Dagur - 16.01.1990, Blaðsíða 10

Dagur - 16.01.1990, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Þriðjudagur 16. janúar 1990 íþróttir n- Enska knattspyrnan: Ovænt jafntefli á Anfield Eftir bikarleiki síðustu helgar tóku Englendingar til við deildakeppnina að nýju á laug- ardaginn. Fríið frá deilda- leikjunum virtist hafa gert leik- mönnum gott og var mikið um fjörlega leiki. Þó virtist sem nokkur þreyta sæti í þeim lið- um sem þurftu að endurtaka jafnteflisleiki í vikunni. En þá eru það leikir helgarinnar. Ekki var talið að Liverpool yrði í vandræðum með Luton á Anfield. Jim Ryan þjálfari Luton hafði tekið við stjórn liðsins og var þetta hans fyrsti leikur sem framkvæmdastjóra. Liverpool hafði yfir í hálfleik með marki John Barnes úr aukaspyrnu 8 mín. fyrir hlé og liðið hafði haft yfirburði. En 5 mín. kafli um miðjan síðari hálfleik var sem köld vatnsgusa framan í aðdá- endur liðsins. Er 20 mín. voru til leiksloka jafnaði Kingsley Black fyrir Luton eftir lélega spyrnu Alan Hansen úr teignum og tveim mín. sfðar gerðist hið ómögulega, Black braust fram vænginn, sendi fyrir markið og Kurt Nogan sem lék þarna sinn fyrsta leik fyrir Luton skoraði af stuttu færi. Steve Nicol tókst þó að jafna fyrir Liverpool eftir sendingu Barnes skömmu síðar, en þar við sat og Liverpool tapaði dýrmætum stigum. Aston Villa nýtti tækifærið vel, sigraði Charlton á útivelli og hef- ur nú jafnmörk stig og Liverpool á toppnum, en hefur leikið einum leik minna. Sigur Villa var örugg- Staðan 1 deild Liverpool 23 12-7- 4 46:22 43 Aston Villa 22 13-4- 5 38:21 43 Arsenal 22 12-3- 7 37:24 39 Southampton 22 9-8- 5 44:36 35 Nott. Forest 22 9-6- 7 31:22 33 Tottenham 21 9-6- 6 31:28 33 Chelsea 22 8-8- 6 33:31 32 Everton 22 9-5- 8 29:28 32 Derby 22 9-5- 9 29:20 32 Norwich 22 8-7- 7 26:13 31 Coventry 22 9-4- 9 18:28 31 Wimbledon 22 7-9- 6 26:25 30 Q.P.R. 22 7-8- 7 24:22 29 Crystal Palace 22 7-5-10 26:43 26 Sheff. Wed. 23 6-7-10 20:32 25 Man. Utd. 22 6-6-10 27:31 24 Man. City 22 6-5-11 26:37 23 Millwall 22 5-7-10 29:34 22 Luton 22 4-9- 9 24:32 21 Charlton 22 3-7-12 17:31 16 2 deild Leeds Utd. 26 15- 7- 4 44:26 52 Sheff. Utd. 26 13- 8- 4 41:29 48 Swindon 26 12- 7- 7 48:35 43 Sunderland 26 11- 9- 6 44:40 42 Oldham 26 11- 9- 6 37:31 42 Ipswich 25 11- 8- 6 38:33 41 Newcastle 25 11- 7- 7 46:35 40 Wolves 26 9- 9- 8 41:37 36 Oxford 26 10- 6-10 37:36 36 Blackbum 25 8-11- 6 46:41 35 West Ham 26 9- 8- 9 37:32 35 Port Vale 26 8-10- 8 37:33 34 Watford 26 9- 6-11 35:33 33 Leicester 26 9- 6-11 37:44 33 Bournemouth 26 9- 6-1140:44 33 Middlesbr. 26 8- 7-11 33:39 30 Plymouth 25 8- 6-11 40:36 30 W.B.A. 26 7- 8-11 44:44 29 Brighton 26 8- 5-13 32:38 29 Portsmouth 26 5-11-10 34:41 28 Bradford 26 6-10-10 32:35 28 Barnsley 26 7- 6-13 28:49 27 Hull 25 5-11- 9 29:37 26 Stoke 25 4-10-11 23:37 22 - Toddi með stórleik - óvænt tap Arsenal - Aston Villa stendur best ur og liðið náði forystu strax á 4. mín. er Derek Mountfield skor- aði eftir hornspyrnu Gordon Cowans. Villa gerði síðan út um leikinn á 15. mín. síðari hálfleiks