Dagur - 01.02.1990, Blaðsíða 10

Dagur - 01.02.1990, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Fimmtudagur 1. febrúar 1990 myndasögur dags ÁRLAND ANDRÉS ÖND BJARGVÆTTIRNIR # Davíð! Davíð! Davíð! Þá er búið að birta fyrstu skoðanakönnunina vegna bæja- og sveitarstjórna- kosninganna í vor. Hún fór auðvitað fram í Reykjavík. Úrslitin komu fáum á óvart. Sjálfstæðismenn, með Davíð Oddsson í broddi fylkingar, virðast vera með yfirburðastöðu í borginni eins og vænta mátti, enda hefur Reykjavík alltaf verið sterkasta vígi sjálfstæðis- manna. # Höfuðborgin Fólk á landsbyggðinni gæti spurt sem svo: Af hverju er Davíð svona vinsæll? Er stjórn Davíðs á Reykjavík- urborg til fyrirmyndar? Hef- ur borgin meira fé til ráð- stöfunar, miðað við fólks- fjölda, en önnur sveitarfé- lög? Sannleikurinn er ein- faldlega sá að Reykjavík nýtur mjög góðs af því að vera höfuðborg íslands. Þar hafa stjórnvöld landsins að- setur. Þar búa og starfa 12 þúsund manns að hreinni og klárri stjórnsýslu fyrir landið allt. í Reykjavík eru höfuðstöðvar peninga- valdsins á íslandi, þar eru höfuðstöðvar heilbrigðis- þjónustu, mennta og lista. I Reykjavík eru líka höfuð- stöðvar allra atvinnugreina í landinu; landbúnaðar, sjáv- arútvegs, iðnaðar, verslun- ar og þjónustu. í Reykjavík eru líka allir stærstu fjöl- miðlar landsins - og allir þeir stærstu í einkaeign í eigu sjálfstæðismanna. í Reykjavík er líka meirihlut- inn af þjóðarauði íslend- inga. # Hvert stefnir Sú spurning hlýtur að verða áleitin hjá landsbyggðar- fólki, hvort ekki stefni í það á næstu árum og áratugum að Reykjavík verði eins og ofvaxin kartafla, sem sýgur til sín þá næringu sem hinar kartöflurnar, litlu bæirnir á landsbyggðinni, þarfnast til að vaxa og dafna; þ.e. þá næringu sem þarf til að halda landinu öllu í byggð? Hvað skyldi væntanlegur formaður Sjálfstæðisflokks- ins t.d. hugsa varðandi málefni landsbyggðarinn- ar? Það kemur fólki úti á landi spánskt fyrir sjónir að í Reykjavík skuli menn hrópa Davíð! Davíð! Davíð! Hvað ætli hinir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins heiti? Væri ekki full ástæða til að spyrja Reykvíkinga næst að því? Sjónvarpið Fimmtudagur 1. febrúar 17.50 Stundin okkar. 18.20 Sögur uxans. (Ox Tales) Hollenskur teiknimyndaflokkur. 18.50 Táknmálsfréttir. 18.55 Yngismær (60). 19.20 Benny Hill. 19.50 Bleiki pardusinn. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Fuglar landsins. 14. þáttur - Húsöndin. 20.45 Innansleikjur. 1. þáttur. Væna flís af feitum sauð. Þáttur um forna matargerð. 21.00 Samherjar. (Jake and the Fat Man.) 21.50 íþróttasyrpa. 22.15 Sjónvarpsbörn á Norðurlöndum. (Satellitbarn í Norden.) Annar þáttur af fjórum. Fjallað um áhrif fjölþjóðasjónvarps um gervihnetti á börn og unglinga. 23.00 Ellefufréttir og dagskrárlok. Stöð 2 Fimmtudagur 1. febrúar 15.30 Með afa. 17.05 Santa Barbara. 17.50 Alli og íkornarnir. 18.20 Magnum P.I. 19.19 19.19. 20.30 Borð fyrir tvo. Óborganlegir grínþættir. 21.00 Sport. 21.50 Saga Klaus Barbie. (Hotel Terminus.) Einn mesti striðsglæpamaður þriðja ríkis- ins, Klaus Barbie, var sömuleiðis sá við- sjárverðasti í sögu vorra tíma. í myndinni eru yfir níutíu einstaklingar teknir tali; allt frá fyrrum Gestapóforingj- um til fanga sem komust lífs af úr fanga- búðunum. Myndin er tekin í þremur heiirisálfum en hermt er að þögult sam- særi áhrifamanna í nokkrum löndum hafi haldið hlífiskildi yfir Barbie í rúmlega fjörutíu ár. 23.40 Sumarskólinn. (Summer School.) Sprenghlægileg gamanmynd um ungan íþróttakennara sem fenginn er til þess að kenna nokkrum erfiðum unglingum ensku. Þar sem þetta er ekki beinlínis hans fag verða kennsluaðferðirnar væg- ast sagt skrautlegar. Aðalhlutverk: Mark Harmon og Kristie Alley. 01.15 Dagskrárlok. Rás 1 Fimmtudagur 1. febrúar 6.45 Veðurfregnir • Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið. - Erna Guðmundsdóttir. Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Auglýsingar laust fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30 og 9.00. 