Dagur - 10.02.1990, Page 9

Dagur - 10.02.1990, Page 9
Laugardagur 10. febrúar 1990 - DAGUR - 9 Vísindamenn segja að hilli undir þann möguleika að hægt verði að stýra eða hafa áhrif á erfðaeiginleika fólks. Með tækni sem sumum finnst líkjast vís- indaskáldskap er ekki óhugsandi að í framtíðinni geti foreldrar „pantað" t.d. ljóshært og bláeygt barn. sem nái tiltekinni hæð eða hafi jafnvel ákveðna meðfædda andlega hæfileika. ,.Ég efast um að nokkurt ríki leyfi að farið verði inn á þessa braut. Mér virð- ist að menn séu sammála um að þetta væri afar óheppileg þróun, en hvert ríki verður að setja regl- ur um þetta,“ segir Edward. en viðurkennir einnig að hætta sé á misnotkun ef þekkingin sé fyrir hendi. „í sambandi við tæknifrjóvgan- ir settu Svíar lög um að barn fái vitneskju um sinn líffræðilega föður eftir að 16 ára aldri er náð, þ.e. í þeim tilvikum sem eigin- maður getur ekki átt barn með konu sinni, og leita verður til sæðisgjafa af þeirri orsök. Þetta olli því að starfsemi af þessu tagi lagðist niður um tveggja ára skeið, því ekki voru margir karl- menn tilbúnir til að gefa sæði með þeirri kvöð að 16 árum seinna gæti óþekktur unglingur bankað upp á hjá þeim," segir hann. Haldið til Svíþjóðar í maí 1978 hélt Edward til fram- haldsnáms í kvensjúkdómafræði í Svíþjóð. „Ég fékk tíu heimilis- föng og skrifaði til allra. Frá þremur aðilum komu jákvæð svör. Eitt af því sem er ólíkt hjá Svíum og íslendingum er að þeir fyrrnefndu svara öllum bréfum fljótt. Þetta finnst mér að margir kollegar mínir hérlendir ættu að taka til athugunar. Ég tók tilboði frá Eskilstuna, og var þar nærri samfellt í níu ár, að undanskildu hálfu ári sem ég starfaði við krabbamcinslækning- ar í Örebro. Námið er þannig uppbyggt að maður starfar í þrjú ár á kven- sjúkdómadeild, í eitt ár á hand- lækningadeild og hálft ár við svæfingalækningar. í mars 1983 fékk ég réttindi sem sérfræðingur í kvensjúkdómum og fæðingar- hjálp í Svíþjóð. Um haustið sama ár var ég viðurkenndur sem sér- fræðingur hérlendis af heilbrigð- isyfirvöldum. Flótlega fór ég að huga að því að sækja um störf á íslandi, því alltaf langaði mann heim. Það gekk þó treglega því nokkrum sinnum fengu aðrir sem höfðu lengri starfstíma að baki þau störf sem losnuðu, en ég varð að bíða.“ - Hvernig var starfi þínu í Eskilstuna þá háttað? „Ég starfaði þar að sérgrein minni á sjúkrahúsinu og var deildarlæknir þar. Sænska kerfið er töluvert frábrugðið því sem við eigum að venjast; þarna voru sex yfirlæknar á sömu deildinni, fjórir deildarlæknar og svo aðstoðarlæknar. Síðasta árið var ég að mestu staðgengill einhvers yfirlæknisins, því nærri undan- tekningarlaust var einhver þeirra í fríi. Mér líkaði vel að búa í Svíþjóð, og fékk allt annað álit á Svíum en ég hafði áður haft, af afspurn. Ég kynntist góðu fólki. bæði í starfi og utan þess. Tekur vinnuna oft með sér heim En því er ekki að neita að mun- urinn er mikil milli landanna í heilbrigðiskerfinu. í Svíþjóð fer móttakan t.d. fram á sjúkrahús- unum sjálfum, og ýmislegt gerir það að verkum að læknirinn nær ekki sömu persónulegu tengslum við sjúklingana. Vinnan gengur mikið fyrir sig eins og á færi- bandi. Frá árinu 1984 starfaði ég jafnframt á stofu „úti í bæ,“ eins og þar stendur, þar sem meiri tími var fyrir sjúklingana. Kvensúkdóma- og fæðinga- deild FSA er miklu minni en deildin sem ég starfaði á í Eskil- stuna. Maður tekur vinnuna nteira með sér heim hérna heldur en á fjölmennari stöðum. Þetta er bæði kostur og galli, en í heild- ina séð er ég sáttari við fyrir- komulag eins og tíðkast hér. Þó er maður óneitanlega oft bundn- ari við starfið í huganum eftir að heim er komið. Annað atriði, sem er mjög frábrugði hérlendis, er að það er ekki vandkvæðum bundið fyrir