Dagur - 26.01.1990, Page 6

Dagur - 26.01.1990, Page 6
6 - DAGUR - Föstudagur 26. janúar 1990 Föstudagur 26. janúar 1990 - DAGUR - 7 spurning vikunnar Hefur veðrið áhrif á skapferli þitt? (Spurt á Sauðárkróki í leiðindaveðri) Albert Þórðarson: „Nei. Það er eitthvað annað sem fer í skapið á mér þessa dagana." Óttar Bjarnason: „Nei. Ég er alltaf í sama góða skapinu." Úlfar Ragnarsson: „Ég hef ekki hugmynd um það. Hvers vegna er nágranni þinn áskrifandi að „Heima er bezf'? - Vegna þess að það er staðreynd að ,,Heima er bezt" er eitt af útbreiddustu og vinsælustu tímaritum hérlendis. „Heima er bezt" hefur nú verið gefið út í 38 ár og á því láni að fagna að hafa að bakhjarli margar þúsundir ánægðra áskrif- enda, og fjöldi þeirra fer stöðugt vaxandi. Þú ættir að hugleiða hvort ekki væri skynsamlegt að slást í þennan stóra áskrif- endahóp, og eignast þar með gott og þjóðlegt íslenskt tímarit við vægu gjaldi, sem þú fengir sent heim til þín í hverjum mánuði. Útfyllið þess vegna strax í dag áskriftarseðilinn hér fyrir neðan og sendið hann til „Heima er bezt", og þá mun nafn þitt umsvifalaust verða fært inn á áskrifendaspjaldskrána og þér mun verða sent blaðið mánaðarlega, en þá munt þú um leið öðlast rétt til að njóta þeirra hlunninda sem eru því samfara að vera áskrifandi að „Heima er bezt". - Nýir áskrifendur fá eldri árgang í kaupbæti. -----------------------------------------------^ TIL „HEIMA ER BEZT" Pósthólf 558, 602 Akureyri Ég undirrit óska að gerast áskrifandi að tímaritinu ,,Heima er bezt" □ Sendið mér blaðið frá 1. janúar 1990. □ Verð kr. 1.690,00 Nafn_______________________________________________ Heimili____________________________________________ Vinna við aðalskipulag fyrir Akureyri 1987-2007 í fullum gangi: Miklar vangaveltur um væntan- leg byggingasvæði á Akureyri - gluggað í skýrslu Finns Birgissonar Drög að aðalskipulagi 1987-2007 Að því er stefnt að tillaga að aðalskipulagi 1987-2007 fyrir Akureyri verði kynnt bæjar- búum í mars nk. Vinna við gerð aðalskipulagstillögu er gríðarlega umfangsmikið verk- efni og þarf að taka tillit til ótal þátta við gerð hennar. Leita þarf umsagnar fjölmargra aðila og nefndir í bæjarkerfinu þurfa ítrekað að fara í saumana á einstaka þáttum. Skipulagsyfirvöld á Akureyri hafa lengi unnið að þessu verk- efni. Nokkrar áfangaskýrslur hafa litið dagsins ljós til kynning- ar á viðfangsefninu. Meðal ann- ars tók Finnur Birgisson, arki- tekt, saman skýrslu fyrir skipu- lagsdeild Akureyrarbæjar í nóvember sl. sem nefnist „Drög að aðalskipulagi 1987-2007.“ Skýrsla Finns, sem ber fyrst og fremst að líta á sem umræðutil- lögu, er í fjórum hiutum. Sá fyrsti er iýsing á drögum að aðal- skipulagi. í öðrum kafla er greint frá helstu forsendum, sem tillag- an byggir á. í þriðja kaflanum er lýsing á þeim byggingasvæðum sem helst þykja koma til greina sem framtíðarbyggingasvæði í bænum og í fjórða kafla eru kort sem gera grein fyrir núverandi veitukerfum og öðrum þáttum sem hafa mótandi áhrif á gerð aðalskipulagsins. Skipulagsdrög til kynningar í nefndum, deildum og stofnunum I formála að skýrslunni segir Finnur m.a.: „Samkvæmt skipu- lagslögum er skylt að kynna til- lögu að aðalskipulagi opinber- lega með tilteknum hætti, þegar umfjöllun bæjaryfirvalda um hana er lokið og þau hafa sam- þykkt