Dagur - 26.01.1990, Blaðsíða 9
Föstudagur 26. janúar 1990 - DAGUR - 9
Ferðamálaráð:
Forseta íslands þakkað
fyrir ómetanlegan stuðning
Á fyrsta fundi Ferðamálaráðs á
þessu ári var eftirfarandi ályktun
samþykkt einróma:
„Fundur Ferðamálaráðs
íslands 12. janúar 1990 vill láta í
ljós þakklæti til forseta íslands,
frú Vigdísar Finnbogadóttur, fyr-
ir ómetanlegan stuðning hennar
við íslenska ferðaþjónustu með
því að koma fram opinberlega
við ýmis tækifæri erlendis þar
sem ferðamál hafa verið á
dagskrá og beint og óbeint vakið
með því athygli á Islandi.
f tilefni af Ferðamálaári
Evrópu 1990 mun European
Travel Commission gangast fyrir
ráðstefnu um ferðamál í
Monaco, dagana 8. og 9. apríl.
Samtökin hafa lýst miklum áhuga
á að fá forseta íslands, frú Vig-
dísi Finnbogadóttur, til að flytja
opnunarræðuna við þetta tæki-
færi. Ferðamálaráð íslands fer
þess vinsamlega á leit við forseta
Islands að þekkjast þetta boð og
vekja þar með ennþá einu sinni
verðskuldaða athygli á íslandi."
Á þessum samam fundi var
einkum tvennt til umfjöllunar,
þ.e. fjárhagsstaða ráðsins og
undirbúningur ráðstefnu um
ferðamál, sem haldin verður á
Egilsstöðum dagana 16. og 17.
febrúar n.k. Dagskrá og fyrir-
komulag ráðstefnunnar verður
auglýst síðar, en þar verður fjall-
að um flesta þætti ferðamála og
m.a. kynnt starf opinberrar
stéfnu í ferðamálum. Ferða-
málaráð væntir mikils af þeirri
umfjöllUn, enda fáar atvinnu-
greinar jafn vænlegar og ferða-
þjónustan um þessar mundir.
Þrátt fyrir þrönga fjárhagsstöðu
Ferðamálaráðs er mikill hugur í
mönnum að stuðla að jákvæðri
þróun þessarar mikilvægu og
vænlegu atvinnugreinar, scm
með hverju ári eykur hlut sinn í
öflun þjóðartekna.
Framhaldsnám fyrir skólastjórnendur:
Fyrsti hópurinn brautskráður
frá Kennaraháskóla íslands
Haustið 1988 hófst í fyrsta
skipti hér á landi skipulcgt
framhaldsnám fyrir stjórnend-
ur í grunn- og framhaldsskól-
um við Kennaraháskóla
íslands. Útskrift fór fram
föstndaginn 19. janúar sl. Nám
þetta er skipulagt samhliða
starfi. Nýr tuttugu manna hóp-
ur skólastjórnenda hefur nám í
byrjun febrúar.
Markmið náms þessa er að
stuðla að bættum stjórnunarhátt-
um í skólum og árangursríkara
skólastarfi. Það er gert með því
að veita skólastjórnendum fræði-
lega innsýn í eðli og uppbyggingu
skóla sem stofnana, innsýn í
þætti er varða hegðun og sam-
skipti í skólum, ásamt færni í að
greina og leggja mat á aðstæður.
Nám þetta er skipulagt sem
hlutanám. Skiptist námið í þrjú
fimm eininga námskeið og dreif-
ist á eitt og hálft ár.
Það er skipulagt sem sambland
af hefðbundinni kennslu og fjar-
kennslu. Hvert námskeið hefst
með tveggja vikna vinnu í Kenn-
araháskólanum. Byggist skipulag
þessara tveggja vikna á fyrirlestr-
um, umræðum og verkefnavinnu.
Framhaldið felst síðan í fjar-
kennsluverkefnum og ritgerð.
Á föstudaginn voru eftirtaldir
einstaklingar brautskráðir:
Baldvin Kristján Kristjánsson,
aðstoðarskólameistari; Einar
Magnússon, yfirkennari; Eiríkur
Hermannsson, skólastjóri; Garð-
ar Karlsson, skólastjóri; Guð-
mundur Þór Ásmundsson,
skrifst.stjóri fræðsluskrifst.; Hall-
dóra Magnúsdóttir, skólastjóri;
Ingi Steinar Gunnlaugsson,
skólastjóri; Kristjana Margrét
Akureyrarmótið í tvímenningi
stendur nú yfir. Nú er lokið 17
umferðum en alls verða spilað-
ar 27 umferðir. Staða efstu
para er þessi: stig
1. Páll Pálsson/
Þórarinn B. Jónsson 179
2. Stefán Ragnarsson/
Hilmar Jakobsson 175
3. Grettir Frímannsson/
Frímann Frímannsson 165
4. Pétur Guðjónsson/
Anton Haraldsson 152
5. Hörður Blöndal/
Ólafur Ágústsson 117
Kristjánsdóttir, skólastjóri;
María Ester Kjeld, skólastjóri;
Marteinn M. Jóhannsson, yfir-
kennari; Páll Dagbjartsson,
skólameistari; Sigurður Hólm
Þorsteinsson, skólastjóri; Trausti
Þorsteinsson, fræðslustjóri og
Þrúður Kristjánsdóttir, skóla-
stjóri.