eftir að mark hafði verið dæmt af Paul McGrath miðverði liðsins. Kevin Gage lagði upp dauðafæri fyrir Tony Daley og Joe Mc- Laughlin varnarmaður Charlton varð fyrir skotinu og stýrði því í eigið net. Þorvaldur Örlygsson átti stór- leik fyrir Nottingham Forest er lið hans sigraði Millwall örugg- lega 3:1. Toddi sýndi enn einu sinni í þessum leik að hann stend- ur öðrum leikmönnum í 1. deild- inni fyllilega á sporði og var tal- inn besti maður vallarins í leikn- um. Nigel Clough náði forystu fyrir Forest um miðjan fyrri hálf- leik og þeir Brian Laws og Steve Hodge höfðu komið liðinu í 3:0 er 25 mín. voru til leiksloka. Þá kom Teddy Sheringham inná sem varamaður hjá Millwall og hann skoraði með skalla er 10 mín. voru eftir af leiknum og Steve Sutton í marki Forest varð að taka á honum stóra sínum undir lokin, en sigur Forest var sann- gjarn og öruggur. Hörkuleikur Southampton og Everton var sýndur hjá Bjarna Fel. í sjónvarpinu og þarf því ekki að hafa mörg orð um hann. Sout- hampton hóf leikinn með mikl- um látum og Russell Osman náði forystu fyrir liðið með skoti úr aukaspyrnu á 15. mín. Tvö mörk Norman Whiteside sitt hvoru megin við hlé, snéru leiknum Everton í hag, fyrst skallamark og síðan gott langskot. Osman jafnaði fyrir Southampton er 16 mfn. voru til leiksloka, en vel af sér vikið hjá Everton að ná jafn- teflinu þar sem Southampton hefur verið í ham að undanförnu. Manchester City nældi sér í óvænt stig á útivelli gegn Totten- ham, en City hefur ekki unnið leik á útivelli í vetur. Tottenham náði forystu rétt fyrir hlé meá marki David Howells sem skall- aði í netið. Allt virtist stefna í sig- ur heimaliðsins, en sterkur leikur Howard Kendall framkvæmda- stjóra City bjargaði liðinu. Hann skipti þá Wayne Clarke inná, en hann var keyptur frá Leicester í vikunni, í stað Clive Allen sem fyrir nokkrum árum var aðal markaskorari Tottenham, en hafði lítið látið að sér kveða í leiknum. Clarke var mjög beittur í framlínunni, nærri því að skora sjálfur, en lagði upp jöfnunar- markið 9 mín. fyrir leikslok er hann skallaði fyrir fætur Colin Hendry sem skoraði framhjá Englendingar hafa jafnan leik í beinni útsendingu hjá sér á sunnudögum og sl. sunnudag var það leikur Sheffield Wed. gegn Chelsea. Þá fór einnig fram mikilvægur leikur í 2. deild á sunnudaginn. Mjög góður leikur Dave Bea- sant markvarðar Chelsea tryggði liðinu jafntefli í fjörugum leik. Það var Chelsea sem náði foryst- unni í leiknum er David Lee skoraði strax á 7. mín. leiksins. Heimamenn voru þó sterkari að- ilinn í leiknum og Dalian Atkin- son jafnaði fyrir liðið í síðari Paul Farker hinn sterki varnar- leikmaður Q.P.R. lék vel gegn Norwich. Erik Thorstvedt markverði Tott- enham. Æsispennandi leik Manchester Utd. og Derby á Old Trafford lauk með sigri Derby eftir mikil átök. Steve Bruce miðvörður Utd. var rekinn útaf strax á 11. mín. fyrir að klippa niður Dean Saunders sem var sloppinn í gegn. Derby náði yfirburðum sem liðið hélt til hálfleiks ef frá er talið hörkuskot frá Mark Hughes sem Peter Shilton í