Dagur - 26.01.1990, Side 5

Dagur - 26.01.1990, Side 5
Föstudagur 26. janúar 1990 - DAGUR - 5 Á að leggja veg yfír Reykjaheiði? Þessari spurningu svara ég ját- andi, hér er átt við veg milli Skóga í Reykjahverfi og Garðs í Kelduhverfi. Helstu rök eru þessi: Auð- bjargarstaðabrekka er stórhættu- leg og alltof mikill farartálmi milli Suður- og Norður-Þing. Svo er það háhitasvæðið á Þeista- reykjum, það eru mjög miklar lík- ur á að það verði nýtt í framtíð- inni, og þá þarf að leggja veg þangað sem er hálf þessi leið. Reykjaheiðarvegurinn styttir leiðina allt upp í 32 km, eftir hvað farið er, til dæmis Skúla- garður-Hveravellir, leiðin Kópa- sker-Akureyri styttist um 20 km. Það er alls ekki hægt að bera saman þessa leið og gömlu leið- ina Húsavík-Fjöll, þessi leið er alveg laus við brattar brekkur og Tryggvi Óskarsson. er mikið lægri, lítið yfir 300 m. Vegurinn yrði um 32-33 km og mjög þægilegt að leggja hann, bara tvö smá ræsi, engar stórar uppfyllingar, en vegurinn verður að vera nokkuð hár. Eg er viss um að góður vegur þessa leið myndi styrkja byggð mikið í N-Þing, sérstaklega fiskiræktina, þegar farið verður að flytja afurðirnar beint á Aðal- dalsflugvöll, sem verður áreiðan- lega orðinn varanlegur millilanda- flugvöllur innan skamms. Eg held að ráðamenn um vega- gerð ættu að fara að athuga þetta í alvöru, áður en farið verður í hæpnar framkvæmdir í Auð- bjargarstaðabrekku. Tryggvi Oskarsson, Þverá, Reykjahverfi. Athugasemd Vegna fréttar í Degi þriðju- daginn 23. janúar sl. undir fyrirsögninni „Ráðist á lög- regluþjón aðfaranótt sunnu- dags“ óskum við undirritaðir eftir að Dagur birti cftirfar- andi. „Af ummælum Sævars Freys Ingasonar, lögregluþjóns á Dalvík, í frétt á forsíðu Dags sl. þriðjudag má ráða að hann eigi það eiginkonu sinni og móður að þakka að vera ofar moldu. Með þessum ummælum er gefið til kynna að tilgangur með heim- sókn okkar að heimili þeirrá hjóna hafi verið sá að láta illt af okkur leiða. Því er hér með harð- vegna fréttar lega mótmælt. Það er rétt sem fram kemur í fréttinni að Sævar Freyr kom ein- um okkar í járn. Hins vegar getur hann þess ekki að eiginkona Sævars jós snjó yfir andlit hans á meðan hann var færður í járn. Þá getur Sævars þess heldur ekki að eftir að hafa komið honum í járn hóf Sævar kylfu á loft og lét tvö bylmingshögg dynja á höfði þess handtekna og rotaði hann sam- stundis. Þessu gátum við hinir ekki unað og réðst einn okkar að Sævari til að hindra frekari bar- smíðar. Engum togum skipti að eiginkona Sævars barði þá þann okkar er vildi hindra frekari bar- smíðar í höfuðið með álskóflu. Alvarlegur atburður á Dalví lláðist á lögreglu) Iðfaranótt sunnud ■ eiginkona og móðir komu til h röfuranólt sunnudags var raö- r t á lögrcgluþjun a Daltik ug art koma i veg fvrir aö ta-ki mann fastan. [ Athurður þessi er litinn mjog L ulvarlcgum augum og er máliö i rannsokii hjá rannsóknarliig- • regluiini á Akureyri. I.ögreglu- jonninn. Sævar Freyr Inga- »n. slapp betur en á horfðist !• sagöist hann getu þakkað óður siuni og eiginkonu fvrir V ð að vera enn ofar moldu. i þv'ltar :i bakvakt hcin i hjá Sævar I revr. Nlcnnirnii voru Iramkoma þeirra og helgi heimilisius og a ið virðingarlevsi g; reglunm. að ínati S;r injog abarlégl að t;i i Iriði ;i sinu heimili i legrn þegar r.iðist ei skyklustiirl." sagði var eijin ;i vakt þett; Al oðrum tiðiiului niá netiia að rútn ir iim ;i leið i skiila á A Umrædd frétt Dags sl. þriðjudag. Þessa getur Sævar heldur ekki í frásögn sinn í umræddri t'rétt. Mcð þökk fyrir