Dagur - 01.02.1990, Blaðsíða 11

Dagur - 01.02.1990, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 1. febrúar 1990 - DAGUR - 11 íþróttir IPJpJ - ~ f> . '■' *-«7ÍS"“‘ ír-. ■ ■ . .*> : ■ . *' -■..„*, "' -W' /■■' ■ *><*■>■**■ - - ms*« - ** „ ' 1 ' ., >"*■■*£ ■*.»" '.•"r Eiríkur Eiríksson vcrður í eldlínunni í suniar scm þjálfari. Bikarkeppni KKÍ - Tindastóll-Pór: Nágrannaslagur á Króknum - sætaferðir frá Akureyri á leikinn Það verður hart barist á Sauð- árkróki í kvöld er Tindastóll og Þór mætast í Bikarkeppni KKI. Þórsarar verða með sætaferðir á leikinn. Farið verður frá Glerárskóla í dag, fímintudag, kl. 17.00 en leikur- inn hefst á Sauðárkróki kl. 20.00. Eins og kunnugt er sigruðu Þórsarar í fyrri leiknum með 30 stiga mun en Tindastólsmenn eru þekktir fyrir að vera sterkir á heimavelli þannig að Akureyr- ingarnir þurfa allan þann stuön- ing sem hægt er að fá til að halda því forskoti í síðari leiknum. Tindastólsmenn mæta með hinn nýja Bandaríkjamann, Jam- es Lcc. og er hann að sögn mjög sterkur varnarmaður. Lað verður því gantan að fylgjast með hvern- ig gengur í baráttu Bandaríkja- mannanna tveggja, Dan Kenn- ards og James Lee, en þeir eru báðir mjög sterkir í fráköstunum. I kvöld verða einnig seinni Knattspyrna: F.iríknr þjálfar hjá KA - verður með 2. flokkinn og einnig meistaraílokkinn fram á vor Eiríkur Eiríksson, fyrrverandi þjálfari og markvörður Reyn- ismanna, mun þjálfa 2. flokk KA í knattspyrnu á næsta keppnistímabili. Einnig mun Eiríkur sjá um meistaraflokk- inn hjá félaginu hér fyrir norð- an þar til Guðjón Þórðarson kemur til Akureyrar í vor. Eiríkur, sem er 36 ára gamall, lék á sínum tíma átján 1. deildar- leiki með Þór en hefur leikið með Reyni undanfarin ár og þjálfaði liðið þar aö auki í þrjú ár. Þá kom hann Reyni upp í 3. deild. Annar flokkur KA leikur í 1. deild í sínum aldursflokki en þar eru átta bestu 2. flokkslið landsins. Ásamt KA eru Þór, Halldór fer á laugardaginn Ferð Halldórs Áskelssonar til Lokeren frcstaðist um viku þar sem æfingaleikur sem liðið átti að leika féll niður. Halldór fer þess í stað á laugardaginn kem- ur til Belgíu. Það var danska liðið Bröndby sem Lokeren átti að leika við en forráðamenn belgíska liðsins vilja sjá Halldór í alvöruleik. íslandsmeistarar Vals, Fram, Breiðablik, Víkingur, IA og Stjarnan í 1. deild. í fyrra féllu lið KR og ÍBK úr þeirri deild. Einungis liöin í 1. deild eiga kost á að verða íslandsmeistarar en hin liðin, í B og C riðli, berjast um tvö laus sæti í 1. deild. Eins og þegar hefur verið skýrt frá í Degi mun Gunnar Gunn- arsson þjálfa 2. flokk Þórs, ásamt því að vera aðstoðarþjálf- ari Luca Kostic með meistara- flokkinn. Það er athyglisvcrt að sjá að gamall KA-maður, Gunn- ar Gunnarsson, þjálfar Þór en gamall Þórsari, Eiríkur Eiríks- son, þjálfar KA. Pepsí styður HSÍ - verður eitt af stuðningsfyrirtækjum fyrir HM Handknattleikssamband ís- lands og Pepsi Cola/Sanitas hafa gert með sér samning um stuðning við landsliðið og þátt- töku þess í Heimsmeistara- keppninni í Tékkóslóvakíu svo og kynningu á Pepsi gos- drykkjum. Pepsi Cola verður með samningi þessum eitt af stuðningsfyrirtækjum HSÍ og landsliðsins. Landsliðið mun fá ákveðna