Dagur - 20.01.1990, Side 16

Dagur - 20.01.1990, Side 16
 Akureyri, laugardagur 20. janúar 1990 Kári í jötunmóð: Ökumaður í hrakningumí Ólafsfj arðarmúla Ökumaður lenti í nokkrum hrakningum í Ólafsfjarðar- múla eftir kl. 22 í fyrrakvöld. Að sögn lögreglunnar í Ólafs- fjarðarmúla var björgunar- sveitin í viðbragðsstöðu en lög- reglan á Dalvík fann bílinn áður en til útkalls kom. Hafði ökumaður þá keyrt fram á snjóflóð, fest bílinn og var að snúa við til Dalvíkur. Opið alla daga vikunnar frá kl. 08-23.30 Hjá okkur er gott að versla oggóð þjónusta Verslunin ÞDRPIE Móasíðu 1 • Sími 27755. Opið alla daga vikunnar frá kl. 8-23.30. Heimsendingar- þjónusta. Að sögn lögreglumanns í Ólafsfirði fór ökumaðurinn, sem var einn á ferð, frá Ólafsfirði um kl. 21 á fimmtudagskvöld í þokkalegu veðri en skömmu síð- ar brast á stórhríð og þá var öku- maðurinn einmitt á leið til baka. „Það er búið að vera kolvit- laust veður hérna síðan klukkan hálf ellefu í gærkvöld og það er vitlaust enn,“ sagði lögreglumað- urinn er Dagur ræddi við hann um hádegisbil í gær. Á Siglufirði var líka slæmt veður. Að sögn lögreglunnar þar var svo hvasst að snjórinn fauk út í buskann, en þó var víða orðið þungfært í bænum og ófært út úr honum. Allt var með kyrrum kjörum hjá lögreglunni á Akureyri í gærmorgun. Götur voru færar, enda var snemma byrjað að ryðja aðalgöturnar, en illa búnir bílar áttu í erfiðleikum á fáfarnari leið- um. SS Fjörugróður. Mynd: KL Helgarveðrið: Skíðasnjórinn kemur Helgarveðrið á Norðurlandi ætti að falla mörgum í geð að þessu sinni, a.m.k. er víst að Ivar og hans menn í Hlíðar- fjalli gráta það ekki. Snjóbylurinn sem gekk yfir í gær ætti að hafa gengið riiður nú ef spá veðurfræðinga rætist, en þeir sögðu í gær að ágætis veður yrði á Norðurlandi í dag og að hiti yrði urn frostmark. Síðdegis er svo spáð að það þykkni upp með vaxandi suðaustanátt. í nótt byrjar að snjóa á ný á Norðurlandi og gæti snjóað vel fram á sunnudaginn. Skíðamenn eru því loksins bænheyrðir, en langferðafólk ætti að fara sér hægt. VG Húsnæðismál þjóðfélagshópanna: Alvarlegir erfiðleikar hjá um þriðjungi þeirra sem keyptu eftir 1980 - um 80% fólks yfir þrítugu býr í eigin húsnæði Um 40% alls fólks á aldrinum 30-50 ára sem ekki á húsnæði núna, hefur áður verið ■ hópi eigenda húsnæðis. Þetta kem- ur m.a. fram í skýrslu Hús- næðisstofnunar ríksins sem unnin var upp úr könnun um húsnæðismál þjóðfélagshóp- anna sem framkvæmd var sumarið 1988. Engin skýring er gefín á ofangreindri staðreynd, en ílestir þeirra sem ekki eiga Jónas Snæbjörnsson, umdæmisverkfræðingur Vegagerðarinnar á Sauðárkróki: Vona að ráðning trúnaðarmanns á Siglufirði bæti andrúmsloftið Jónas Snæbjörnsson, um- dæmisverkfræðingur Vega- gerðarinnar á Sauðárkróki, segir að nýlega liafi verið gengið frá ráðningu Guðna Sveinssonar lögreglumanns á Siglufírði sem trúnaðarmanns Vegagerðarinnar á staðnum og vonast sé til að með þcirri skipan mála vcrði andrúms- loft milli Siglfírðinga og Vegagerðarinnar jákvæðara. Jónas segir að Vegagerðin vinni eftir þeirri reglu að opna næsta dag á eftir mokstursdegi ef veöur leyfir ekki mokstur þá. Hann segir að Vegagerðin hafi hafnað þeirri málaleitan Sigl- firðinga að opna sl. fimmtudag þar sem samkvæmt veöurspá var gert ráð fyrir að veður myndi lægja um hádegi og unnt yrði að hreinsa veginn seinni- partinn í gær. „Siglfirðingar fóru hins vegar í það án okkar leyfis að opna og mokuðu ekki út af. Það er ekki vinsælt hjá okkur því næsti mokstur verður fyrir bragðið erfiðari. Við hefð- um verið sáttir við ef vegurinn hefði verið opnaður og jafn- framt gengið almennilega frá þcim mokstri. En moksturs- menn fengu þau fyrirmæli frá Siglufirði að stinga aðeins í gegn til þess að koma mjólkur- bílnum til Siglufjarðar,“ segir Jónas. óþh Sigurður Hlöðversson, formaður bæjarráðs á Siglufirði: Þeir