marki Derby varði glæsilega. Derby náði for- ystu á 23. mín. er Mark Wright skallaði inn hornspyrnu Nick Pickering og mörkin hefðu getað orðið fleiri. En Utd. kom mjög ákveðið til leiks eftir hlé og Gary Pallister jafnaði á 48. mín. eftir slaka vörn Derby. Leikmenn Utd. drifnir áfram af áhorfendum sóttu stíft og stefndu á sigur, Hughes barðist vel, Mark Robins lék mjög vel og bakvörðurinn Lee Martin braust látlaust upp vinstri vænginn þaðan sem hann dældi sendingum fyrir markið hjá Derby. En 15 mín. fyrir leikslok sneri Derby vörn í sókn upp vinstri kant, Mike Forsyth sendi fyrir markið þar sem Nick Picker- ing stýrði boltanum framhjá Jim Leighton. Mark Wright hjá Derby var síðan rekinn útaf 7 mín. fyrir leikslok fyrir brot á Hughes, en 6 leikmenn voru bók- aðir í leiknum sem Utd. var óheppið að tapa. hálfleik og þar við sat þrátt fyrir góð færi. David Hirst fór illa með góð tækifæri og klaufaskapur hans ásamt markvörslu Beasant kom í veg fyrir sigur Sheffield liðsins. í 2. deild mættust nágrannarnir Middlesbrough og Sunderland, en fyrir helgina var Sunderland í þriðja sæti 2. deildar. Liðinu tókst þó ekki vel upp að þessu sinni og tapaði 3:0 í leik þar sem uppúr sauð er þeim lenti saman Mark Proctor hjá Middlesbrough og Paul Hardyman hjá Sunder- land. Þeim viðskiptum lauk með Leikur Wimbledon gegn Ars- enal var lítil skemmtun, lið Wimbledon saknaði nokkurra leikmanna og mestur tíminn fór í aukaspyrnur, innköst og að stumra yfir leikmönnum sem lágu í valnum. Arsenal reyndi að leika knattspyrnu, en leikmenn Wimbledon gerðu allt til að koma í veg fyrir allt slíkt og það tókst þeim. Arsenal varð síðan að fórnarlambi síðustu 5 mín. leiksins, Nigel Winterburn bak- vörður liðsins var þá borinn slas- aður útaf og rétt í lokin urðu Tony Adams fyrirliða liðsins á mistök sem urðu til þess að Mic- hael Bennett sem Wimbledon keypti nýlega frá Charlton skor- aði sigurmarkið. Mjög svo ósann- gjörn úrslit og Perry Groves hafði fyrr í leiknum átt hörkuskot í stöngina hjá Wimbledon. Q.P.R. átti leikinn gegn Nor- wich og lék oft mjög vel. Colin Clarke skoraði sigurmark Q.P.R. tveim mín. eftir að hann kom inná sem varamaður fyrir Mark Falco. Hann elti þá að því er virt- ist vonlausa sendingu, en vann kapphlaupið við Bryan Gunn markvörð Norwich og skoraði auðveldlega. Ray Wilkins átti miðjuna fyrir Q.P.R. og þeir Paul Parker og Andy Sinton léku mjög vel. Falco hafði náð forystu fyrir Q.P.R. á 49. mín. með góðu skoti, en Dale Gordon jafnaði fyrir Norwich eftir mistök Alan McDonald, Norwich náði þó aldrei tökum á leiknum. Coventry sem fékk svo slæma útreið í bikarnum virtist vera að reyna að sýna aðdáendum sínum í leiknum gegn Crystal Palace að þeir væru snjallir þrátt fyrir allt. En leikur liðsins varð allt of flók- inn og vörn Palace var ekki í vandræðum með sóknarmenn liðsins. Þó átti Mick Gynn skot í þverslá fyrir Coventry, en 5 mín. fyrir leikslok, eftir langt útspark Steve Ogrizovic markvarðar Coventry slapp David Speedie innfyrir vörn Palace og skoraði sigurmark liðsins. 