Dagur - 10.02.1990, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Laugardagur 10. febrúar 1990
bílor
Citroen BX19 4x4
Citroen BX 4x4 - athyglisverður bíll.
Citroen hefur löngum farið
ótroðnar slóðir í bílaframleiðslu
og var fyrirtækið eitt hið fyrsta til
að taka upp framhjóladrif. Vökva-
fjöðrun fylgdi svo í kjölfarið á 6.
áratugnum með DS bílnum, sem
þótti nokkuð nýstárlegur á þeim
tíma, að ekki sé nú meira sagt.
Það er því vonum seinna að
Citroen slengir fjórhjóladrifi
undir einhvern bíla sinna, eink-
um þegar horft er til þess að
PSA-samsteypan sem á bæði
Citroen og Peugeot hefur tals-
verða reynslu í smíði fjórhjóla-
drifsbúnaðar sem notaður hefur
verið í ýmsar gerðir Peugeot.
(Reyndar fengust hér á árum
áður sérsmíðuð eintök af Citroen
Méhari með drifi á öllum, en sá
bíll var eiginlega plastbaðkar á
hjólum, meira að segja var svelg-
ur í honum miðjum svo hægt væri
að skola hann að innan með
garðslöngunni.)
Citroen valdi að útbúa BX bíl-
inn með fjórhjóladrifi enda e.t.v.
líklegasta söluvaran, með þannig
búnaði. BX-inn kom fyrst á
markað 1982 og er því orðinn
gjafvaxta um þessar mundir.
Hann var upprunalega 5 dyra
fólksbíll, þ.e. með afturhlera, en
skutbíll, sem heitir Evasion kom
á markað 1985. Hann var fyrst
kynntur með fjórhjóladrifi haust-
ið 1988 og báðar gerðirnar,
fólksbíll og skutbíll fást nú með
þeim búnaði hér á landi.
Citroen BX er auðþekktur á
útlitinu og þó hann sé kominn
nokkuð til jára sinna ber hann
aldurinn allvel í samfélagi vind-
strokinna bíla síðustu ára og seg-
ir það sitt um hönnun hjá Citro-
en. BX Evasion er rúmgóður
bíll, einkum er farangursrýmið
ríflegt og létt í umgengni. Rúmt
er um farþega í fram- og aftur-
sætum og framsætin eru sérlega
góð. Frágangur í frönskum bílum
hefur stundum verið óþarflega
hroðvirknislegur, en Frökkum
hefur farið talsvert fram að þessu
leyti síðustu árin og frágangur í
BX-inum virtist góður. Plastið
sem notað er í innréttinguna hef-
Umsjón:
Úlfar
Hauksson
ur þó á sér óþarflega „ódýrt“ yfir-
bragð, en það er sammerkt bílum
frá PSA-fyrirtækinu. Innréttingin
er annars notadrjúg og áklæði og
bólstrun ágæt. Stjórntækin eru
vel staðsett og vinna flest ágæt-
lega.
Aksturseiginleikar Citroen BX
19 4x4 eru svo alveg sérstakur
kapítuli. Það er nú rétt að játa
strax að ég hef aldrei fallið alveg
fyrir eiginleikum fjöðrunarkerfis-
ins í Citroen. Vökva- og loft-
fjöðrunarkerfið er þó að mörgu
leyti afar fullkomið en jafnframt
einfalt, gagnstætt rafeindastýrð-
um fjöðrunar- og demparabún-
aði, sem nú er að finna í ýmsum
bílum undir samheitinu gáfuð
fjöðrun (Intelligent Suspension).
Fjöðrunin í BX bílnum sem ég
ók átti auövelt með ótrúlegustu
holur og mishæðir, en smáir
steinar og skarpar ójöfnur slá aft-
ur á móti í gegn og hrista yfir-
bygginguna að minnsta kosti til
jafns við það sem gerist í bílum
með hefðbundna fjöðrun. Yfir-
burðirnir í þægindum koma aðal-
lega í Ijós á afspyrnu vondum eða
góðum vegum, íslenskur með-
almalarvegur með grófri möl og
skörpum holum er e.t.v. ekki
kjörlendi fyrir fjöðrunina í Citro-
en. Hins vegar eru aðrir kostir
sem e.t.v. vega upp þennan veik-
leika ef veikleika skal kalla og
það er hæðarstillingin, sem gerir
ökumanni kleift að bæta 8 cm við
venjulega fríhæð bílsins og það
er ekki gagnslaust í bíl með fjór-
hjóladrifi. Reyndar verður bíll-
inn skrambi hastur í efstu still-
ingu enda ekki reiknað með því
að langt eða hratt sé ekið með
þeim hætti. Handfangið fyrir
hæðarstillinguna sem er milli sæt-
anna, er svolítið stirt í notkun en
venst nokkuð vel.
