Dagur - 10.02.1990, Síða 16

Dagur - 10.02.1990, Síða 16
Akureyri, laugardagur 10. febrúar 1990 Mikið úrval af kjötvörum frá: Kjötiðnaðarstöð KEA, Goða, Bautabúrinu, S.S., Búrfelli og fleirum. TilboÖ: Fantaappelsín 2 I 99 kr. Bjúgu kg... 468 kr. Egg 1 kg ...... 275 kr. Tryppabjúgu kg . 327 kr. Kartöflur 2 kg í poka . 199 kr. Verslunin ÞORPID Móasíðu 1 • Sími 27755. Opið alla daga vikunnar frá kl. 8-23.30. Heimsendingar- þjónusta. E Síðastliðna viku hefur staðið yfir barnavika hjá Hjálpræðishernum. Á fimmtudagskvöldið klæddust börnin ýmsum höttum og hlýddu á sögur og sungu. Mymi: kl Kaupfélag Eyfirðinga: Atimgað með sameiningu Véladeildar og Þórshamars Meöal þess sem nú er í athug- un til aukinnar hagkvæmni í rekstri Kaupfélags Eyfirðinga er að sameina rekstur Véla- deildar og bifreiðaverkstæðis- ins Þórshamars hf. á Akureyri. Véladeild KEA er sem kunn- ugt er til húsa að Óseyri 2 en Þórshamar hf. er við Tryggva- braut. Kaupfélagið á unt tvo þriðju hluta í Þórshamri. Að sögn Magnúsar Gauta Gautasonar, kaupfélagsstjóra, hefur að undanförnu verið þreif- að á þeim möguleika að sameina rekstur þessara tveggja fyrirtækja og segir hann að vonir séu til að línur skýrist síðar í þessum mán- uði. Magnús Gauti segir að menn telji að með sameiningu fyrir- Tvö félög á Húsavík samþykkja kjarasamninginn: Víða dræm mæting til afgreiðslu samninganna - Sveinafélag járniðnaðarmanna frestaði afgreiðslu þeirra Verslunarmannafélag Húsa- víkur og Byggingamannafélag- ið Árvakur samþykktu kjara- samningana samhjóða í báðum félögunum, en Sveinafélag járniðnaðarmanna frestaði afgreiðslu þeirra í fyrrakvöld, eftir að Snær Karlsson, fram- Akureyri: Betra að gera upp bifreiðagjöldin Lögreglan á Akureyri liefur enn ekki fengið tilmæli um aðgerðir vegna þeirra bifreiða- eigenda sem skulda gjöld vegna bifreiða sinna. í nokkr- um lögregluumdæmum lands- ins hafa staðið yfir aðgerðir vegna slíkra skulda og hafa margir bifreiðaeigendurnir þurft að sjá á eftir númerum sínum. Varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri sagði í samtali við blað- ið að búast mætti við aðgerðum vegna þessara skulda á næstunni. Bifreiðaeigendur mættu því ekki reikna nteð því að koniast upp Helgarveðrið: Stíf norðanátt og snjókomaámorgun „Ég er ansi hrædd um að hann sé að snúast í norðanátt hjá ykkur núna,“ sagði Unnur Ólafsdóttir, veðurfræðingur, þegar spurt var um veðurútlit- ið um helgina á Norðurlandi. Unnur segir þó að í dag geti orðið norðaustlæg vindátt, nokk- uð hæglátt veður án mikillar úrkomu. „Aftur á móti er ég hræddari um að á morgun og næstu daga geti hert á norðanátt- inni með snjókomu og þannig staðið næstu þrjá dagana. Það er því greinilega snjókoma á leið- inni til ykkar,“ sagði Unnur. JÓH með skuldir sínar þrátt fyrir að aðgerðir séu ekki hafnar. Betra væri því fyrir skuldara að greiða fljótt eftir helgina til að komast hjá óþægindum. JÓH kvæmdastjóri verkalýðsfélag- anna hafði kynnt efni þeirra á sameiginlegum fundi félag- anna þriggja. Santningarnir verða teknir til afgreiðslu hjá járniðnaðarmönn- um fyrir 16. feb. en fáir þeirra mættu á fundinn í fyrrakvöld og því var ákveðið að freista þess að fá stærri hóp til að afgreiða samn- ingana, en enginn ágreiningur var unt afgreiðsluna hjá þeim fáu sem komu á fundinn. Að sögn Snæs var mætingin á fundinn mis- jöfn frá félögunum, best var mæt- ing hjá byggingamönnum, um 20% félagsmanna. „Það verður að segjast eins og er að þessi inæting er í lægra lagi, en þetta er dæmigert um allt land, að það eru kannski 10% félagsmanna sem mæta til afgreiðslu samning- anna,“ sagði Snær. Aðspurður sagði Snær að hann túlkaði þessa dræniu mætingu á fundina þannig að fólk áliti að ekki yrði betur gert en þarna væri lagt til og mæti það svo að samningurinn væri ekki í neinni hættu, hann yrði samþykktur og því óhætt að hafa ekki mikil afskipti af málinu. Snær sagði það umhugsunar- efni hvort breyta ætti afgreiðslu samninga, frá þessari gömlu hefð að afgreiða þá á félagsfundi, hvort nota ætti félagsfundina til kynningar en láta síðan fara fram allsherjaratkvæðagreiðslu. IM tækjanna náist frant hagræðing og sparnaður. „Sparnaður myndi væntanlega nást fram í ntanna- haldi, húsnæði og ýmsum föstum kostnaði.