Dagur - 10.02.1990, Page 1

Dagur - 10.02.1990, Page 1
73. árgangur Akureyri, laugardagur 10. febrúar 1990 29. tölublað Filman þm a skiliö þaö besta' Nýja Filmuhúsið Hafnarstræti 106 - Sími 27422 - Pósthólf 196 gæðaframköllun Hrað- framköllun Opið á laugardögum frá kl. 9-12. Guðmundur G. Pórarinsson: Er nýtt álver að falla á tíma? Eitt hundraö og sextíu manns sóttu fund sem Framsóknar- félag Akureyrar boðaði til í Alþýðuhúsinu á fimmtudags- kvöld um atvinnumál og stór- iðju. Miklar umræður urðu á fundinum í kjölfar framsögu- erinda og ávarpa, og lauk fundinum ekki fyrr en kl. eitt um nóttina. Framsöguerindi Steingríms Hermannssonar, forsætisráð- herra, Úlfhildar Rögnvaidsdótt- ur, bæjarfulltrúa, og Guðmundar G. Þórarinssönar, alþingismanns, vöktu mikla athygli, einnig ávörp Guðmundar Bjarnasonar, heil- brigðisráðherra og Jóhannesar Geirs Sigurgeirssonar, alþingis- manns. í sambandi við hugsanlegt álver við Eyjafjörð og hvaða möguleikar væru á að það liti dagsins ljós sagði Guðmundur G. Þórarinsson að 60% vinnuafls við byggingu þess þyrfti að fá frá öðr- um landshlutum. Þetta væri ókostur frá sjónarhóli hinna erlendu aðila, og hefðu þeir kom- ist að raun um mörg atriði sem gerðu það að verkum að dýrara yrði að reisa álver við fjörðinn en á suðvesturhorninu. Álverið væri þó nánast að falia á tíma, Alþingi yrði slitið snemma vegna bæjar- stjórnarkosninganna í vor en þingið þyrfti að fjalla um samn- inginn áður en hægt yrði að ganga endanlega frá málinu. Verið væri að gera nýja dreif- ingarspá fyrir Eyjafjörð með til- litil til loftmengunar frá álveri, búið fullkomnum hreinsibúnaði. Einnig væri verið að reikna stofn- kostnaðartölur upp á nýtt, miðað við álver við Eyjafjörð, og myndu niðurstöður liggja fyrir um mánaðamótin. Samningar um stóriðju yrðu að takast vegna þess að annars sæti Landsvirkjun uppi með Blöndu- virkjun án þess að hafa kaupanda að allri orku hennar. Stórvirkjan- ir á næstu árum ættu ekki að auka þenslu að marki í Iandinu, en stóra spurningin væri sú hvort tækist að semja við erlend stór- fyrirtæki um að reisa nýtt álver á íslandi, því ísland ætti í mikilli samkeppni við önnur ríki í þessu efni. Steingrímur Hermannsson sagði að ríkisstjórnin gæti haft áhrif á staðsetningu álvers utan suðvest- urhornsins, t.d. með því að bjóða lægra raforkuverð í því tilviki á ákveðnu árabili. Guðmundur Bjarnason kvaðst styðja byggingu álvers í Eyjafirði frekar en á suðvesturhorni landsins, og það sama sagði Jóhannes Geir Sigurgeirsson. Eftir fundinn var það þó álit flestra að líkurnar á álveri í Eyja- firði væru ekki miklar, a.m.k. ekki eins og staða mála væri í dag. EHB Sjá nánar tim fundinn á bls. 5 Upptökur að heijast á 10 skíðakennsluþáttum í HlíðarQalli: Hemini, Ómar, Rósa Ingólfs og Linda sýna listir sínar Einhvern næstu daga hefjast tökur í Hlíöarfjalli á 10 skíða- kennsluþáttum fyrir byrjendur og er ætlunin að sýna þá á Stöð 2 í mars eða apríl nk. Þau Maríanna Friðjónsdóttir og Þorgeir T. Hjaltason stjórna upptökum og framleiða þætt- ina. Nokkrum landsþekktum andlitum bregður fyrir í þátt- unum, s.s. Lindu Pétursdótt- ur, fegurðardrottningu, Her- manni Gunnarssyni, dagskrár- gerðarmanni, Rósu Ingólfs- dóttur, skemmtikrafti og þulu og Omari Ragnarssyni, frétta- Ólafsijörður: Víðtæk leit að stúlku í íyrrinótt - fékk gistingu á Dalvík þar sem Ólafs^arðarmúli var lokaður Mikil leit var gerð