hana fyrir sitt leyti. Fyrir- liggjandi drög að aðalskipulagi eru ekki ætluð til slíkrar sam- þykktar, enda er framsetning þeirra ekki við það miðuð. Ætl- unin er hinsvegar að þau verði kynnt fyrir þeim nefndum, deild- um og stofnunum, sem eiga opin- berra hagsmuna að gæta gagnvart aðalskipulaginu, og að gefa slík- um aðilum tækifæri til að koma á framfæri athugasemdum og ábendingum." Margir lausir endar Eins og áður segir eru margir lausir endar með endanlega til- lögu að aðalskipulaginu. „Bæjar- apparatið“ hefur að sögn Árna Olasonar, skipulagsstjóra Akur- eyrarbæjar, málið til meðferðar og skipulagsnefnd stefnir að því að afgreiða málið f byrjun mars. I skýrslu Finns Birgissonar er getið væntanlegra byggingasvæða f bænum. Um þau hefur verið fjallað í skipulagsnefnd en ekki hafa verið teknar um þau endan- legar ákvarðanir. Rétt þykir þó að gera grein fyrir þeim hér. Suðursvæði Svo er kallað svæði frá suður- mörkum núverandi byggðar á Brekkunni og suður af raf- magnslínu sem liggur í austur- vestur stefnu meðfram norður- mörkum Kjarnaskógar. Að vest- an markast svæðið norðantil af golfvellinum og síðan af girðingu útivistarsvæðis og hæðardrögum austan Hamrabæja. Að austan markast svæðið af Þórunnarstræti þar til kemur suður fyrir kirkju- garð, en úr því ræður brekku- brúnin í 50-60 m hæð yfir sjávar- máli. Lengd svæðisins er því um. 2,7 km og breidd þess víðst hvar 700-900 metrar. Norðurhluti svæðisins er að mestu erfðafestulönd en Akur- eyrarbær hefur nánast full umráð yfir suðurhlutanum nema ein- staka skikum sem eru leigðir á erfðafestu. Rætt hefur verið um að þetta svæði verði blandað stofnana- og iðnaðarsvæði og síðan íbúðar- byggð suður að Kjarna. Krossaneshagi Svo heitir svæði ofan við Krossa- nes sem afmarkast af þjóðvegin- um og Hlíðabraut í suðri og vestri en fyrirhuguðum tengi- brautum, Krossanesbraut og Síðubraut, í norðri og austri. Þetta land er allt í eigu Akur- eyrarbæjar nema dálítið horn nyrst sem er í eigu Ytra-Krossa- ness. í vestasta horni þess eru erfðafestulönd, sem eru að litlum hluta notuð til garðræktar. Gert er ráð fyrir að þetta svæði verði nýtt sem iðnaðar- og athafnasvæði. Krossanes Finnur Birgisson segir í skýrslu sinni að unnt ætti að vera að ná um 5 ha byggingarsvæði vestan núverandi athafnasvæðis í Krossa- LAND VESTAN SÍÐUHVERFIS LANDi^ UMHVERFIS . GRÆNHÓL J LAND OFAN| RÉTTARHVAMMSi GILJAHVERFI KROSSANESHAGI KROSSANES SUÐURSVÆÐI Uppdráttur er sýnir þau væntanlegu byggingarsvæði sem tilgreind eru í skýrslu Finns Birgissonar, arkitekts. Kortagrunnur: Skipulagsdeild Akureyrarbæjar. nesi með því að jafna land á milli núverandi og fyrirhugaðrar Krossanesbrautar. Land umhverfís Grænhól Um er að ræða land sem markast af Síðubraut, Hörgárbraut, fram- haldi Hlíðarbrautar og bæjar- mörkum (Lóninu). Finnur áætlar að hér sé um að ræða 28 ha. landssvæði. Að sögn skipulags- stjóra bendir allt til þess að aust- asti hluti þessa landssvæðis verði iðnaðar- og athafnasvæði. Giljahverfí Næsta byggingarsvæði á Akur- eyri er Giljahverfi, sem allser um 50 hektarar að stærð. Þetta svæði afmarkast í norðri og austri af Borgarbraut og Hlíðarbraut, í vestri af Langamel og 100 m hæð- arlínu og í suðri af hjalla norðan Rangárvalla og Rangárgili. Nú þegar liggur fyrir deili- skipulag af fyrsta áfanga