“ óþh Sleipnismenn í verkfall á ný - heimilt að ljúka ferðum sem hafnar eru Fimm daga verkfall félaga í Bifreiöastjórafélaginu Slcipnir skall á á miðnætti í nótt. Éftir árangurslausan sáttafund með viðsemjcndum hjá Sáttasemj- ara ríksins fyrir helgi var ákveðið á félagsfundi að halda til streitu að stöðva vinnu nú. Þrátt fyrir þetta mun rúta Norðurleiðar til Reykjavíkur fara á réttum tíma í dag þar sem svo er litið á að ferðum, sem hafnar eru fyrir verkfall, megi ljúka, en heimastöð Norðurleið- ar er í Reykjavík. Eftir þessa ferð leggjast ferðir Norðurleiðar hins vegar niður meðan á verk- falli stendur. Þá héldu tveir langferðabílar frá Sérleyfisbílum Akureyrar til Reykjavíkur í gær f leiguakstri. Þeirra er von til baka á sunnudag og mun sú áætlun standast af ofangreindum ástæðum, þ.e. heimilt er að Ijúka ferð sem hafin er fyrir verkfall. Að sögn Gunn- ars Guðntundssonar hjá Sérleyf- isbílum Akureyrar sjá þeir fram á að geta sinnt bæði áætlunarferð- um til Mývatns og með skíðafólk, sem og þeim leiguferðum sem lofað hefur verið í næstu viku þrátt fyrir verkfall. VG Tuttugu og átta ára gamall námsmaðiir frá Kristnesi í Eyjafirði, Jens Kristjánsson, hefur haslað sér völl sem kvik- myndatökumaður í Banda- ríkjunum. Hann hefur nú unnið til Student Emmy verð- Iauna ásamt öðrum nemanda og einum kcnnara í University of Mississippi fyrir stutta heimildarmynd um fisk- vinnslu í Bandaríkjunum, eða tiltekið fyrirtæki sem er með höfuðstöðvar í Flórída en vinnslu í Mississippi. Verð- launin, sem eru veitt af sama aðila og veitir Emmy verð- laun fyrir sjónvarpsþætti, verða afhent í hófi í Los Angeies 11. apríl. Jens sagðist í samtali við Dag ekki vera viss urn að hann fengi Emmy styttu í hendur því verð- launin miðast við höfund eða Stúdent úr MA gerir það gott í Bandaríkjunum: Fær Student Emmy styttu fyrir heimildarmynd um fiskvmnslu hliðstæð viðurkenning og Emmy verðlaun fyrir sjónvarpsþætti framleiðanda myndarinnar. Þáttur hans í heimildarmynd- inni var kvikmyndun og klipp- ing, en hann cr þó einn af þrem- ur aðstandendum myndarinnar. Aðspurður sagði Jens að þessi Student Emrny verðlaun fyrir myndina ættu sér nokkuð langan aðdraganda, Fyrst var hún send af skölanunt í sam- keppni innansveitar, ef svo má segja, og síðan í fleiri keppnir uns hún bar sigur úr býtum í aðalkeppninni, eða „National Competition". Þar með var ljóst að myndin fengi verðlaun hjá Academy of Television Arts and Seiences, sem er santa stofnun og veitir hin eftirsóttu Emmy verðlaun fyrir sjónvarps- þætti. Hér er um að ræða Emmy verðlaun meðal skóla og ftillu nafni heita þau: The llth. Annual Frank O’Connor Mem- orial Collage Television Awards, en til hægðarauka eru þau kölluö Student Emmy. Jens vann hjá einkasjón- varpsstöð í Memphis með nám- inu en hann útskrifaðist úr skólanum sl. vor. Þá fékk hann Jens Kristjánsson. vinnu hjá sjónvarpsstöð í Reno Ncvada sem myndatökumaður. í Bandaríkjunum eru óhemju margar sjónvarpsstöðvar á mis- stórum markaðssvæðum. Svæð- in eru 250 og cr þeim skipt cftir fjölda heimila sem ná útsend- ingu viðkomandi stöðvar. Reno er að markaösstærð 119 en það er draumur llestra að vera frá 1- 40, en þar eru miklir peningar í spilinu. Stærsta svæðið er í New York. „Nei, ég er ckki á leiðinni til Akureyrar og sé lítinn tilgang í þvi að koma til íslands í bráð. Ef ég fæ áframhaldandi atvinnu- leyfi býst ég við aö vera hér í Reno í tvö ár og reyna síðan að komast á stærri sjónvarpsstöð. Fái ég ekki leyfið get ég haldið áfram í skóla og tekið „masters“ gráðu í fjölmiðlun og unnið með skólanum," sagði Jens í samtaji við Dag. SS

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.