Dagur - 01.02.1990, Blaðsíða 12

Dagur - 01.02.1990, Blaðsíða 12
Akureyri: Mikil eftirspum eftir vélsleðiun salan tók kipp um leið og fór að snjóa Vélsleðasala á Akureyri hefur tekið mikinn kipp, og áhuga- menn flykkjast í söluumboðin þrjú í bænum til að kanna verð og gæði. A Akureyri eru starf- andi umboð fyrir þrjár þekktar gerðir vélsleða; Polaris, Arctic Cat og Yamaha. Þeir aðilar sem Dagur ræddi við segja að vélsleðasýningin í íþróttahöll- inni um síðustu helgi hafi kveikt áhuga meðal margra á ÚNP: Greiðslustöðvunin framlengd í gær Halldór Kristinsson, sýslumað- ur Þingeyinga, framlengdi í gær greiðslustöðvun UNÞ um tvo mánuði. Greiðslustöðvun- in mun því renna út 31. mars. Útgerðarfélag Norður-Þingey- inga fékk þriggja mánaða greiðslu- stöðvun þann 1. nóvember sl. Halldór Kristinsson, sýslumaður, sagði í samtali við blaðið að ákvörðun um framlengingu hafi verið tekin í Ijósi greinargerðar frá ÚNÞ þar sem fram hafi komið að þrír mánuðir hafi ekki nægt til fjárhagslegrar endurskipulagn- ingar félagsins. JOH „véls!eðasportinu.“ Höldur sf. er með söluumboðj fyrir Arctic Cat, en Bifreiðar og| Landbúnaðarvélar í Reykjavík flytja sleðana inn. Oddur Óskars- son, sölumaður á Akureyri, segir að mikil eftirspurn sé eftir vél- sleðunum og mikið spurt eftir aö snjórinn kom. Vcrðið hafi þó hækkað nokkuö frá í fyrra, og kostar ódýrasti Arctic Cat slcð- inn nú kr. 472 þúsund, en sami sleði kostaði í fyrra 320 þúsund. Gylfi Guðmarsson, deildar- stjóri Véladeildar KEA, segir að eftirspurn sé alltaf mikil eftir Yamaha sleðum sem Sambandið flytur inn. Sambandið er búið að selja 74 Yamaha sleða frá ára- mótum, á landinu öllu. Verðið á Yamaha sleðunum hefur hækkað vegna gengissigs frá síðustu „vél- sleðavertíð," og kostar ódýrasti Yamaha sleðinn rétt innan viö 500 þúsund krónur. Tómas Eyþórsson er með Pol- aris umboðið á íslandi. „Þetta gengur alveg Ijómandi vel, það er uppsveifla í Polaris ár eftir ár og við erum því mjög ánægðir. Aukningin frá í fyrra er greini- leg," segir Tómas. Verð Polaris sleðanna hefur einnig hækkað, eins og hinna tegundanna, en það virðist þó ekki hafa áhrif á eftir- spurnina. Ódýrasti Polaris sleð- inn kostar 395.500 kr. EHB Verslunin Hagkaup á Akureyri hefur tckið í notkun sérstakan gleypi fyrir gosdrykkjaumbúðir. Hér er viðskiptavin- ur að prófa gripinn. Mynd: kl Aílaskýrsla LÍÚ: Norðlenskir skuttogarar bera minnst úr býtum Meðalskiptaverömæti minni skuttogara á Norðurlandi var 30,21 kr. hvert kg á síðasta ári á móti 25,73 kr. árið 1988. Haustannarprófm í Menntaskólanum á Akureyri: Meira fall í 1. bekk en oft áður Árangur fyrsta árs nemenda Menntaskólans á Akureyri er lakari á haustannarprófum að þessu sinni en venjulega. Fall í einstökum greinum hefur ekki verið reiknað út en þó er Ijóst að fleiri nemendur en venju- lega ná ekki lágmarkseininga- fjölda. Þessir nemendur fá ekki að halda áfram námi á næstu önn, vorönn. Jóhann Sigurjónsson skóla- meistari segir að einkunnir hafi ekki borist enn úr öllum grein- um, en þær meðaleinkunnir sem reiknaðar hafa verið séu með svipuðu móti og undanfarin ár. Fall í 1. bekk er talsvert meira en áður, þó svo að meðaleinkunn nemenda sé svipuð og meðal- einkunn undanfarinna níu ára. Þessi staðreynd kemur eflaust einhverjum spánskt fyrir sjónir, en skýringin er sú að skipt' gin milli góðs og laklegs árangurs er gremilegri nu en nemenda áður. „Ég geri ráð fyiir að þetta byggist að hluta á því að við tók- um fleiri nemendur inn í skólann en við ætluðum, þrýstingur var mikill frá ráöuneyti o.fl. aðilum í þessa veru og því fórum við að Nýja Eyjafjarðarferjan: Örlygur ráðinn skipstjórí Örlygur Ingólfsson hefur verið ráðinn