Vélin er gamla góða 1,9 lítra
vélin, sem skilar 107 hö. við 600Ö
sn/mín. Drifhlutfallið er lágt og
með hjálp þess er BX-inn nökk-
uð snaggaralegur í innanbæj-
arakstri. Vélin hefur allgott snún-
ingsvægi á litlum snúningshraða,
sem hæfir fjórhjóladrifsbíl ágæt-
lega. Hið lága drifhlutfall hefur
hins vegar í för með sér aukinn
snúningshraða vélarinnar á
venjulegum ferðahraða, sem
þýðir meiri hávaða.
Reyndar þótti mér BX-inn
nokkuð hávaðasamur á vegi og
óþarflega mikið tíst og marr í
innréttingunni. Þess ber þó að
geta að bíllinn var á grófum hjól-
börðum á auðum vegunum, og
að auki var utn að ræða bíl sem
fengið hafði til tevatnsins í ótölu-
legum fjölda reynsluferða um
land allt.
Drifbúnaðurinn er hins vegar
sérlega skemmtilegur og vinnur
mjög vel. Urn er að ræða sídrif
þar sem átakinu er í venjulegum
akstri dreift 53:47% milli fram-
og afturhjóla, í samræmi við
þyngdardreifingu bílsins. Hægt
er að læsa drifinu milli fram- og
afturhjóla og dreifist þá átakið
50:50. Ennfremur er afturdrifið
með læsingu. Þegar búið er að
læsa öllu og setja bílinn í hæstu
stöðu með vökvakerfinu er hægt
að komast ýmislegt á Citroen BX
4x4 sem tæpast er bjóðandi öðr-
um fólksbílum.
Aksturseiginleikar bílsins eru
annars góðir, enda fjöðrunin og
fjórhjóladrifið til þess fallið að
gera hann stöðugan á vegi. BX-
inn er nær hlutlaus í beygjum,
(þ.e. skríður jafnt út að framan
og aftan) ef ekið er á fullri
inngjöf, eða ef slegið er af í
beygju. Annarseru eiginleikarnir
öruggir og nákvæmt vökvastýrið
eykur enn frekar á öryggistilfinn-
inguna.
Bremsurnar eru nokkuð óvenju-
legar í Citroen BX. Þær eru
knúnar þrýstilofti og vökva og
fetillinn í gólfinu svarar ástigi
með óvenjulegum hætti, því að-
eins þarf lauflétt ástig til að
bremsurnar taki á. í fyrstu virðist
erfitt að stjórna bremsuvirkninni
en þetta venst bara fljótt og vel
og bremsurnar eru mjög góðar.
Citroen BX 4x4 er álitlegur
kostur fyrir þá sem vilja fjór-
hjóladrif. Drifbúnaðurinn er
mjög góður, vélin seig og
fjöðrunin gefur verulega mögu-
leika í ófærð umfram marga aðra
fjórhjóladrifna fólksbíla. Þetta er
rúmgóður bíll og þægilegur eink-
um fyrir þá sem kunna vel að
mcta óvenjulega eiginleika vökva-
og loftfjöðrunarinnar.
Gerð:
Citroen BX 4x4, 5 dyra fólksbíll, vél að framan, drif á öllum
hjólum.
Vél og undirvagn:
4ra strokka, fjórgengis bensínvél, vatnskæld, slagrými 1905
cm, borvídd 83,0 mm, slaglengd 88,0 mm, þjöppun 9,3:1, 107
hö. við 6000 sn/mín., 156 Nm við 3000 sn/mín., einn tvöfaldur
blöndungur, yfirliggjandi knastás.
Drif á öllum hjólum, sídrif með læsanlegu mismunadrifi milli
fram- og afturáss, læsanlegt drif í afturás, 5 gíra gírkassi. Sjálf-
stæð fjöðrun að framan með þríhyrndum örmum að neðan, Mc-
Pherson leggur að ofan, vökva- og loftfjöðrun, jafnvægisstöng.
Að aftan sjálfstæð vökva- og loftfjöðrun, langsarmar og jafn-
vægisstöng.
Vökvastýri, aflhemlar, diskar að framan og aftan, handbremsa á
framhjólum.
Hjólbarðar 165/70 R 14 T, eldsneytisgeymir 66 lítra.
Mál og þyngd:
Lengd 439,9 cm; breidd 168,2 cm; hæð 143,1 cm; hjólahaf
265,5 cm; sporvídd 142,0/136,4 cm; eigin þyngd 1208 kg; há-
marksþyngd 1.700 kg.
Framleiðandi: Automobiles Citroen, Frakklandi.
Innflytjandi: Glóbus hf., Reykjavík.
Umboð: Bílaverkstæði Gunnars Jóhannssonar, Akureyri.
Verð: Ca. kr. 1.550.000,-
Þu þekkir ekki Braga
fyrr en þú hefur prófað
Santos-blönduna!
Kafnbrennsla Akureyrar nf.
.