konurnar að leita alltaf til sama sérfræðingsins. í Svíþjóð er þessu ekki svo varið; þar ræður nánast tilviljun hjá hvaða lækni sjúkling- arnir lenda, ef þeir þurt'a að leita til annars en heimilislæknis síns. Svíar taka öll þau frí sem þeir eiga rétt á, því ekki borgar sig að vinna í fríunum vegna skattanna. Þar er algengt að konur þurfi að bíða mánuðum saman eftir að komast í aðgerðir, sem aðeins tekur nokkrar vikur að bíða eftir á íslandi. Mitt persónulega álit er að heppilegast sé að konurnar geti alltaf leitað til sama læknisins. reynslan sýnir að þær vilja ráða þessu sjálfar og að gott samband milli læknis og sjúklings grund- vallast á gagnkvæmu trausti. Ég tel að íslenska heilbrigðis- kerfið sé nokkuð gott hvað þetta Edward Kiernan læknir r i helgar- viðtali Vandamálin eru mörg - starfið er bæði krefjandi og gefandi - Kvíðir þú fyrir erfiðum aðgerðum sem þú verður að gera? „Nei, ég vil ekki segja að ég kvíði fyrir, en reyni að undirbúa mig sem best. Það segir sig sjálft að maður verður að vera viðbú- inn því óvænta við skurðaðgerð- ir. Þaö er fátt í skurðiækningum sem getur orðið eins akút og ýmislegt seni gerist í minni sér- grein. Mínútur geta skiliö á milli lífs og dauða barns sem er að korna í heiminn. Þetta tekur mik- ið á taugarnar í erfiðum tilvikum, en gefur starfinu um leið mikið gildi." - Þú hlýtur aö veröa að takast á við margvísleg vandamál sem tengjast starfinu. Kornungar stúlkur verða stundum barnshaf- andi og annað í þeim dúr hlýtur að korna reglulega upp. „Mér finnst ekki vera mikill munur á íslendingum og Svíum í þessu efni. Það er ekki hægt aö segja að ástandið sé gott, fjórða hver þungun endar með fóstur- eyðingu í Svíþjóð, ef fósturlát eru undanskilin. Á seinni árum hefur oröið minna um þunganir mjög ungra stúlkna en aukning hjá þeim sem eru í clsta aldurs- hópi mæðra. í þessum síðast- nefnda hópi eru giftar konur sem eru komnir í áhættuhóp vcgna aldurs og annarra þátta, og hafa t.d. ekki þolað getnaðarvarnar- lyf. í sambandi við fóstureyðingar og „ótímabærar" þunganir vil ég segja að fyrst og fremst erum við öll mannleg, cn raunsæið kemur þar á eftir. Mjög ungar stúlkur sem lenda í þessu eru alls ekki verri en aörar, og ekki lauslátari en almennt gerist. Þær hafa ein- faldlega verið óheppnar. Þróunin á íslandi hefur verið sú að stúlkur byrja fyrr á getnaðarvörnum en t.d. í Svíþjóö, sem betur fer get- ar hans gerðu slíkt til að drýgja tekjurnar í fríum. „Ég vann sem heilsugæslu- læknir í Osló, og við kvensjúk- dómalækningar á vesturströnd Noregs. Á vesturströndinni var ég í átta þúsund manna bæ sem heitir Förde, og mér er minnis- stætt þegar ég kom þangað fyrst. Það var um hávetur, í byrjun febrúar árið 1981, eftir ævintýra- lega ferð. Það tók 23 klukkutíma að komast til Förde frá Eskil- stuna. Fyrst var farið til Osló, en þar varð ég að bíða í margar klukkustundir eftir lest til Bergen. Síðan var farið með ferju yfir Sognsæ, og á miðjum firöinum stukku sumir farþegarn- ir yfir í minni fcrju. Síðasti áfang- inn var farinn með rútu. Þegar á áfangastað kom leist mér ekki vcl á mig, snjór var rnikill þarna og mér fannst ein- hver drungi hvíla yfir bænum. Mér leiddist líka mikiö til að byrja með, og fór í raftækjaversl- un til að reyna að fá leigt sjónvarp. Norðmennirnir höfðu aldrei heyrt á það minnst fyrr að hægt væri að leigja sjónvörp, þótt þaö væri alvanalegt í Svíþjóð. Svo frétti ég af íslendingi, sem vann á verkstæðinu hjá þeim. Ég hitti manninn að máli, og þá kom í ljós að hann var Hríseyingur. Við ákváðum að halda þorrablót. því þetta var í byrjun febrúar. Svo var hóað í alla íslendinga á svæðinu, og á þorrablótið komu sextíu manns. Hótel var opnað af þessu tilefni og gestirnir skemmtu sér hið besta. Lengi á eftir var talað um þessa uppá- komu, en fjöldi íslendinga hafði þá búiö á svæðinu árum saman án þess að vita um hvora aðra, sumir í rúrna tvo áratugi." - Hvcrnig tóku Svíar og Norð- menn íslendingum? „Svíarnir litu á sjálfa sig sem stóra bróður. og fannst þeim bcra skylda til að hjálpa „litla bróður," þ.e. mér og öðrum Islendingum. Þar sem ég var að vinna í Noregi, við Sognsæ, var frjálsa val snertir, sem sjúklingar hafa hérlendis milli lækna.