Dagur - 16.01.1990, Blaðsíða 16

Dagur - 16.01.1990, Blaðsíða 16
Húsavík: Forskot á þorrasæluna Húsvíkingar tóku sér forskot á þorrasæluna sl. laugardags- kvöld og buðu nokkrum nær- sveitungum með sér á þorra- blót sem Kvenfélag Húsavíkur stóð fyrir. Bæjarbúum var full- Loðnuverksmiðjan á Þórshöfn: ístess kaupir mikið magn af loðnumjöli Fóðurverksmiðjan ístess hefur aukið mjög viðskipti sín við loðnuverksmiðju Hraðfrysti- húss Þórshafnar eftir brunann í Krossanesverksmiðjunni. Hér er um mjög stóran samning um kaup á loðnumjöli að ræða og hefur talan 200 milljónir verið nefnd í því sambandi, sam- kvæmt heimildum Dags. Jó- hann A. Jónsson, fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihúss Þórshafnar, vildi ekki stað- festa þá töiu. Jóhann sagði þó að hér væri um mjög stóran samning að ræða. „ístess hefur keypt mjöl af okkur undanfarin ár og eftir þessa uppákomu í Krossanesi hafa viðskiptin aukist. Sem betur fer er þessi verksmiðja til staðar svo ekki þurfi að flytja mjölið inn með tilheyrandi eyðslu á pening- um. Hér er um töluvert mikið magn að ræða, án þess að ég vilji staðfesta tölur í því sambandi, en það er gert ráð fyrir því að ístess kaupi hér það mjöl sem þeir þurfa að nota í laxeldisfóður,“ sagði Jóhann. Mikið hefur verið að gera hjá loðnuverksmiðjunni á Þórshöfn frá áramótum, enda hefur mikið hráefni borist þangað. í fyrra- kvöld komu þrír loðnubátar til Þórshafnar, en loðnan hefur ver- ið að veiðast sunnarlega núna. „Bjarni Sæmundsson er að dóla upp með Austfjörðunum og það breytir miklu ef miðin flytj- ast til, fyrst við getum ekki snúið landinu," sagði Jóhann. SS kunnugt um það að bóndadag- ur er ekki fyrr en næsta föstu- dag en það var þjófstartað með þorrablótið venga þess hve þorrinn en þéttsetinn blótum og ekki þykir við hæfi að hafa blót samtímis í nágrannasveit- um þannig að frændur og vinir geti ekki boðið hverjir öðrum. Að sögn lögreglunnar á Húsa- vík fór þorrablótið vel fram. Rólegt var hjá Húsavíkurlög- reglunni um helgina, nema hvað aðstoða þurfti fólk vegna ófærðar á föstudagskvöld. Á laugardag fór Range Rover útaf veginum sunnan við Saltvík og sat fastur en óskemmdur í skafli. Aðfaranótt laugardags voru menn eitthvað að tuskast og tók lögreglan einn þeirra í geymslu. Lögreglan á Egilsstöðum sagði þessa helgi þá allra rólegustu af mörgum rólegum í vetur. IM Umferðarspegill hefur verið settur upp á gatnamótum Spítalavegar og Lækjargötu sem ætti að auðvelda vegfarend- um að fara um á þessum slóðum. Mynd: kl Verkfall Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis: Oaðgengflegar og óraunhæfar kröfur - segir framkvæmdastjóri Norðurleiðar hf. sem segir nær lagi að kaupkröfur Sleipnismanna nemi 200% ef allt væri talið með Verkfall bílstjóra í Bifreiða- stjórafélaginu Sleipni skall á á miðnætti sl. sunnudag með þeim afleiðingum m.a. að allar ferðir Norðurleiðar hf. milli Reykjavíkur og Akureyrar falla niður. Þar sem venjulega ferðast fáir á þessari leið á mánudögum voru það aðeins um 7-8 farþegar sem þurftu frá að hverfa í gær. Fjórir bílstjór- ar hjá Sérleyfisbílum Akureyr- ar eru í verkfalli en eigendum hefur tekist að halda uppi ferð- um á sínum leiðum. Mikil harka er í þessari vinnustöðv- un sem boðuð var í þrjá daga og hafa forsvarsmenn Sleipnis lofað áframhaldandi aðgerð- um beri þessar ekki árangur. Bflstjórar Norðurleiðar hf. sem eru í verkfalli eru sex talsins. „Vinnuveitendum finnst þetta verkfall fráleitt og rökin er þau að kaupkröfur eru allt of háar,“ sagði Þorvarður Guðjónsson framkvæmdastjóri Norðurleiðar hf. í samtali við Dag í gær. Þá segir hann það ekki rétt að farið sé fram á 100% kauphækkun; 200% væri nær lagi ef allt er talið með. „Eins og staðan er í þjóð- félaginu í dag er þetta fráleitt. Vinnuveitendur og hagsmuna- samtök vinnumarkaðarins eru nú að leita leiða til að fara allt aðrar leiðir í kjaramálum og því er það útilokað að við getum farið aðrar leiðir á meðan svo er.