hverfis- ins, austast á svæðinu og nýverið voru auglýstar til umsóknar lóðir við Tröllagil og Drekagil. Um er að ræða fjórar fjölbýlishúsalóðir lyrir átta hæða hús, með 20 íbúð- um hvcrt og 9 raðhús á einni hæð og 2 parhús á einni hæö. Land vestan Síðuhverfis Finnur segir í skýrslu sinni að vestan væntanlegrar Borgar- brautar, frá Giijahverfi noröur að Lóni og upp að 100 m hæðar- línu sé um það bil 40 hektara svæði sem virðist hcnta vel sem byggingarland. Þetta land er í eigu Akureyrarbæjar og er að mestu nytjað nú sem bcitiland. Óljóst er mcð nýtingu á þcssu landi en Finnur segir aö vegna legu sinnar og norðurhalla virðist þaö henta best fyrir atvinnustarf- semi. Land ofan Réttarhvamms Síðasta væntanlega byggingar- svæðið á Akureyri sem Finnur Birgisson getur um í skýrslu sinni er ofan Réttarhvamms. Þarna er landskiki um 10 hektarar á stærð, sunnan Hlíðarfjallsvegar og neð- an raflína, í eigu Akureyrarbæj- ar. óþh Dorgveiðin ódýrt og skemmtilegt sport: Horfst í augu við silimgirai Björn beitir rækjunni á öngulinn. Ef kalt er í veðri geta rækjurnar frosið en ekki er þá um annað að ræða en þýða þær undir tungunni. Dorgveiði er holl og góð íþrótt sem ótrúlega fáir stunda. Athyglin hefur á síðustu árum beinst æ meira að stangveiði í ám, ekki síst laxveiðinni. Svo virðist á stundum sem áhugi almennings á þessum veiðiskap ráðist fyrst og fremst af því hversu dýrt þetta sport er. Fyr- ir þá sem vilja hins vegar stunda mjög ódýran og jafn- framt skemmtilegan veiðiskap er dorgveiðin tilvalin. Dagur slóst í för með dorgveiði- manninum Birni Sigurðssyni á dögunum og fyrir valinu varð vatn skammt austan Akureyr- ar. Ætlunin var að kynnast lítillega þessum veiðiskap og óhætt er að segja að þessi stuttu kynni af veiðiskapnum hafi kveikt hressilega áhug- ann. „Við getum sagt að aðal veiði- tíminn í dorgveiðinni byrji eftir um það bil einn mánuð. Þá er komin meiri hreyfing á fiskinn og þá tekur hann betur. Síðan er þetta stundað fram eftir vori og ég veit þess dæmi að menn hafi farið á skíðum út á ísinn þegar hann er orðinn svo þunnur að ekki er hægt að ganga á honum,“ segir Björn. Þetta er alltaf gaman Ekki var veður sem ákjósanleg- ast í veiðiferðinni en þrátt fyrir það voru 5 silungar afraksturinn eftir um klukkutíma veiði. Þegar gat hafði verið borað á ísinn var rækju beitt á öngulinn og færinu rennt niður um vökina. Gott er að liggja við holuna og horfa til botns og sjá þannig þegar fiskur- inn bítur á. Það má því segja að í þessum veiðiskap horfist maður- inn nánast í augu við fiskinn. Og þegar spennan verður hvað mest yfir því hvort fiskurinn ætli að bíta á eða ekki gleymast allar aðrar hugsanir. „Þetta er alltaf gaman. Það er alveg sama hvern- ig veðrið er,“ segir Björn hlæj- andi. Björn segir að mörg vötn komi til greina fyrir fólk sem áhuga hafi á að prufa dorgveiðina. Þar megi nefna Mývatn, Ljósavatn, Svartárvatn, Þverbrekkuvatn í Öxnadal og ef menn vilji slá sam- an veiðiferð og góðri göngu megi leggja leiðina upp að Hrauns- vatni. „Það má líka nefna Ólafs- fjarðarvatn, Másvatns, Kringlu- vatn upp af Kelduhverfi og ísólfs- vatn í Bárðardal. ^Það er því fjöldi tækifæra fyrir fólk en það sem fyrst og fremst þarf að athuga er að koma sér í samband við einhvern sem þekkir til á við- komandi vatni og getur leiðbeint. Slíkt ætti að vera lítið vanda- mál,“ segir Björn. Kviðroðinn kominn frá skrattanum Björn segir það þjóðsögu að fisk- urinn úr íslenskum vötnum sé leginn og óætur að vetrinum. „Silungurinn verður að vísu örlít- ið gulur ef hann hefur legið eða í vatninu er leirbotn og mikill gróður. Eg hef hins vegar aldrei fundið það að vatnasilungurinn sé neitt verri að borða hann. Það eru líka til ýmis afbrigði af sil- ungnum þannig að þótt fólk fái silung sem er rauður á kvið þá er hann alveg fullt eins góður.