Dagur - 20.01.1990, Page 4
3 _ aiifVftn .. r\ofi> *o«v^«%« no i
4 - DAGUR - Laugardagur 20. janúar 1990
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI,
SlMI: 96-24222 SÍMFAX: 96-27639
ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI ■ LAUSASÖLUVERÐ 90 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON.
RITSTJ.FULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON. UMSJ.MAÐUR
HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON. BLAÐAMENN:
ANDRÉS PÉTURSSON (iþr.), KARL JÓNSSON (Sauðárkróki
vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR,
LJÓSM.: KRISTJÁN LOGASON, PRÓFARKAL.: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSH.: RlKARÐUR B. JÓNASSON. AUGLÝSINGASTJ.:
FRÍMANN FRlMANNSSON. DREIFINGARSTJ.: HAFDlS FREYJA
RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Verður lygin sannleikur ef
hún er endurtekin nógu oft?
Talsmenn frjáls innflutnings á
landbúnaðarvörum hafa mörg
undanfarin ár keppst við að reyna
að sannfæra almenning um ágæti
þess að leggja innlendan landbún-
að niður. Að þeirra mati er lausn
flestra þjóðfélagsvandamála okkar
fólgin í frjálsum innflutningi
landbúnaðarafurða. Undanfarna
mánuði hafa þessi öfl hamast sem
aldrei fyrr. í hverri greininni á fæt-
ur annarri, aðallega í DV og Morg-
unblaðinu, hafa ýmsir „reikni-
meistarar" sett fram útreikninga
um stórkostlegan sparnað þjóðfé-
lagsins og þar með hvers einasta
einstaklings í landinu, verði inn-
lendur landbúnaður lagður niður
og landbúnaðarvörur sóttar út fyrir
landsteinana.
í forystugrein DV á fimmtudag-
inn er einu sinni sem oftar fjallað
um nauðsyn þess að leggja inn-
lendan landbúnað niður. Þar segir
m.a.: „Mikil breyting hefur orðið á
umræðunni síðan þetta dagblað
var nánast eini hrópandinn í eyði-
mörkinni. En hugarfarsbreytingin
er þó ekki meiri en svo, að enn er
nokkur meirihluti þjóðarinnar fylgj-
andi áframhaldandi innflutnings-
banni og einokun á landbúnaðar-
vörum." Ritstjóri DV segir einnig
að merkilegt sé að „íslendingar
skuli vera að væla um lífskjör sín
og standa í vinnudeilum út af
hærra kaupi, “ á sama tíma og þeir
láti innflutningsbann á landbúnað-
arvörum viðgangast. Meðan svo sé
eigi fólk ekki að „væla um háa
skatta og kröpp kjör og litla vinnu
og annað slíkt sjálfskaparvíti.'1 (!!)
Þessi málflutningur næst útbreidd-
asta dagblaðs landsins er með
ólíkindum og endurspeglar vel of-
stæki DV í garð innlends landbún-
aðar. Það er auðvitað fjarri lagi að
frjáls innflutningur landbúnaðar-
vara sé lausn á efnahagsvanda
þjóðarinnar og lykillinn að bættum
kjörum almennings. Þvert á móti
má fullyrða að frjáls innflutningur
landbúnaðarvara myndi skapa enn
stærri vanda en hann leysti.
Útreikningar fyrrnefndra „reikni-
meistara" byggja einfaldlega ekki
á réttum forsendum, auk þess sem
veigamiklum atriðum er skotið
undan í umræðunni. Útreikning-
arnir byggja á því landbúnaðarvör-
ur verði ávallt keyptar á lægsta
finnanlega verði á mörkuðum er-
lendis og seldar með sömu álagn-
ingu hér heima og innlenda fram-
leiðslan. Þeir byggja á því að niður-
greiðslur og útflutningsuppbætur
verði úr sögunni. Lengra ná þeir
ekki. Hagnaðinum, sem út úr
þessu dæmi fæst, er síðan deilt
niður á einstaklingana í landinu.
Þessir útreikningar eru rangir. Ef
landbúnaður yrði lagður niður
myndi það valda kollsteypu í at-
vinnulífi þjóðarinnar. Kostnaðurinn
sem af henni hlytist er ekki tekinn
með í reikninginn. Þá er ljóst að
verslunin í landinu mun ekki selja
erlendar landbúnaðarvörur með
sömu álagningu og innlendar.