óttast að við mokum ótæpilega mikið „Ég hugsa að snjómokshu hingað komist ekki í almcnni- legt horf fyrr en við stjórnum honum sjálfír. En trúlega ótt- ast Vegagerðin að það hafí í för með sér aukinn kostnað, við munum moka ótæpilega mikið,“ segir Sigurður Hlöð- versson, formaður bæjarráðs á Siglufirði. Sigurður segir að Siglfirðing- ar séu langþreyttir á að standa í eilífum cieilum við Vcgagerðina um snjómokstur Hann ncfnir í því sambandi að ef bærinn óski eftir að opna veginn inn í Fljót sé skilyrði Vegagerðarinnar að mokað sé út af veginum, ekki sé nóg að gera eina „rispu" í gegn. Sigurður segir þetta sérkenni- legt, ekki síst þar sem Vega- gerðin sjálf brjóti þessa reglu. I því sambandi nefnir hann snjómokstur til Siglufjarðar á föstudag fyrir rúmri viku. Þá hafi verið gerð rispa í gegn og mokstursmenn horfið frá hálfn- uðu verki. óþh húsnæði nú en áttu áður eru pör með börn eldri en 7 ára gömul. Alls 28-33% þeirra sem keyptu eða byggðu eftir 1980 lentu í alvarlegum fjárhagserfiðleikum vegna húsnæðiskaupanna, á móti 14-17% þeirra sem keyptu fyrr. Af þeim sem lentu í alvarlegum fjárhagserfiðleikum eru 38% ein- stæðra foreldra og 32% para með ung börn. Þessir erfiðleikar hafa og einkum hrjáð yngsta aldurs- hópinn, en tæp 45% þeirra hafa lent í alvarlegum erfiðleikum. Þá lentu um 14% þeirra sem keyptu milli 1980 og 1983 í alvarlegum erfiðleikum innan fjölskyldu; persónulegum vandamálum, og tæp 9% þeirra sem keyptu eftir 1983 á móti 4-7% þeirra sem keyptu fyrir 1980. Húsnæðisaðstæður fólks eru talsvert mismunandi eftir aldri. Þannig búa tæp 97% þeirra sem komnir eru yfir fimmtugt í eigin húsnæði, en 23% þeirra sem eru 20-24 ára. Flestir eldri en þrítugir búa í eigin húsnæði eða yfir 80% og það er einkum fólk innan við þrítugt sem býr í leiguhúsnæði. Fólk á aldrinum 41-50 ára býr í hvað stærstu húsnæði að jafnaði eða um 138 fermetrum. Yfir 65% þeirra búa í íbúðum með fimm eða fleiri herbergjum. í minnsta húsnæðinu býr fólk innan við þrítugt, einkum þeir 25-30 ára en þeir búa að jafnaði f um 95 fer- metra húsnæði og um 85% búa í tveggja til fjögurra herbergja íbúðum. Ef reiknuð er út stærð húsnæð- is á mann kemur í Ijós að þeir elstu hafa að jafnaði lang mest rými á mann, eða um 53 fer- metra, en þeir sem eru innan við fertugt um 32 fermetra. í sam- ræmi við það telja 26% þeirra elstu sig búa of rúmt, en mjög lít- ill hluti þeirra sem eru fertugir eða yngri. Þeir hinir sömu telja í um 22-28% þröngt. tilfella sig búa of VG Tríó frá Akureyri í víking til Noregs: Til ftrndar við Skrettings-menn Sigfús Jónsson, bæjarstjóri og stjórnarformaður Istess hf., Magnús Gauti Gautason, kaupfélagsstjóri KEA og Guð- mundur Stefánsson, fram- kvæmdastjóri ístess hf., fara til Noregs í næstu viku til fundar við forráðamenn norska fyrir- tækisins Skretting, sem er einn þriggja eignaraðila að Istess hf. Hinir tveir eru Akureyrar- bær og Kaupfélag Eyfirðinga. Að sögn Guðmundar Stefáns- sonar, framkvæmdastjóra ístess hf., er ætlunin að ræða við Skrettings-menn um ýmis mál varðandi rekstur verksmiðjunn- ar. „Ég á ekki von á stórtíðindum frá þessum fundi. Við munum áfram ræða þá fjárhagslegu endurskipulagningu verksmiðj- unnar sem verið hefur í umræð- unni lengi. Það er nauðsynlegt að koma rekstri hennar í viðunandi horf. Ég geri ráð fyrir að í leið- inni verði haldinn fundur stjórnar verksmiðjunnar,“ segir Guð- mundur. Hann segir að lengi hafi verið áhugi fyrir að ná fram hagræð- ingu með einhverskonar samruna eða samnýtingu Istess hf. og Krossanesverksmiðjunnar hf. „Þetta er hins vegar annað mál og flóknara. Bæði fyrirtækin eru í ákveðnum erfiðleikum og þeir verða ekki leystir með því að slá þeim saman. Það verður ekki gott fyrirtæki úr tveimur á brauð- fótum. Fyrst þarf að koma þeim í sæmilegt horf.“ óþh

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.