“ - Er þá kannski þessi orðróm- ur, um að kviðrauður silungur sé ekki ætur, kominn frá fólki sem ekki hefur borðað þennan silung? „Jú, það má vera en mér dettur stundum í hug sú saga sem ég heyrði einu sinni að þessi kvið- rauði silungur sé kominn frá skrattanum. Þessi litur hafi kom- ið á hann við að fara of nálægt honum. Þjóðsögurnar geta því lifað lengi í fólkinu." Nítján silungar á hálfum öðrum tíma - Hve stór er silungurinn sem veiðist á dorg? „Eiginlega má segja að hægt sé að ráða því á dorginni. Spurning- in er bara sú hve stórir önglar eru notaðir. Ef menn vilja frekar ná þeim stærri þá geta þeir notað Björn borar gat á ísinn. „Maöur get- ur alltaf gripiö til þess ráös að bora ef manni veröur kalt við veiöina,“ segir hann. stærri önglana og þá reynir minni fiskurinn ekki að bíta á en ef veiða á minni fisk má nota smærri öngla. Við getum sagt að hægt sé að fá allt frá puttastærð upp í 6-8 pund á dorgina,“ svarar Björn. Björn fær ekki að sleppa við að gefa upp hver mesta veiði hans er í einni dorgveiðiferð. „Ætli það sé ekki þegar ég fékk 19 silunga á hálfum öðrum klukkutíma. Ég hef hins vegar líka farið í veiði og setið nærri heilan dag án þess að fá meira en tvo eða þrjá fiska. Hins vegar eru núlltúrarnir ekki margir þó vissulega geti það komið fyrir. Þetta fer bara eftir því hvernig maður hittir á’ann." Útigrill á ísnum væri toppurinn „Því miður hefur dorgveiðin skolast framhjá umfjöllun t.d. í veiðiblöðum en það þarf ekki annað en opna blöð til að sjá umfjallanir um stangveiði í hinni eða þessari ánni. Gallinn er bara sá að fyrir hinn almenna mann er alveg útilokað að komast í marg- ar þessar ár, bæði vegna þess hversu ásetnar þær og hins að almennur verkamaður getur ekki staðið undir veiðiskap í þessum dýru ám. Kosturinn hins vegar við dorgveiðina er að búnaðurinn er ódýr, kostar um 7000 kr. og ef tekið er gjald fyrir veiðleyfið er það alla jafna mjög vægt. Síðan hefur maður skemmtilega mögu- leika á ísnum að finna veiðistað- ina í vötnunum því hægt er að fara um allt til að finna fiskinn. Ég held að það sé ekkert eins skemmtilegt eins og að bregða sér í dorgveiði í góðu veðri og þá má ekki að vera of bjart því þá verður fiskurinn var við hverja hreyfingu uppi á ísnum. Menn geta jafnvel tekið méð sér stól út á ísinn og haft kaffibrúsa eða jafnvel koníaksfleyg með í för. Ég hugsa að hámarkið væri að hafa útigrillið með og steikja fisk- inn strax, þá væri túrinn fullkom- inn.“ JÓH Björn Sigurðsson með útbúnaðinn sem þarf til dorgveiðinna. ísbor, dorg og áhald til að veiða íshröngl upp úr vökinni. Til viðbótar þarf síðan öngla og rækj- ur og þá er allt klárt í veiðina. Myndir: jóh Afraksturinn eftir stutta stund við dorgveiði. Fimm silungar heilluðust af rækj- unni og bitu á.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.