Dagur - 14.03.1990, Page 1

Dagur - 14.03.1990, Page 1
73. árgangur Akureyri, miðvikudagur 14. mars 1990 51. tölublað Aiít fyrír errabudin j ■ HAFNARSTRXTI 9? 60? AKUREYRI SIMI 9676708 BOX 397 Umboð Happdrættis Háskólans á Akureyri: Sex imUjónir króna á miða númer 20589! - annar aðili fær 2 milljónir á sama nr. Akureyringar duttu heldur betur í lukkupottinn í gær þeg- ar dregið var í þriðja flokki Happdrættis Háskóla Islands. Tveggja milljóna króna vinn- ingur koin á miða númer 20589. Með þessu númeri er einn fimmfaldur trompmiði, sem reyndar er ekki endur- nýjaður á Akureyri og fjórir einfaldir, sem hins vegar allir eru endurnýjaðir hjá umboði happdrættisins á Akureyri. Akureyri: Viiumslys í Krossnesi Vinnuslys varð í Krossanes- verksmiðjunni í gær. Smiður sem þar var við vinnu féll nið- ur um op á lofti á að giska fjóra metra. Hann var fluttur á sjúkrahús, en undir kvöld var ekki vitað hversu alvarleg meiðsli hans væru. Lögreglunni á Akureyri var tilkynnt um vinnuslysið um kl. 15.10. Tildrög slyssins voru þau að tveir menn unnu við að brjóta gat á steinsteypt loft. Annar mannanna vann við logskurð en hinn við múrbrot. Stykkið sem mennirnir unnu við að brjóta var þrír sinnum sex metrar að stærð. Engum togum skipti að það losnaði skyndilega og sá mann- anna scm vann við múrbrotið missti lofthamarinn og datt nið- ur um gatið. Fallið var um fjórir metrar. Maðurinn missti ekki meðvitund og kvartaði undan sársauka í fótum og baki. óþh Hláka framundan? Tjón á hús- eignum mjög algeng Skyndilegt skýfall eða asa- hláka, svo mikil að niðurföil nái ekki að flytja vatnið í burtu, eru þau skilyrði sem þurfa að skapast ef trygging- arfélög eiga að teljast bóta- skyld vegna tjóna af völdum vatns sem flæðir inn í íbúðir. Hér eru þó undanþegin tjón vegna vatns sem flæðir inn í íbúðir af svölum eða frá þak- rennum cn slík tjón eru afar algeng þegar snjó tekur að leysa. Vorið er á næsta leiti og má því búast við að rnargir verði fyrir því að bráðinn snjór flæði inn í híbýli. Nánar er fjallað um tjón af þessum sökum og hvern- ig tryggingarfélögin taka á þeim á bls. 2 í Degi í dag. VG Þessa fjóra einföldu miða eiga tveir aðilar á Akureyri. Annar þcirra á þrjá einfalda iniða, sem gefa sex milljón króna vinning. Hinn lukkulegi vinningshafinn fær tvær milljónir króna í sinn hlut. „Við náðum þarna í það heila í átta milljónir, sem telja verður mjög gott," sagði Jón Guðmunds- son, umboðsmaður Happdrættis Háskólans á Akureyri í gær. „Það er ánægjulegt þegar svo stórar upphæðir koma í hlut Akureyringa og má af þessu sjá að Happdrætti Háskólans er væn- legast til vinnings," sagði hann. óþh Dráttarvél í vetrardvala. Mynd: KL Frystihús KEA í Hrísey: Vinnsla og pökkun á fiski fyrir breska fyrirtækið Marks & Spencer í næsta mánuði hefst hjá frysti- húsi KEA í Hrísey pökkun á fiski í neytendaumbúðir fyrir breska stórfyrirtækið Marks & Spcncer. Að sögn Jóhanns Þórs Halldórssonar, útibús- stjóra í Hrísey, verður fram- - pökkunarlína sett upp í næsta mánuði leitt og pakkað í neytenda- umbúðir þannig að frá Hrísey fer fiskurinn beina leið í dreif- ingu í matvöruverslanir í Bret- landi. „í þetta notum við aðeins gæða hráefni, Við höfum framleitt fiskstykki fyrir þetta fyrirtæki síðan í haust en þaö sem nú breytist er að við byrjum að pakka í smásölupakkningar hér í Hrísey. Vinnslulína verður sett upp og byrjað að pakka í byrjun næsta mánaðar," segir