Talsmenn verslunarinnar bera sig
meira að segja illa undan lágri
álagningu þessara vara nú þegar.
Þeir munu ekki sætta sig við sömu
álagningu fyrir ódýrari vörur. Inn-
fluttar landbúnaðarvörur verða því
mun dýrari en af er látið í útreikn-
ingum „reiknimeistaranna". Síðast
en ekki síst er engin trygging fyrir
því að verð landbúnaðarvara hald-
ist lágt á erlendum mörkuðum til
frambúðar.
Vel má vera að andstæðingar ís-
lensks landbúnaðar standi í þeirri
trú að sé lygin endurtekin nógu oft
verði hún sannleikur að lokum.
Enn sem komið er hefur meirihluti
þjóðarinnar þó ekki látið blekkjast.
Enn sem komið er er meirihluti
þjóðarinnar andvígur frjálsum inn-
flutningi landbúnaðarvara. Von-
andi verður engin breyting þar á,
þrátt fyrir látlausan áróður inn-
flutningspostulanna. BB.
úr hugskotinu
i
Mennmgarhjallarmr
Reynir
Antonsson
skrifar
Það var bara ansi gaman á dögunum, að bregða sér á
sýningu í þessari hálfhrundu, og að sögn þeirra er til
þekkja best bæði hallærislegu, óhagkvæmu og ónýtu
byggingu þeirra fyrir sunnan sem nefnt er Þjóðleikhús,
þetta misdáða áífaborgarlistaverk Guðjóns Samúels-
sonar, sem að vísu aldrei hefur verið af álfum byggt,
nema við teljum dáta og síðar leikara og ráðherra til
slíkra.
Byggingarlag
Maður heyrði það stundum sagt eins og hálfgerðan
brandara úti á Mallorca í haust, að það hafi tekið tvö
hundruð ár að reisa dómkirkjuna fallegu í Palma, og
síðan önnur tvö hundruð ár að fullgera hana, og gjarn-
an bættu túristarnir því við að ástæðuna mætti rekja til
þess þjóðareinkennis Spánverja að geyma ávallt til
morguns það sem þeir geti gert í dag.
Vel má vera að eitthvað sé til í þessu, en sú spurning
hlýtur að vakna hvort íslenskt byggingarlag hljóti þá
ekki líka að vera eins og hálfgerður brandari í augum
erlendra ferðamanna. Manni virðist nefnilega það yera
þannig, að minnsta kosti þegar litið er til þessarra
„menningarhjalla" sem mest hafa verið í umræðunni að
undanförnu, svo sem Þjóðleikhússins, Þjóðminjasafns-
ins og nú síðast Þjóðarbókhlöðunnar, sem hið íslenska
byggingarlag gangi út á það að uppslátturinn skuli taka
eitt ár, frágangurinn eitt hundrað ár, og viðhaldið, þeg-
ar og ef það er þá ráðist í viðhald á annað borð, eitt
þúsund ár, og að sjálfsögðu er það hámark íslenskrar
byggingarlistar og verklagni þegar framkvæmdirnar eru
svo stórfenglegar, langvinnar og skýrar, að þeim sé
helst ekki lokið þegar komið er að því að framkvæma
nauðsynlegt viðhald.
Hönnunarlist
Látum nú vera þó að félagi Svavar vilji fá og muni fá
þetta frá tvö hundruð milljónum og uppí meira en millj-
arð (sem er sennilegri tala), í það að lappa upp á Þjóð-
leikhúsið og gera það „arðbært" samkvæmt hinum nýja
kommúnisma, sem gengur út á það að þeir einir skuli
njóta þjóðmenningarinnar sem eigi aur, og látum vera
þó að mörgum Akureyringum þyki það dálítið skítt, að
þetta kunni að þýða það að Leikfélaginu okkar verði
slátrað í nafni sameiginlegs þjóðlegs menningararfs og
reisnar. Vonum bara að hönnunin á þessum endurbót-
um verði enn eitt lýsandi dæmi íslenskrar hönnurnar-
listar.