skipstjóri á ferjunni sem hefja á siglingar milli Hrís- eyjar, Grímseyjar og lands í næsta mánuði. Örlygur var áð- ur skipstjóri á Drangi en nýja ferjan mun einmitt gegna svip- uðu hlutverki og Drangur gerði á sínum tíma. Bremnes er enn í fullri notkun í Noregi þar sem hún siglir í áætl- un milli Stavanger og Bergen. Skipið fer í slipp í lok mánaðarins og verður síðan afhent þann 9. mars. Á ferjunni verður fjö :urra manna áhöfn og fara tveir úr áhöfninni utan um 20. þessa mánaðar. Rammi hefur verið gerður að áætlunarferðum skipsins. Sam- kvæmt honum verður skipið fyrst um sinn í siglingum virka daga. Sagt er nánar frá skipinu og möguleikum í notkun þess í máli og myndum á bls. 6-7 í dag. JÓH innrita nemendur sem við átturn allt eins von á að gætu ekki stað- ist þær kröfur sem hér eru gerð- ar. Aðalskýringin liggur þó í því. að þessir unglingar hafa aldrei tekið alvöru próf, og þetta sannar mikilvægi 9. bekkjarins og góðrar kennslu," segir Jóhann. Kennaraverkfallið á síðasta ári varð, að sögn Jóhanns, til þess að mikil upplausn ríkti víða í skólum, og margir nemendur sem voru að ljúka 9. bekk tóku aldrei nein lokapróf. „Þetta sann- ar manni enn einu sinni hversu mikilvægir kennararnir eru,“ seg- ir Jóhann Sigurjónsson. EHB Hækkunin er 17,41%, eða vel undir landsmeðaltalinu sem er 26,67%. Samdrátturinn í meðalafla á úthaldsdag er langmestur hjá minni skut- togurum á Norðurlandi, eða 11,57%, 10,7 tonn á móti 12,1 tonni á árinu 1988. Meðalskiptaverðmæti á hvern úthaldsdag er minnst á Norður- landi og þar er hækkunin líka minnst milli ára, aðeins 3,1%. Skiptaverðmætið var 322.141 kr. 1989 á móti 312.449 kr. 1988. f öðrum landshlutum er hækkunin allt upp í 30% og skiptaverðmæt- ið hæst á Vestfjörðum eða rúm- leg 424 þúsund kr. Svipuð útkoma er hjá stærri skuttogurum á Akureyri en þar er aðeins hægt að gera saman- burð við Hafnarfjörð og Reykja- vík. Meðalskiptaverðmæti Akur- eyrartogarana pr. kg hækkaði um 19,78% en 36,98% á suðvestur- horninu. Aflasamdráttur á úthaldsdag var 5,26% á Akur- eyri, 4,01% fyrir sunnan, og meðalskiptaverðmæti pr. út- haldsdag hækkaði um 13,48% á Akureyri en 31,6% í Hafnarfirði og Reykjavík. Þessar upplýsingar koma fram í skýrslu Landssambands íslenskra útvegsmanna. Þar má finna skýringar á lélegri útkomu togara á Norðurlandi. Stóru skuttogararnir á Akureyri landa öllum sínum afla í heimahöfn en togararnir á suðvesturhorninu selja megnið af aflanum erlendis fyrir hærra verð. Minni togarar á Norðurlandi selja líka hlutfalls- lega minna erlendis en togarar í öðrum landshlutum. SS Dalvík: Sjö kaupleiguíbúðir auglýstar til umsóknar Dalvíkurbær hefur auglýst eft- ir umsóknum um sjö almennar kaupleiguíbúðir að Reynihól- um og Brimnesbraut á Dalvík. Ibúðirnar verða afhcntar í surnar. Um er að ræða fjórar íbúðir að Reynihólum 3, 5, 7 og 9 og Brimnesbraut 25, 27 og 29. Þess- ar íbúðir eru í smíðum og sér Tréverk um Reynihóla-íbúðirnar og Viðar hf. um íbúðirnar þrjár að Brimnesbraut. Umsóknarfrestur um íbúðirnar rennur út 15. febrúar nk. og segir Kristján Þór Júlíusson, bæjar- stjóri, að þeim verði úthlutað eft- ir reglum sem bærinn hefur sett. Að sögn bæjarstjóra hefur bærinn lagt inn beiðni hjá Hús- næðisstofnun um átta almennar kaupleiguíbúðir og tólf íbúðir í verkamannabústaðakerfi. Svars við beiðninni er að vænta á næst- unni. Eins og fram hefur komið hef- ur fölki fjölgað umtalsvert á Dal- vík á liðnum áruin og sker bæjar- félagið sig nokkuð úr hvað íbúa- fjölgun snertir á Norðurlandi. Kristján Þór segir að ef marka megi fjölda fyrirspurna megi bú- ast við að nægum fjölda umsókna um kaupleiguíbúðirnar. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.