Dagur - 10.02.1990, Side 2

Dagur - 10.02.1990, Side 2
2 - DAGUR - Laugardagur 10. febrúar 1990 Skattmann Góðan dag, æruverðugu les- endur. Ég þarf víst að telja fram til skatts, eins og hver annar launþegi. Konan benti mér á þetta um daginn og veif- aði óaðlaðandi plaggi sem var fullt af reitum, tölum og línum. Sameiginleg skýrslafyr- ir okkur hjónin og mér var gert að krota einhverjar upplýsing- ar í þar til gerða reiti. Af hverju fáum við alltaf leiðin- legustu verkefnin? Á meðan armir eiginmenn sitja rakir af svita yfir skýrslugerð kvöld eft- ir kvöld þá getur eiginkonan dundað sér við hannyrðir, sjónvarpsgláp eða kaffispjall. Auk þess finnst mér þessi skýrslugerð jaðra við örgustu persónunjósnir og ég hélt að þaö væri frekar á starfssviði kvenna að fást við þær. „Það er eitthvað bogið við þetta,“ stundi ég upphátt í fyrrakvöld, kominn í þrot í þessum talnaleik. „Bölvaður aumingi geturðu verið. Það er frekar eitthvað bogið við þig en skattskýrsl- una. Solla frænka segir að það sé ekkert mál að fylla út skýrsl- una. Maðurinn hennar hefur bara gaman af því og svo fá þau alltaf svo mikið endur- greitt frá skattinum. Af hverju fáum við aldrei neitt til baka? „Maðurinn hennar Sollu er líka lögfræðingur,“ sagði ég til þess að útskýra málið. „En ég hlýt að hafa fengið gallaða skýrslu. Hvað er orðið af öll- um frádráttarliðunum?“ „Greyið mitt, þeir breyttu þessu fyrir mörgum árum. Ég reyndi að segja þér að það þýddi ekkert fyrir þig lengur að skrá þig í eitthvert nám einn ganginn enn. Þeir eru búnir að klippa á svona kauða sem mis- notuðu námsfrádráttinn.“ Mérféllust hendur. Hvernig í ósköpunum gat ég þá dregið tekjurnar úr nánast engu niður í ekki neitt svo við fengjum eitthvað til baka? Ekki gat ég farið að gefa upp minni tekjur en launaseðlarnir sögðu til um, það væri óheiðarlegt. „En giftingarfrádrátturinn hlýtur að vera á sínum stað,“ hrópaði ég og þóttist hafa him- in höndum tekið. Konan leit á mig í forundr- an. „Við giftum okkur fyrir mörgum árum, asnakjálkinn þinn.“ Hmm, þetta var rétt hjá henni. Ég man enn þann dag er hún dró mig upp að altarinu eftir að hafa nauðað í mér í mörg ár. Ég hefði ekki átt að láta það eftir henni. Það er svo kitlandi að láta ganga á eftir sér en viðmót hennar snar- breyttist eftir giftinguna. En maður fékk góðan frádrátt hjá skattinum fyrir vikið! Hallfreður Örgumleiðason: iHallfrcAur telur fullvíst að skattskýrslan sé eitthvað gölluð því hann finnur enga frádráttarliði. Framlag hans til þjóðarinnar rennur því óskert í kassann. „Ég kvænist þá bara aftur,“ sagði ég með þjósti. „Þú græðir ekkert á því. Skýrslan gildir fyrir síðasta ár. Þar að auki eru fráskildir feður lægsta sort í þjóðfélaginu. Þeir eru nánast réttlausir, útskúfað- ir og fyrirlitnir. Engin kona með sjálfsvirðingu myndi líta við þér og reyndar þarftu ekki að vera fráskilinn til þess,“ gaggaði hún allt að því glað- beitt. Áfram með skýrsluna og leitina að frádráttarliðunum. Engar bætur fyrir skáld og hugsuði. Enginn frádráttur fyr- ir þjáða eiginmenn. Ekkert til- lit tekið til þess þótt maður hafi fegrað mannlífið með vitrænum greinum. Ekkert. Sjálfsagt taka þeir heldur ekk- ert tillit til þess þótt maður hafi keypt íbúð á skuldabréfum með tilheyrandi vaxtakostn- aði. Ég sá engan frádráttarlið fyrir slíkt. Og ég frétti að hús- næðisbæturnar hefðu verið felldar niður. Þvílík mann- vonska. Jæja, best að loka skýrslunni og stinga henni í kassann svo Skattmann geti gneggjað yfir því að þurfa ekki að greiða mér neitt til baka. Púff, það er núgott að vera búinn að þessu. Eg var að verða ær og örvita, sem er að vísu eigi óalgengt þegar