6. Hermann Tómasson/
Ásgeir Stefánsson 108
7. Soffía Guðmundsdóttir/
Vilhjálmur Pálsson 105
8. Jón Sverrisson/
Máni Laxdal 76
9. Zarioh Hamadi/
Guðjón Pálsson 67
10. Jónas Róbertsson/
Bjarni Sveinbjörnsson 65
Fimm næstu umferðir verða
spilaðar n.k. þriðjudag í Félags-
borg og hefst spilamennskan kl.
19.30.
Akureyrarmótið í tvímenningi:
Páll og Þórariim
komnir í efsta sæti
Auðveldara verður að fá norrænt
úrvalsefhi til sýningar í Sjónvarpinu
Norrænu sjónvarpsstöðvarnar
sem starfa saman innan Nordvisi-
onar hafa nýlega komið sér sam-
an um að finna nýjar leiðir til að
skiptast á leiknu norrænu sjón-
varpsefni, kvikmyndum og
leikritum, skemmtiefni og barna-
og unglingaefni. Áður var reglan
sú að stöðin sem framleiddi
efnið, greiddi þann aukakostnað
sem af miðlun til hinna stöðv-
anna hlaust. Sá kostnaður er
einkum höfundarlaun og kaup
leikara. En frá 1. janúar 1991
mun stöðin sem fær efnið til
útsendingar greiða þennan við-
bótarkostnað og verður þá auð-
veldara að fá til flutnings besta
efnið, sem oft er dýrast. Aður var
því oft haldið utan þessara
skipta.
Fyrirkomulagið sem við hefur
verið búið til þessa var orðið
hindrun fyrir því að norrænt efni
af besta gæðaflokki væri sýnt
annars staðar á Norðurlöndum, í
stað þess að örva slík samskipti.
Þess eru dæmi að úrvalsefni hafi
beðið í allt að tíu ár eftir því að
sjónvarpsstöðvarnar treysti sér
sér til að ráðast í að sýna það,
og er þar nærtækast að minna á
hina vinsælu dönsku myndaröð
Matador. Af þessari reynslu
fenginni vilja norrænu sjónvarps-
stöðvarnar breyta því greiðslu-
fyrirkomulagi, sem nú tíðkast, að
því er varðar leikara og aðra rétt-
indahafa. í þessu sambandi má
benda á að gæðaefni frá löndum
utan Norðurlanda er að jafnaði
mun ódýrara í innkaupi en
norrænt efni.
Norrænum leikara- og leik-
skáldafélögum hefur verið gerð
grein fyrir þessum breyttu við-
horfum og hefur verið boðið að
takast á við að leita nýrra lausna
í samvinnu við sjónvarpsstöðv-
arnar, lausna sent séu í samræmi
við breytta tíma og fengna
reynslu. Ríkisútvarpið mun fyrir
sitt leyti vinna að því að gera
endursýningar á íslensku efni
auðveldari, en vegna óhagstæðra
samninga hefur verið miklu
minna um þær en vert væri.
Stefnt er að því að formlegar við-
ræður um þessi mál hefjist á
næstunni.
Samvinna Norðurlandastöðv-
anna innan Nordvisionar hefur
vaxið upp af þörf. Sú samvinna
byggist á þeirri grundvallarhugs-
un að norræn menning eigi sér
sameiginleg verðmæti í þjóðahaf-
inu og að saman geti Norður-
landaþjóðirnar komið ýmsu í
verk, sem yrði hverri þeirra urn
megn einni sér. Hið nýja fyrir-
komulag ætti að auðvelda
Norðurlandaþjóðunum að ná
þessu markmiði, og mæta á þann
hátt þeim nýju aðstæðum sem
gervihnattafjölmiðlun nútímans
hefur fætt af sér.
ht
Laugardagur kl.14:55
4» LEIKVIKA* 27« jan* 1989 1 X 2
Leikur 1 Arsenal - Q.P.R. ni
Leikur 2 AstonVilla - PortVale
Leikur 3 Barnsley - Ipswich
Leikur 4 Blackpooi - Torquay
Leikur 5 BristolCity - Chelsea
Leikur 6 C. Palace - Huddersfield
Leikur 7 Oldham - Brighton
Leikur 8 Reading - Newcastle
Leikur 9 Rochdale - Northampton
Leikur 10 Southampton - Oxford
Leikur11 W.B.A. - Charlton
Leikur 12 Birmingham - Shrewsbuiy ■' I
Símsvari hjá getraunum er 91-84590 og -84464. LUKKULÍNAN s. 991002 Leikur 1-11 úr 4. umf. FA-bikarkeppninnar, en leikur 12 * er úr 3. deildinni.
Saumastörf
Óskum eftir að ráða vant fólk til saumastarfa
allan daginn (jakkasaumur).
Hlutastörf koma til greina.
Upplýsingar hjá starfsmannastjóra, sími 21900
(220).
/
*
Alafoss hf., Akureyri
DAGUR
óskar eftir að ráða
íþróttafréttamann
í fullt starf. Viðkomandi þarf að geta hafið störf
20. febrúar nk.
Góð íslensku- og vélritunarkunnátta og góð
almenn menntun áskilin.
Skriflegar umsóknir berist ritstjóra fyrir 1.
febrúar nk.
Strandgötu 31, Akureyri, sími 24222.