“ - Hvað ráðleggur þú ungu fólki sem er að velta fyrir sér hvort það eigi að fara í læknis- fræðinám? „Atvinnuhorfurnar eru ekki góðar hér á landi. ísland er orðið eitt af þeim löndum sem hefur flesta lækna miðað við íbúa- fjölda. En ef fólk hefur brenn- andi áhuga á þessu námi ætti það ekki að láta slíkt hindra sig, en gera sér um leið grein fyrir að það getur orðið að starfa á erlendri grund. Læknisstarfið krefst ákveðinna fórna, að mínum dómi, og ég fer oft með áhyggjurnar af sjúkling- um með mér heim. Þetta á sér- staklega við ef sjúklingar eru mikið veikir. Læknar eru flestir ánægðir með starf sitt og eru sjaldan frá vinnu. Auðvitað veikjast þeir eins og annað fólk, en láta sig þó hafa það að mæta til vinnu, því forföll gætu þýtt meiri og minni vandræði, t.d. að hætta yrði við aðgerð, afboða viðtöl o.s.frv. En það er auðvelt fyrir lækna að einangrast í sínu fagi, sjá ekki út fyrir það, í versta tilfelli snýst allt um fagið þannig að fjölskyld- an líður fyrir það.“ n ■Jr*__________ ■ „Trúnaðarsamband milli læknis og sjúklings byggist á gagn- kvæmu trausti. Eg tek vinnuna oft með mér heim, get ekki slit- ið hugann frá sjúklingum sem eru mikið veikir.“ ur maður sagt. Ég er þeirrar skoðunar að getnaðarvarnapillan auki ckki á lauslæti. Maður verður að vega og meta jákvæða og neikvæða þætti í öllum lyfjunt. Ég tel að það sé jákvætt fyrir stúlkur að taka enga áhættu, ef þær vilja forðast þungun. Auk þess er „pillan" lyf sem notað er til margra annarra hluta en sem getnaðarvörn. Ég man varla eftir að hafa ncitað konu um „pill- una,“ en t.d. konur sem eru að nálgast fertugt og rcykja ættu ekki að taka slík lyf. Éf þær þó vilja, þrátt fyrir aðvaranir læknis, er samt ekki hægt að banna þeim það.“ - Finnst þér vanta meiri fræðslu um þungunarvarnir? „Alltaf má segja að fræðsla sé ekki nægilega mikil, en miðað við þá fræðslu sem ég fékk í gagn- fræðaskóla um kynlíf þá hefur orðið gífurleg framför. I þá daga var hlaupið yfir þann kafla heilsu- fræðinnar en kennt um frjóvgun blómanna í staðinn.“ Læknisstörf í Noregi Edward hefur starfað við lækn- ingar á nokkrum stöðum í Noregi, en algengt var að sænskir kolleg- upprunastaður landnámsmanna á borö viö Ingólf Arnarson og Hjörleif. Norðmenn voru for- vitnir um ísland og íslendinga og ég hcf ekki annað en gott af þeim að segja, frekar en Svíum. Málið sem talað er á vesturströnd Noregs, nýnorskan. er fallegt mál, og oft gátu þeir skilið íslensku ef hún var töluð hægt. Norðmenn á þessu svæði telja að vonum til mikils skyldleika við íslendinga." - Leiddist þér aldrei að dvelja svo lengi erlendis? „Ég fann aldrei mikið fyrir því, en þótti auðvitað slæmt að geta ekki kornið nema örsjaldan til íslands til að heilsa upp á mína nánustu. Maður safnar ekki auði í Svíþjóð, og í þau fáu skipti sem ég fór með fjölskylduna heim varð ég að vinna allan tímann fyrir ferðinni. Mitt frí var þá fólg- ið í að fara til íslands til að vinna. Ég vil ekki missa tengslin við mína gömlu deild f Eskilstuna, og í sumarleyfi mínu í fyrra fór ég þangað til að vinna. Það sama ætla ég að gera í sumar. Þar var alltaf góður andi og þar á ég marga góða vini og kunningja. Slíkt er mikls virði, og því vil ég halda þeim tengslum áfram." EHB

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.