Hall- freður á í hlut. A stundum sem þessum öfundar maður fræðingana sem geta útfyllt skattskýrlur eftir kúnstarinnar reglum og fundið ótal undan- komuleiðir. Ef ég væri með sjálfstæðan atvinnurekstur gæti ég eflaust sýnt fram á stór- fenglegt tap til að sleppa við skatt. Ég gæti sjálfsagt líka fengið klóka menn til að finna smugur í skýrslunni en samt sem áður trúi ég því að heiðar- Ieikinn borgi sig þegar öll kurl eru komin til grafar. Framlag mitt fer óskert í fjárhirslur þjóðarinnar. Ef allir gerðu slíkt hið sama hefði ríkis- stjórnin meira til skiptanna og fleiri gætu fengið bita af kök- unni. íhugið málið, launþegar góðir og atvinnurekendur. Melting imsmimandi fæðutegunda Sýrukennt og hnsikt virðist ekki eiga samleið í meltingu. Það eru varla margir sem hafa ekki orðið varir við það að magi þeirra virðist eiga mismunandi erfitt með að melta ákveðnar fæðutegundir. Réttara væri þó kannski að segja samkvæmt því sem Dr. Herbert M. Shelton seg- ir að maginn geti ekki melt auð- veldlega margar fæðutegundir í einu. Melting er aðallega ýmsar efnafræðilegar breytingar á fæð- unni sent borðuð er. Ensím í munni, maga og þörmum sjá um niðurbrot hennar. Það er síðan mismunandi eftir fæðutegundum hvaða ensím og sýrustig þarf til að melta þær. D. Herbert Shelton heldur því fram ásamt öðrum að það sé mjög mikilvægt að við borðum þess vegna ekki í sömu máltíð fæðutegundir sem þurfi mismunandi meltingarensím. Því hefur verið haldið fram að mag- inn geti ekki þekkt fæðu í sundur og melti þess vegna allt í einu búnti óháð innihaldinu. Það er hins vegar ekki rétt þar sem vitað mál er að prótein, fita og kolvetni þurfa mismunandi melt- ingarensím. Það ér staðreynd að basi og sýra vega hvort upp á móti öðru, einnig mun vera staðreynd að kolvetnaríkar fæðutegundir melt- ast í meðalsterkum basa og að sterkju ensímið í munninum (Ptyalin eða salivary amilasi) eyðileggst jafnvel í mjög mildri sýru. Þess vegna tefst meltingin á kolvetnunum ef sýrukennt fæði er borðað samtímis. Ef brauð, korn eða kartöflur eru borðaðar með berjum eða súrum ávöxtum þá dregst meltingin á þessum kol- vetnum verulega til hins verra. Það er einnig staðreynd í efna- fræði að prótein þurfa meðal- sterka sýru til að meltast í maganum. Þegar prótein er borð- að gefur maginn frá sér meðal- sterka sýru til að leyfa ensíminu Pepsín að byrja á meltingu prót- einsins. Sýran hentar hins vegar ekki til þess að melta bæði prótein og kolvetni þar sem kolvetni þarf að hafa meðalsterkan basa í meltingu. Aukið sýrustig magans mun þess vegna torvelda melt- ingu kolvetnanna. Ef prótein er hins vegar ekki borðað með kol- vetnum fer engin sýra út í mag- ann og melting kolvetnanna ger- ist með eðlilegum hætti. Þess vegna hafa menn sett upp ákveðna grundvallarreglu sem í raun og veru felur í sér heilmikla bjartsýni þar sem matarvenjur fólks nánast því hvar sem er í heiminum byggjast á að borða margar fæðutegundir í einu og allt í einum graut. Þetta fyrir- finnst vitanlega nánast því ein- göngu hjá mannfólkinu og er sjaldgæft fyrirbrigði í náttúr- unni. En svona matarvenjur hafa orðið til með kynslóðunum þegar fæðuvalið fór að breytast. Grundavallarreglan er sú að borða aldrei basískan og sýru- kenndan mat í sömu máltíð. Þá er bara að verða sér úti um eitthvað sem segir manni hvaða fæðutegundir eru basískar og hverjar eru sýrukenndar. Það er örugglega sjaldgæft að fólk borði á þennan hátt en hver og einn verður að vega það og meta hjá sjálfum sér hvað er skynsamlegast að gera. Heilsupósturinn • - —-Jl. - Umsjón: Sigurður Gestsson og Einar Guðmann

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.