Við höfum bara þó nokkur dæmi um þessa list. Tök-
um Hallgrímskirkju sem þjóðin var látin reisa til
minningar um blessað sálmaskáldið, og sem nú á að
prýða með ekki nema sjötíu milljóna orgeli eða svo,
orgeli sem sagt er að ekkert muni heyrast í, Tanngarð-
inn margfræga sem kvað vera allt að því lífshættulegt að
starfa í eða Útvarpshúsið sem menn segja að ekki sé
vitað hvort upphafíega hafi átt að nota fyrir skrifstofur
eða þá búðir aldraðra. Og ekki má að sjálfsögðu
gleyma sjálfum garminum honum Katli, það er að segja
Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þetta glæsta minnismerki
um farsæla tíð Matta Matt, handboltapabba í Hafnar-
firði sem samgönguráðherra, og velmektardaga Hag-
virkis og annarra verktaka, löngu áður en nokkuð var
farið að minnast á smámuni eins og vangoldinn sölu-
skatt uppá einhverjar milljónir. Þetta meistaraverk
íslenskrar hönnunar og verklagni sem lengi hélt ekki
vatni né vindi, að ógleymdum smámunum á borð við
það að gleyma því að þarna færi nokkurntímann um
fólk á leið milli staða innanlands, eða því að hafa leið-
beiningarskilti svo stór að þau sæust, að minnsta kosti
af flestu fólki sem væri læst á venjulegt letur.
Framhjá viðhaldinu
Og það vantar víst fleiri dæmi um ágæti íslenskrar bygg-
ingarlistar og húsahönnunar. Að minnsta kosti hefur
fyrrnefndur félagi Svavar boðað einhverjar menningar-
legar nýbyggingar framhjá viðhaldinu sínu. Hann hefur
að sönnu sagt að ekki séu til aurar í handboltahöllina,
þá sem ekki má reisa nema réttu megin Kópavegslækj-
ar, en það vita þó allir að hún verður byggð, en hins
vegar hefur hann, hvort sem það hefur nú verið til að
stríða Jóni Hjaltalín og þeim, boðað byggingu Tónlist-
arhallarinnar sem að líkum lætur verður svo dýr og
rækilega hönnuð, að í henni mun ekki heyrast vottur af
tónlist, og vaknar þá auðvitað spurningin um það hvort
ekki muni eftir allt bara vera best að setja þar eitt stykki
handboltavöll.
Það virðist því vera bjart framundan í atvinnumálum
arkitekta og hönnuða þessa lands á sama tíma og þjóð-
in býr við svo mikið atvinnuleysi að ekki hefur annað
eins þekkst frá því farið var að telja atvinnuleysið í dög-
um svo venjulegt fólk hafi sem minnsta hugmynd um
það hversu margir raunverulega ganga atvinnulausir á
hverjum tíma.
Og það verða væntanlega bjartar horfur með atvinnu
fyrir þessar stéttir næstu áratugina, þó ekki sé nema
vegna þess að vitanlega þarf arkitekta og hönnuði til
þess að laga hönnunargalla sem upp kunna að koma, ef
ekki hjá þeim sjálfum, þá hjá fyrirrennurum þeirra.
Það hefur jafnvel verið talað um það í alvöru, að koma
þurfi hér á fót kennslu í arkitektúr, og sjálfsagt þá
hönnun líka. Og vafalaust verður þess einnig ekki langt
að bíða, að við förum að flytja út þekkingu okkar á
þessum sviðum, rétt eins og við fórum einu sinni að
kenna ísraelsmönnum að hemja verðbólguna, og Dön-
um að hætta að drekka með þeim árangri sem allir
þekkja.
Það hefur stundum verið sagt um oss íslendinga, að
við höfum verið iðnir við að framleiða menningarverð-
mæti sem mölur og ryð fá ekki grandað, og þá oftast
vitnað til gullaldarbókmenntanna eða Laxness. En að
sjálfsögðu verður að taka alla menningarhjallana hér
með líka, því svo sannarlega fá mölurinn og ryðið eng-
an tíma til að granda þeim fyrir arkitektunum og
hönnuðunum, sem jafnvel hafa á stundum gengið frá
þessum byggingum áður en þeim hefur verið að fullu
lokið. Og í dag er meira að segja svo komið að menn
eru tregir til að leyfa hamslausum náttúruöflunum að
spreyta sig á því að eyðileggja mannvirki, samanber
tregðuna við að útvega peninga í sjóvarnargarðinn við
sunnlenska sjávarplássið þegar enginn segir neitt við
sjötíu milljóna kirkjuorganinu. Hér skulum við láta það
liggja milli hluta hvað muni nú vera Guði þóknanlegt í
því máli.