upphæð af öllu Pepsi sem selst hér á landi á samningstímanum. Þá munu HSÍ og Sanitas h.f. kynna á næstunni spennandi söfnunarleik. Pepsi mun heita ákveðinni Jónas í Tindastól - Stefán Arnarsson líklegast í markið Nú er frágengið að Jónas Björnsson muni ganga til liðs við Tindastól í knattspyrnunni næsta sumar. Jónas lék með Siglfirðingum í annarri deild- inni 1988 en í fyrra æfði hann hvorki né lék. Jónas, sem er 22 ára, ólst upp í herbúðum Framara í Reykjavík en hélt síðan til Siglufjarðar þar sem hann lék um skeið. Bróðir Jónasar, Gústaf Björns- son, lék með og þjálfaði Tindastól um árabil við góðan orðstír en hann lék einmitt í stöðu miðvall- arleikmanns eins og Jónas kemur til með að gera í sumar. Þá hafa líkurnar á því að Stef- án Arnarson markvörður gangi til liðs við Stólana, aukist til muna og samkvæmt heimildum Dags á aðeins eftir að ganga frá nokkrum lausum endum svo að félagaskiptin verði að veruleika. kj upphæð, sem fer cftir árangri landsliðsins í Tékkóslóvaktu og auk þess greiða ákveðna upphæð fyrir hvern sigur landsliðsins í landsleikjum á samningstíman- um. leikirnir t' hinum leikjunum í Bikarkeppninni en þá mætast Reynir og ÍBK, ÍS og Njarðvt'k. KR er komið áfram í keppninni og át þriðjudagskvöldiö utinu Grindvíkingar ÍBK-b og Njarð- vt'k-b vann UBK. En augu Norölendinga munu að sjálfsögðu beinast að leiknum á Sauðárkróki. Tindastólsmenn hafa vcrið með öllu sterkara lið undanfarin tvö ár en Þórsarar hafa sýnt miklar framfarir í vetur og er því mikið í húfi fyrir bæði lið að komast áfram í keppninni. Þórsarar vilja hvetja alla körluknattleiksáhugamenn að koma í ferðina með þeim á Sauð- árkrók og farið verður frá Gler- árskóla kl. 17.00. eins og áður sagði. Allar nánari upplýsingar um ferðina gefur Einar Viðars- son í síma 27099. Þaö verður hart barist er Tindastóll og Þór mætast í Bikarkeppni KKÍ á Sauðárkróki í kvöld. Mynd: Kt. Afmælismót JSÍ: KA-menn stóðu sig vel - Freyr Gauti keppti í Belgíu Afmælismót Júdósambands íslands var haldið í Reykjavík um síðustu helgi. Sex júdó- menn frá KA fóru á mótið og komu lieim með tvenn gull- verðlaun, tvenn silfur- og tvenn bronsverðlaun. Sævar Sigursteinsson, sem að- eins er 15 ára gamall, keppti í -60 kg flokki og sigraði í flokki yngri en 21 árs. Þar að auki hlaut hann silfurverðlaun í þessari þyngd í fullorðinsflokki. „Guðfaðirinn" Jón Óðinn Óð- insson keppti í +95 kg flokki og stóð sig mjög vei. Hann fékk bronsverðlaun og voru það að- eins Ólympíufararnir Bjarni Friðriksson og Sigurður Hauks- son sem voru á undan Jóni Óðni. Yngri drengirnir í KA stóðu sig einnig vel. Finnur Hjörleifs- son fékk bronsverðlaun í flokki yngri en 15 ára. Ari Kolbeinsson fékk silfurverðlaun í sínum flokki, Víðir Guðmundsson sigr- aði í sínum aldursflokki ogeinnig stóð Kristján Ingi Jóhannsson sig vel. Um helgina fór fram Ársþing JSÍ og þar var Jón Óðinn kosinn t' stjórn Sambandsins og var þar að auki skipaður formaður Tækni- ráðs JSÍ. Freyr Gauti Sigmundsson júdó- maður úr KA er nýkominn úr erfiðum æfingabúðum í Austur- rt'ki. Þaðan hélt hann beint á Opna belgíska meistaramótið en féll út í fyrstu umferð.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.