2. deild • Leeds Utd. jók forskot sitt á toppi 2. deildar eftir mjög góðan sigur á útivelli gegn Blackburn. Simon Garner náði þó forystu fyrir Blackburn á 3. mín. eftir hornspyrnu. Þrátt fyrir yfirburði tókst Leeds Utd. ekki að jafna fyrir hlé, en Chris Fairclough misnotaði dauðafæri fyrir liðið. Lee Chapman tókst loks að jafna fyrir Leeds Utd. í síðari hálfleik, en hann var keyptur frá Notting- ham For. í vikunni fyrir því að Proctor var borinn útaf, en Hardyman var rekinn af leikvelli. Peter Davenport með skalla á 16. mín., Bernie Slaven og Gary Parkinson á síðustu mínútu skor- uðu mörk Middlesbrough. Nigel Winterburn bakvörður Arsenal sem var borinn útaf á laugardag gegn Wimbledon og óttast var að hefði fótbrotnað er ekki eins illa meiddur og fyrst var talið. Hann gerir sér því enn von- ir um að verða valinn í landsliðs- hóp Englendinga fyrir H.M. á Italíu í sumar, en sá hópur verð- ur valinn innan skamms. Þ.L.A. £400.000. Það var síðan fyrirlið- inn Gordon Strachan sem skor- aði sigurmark Leeds Utd. sem varð fyrir því áfalli í leiknum að Mel Sterland bakvörður var bor- inn meiddur útaf. • Brian Deane náði forystu fyrir Sheffield Utd. á útivelli gegn Ips- wich og það mark virtist ætla að duga liðinu til sigurs, en Ipswich tókst að jafna alveg í lokin. • í 3. deild er Bristol City efst með 44 stig, Notts County 43 stig og Bristol Rovers hefur 42 stig. A botninum eru Cardiff City með 26 stig, Blackpool og Mansfield hafa 22 stig og Walsall hefur 21 stig. Þ.L.A. Úrslit 1. deild Charlton-Aston Villa 0:2 Coventry-Crystal Palace 1:0 Liverpool-Luton 2:2 Manchester Utd.-Derby 1:2 Nottingham For.-Millwall 3:1 Q.P.R.-Norwich 2:1 Sheffield Wed.-Chelsea 1:1 Southampton-Everton 2:2 Tottenham-Manchester City 1:1 Wimbledon-Arsenal 1:0 2. deild Blackburn-Leeds Utd. 1:2 Bradford-Wolves 1:1 Brighton-Barnsley 1:1 Hull City-Bournemouth 1:4 Ipswich-Sheffield Utd. 1:1 Newcastle-Leicester 5:4 Plymouth-West Ham 1:1 Stoke City-Portsmouth 1:2 Swindon-Oldham 3:2 Watford-Oxford 0:1 W.B.A.-Port Vale- 2:3 Middlesbrough-Sunderland 3:0 3. deild Birmingham-Bristol City 0:4 Blackpool-Notts County 0:0 Bristol Rovers-Mansfieíd 1:1 Bury-Preston 1:2 Cardiff City-Tranmere 0:0 Chester-Brentford 1:1 Fulham-Bolton 2:2 Huddcrsfield-Walsali 1:0 Leyton Orient-Shrewsbury 1:0 Northampton-Swansea 1:1 Reading-Crewe 1:1 Rotherham-Wigan 1:2 4. deild Chesterfíeld-Carlisle 3:0 Exeter-Hartlepool 3:1 Gillingham-Doncaster 3:1 Grimsby-Torquay 0:0 Halifax-Colchester 1:1 Hereford-Cambridge 0:2 Lincoln-Aldershot 0:1 Peterborough-York City 1:1 Rochdale-Scunthorpc 3:0 Scarborough-Maidstone 0:1 Southend-Wrexham 2:1 Stockport-Burnley 3:1 Úrslit í vikunni 3. uinf. FA-bikarsins endurteknir jafnteflisleikir. Aston Villa-Blackburn 3:1 Bradford-Charlton 0:3 Crewe-Chelsea 0:2 Darlington-Cambridge 1:3 Derby-Port Vale 2:3 Everton-Middlesbrough 1:1 Liverpool-Swansea 8:0 Millwall-Manchester City 1:1 Norwich-Exeter 2:0 Oldham-Birmingham 1:0 Q.P.R.-Cardiff City 2:0 Jafiit á Hillsborough

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.