Dagur - 01.02.1990, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 1. febrúar 1990
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 90 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON
BLAÐAMENN:
ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir),
KARL JÓNSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
STEFÁN SÆMUNUSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR,
LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Samningar
að takast
Þegar þetta er skrifað bendir flest til þess að
samningar séu um það bil að takast milli aðila
vinnumarkaðarins. Ef svo fer munu BSRB og rík-
ið væntanlega semja á svipuðum nótum sam-
tímis. í samningsdrögunum er gert ráð fyrir mjög
hófsömum launahækkunum á samningstímabil-
inu, sem nær til 1. september á næsta ári, en
þeim mun meiri áhersla lögð á að tryggja kaup-
mátt launa. Til þess að hann lækki ekki, eru í
samningnum margvísleg ákvæði sem eiga að
tryggja stöðugt verðlag og verulega lækkun
vaxta á samningstímabilinu. Af þessum sökum
hafa mjög margir aðilar tengst samningsgerð-
inni, enda er öðrum þræði verið að semja um
stöðugleika í efnahagslífinu til lengri tíma en við
íslendingar eigum að venjast. Það má því með
réttu segja að hér sé um að ræða eins konar
þjóðarsátt í kjaramálum, ef af verður.
Það hefur margsinnis komið fram að hlutur
ríkisvaldsins í þessum samningum er stór, en
gert er ráð fyrir að ríkið leggi fram 1200-1500
milljónir króna til að tryggja sinn hluta sam-
komulagsins. Verulegur hluti þeirrar upphæðar
fer í að auka niðurgreiðslur landbúnaðarafurða,
þannig að verð þeirra haldist að mestu óbreytt á
samningstímabilinu. Þótt því sé stundum haldið
fram að ríkisvaldið eigi ekki að hafa bein afskipti
af samningum milli aðila vinnumarkaðarins,
hljóta flestir að viðurkenna nauðsyn þess að rík-
ið taki þátt í samningagerð, sem beinlínis miðar
að því að hemja þá verðbólgu sem hér hefur ver-
ið við lýði um árabil. Markmið væntanlegra
kjarasamninga eru háleit og skynsamleg og það
er tvímælalaust allra hagur að þeim verði náð.
Þess vegna er stór hlutdeild ríkisvaldsins full-
komlega réttlætanleg.
Takist samningar á þeim hóflegu nótum, sem
rætt hefur verið um, skapast loks svigrúm fyrir
stjórnvöld til að vinna að lausn brýnna lang-
tímaverkefna, sem setið hafa á hakanum vegna
eilífra skammtímareddinga í efnahagsmálum.
Stjórnvöld hafa þá tæp tvö ár til að treysta
rekstrargrundvöll atvinnulífsins og framkvæma
óhjákvæmilegan uppskurð á útgjöldum ríkis-
sjóðs. Þau eru fyrir löngu komin úr öllum bönd-
um og aukast sem fyrr segir um 1200-1500 millj-
ónir króna, verði kjarasamningar undirritaðir án
stórfelldra breytinga. Ástæðan til að endur-
skoða útgjöld ríkissjóðs verður þar með brýnni
en nokkru sinni fyrr. Á móti kemur að stjórnvöld
fá væntanlega ráðrúm til að vinna það verk
sómasamlega. BB.
tannverndarvika
Hildur Káradóttir, tannfræðingur:
Góðar venjur - sterkar tennur
- lengi býr að fyrstu gerð
Myndun
Myndun barnatanna byrjar í
sjöttu til sjöundu viku á fóstur-
skeiði. í fimmtándu viku verða
fyrstu merki kölkunar tannkróna
vart. Þegar tannkrónan og u.þ.b.
helmingur rótar er fullmynduð
kemur tönnin upp í munninn.
Barnatennurnar koma upp í
vissri röð (þó mcð undantekning-
um) á milli sex og þrjátíu mánaða
aldurs.
Myndun fullorðinstanna fer
fram á sama hátt og barnatanna
en seinna og á lengra tímabili. I
kringum fæðingu sjást fyrstu
merki kölkunar á framtönnum og
sex ára jöxluni. Það tekur tann-
krónur fullorðinstanna u.þ.b.
þrjú ár að myndast. Börn taka
fullorðinstennurnar frá sex til
þrettán ára aldurs.
