Dagur - 10.02.1990, Blaðsíða 5

Dagur - 10.02.1990, Blaðsíða 5
Laugardagur 10. febrúar 1990 - DAGUR - 5 -I fréttir Fjölmennur fundur um atvinnu- og stóriðjumál í Alþýðuhúsinu á Akureyri: Atvinnninálin í brennidepli Á fundi sem Framsóknarfélag Akureyrar stóð fyrir um atvinnu- og stóriðjumál í Aiþýðuhúsinu á fimmtudags- kvöldið komu fróðlegar upp- lýsingar fram um stöðu þessara mála, einkum með tilliti til atvinnulífs og nýrra möguieika á Eyjafjarðarsvæðinu. Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, segir að mikil- vægum áfanga hafi verið náð með nýgeröum kjarasamingum. Tek- ist hafi með markvissum aðgerð- um að gera hlut fiskvinnslunnar betri, og sé hún nú rekin réttu megin við strikið. Vöruskiptaafgangur sé nú til staðar í fyrsta skipti í allangan tíma, og nemur hann 6 til 7 mill j- örðum á síðasta ári. Þetta væru góð tíöindi, en þó er þess að gæta að viðskiptahaili. 2,5%, varð á síðasta ári vegna mikilla skulda og vaxtagreiðslna ríkisins. Nauð- syn sé að afgangur sé af vöru- skiptum til að greiða vexti erlendra og innlendra lána. Margt bendi til að aukins jafn- vægis gæti á peningamarkaði, vextir hafi lækkað en þó ekki nægilega. Steingrímur gerði nánari grein fyrir kjarasamningunum og þætti ríkissjóðs í þeim. Því væri þó ekki að neita, sagði hann, að full þörf væri á að vera á verði gagnvart þenslu og kaupkröfum þeirra starfsstétta sem enn er ósamið við. Fyrirvari sé í samn- ingum um að þeir losni ef aðrar stéttir semji um meiri kauphækk- un en þeir kveða á um. „Ég er ekki að boða lög af stjórnvalda hálfu, en þau koma þó vissulega til greina. Það veröur ætíð að fara varlega í að setja lög um vinnudeilur, en stundum verða minni hagsmunir að víkja fyrir þeim stærri," sagði hann. í ræðu sinni gat Steingrímur m.a. um greiðslubyrði erlendra og innlendra skulda ríkisins, hag- vaxtarspá fyrir íslenskt efnahags- líf, nýtingu sjávarafla, möguleika til nýrrar atvinnuuppbyggingar, endurskoðun byggðastefnu í landinu og samningamöguleika íslands við Efnahagsbandalag Evrópu. Hvað það síðastnefnda snerti kærni full aðild ekki til greina eins og málum væri nú háttað. vegna sérstöðu íslensku þjóðarinnar hvað fiskveiðar snerti. 360 atvinnulausir á Akureyri Úlfhildur Rögnvaldsdóttir ræddi um atvinnumál á Akureyri í framsöguerindi sínu. Sagði luín að næg og arðbær atvinna væri undirstaða þess að samfélagið gæti veitt þegnum sínum nauð- synlega þjónustu, auk þess sem atvinnan væri grundvöllur þess að fólk gæti notið lífsins og hæfi- leika sinna. Alvarlegt væri það þegar rúmlega 360 manns í stærsta bæ landsins utan Stór- Reykjavíkursvæðisins væru atvinnulausir. Milli áranna I988 og '89 hefði atvinnuleysi aukist gríðarlega á Akureyri, eða um liðlega I20 prósent. Um sl. mánamót hefðu 330 atvinnulausir verið á skrá vinnumiðlunar, 206 karlar og 124 konur. Eftir stéttarfélögum skip- ist þetta þannig að i Einingu voru 125 manns. í Iðju 55. í Félagi verslunar- og skrifstofufólks 53, 30 sjómenn, 24 bílstjórar, 30 iðn- aðarmenn og 13 tilheyröu öðrum félögum. Frá sl. mánaðarmótum hefði yfir 30 bæst við á atvinnu- leysisskrá. Þetta væri versta atvinnuleysi á Akureyri frá því að skráning atvinnulausra var tekin upp. Lengi vel hefði atvinnulíf verið talið fremur stöðugt á Akureyri, bæði vegrtá fjölbreytni og nokk- urra stórra fyrirtækja, sem hefðu verið það styrk að tímabundnar sveiflur högguðu þeim lítið. Sam- vinnurekstur hefði verið mikill, auk þáttöku bæjarfélagsins í atvinnurekstri og einkareksturs. Þegar atvinnuþróunin væri skoð- uð kæmi strax í Ijós að mikill samdráttur hefði orðið í iðnaði, einkum hjá Sambandsverksmiðj- unum. Smærri iðnfyrirtækjum hefði einnig fækkað. Ástandið í Slippstöðinni væri ekki gott. starfsmönnum hefði stórfækkað og verkefnaskortur í nýsmíðadeild. Ríkisstjórnin yrði að beita sér fvrir því að nv Vest- mannaeyjaferja yrði smíöuö í Slippstöðinni. Ljósi punkturinn í atvinnumál- um Akureyrarbæjar væri útgerð og fiskvinnsla. ÚA væri með fremstu fyrirtækjum á sínu sviði á landinu. og skapaði mikla atvinnu. Þá væri rekstur Sam- herja hf. til fyrirmyndar. Ýmis smærri fyrirtæki hefðu einnig sannað gildi sitt, t.d. DNG og Gúmmívinnslan hf. Stofnun Háskóla á Akureyri væri þó e.t.v. eitt af því stærsta sem gerst hefði til hagsbóta fyrir bæinn. Vegna