að stúlku úr Olafsfirði í fyrrinótt en hún hafði farið til Akueyrar á bíl og var ekki komin lieim kl. 01 um nóttina. Lögreglan hafði þá fyrr um kvöldið lokað Ólafs- fjarðarmúla vegna veðurs og hættu á snjóflóöum. Bíll stúlk- unnar fannst síðan við hús á Dalvík um kl. 04 og kom þá í Ijós að hún hafði fengiö þar gistingu en þar sem hún náði ekki sambandi við móður sína í Ólafsfirði komust þær upplýs- ingar ekki til lögreglunnar. Lögreglan á Akureyri og Dal- vík svipaðist um eftir stúlkunni á leiöinni Akureyri-Dalvík en björgunarsveitir frá Ólafsfirði og Dalvík Ieituðu ásamt lögreglunni í Ólafsfirði í Ólafsfjarðarmúla. Stúlkan hafði hins vegar hætt við að leggja í Ólafsfjarðarmúla á heimlciðinni og fengið gistingu á Dalvík. Þar sem hún náði ekki sambandi við móður sína þá lét hún vita á vinnustað sinn í Ólafs- firði að hún næði ekki til vinnu í gærmorgun. Þctta vitnaðist ekki fyrr en bfll stúlkunnar fannst á Dalvík. Að sögn lögreglunnar í Ólafsfirði hafði móðir stúlkunnar þó athugað hvort hún hefði gist í viðkomandi húsi á Dalvík en cin- hverra hluta vegna fengið þau svör að svo væri ekki. JÓH manm. Að sögn Maríönnu Friðjóns- dóttur, sem hefur veg og vanda af þáttunum, hefur þessi hug- mynd lengi verið að gerjast og niðurstaðan var sú að taka upp 10 7 mínútna kennsluþætti fyrir byrjendur á svigskíðum. Áður- nefndir fjórir einstaklingar, sem munu lítið þekkja til leyndar- dóms skíðaíþróttarinnar, verða nemendur í þáttunum og kemur í hlut Þorgeirs T. Hjaltasonar að kenna þeini fyrstu „plógskrefin". Maríanna stýrir hins vegar upp- töku þáttanna. Þá má geta þess að tveir gamlir skíðajaxlar frá Akureyri, Haukur Jóhannsson og Tómas Leifsson, sýna alþjóð hvernig meistararnir renna sér niður brekkurnar. Að sögn Maríönnu varð Hlíð- arfjall fyrir valinu með upptökur vegna mjög góðrar aðstöðu þar. Þá segist hún hafa góða reynslu af Samversmönnum og vilji gjarnan nýta þeirra starfskrafta. Þættirnir eru dýrir og áætlar Maríanna að þeir kosti vel á aðra milljón króna. Nokkur fyrirtæki styðja gerð þáttanna. Úrval- Útsýn er þar efst á blaði en auk þess má nefna Sportvöruverslun- ina Bikarinn og Skátabúðina. Þá segir Maríanna ákveðið að fjölfalda þættina á myndbönd og verði hluta af ágóða varið til byggingarsjóðs fatlaðra íþrótta- manna. óþh „Má ekki bjóða þér kaffitár?“ Mynd: KL Salan á raðsmíðaskipi Slippstöðvarinnar: Málið á ný á borð stjómar Fiskveiðasjóðs Steingrímur Hcrmannsson, for- sætisráðherra, sagði á opnum fundi á Akureyri í fyrrakvöld að Fiskveiðasjóður íslands ætti að hans mati að fjármagna á móti Byggðastofnun kaup Meleyrar á Hvammstanga á raðsmíðaskipi Slippstöðvar- innar á Akureyri. Fram kom í máli Steingríms að Halldór Ásgrímsson, sjávar- útvegsráðherra, leggi á það áherslu að rnálið verði aftur tekið upp í stjórn Fiskveiðasjóðs en ekki fékkst staðfest í gær hvort þetta mál vcrður á borði stjórnar sjóðsins næsta þriðjudag. Fram kom að við afgreiðslu málsins í stjórn Fiskveiðasjóðs fyrr í vetur hafi atkvæði fallið þannig að 6 voru mótfallnir lán- veitingu til Meleyrar vegna kaupa á skipinu en einn stjórn- armanna var fylgjandi. Steingrím- ur vék sérstaklega í máli sínu að Kristjáni Ragnarssyni, formanni LÍÚ og stjórnarmanni í Fisk- veiðasjóði, og sagði að hann mætti ekki ráða því hvort Fisk- veiðasjóður fjármagni þessi kaup eða ekki. JÓH

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.