiðaeigendur
Vetrarhjólbarðar
í miklu úrvali
Sólaðir og nýir
Endurneglum gömlu snjódekkin
Gúmmíviðgerð KEA
Óseyri 2, sími 23084 og 21400.