Góðar venjur
Við forcldrar leggjum grundvöll-
inn að góðum venjum hjá börn-
um okkar bæði í sambandi við
mataræði og hreinlæti. Þessi tvö
atriði þ.e.a.s. mataræðið og
hreinlætið eru hornsteinar
sterkra tanna. Okkur hættir til að
yfirfæra eigin venjur á börnin,
hvort sem þær eru góðar eða
slæmar, í þessu sambandi sem
öðru.
Þriðja mikilvæga atriðið er að
nota fluor.
Mataræði - sætindi
Mikilvægt er að saman fari holl
og fjölbreytt fæða og reglulegar
máltíðir.
Tennurnar þurfa hvíld milli
mála. Nær öll fæða inniheldur
efni sem geta valdið tann-
skemmdum, sérstaklega sykur og
sterkja. Með u.þ.b. þriggja
klukkustunda hvíld endurnýjast
kalksöltin sem leysast úr tönnun-
urn við máltíðina. Með sífelldu
Hildur Káradóttir.
narti leysast kalksöltin jafnt og
þétt úr glerungnum og endurnýj-
un á sér ekki stað.
Gott er að venja barnið frá
fyrstu tíð á sykurlítinn eða sykur-
lausan mat. Barnið missir ekki af
neinu meðan það hefur ekki
kynnst sætindum.
Æskilegt er að hafa aðeins einn
sælgætisdag í viku, ef börnum er
gefið sælgæti á annað borð. Það
sælgæti sem barninu áskotnast
yfir vikuna er geymt t.d. til laug-
ardags og neytt þá í einu lagi og á
sem stystum tíma.
Góð tannhirða - tann-
burstun kvölds og morgna
Góð tannhirða er mikilvæg t.þ.a.
barnið fái sterkar tennur. Hægt
er að venja barn við tannburst-
ann um leið og fyrsta tönnin
birtist. í byrjun er gott að gera
leik úr þessu en byrja burstun af
alvöru þegar barnið hefur fengið
framtennur og fremri jaxla.
Mjúkur bursti með litlum haus og
góðu skafti er bestur.
Tilvalið er að leyfa barninu að
eiga tvo bursta, einn sem það
„notar" sjálft og annan sem for-
eldrar nota til að bursta með.
Fram til 9 ára aldurs þarf barnið
hjálp við burstunina. Fyrr hefur
það ekki þær fínu hreyfingar í
höndunum sem til þarf. Fluor-
tannkrcm getur barnið fengið
þótt ungt sé, svo framarlega sem
foreldrar stjórna skammtinum.
Barn undir fjögurra ára aldri
rennir öllu niður og á meðan svo
er ber aðeins að nota tannkremið
til að gefa barninu gott bragð og
lofa því að gera eins og aðrir í
fjölskyldunni.
Fluor
Fluor er þriðji mikilvægasti þátt-
urinn til þess að styrkja tennur.
Hann er notaður í tvennum til-
gangi:
- fyrirbyggjandi og
- til að lagfæra byrjandi tann-
skemmdir.
Fluor fækkar tannskemmdum
með því að:
- styrkja glerunginn gegn sýrum
- tannsýklan festist síður á gler-
ungnum
- draga úr sýrumyndun í tann-
sýklunni
„Fram til 9 ára aldurs þarf barnið lijálp við burstunina."
„Mcð sífclldu narti leysast kalksölt-
in jafnt og þctt úr glerungnum og
cndurnýjun á sér ekki stað.“
- auka hæfni munnvatns til að
laga byrjandi tannskemmdir.
Fluor er hægt að notfæra sér á
tvennan hátt:
- með því að neyta hans með
fæðu, drykkjarvatni og fluor-
töflum
- og staðbundið í munni með
penslun, lökkun, burstun og
skolun.
Besti árangur næst með inn-
töku tafla á meðan tennurnar eru
að myndast og með áframhald-
andi staðbundinni notkun eftir að
tennurnar eru komnar upp í
munninum t.d. lökkun eða pensl-
un hjá tannlækni.
Rétt er að geta þess að fluor í
því magni sem notaður er gegn
tannskemmdum hefur engar
aukaverkanir.
Reglulegar
tannlæknaheimsóknir
Að lokum vil ég ráðleggja for-
eldrum að fara í fyrsta sinn með
barn sitt til tannlæknis við þriggja
ára aldur. Gott er að traust skap-
ist milli barnsins og tannlæknisins
frá byrjun þannig að tannlækna-
heimsóknirnar verði sjálfsagðar
upp frá því.
Lengi býr að fyrstu gerð.