Jóhann Álmenn og ráðherra undirrita yfirlýsingu: Hagkvæmiiiathuganir liggja sem fyrr til grundvailar staðsetning álvers ákveðin í maí I gær undirrituðu Jón Sigurðs- son iðnaðarráðherra, fyrir hönd ríkisstjórnar íslands, Paul E. Drack, aðalforstjóri Alumax, Per Olof Aronson, forstjóri Granges, og Max Kocker, forstjóri Hoogovens Aluminium, sameiginlega yfir- lýsingu um ásetning að Ijúka byggingu nýs álvers hér á landi. Með undirritun yfirlýs- ingarinnar er þátttaka Alumax í Atlantal-verkefninu formlega staðfest. í tilkynningu frá iðnaðarráðu- neytinu kemur m.a. fram að aðil- ar lýsa sig reiðubúna til að eign- ast hlutabréf í hinu nýja álveri sem hér segir: Alumax 30-40%, Granges 25-35% og Hoogovens 25-35%. Þá kemur fram að iðnaðarráð- herra og Atlantal-hópurinn stefna að því að taka ákvörðun um stað- setningu nýs álvers fyrir lok maí 1990 og stefnt er að því að ljúka öllum samningum fyrir 20. sept- ember. Iðnaðarráðherra mun Ieggja fram frumvarp til heimild- arlaga fyrir Alþingi í október næstkomandi með það að mark- miði að fá samþykki þingsins fyr- ir árslok 1990 og fyrir sama tíma munu fyrirtækin afla samþykkis viðeigandi stjórna. „Til grundvallar þeim samn- ingaviðræðum sem í hönd fara liggja m.a. þær hagkvæmniathug- anir og könnunarviðræður sem þegar hafa farið fram. Gert verð- ur sérstakt samkomulag um mengunarvarnir, en iðnaðarráð- herra hefur nýlega skipað sér- stakan starfshóp til að vera sér til ráðuneytis um þau efni í sam- vinnu við hið nýja umhverfis- ráðuneyti," segir orðrétt í til- kynningunni. SS Þór. Milliliður í þessum viðskiptum er Sambandið. Hjá Þróunarstöð Sanibandsins hefur pökkun á fiskstykkjunum farið fram frá því í haust en nú telst þessi vinnsla komin af þróunarstigi og því ákveðið að fíytja hana í frystihús- ið í Hrísey. Jóhann Þór segir að þrátt fyrir að pökkunin bætist nú við þurfi ekki að fjölga fólki. Hins vegar bæti hún nýtingu á því húsnæði og vélum sem fyrir eru. í frysti- húsið í Hrísey verða keyptar nýj- ar vélar fyrir pökkunina og kem- ur ein þeirra erlendis frá. Aðeins verður notaður þorskur í þessa vinnslu og verða fiskstykkin í nokkrum stærðum. í upphafi var samið um ákveð- ið magn af fiski sem flutt verður út. Sá samningur spannar nær allt þetta ár og mun af reynslu þess- ara viðskipta verða tekin ákvörð- un um hvort framhald verður á framleiðslunni. JÓH Refaskálinn í Ytra-Holti: Svars Landsbanka við til- boði hestamanna að vænta „Þaö er ekki kontin niöur- staða, en þessu verður svarað innan tíðar,“ sagði Gunnar Sólnes, lögfræðingur á Akur- eyri, spurður um hvað liði svari Landsbanka íslands við tilboði svarfdælskra hesta- manna um kaup á refaskála í landi Ytra-Holts við Dalvík. Gunnar hefur haft með málið að gera fyrir hönd Landsbank- ans. Landsbankinn eignaðist jörð- ina Ytra-Holt og refaskála, sem þar er, á uppboði undir lok síð- asta árs. Ytra-Holt og fasteignir á jörðinni voru áður í eigu loðdýra- búsins Pólarpels, sem úrskurðað hefur verið gjaldþrota. Gunnar sagði að um væri að ræða tvo aðila sem sýnt hefðu áhuga á kaupum í Ytra-Holti. Annars vegar hefðu hestamenn í Hestamannafélaginu Hring gert tilboð í refaskálann, með það fyr- ir augum að innrétta þar hesthús, og hins vegar hefði Dalvíkurbær sýnt áhuga á því að kaupa jörð- ina. Samkvæmt upplýsingum Dags bjóða hestamenn átta og hálfa milljón króna í refaskálann. óþh

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.