birtinguna. Þórir Guðntundsson Stefán Agnarsson Sævar Hreiðarsson Sigurður Sverrisson Bridgefélag Vestur-Húnvetninga, Hvammstanga: Kristján Bjömsson aðalein- menningsmeistari félagsins Þeir félagar Eggert Karlsson og Flemming Jessen sigruðu á fyrsta spilakvöldi Bridgefélags Vestur-Húnvetninga á nýja árinu. Spilaður var eins kvölds tvímenningur og hlutu þeir Eggert og Flemming 63 stig. í öðru sæti urðu Bjarni R. Brynjólfsson og Bjarney Valdi- marsdóttir með 52 stig, í þriðja sæti Erlingur Sverrisson og Eggert Ó. Levy með sama stiga- fjölda. Firmakeppni BVH var spiluð 9. og 16. janúar s.l. og var keppn- in jafnframt aðaleinmenningur félagsins. Aðaleinmennings- meistari varð Kristján Björnsson en hann sigraði með risaskori fyrra kvöldið og var svo gott sem búinn að tryggja sér 1. sætið eftir það kvöld. Kristján hlaut 160 stig fyrra spilakvöldið, Eggert Ó. Levy varð annar með 137 stig og Bjarki Tryggvason þriðji með 134 stig. Seinna spilakvöldið varð Unnar A. Guðmundsson efstur með 139 stig, Einar Jónsson ann- ar með 139 stig og Bjarni R. Brynjólfsson með 137 stig. Loka- staðan að loknum báðum spila- kvöldunum varð því þessi: stig 1. Kristján Björnsson 283 2. Einar Jónsson 264 3. Eggert Karlsson 253 4. Unnar A. Guðmundsson 251 5. Bjarki Tryggvason 250 6. Marteinn Reimarsson 247 7. Flemming Jessen 244 8. Erlingur Sverrisson 243 9. Egill Egilsson 241 10. Sigurður Þorvaldsson 239 Kristján Björnsson varð einnig efstur í firmakeppninni en hann keppti fyrir hönd Kaupfélags Vestur-Húnvetninga. Alls tóku um 40 firmu þátt í keppninni en 10 efstu firmun urðu þessi: Firma/spilari stig 1. Kaupfélag V.-Húnvetninga/ Kristján Björnsson 160 2. Gifs-mynd/ Unnar A. Guðmundsson 139 3. Meleyri/ Einar Jónsson 139 4.-5. Happdrætti DAS, Hvammstangaumboð/ Eggert Levy 137 4.-5. Vélaverkstæði Hjartar Eiríkssonar/ Bjarni Brynjólfsson 137 6. Vöruflutningar Braga Arasonar/ Bjarki Tryggvason 134 7. Hvammstangahreppur/ Konráð Einarsson 131 8. Bjarmi HU/ Eggert Karlsson 129 9. Tannlæknastofa Auðar Eyjólfsdóttur/ Flemming Jessen 128 10. Vátryggingafélag íslands hf./ Erlingur Sverrisson 127 Akureyringar Ferskar fréttir með morgunkaffinu Áskriftar’SS? 96-24222 Bújörð til leigu Góður kvóti. Upplýsingar í síma 96-26707. Rýmingar sala til 15. febrúar 15% afsláttur af öllum veggdúk A. Byggingavörur Lónsbakka Sími 96-21400 MYNDLl STASKOLIN N Á AKUREYRl Kaupvangsstræti 16 Almenn námskeið Myndlistaskólans á Akureyri 5. febrúar til 16. maí Barna- og unglinganámskeið Teiknun og málun. 1. fl. 5-6 ára. Einu sinni í viku. 2. fl. 6-7 ára. Einu sinni í viku. 3. fl. 8-9 ára. Einu sinni í viku. 4. fl. 10-11 ára. Einu sinni í viku. 5 fl. 12-14 ára. Einu sinni í viku. Málun og litameðferð fyrir unglinga. Byrjendanámskeið. Einu sinni í viku. Framhaldsnámskeið. Einu sinni í viku. Kvöldnámskeið fyrir fullorðna Teiknun. Bryjendanámskeið. Tvisvar í viku. Módelteiknun. Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Framhaldsnámskeið. Tvisvar í viku. Málun og litameðferð. Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Framhaldsnámskeið. Tvisvar í viku. Auglýsingagerð. Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Byggingaiist. Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Grafík. Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Skrift og leturgerð. Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Allar nánari upplýsingar og innritun í síma 24958. Skrifstofa skólans er opin kl. 13.00-18.00 virka daga. Skólastjóri.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.