“ Þorvarður sagðist ekki vilja segja fyrir um hvort deilan harðnaði, en þó svo yrði, væri ekkert við því að gera. „Þessar kröfur eru óaðgengilegar." Hann segir þær upplýsingar sem komið hafa fram í fjölmiðlum um vinnu- þrælkun á hendur bílstjórum, villandi og mjög orðum auknar sömuleiðis tölur um núverandi laun. Aðspurður um hvort vinnu- álagið væri ekki mismunandi eftir fyrirtækjum sagðist hann reikna með því en hjá Norðurleið hf. væri álagið ekki teljandi. „Við erum vissulega háðir eftirvinnu en hún er ekki í því magni að hægt sé að tala um vinnuþrælkun. Hjá okkur byrja bílstjórar að vinna ýmist kl. 07.00 eða 09.00 á morgnana og eru búnir á bilinu 17.00-18.00 á daginn. Þetta þætti víða ekki mikil þrælkun og fyrir þetta fá þeir góð laun.“ Leiðin milli Akureyrar og Reykjavíkur er aðal og eina leið Norðurleiðar hf. en auk þess eru tengsl við Dalvík, Húsavík, Blönduós og Sauðárkrók í sam- vinnu við aðra sérleyfishafa. Þor- varður segir að harðni deilan frekar sé engin spurning um að hún muni skaða fyrirtækið veru- lega. Gunnar M. Guðmundsson framkvæmdastjóri Sérleyfisbíla Akureyrar segir þá heppna að verkfallið skuli ekki bitna harðar á þeim, en þeirra helsta áætlunar- leið er Ákureyri-Mývatnssveit sem farin er þrisvar í viku á vet- urna. Þá er einn bíll í fastri vinnu við Sólborg og hefur sá akstur ekki raskast. VG Sjö þúsund tonnum af loðnu landað á Sigló síðasta sólarhring: Ég held að bæjarbúar séu bara ánægðb* að fá peningalykt í bæinn - segir Þórhallur Jónasson, rekstrarstjóri Sfldarverksmiðja ríkisins „Ég held aö peningalyktina leggi á haf út. Hitt er það aö ég held að bæjarbúar séu bara ánægðir að fá hana í bæinn,“ sagði Þórhallur Jónasson, rekstrarstjóri Síldarverksmiðja ríkisins á Siglufirði. Það er óhætt að segja að nóg sé að gera i loðnubræöslunni þar á bæ og síðasti sólarhringur er sá besti á vertíöinni. Tekið var á móti 7000 tonnum en frá ára- mótum hefur verið landað um 16 þúsund tonnum af loðnu á Sigluflrði. Á síðasta sólarhring hefur ver- ið landað úr sex bátum á Siglu- firði, alls um sjö þúsund tonnum. Bátarnir eru: Albert 700 tonn, Beitir 1200 tonn, Pétur Jónsson 1100 tonn, Bjarni Ólafsson 1050 tonn, Hilmir 1350 tonn og Hólmaborg 1400 tonn. í morg- unsárið er síðan von á Eldborgu til löndunar á Siglufirði. Það hefur einnig verið nóg að gera hjá öðrum loðnubræðslum á Norðurlandi. Á síðasta sólar- hring lönduðu þrjú skip á Rauf- arhöfn, Hákon 1000 tonn, Súlan 800 tonn, Skarðsvík 640 tonn og Þórður Jónasson 680 tonn. Þá lönduðu þrjú skip á Þórshöfn; Þórshamar 570 tonn, Víkurberg 580 tonn og Björg Jónsdóttir 520 tonn. Að sögn Þórhalls Jónassonar vinna um 30 manns í loðnu- bræðslunni hjá Síldarverksmiðj- unt ríkisins á Siglufirði á þremur 8 tíma vöktum allan sólarhring- inn. „Þessi loðna er ljómandi góð og heppileg í bræðslu,“ segir Þór- hallur. Ekkert lát virðist vera á loðnu- veiðinni fyrir austan land. Flot- inn heldur sig nú að mestu í Reyðarfjarðarálnum. Þórhallur segir að forsvarsmenn loðnuverk- smiðjanna hér nyrðra geri sér vonir um að loðna finnist norðar þannig að þær verði nær „vígvell- inum.“ Bjarni Sæmundsson, skip Hafrannsóknastofnunar, er fyrir austan á norðurleið og vænta menn þess að hann finni loðnu út af Langanesi eða jafnvel vestar. óþh Rauðinúpur í klössun Frystitogarinn Stakfcllið kom til hafnar á Þórshöfn á mánu- dag með um 110 tonn af ísflski og frystum flski. Megn- ið af aflanum fór til vinnslu í Hraöfrystistöð Þórshafnar en 30 tonn voru flutt landleiðina til Raufarhafnar til vinnslu í Fiskiðju Raufarhafnar. „Stakfellið veiddi af kvóta Rauðanúps sem er í klössun í Reykjavík og verður þar í janúar og febrúar. Fiskiðja Raufarhafnar þurfti að koma atvinnuhjólunum af stað og Stakfelliö veiðir fyrir fyrirtækið á meðan,“ sagði Jóhann A. Jónsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystistöðvar Þórshafnar hf. Stakfell mun verða á ísfisk- veiðum fyrstu mánuði ársins, enda brýnasti tíminn fyrir fisk- vinnsluna að fá hráefni nú. Sem kunnugt er rennur greiðslu- stöðvun Útgerðarfélags Norð- ur-Þingeyinga út um mánaða- mótin og sagði Jóhann að verið væri að vinna að lausnum og uppstokkun sem vonandi ætti eftir að skila sér. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.