þessa myndi ungt fólk sem hefur menntast síður flytja í burtu. Útibú Byggðastofnunar og Húsnæðisstofnunar væru dæmi um sjálfsagða þjónustu sem flutt væri úr höfuðborginni. Akureyri hefði sterka stöðu því bærinn væri miösvæöis á Norðurlandi. en stjórnvöld yrðu að sporna viö óheppilegri byggöaþróun með stýringu á fjármagni og verkefn- um. Á Akureyri væri aðgerða þörf strax. ekki mætti bíða cftir því að fólk færi að flytjast burtu. Hvað stóriðju við Eyjafjörð snerti væri skoðanir manna ekki eins skiptar og fyrir sex árum. Sveitarfélög við fjörðin, vcrka- lýðshreyfingin og pólitísk samtök hefðu skoraö á stjórnvöld að hafa áhrif á staðarval stóriðju. Ekki væri ástæða til að ætla að sá iðn- aður sem dróst saman í bænum rísi allur á ný, af mörgum orsök- um. og því væri þörf á að leita nýrra leiða. Dýrara að byggja álver við Eyjaförð en í Straumsvík Guðmundur G. Þórarinsson, alþingismaður, ræddi um stöðuna í álviðræðunum og möguleika íslendinga til að fá nýtt álver til landsins. Einnig ræddi hann unt valkosti við staðsetningu álvers. í máli Guðmundar kom fram að Atlantalviðræðurnar hefðu verið í gangi nokkur undanfarin ár. Eftir að Alusuisse dró sig úr úr viðræðunum væri verið að ræða um álver af stærðinni I85 til 200 þúsund tonn. Raforkuþörf fyrir slíkt álvcr væri um 2900 GWst á ári. en heildarraforku- framlciðslan í dag á landinu cr um 4000 GWst. Aflþörfin er 350 mW, heildarstofnkostnaður 800 milljónir dollara, eða 50 milljarð- ar króna. 6-700 manns vinna við slíkt álver. 50 til 70 hcktara lands þarf ásamt höfn fyrir skip sem rista I2 mctra. Guðnumdur sagði að Eyja- fjörður væri einn þeirra staða sem til greina kæmi. og \æri það sín skoöun að æskilegast væri að reisa álver utan Rvk.-svæðisins. 10 til I5 þús. manna byggð þyrfti að vera til staöar svo ekki yrði of mikil byggðaröskun vegna t'ram- kvæmdarinnar. Margar þjóðir sækjast eftir álverum, og taldi Guömundur ástandið vera þannig að ekki væri neitt öruggt í því efni hvort Islendingar fengju yfirleitt álver á næstu tveimur árum. Kanada- menn hefðu t.d. veitt 80 milljón- um dollara til þess cins að fá eitt álver til sín. Álver al' stærðinni 200 þús. t hefði gríðarlega mikil áhrif á efnahag lítillar þjóðar eins og íslendinga. Mannaflaþörfin við bygginguna væri 2400 mannár, toppurinn er 1000 til 1100 manns sem vinna við bygginguna þegar mest er. Áætlað væ*ri að 40 prósent þessa starfsliðs mætti sækja til Akureyrar, en aöflutt vinnuafl eykur stofnkostnaðinn. Stækkun Búrfells myndi að sögn Guðmundar verða 1993 og Fljótsdalsvirkjun áriö á eftir, ef ráðist yrði í álver nú. Meginatriðin í máli Guömund- ar voru að dýrara yrði að reisa álver á Dysnesi en við Straums- vík. Meiri mengunarvarna yrði krafist á fyrrnefnda staðnum, m.a. svonefndrar vothreinsunar á brennisteinsdíoxíði, sem kostaði ein sér 17-20 milljónir dollara, en slík hreinsun yrði ekki í Straumsvík. Flutningur á byggingarefni væri dýrari, kostn- aður vegna starfsfólks meiri vegna helgarleyfa, flutninga, vinnubúöa o.s.frv.. veöurfar aö vetri til sé líklegt til aö valda töfum. reisa þurfi birgöarými og greiöa meira fyrir flutninga. mengunarkröfur meiri, ný höfn sé dýr í uppbyggingu og leggja þurfi lengri háspennulínur. Þá nefndi hann að miklar líkur væru á að máliö myndi tcfjast vegna Alþingis. og þótt útlend- ingar yröu tilbúnir fljótlega væri ekki hægt aö ræöa samninga fyrr en á Alþingi næsta haust, nema boða þing saman í sumar. Guðmundur sagði það sitt persónulega mat aö álver við Eyjafjörð væri besti kosturinn, en menn yröu að gera sér grein fyrir aö erlendu aðilarnir réðu mcstu um staðsetninguna. Is- lendingar væru að komast í klemmu með Blönduvirkjun ef ekki tækist að semja urn stóriðju á næstu 1 til 2 árum. Persónulega finndist sér 90% líkur vera fyrir því aö nýtt álver risi á suðvestur- horni landsins. EHB FJÖLSKYLDUFARGJALD 50%AFSLÁTTUR FYRIR MAKA0G BÖRN Fjölskyldufargjald gildir á allar brottfarir VERÐDÆMI Akureyri - Reykjavik Tveir fullorðnir og tvö börn. Aðeins 5.143,- á mann.* Forsvarsmaður 10.136,- Maki 5.218,- 2 -11 ára 2.609,- 900 kr. flugvallarskattur innifalinn. Flugno. FI-053 FI-053 FI-055; FI-059 FI-057 FI-063 FI-069 FI-065 FI-065 FI-073 FI-067 FLUGLEIÐIR INNANLANDSFLUG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.