9.00 Fréttir • Auglýsingar. 9.03 Litli barnatíminn: „Ævintýri Trítils“ eftir Dick Laan. Vilborg Halldórsdóttir les (1). 9.20 Morgunleikfimi. 9.30 Landpósturinn - Frá Austurlandi. Úmsjón: Haraldur Bjarnason. 10.00 Fréttir. 10.03 Neytendapunktar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Ég man þá tíð. 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur. 11.53 Á dagskrá. 12.00 Fréttayfirlit • Auglýsingar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir • Dánarfregnir • Aug- lýsingar. 13.00 í dagsins önn. Byssumenn. Umsjón: Þórarinn Eyfjörð. 13.30 Miðdegissagan: „Fjárhaldsmaður- inn“ eftir Nevil Shute. Pétur Bjarnason les þýðingu sína (12). 14.00 Fréttir. 14.03 Snjóalög. Umsjón: Snorri Guðvarðarson. 15.00 Fréttir. 15.03 Leikrit vikunnar: „Skammvinn sæla Francis Macombers." Byggt á smásögu eftir Ernest Heming- way. 15.45 Neytendapunktar. 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin. 16.08 Þingfréttir. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist á síðdegi. 18.00 Fréttir. 18.03 Að utan. 18.10 Á vettvangi. 18.30 Tónlist • Auglýsingar • Dánarfregnir. 18.45 Veðurfregnir • Auglýsingar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Auglýsingar. 19.32 Kviksjá. 20.00 Litli barnatiminn. 20.15 Tónlistarkvöld Útvarpsins - Frá tón- leikum Sinfóníuhjómsveitar íslands i Háskólabíói 11. nóvember sl. 22.00 Fréttir. 22.07 Að utan. 22.15 Veðurfregnir • Orð kvöldsins • Dagskrá morgundagsins. 22.30 "Sinnaskipíi gyðinganna", smásaga eftir Philip Roth. 23.10 Uglan hennar Mínervu. 24.00 Fréttir. 00.10 Samhljómur. 01.00 Veðurfregnir. Rás 2 Fimmtudagur 1. febrúar 7.03 Morgunútvarpið - Úr myrkrinu, inn i ljósið. Leifur Hauksson og Jón Ársæll Þórðarson hefja daginn með hlustendum. 08.00 Morgunfréttir. - Morgunútvarpið heldur áfram. 9.03 Morgunsyrpa. Eva Ásrún Albertsdóttir og Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir. Neytendahorn kl. 10.03 óg afmæliskveðj— ur kl. 10.30. 11.03 Þarfaþing með Jóhönnu Harðardóttur og gluggáð í heimsblöðin kl. 11.55. - Morgunsyrpa heldur áfram. 12.00 Fréttayfirlit • Auglýsingar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Umhverfis landið á áttatíu með Gesti Einari Jónassyni. (Frá Akur- eyri.) 14.03 Hvað er að gerast? Lísa Pálsdóttir kynnir allt það helsta sem er að gerast í menningu, félagslífi og fjöl- miðlum. 14.06 Milli mála. Árni Magnússon leikur nýju lögin. Stóra spurningin. Spurningakeppni vinnustaða kl. 15.03, stjórnandi og dóm- ari Dagur Gunnarsson. 16.03 Dagskrá. Dægurmálaútvarp. Stefán Jón Hafstein, Guðrún Gunnars- dóttir, Sigurður Þór Salvarsson, Þorsteinn J. Vilhjálmsson og Sigurður G. Tómasson. Kaffispjall og innlit upp úr kl. 16.00. Stórmál dagsins á sjötta tímanum. 17.30 Meinhornið: Óðurinn til gremjunn- ar. Þjóðin kvartar og kveinar yfir öllu því sem aflaga fer. 18.03 Þjóðarsálin - Þjóðfundur í beinni útsendingu. Sími 91-38500. 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 „Blítt og létt.. Gyða Dröfn Tryggvadóttir rabbar við sjó- menn og leikur óskalög. 20.30 Útvarp unga fólksins. 21.30 Kvöldtónar. 22.07 Rokksmiðjan. 00.10 í háttinn. 01.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Fréttir kl. 7, 7.30, 8, 8.30, 9, 10, 11, 12, 12.20, 14, 15, 16, 17, 18, 19, 22 og 24. Næturútvarpið 1.00 Áfram ísland. 2.00 Fréttir. 2.05 Bítlarnir. 3.00 „Blítt og létt..." 4.00 Fréttir. 4.05 Glefsur. 4.30 Veðurfregnir. 4.40 Á vettvangi. 5.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 5.01 Á djasstónleikum - Búggí og blús. 6.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 6.01 í fjósinu. Ríkisútvarpið á Akureyri Fimmtudagur 1. febrúar 8.10-8.30 Svæðisútvarp Norðurlands. 18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands. Hljóðbylgjan Fimmtudagur 1. febrúar 17.00-19.00 Létt síðdegistónlist. Óskalaga- síminn opinn. Stjómandi: Pálmi Guðmundsson. Fréttir kl. 18.00.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.