Dagur


Dagur - 14.03.1990, Qupperneq 5

Dagur - 14.03.1990, Qupperneq 5
Miðvikudagur 14. mars 1990 - DAGUR - 5 og rekstrarleg reynsla, til að virkja ný svið. Ekki skal dregin fjöður yfir það að veitt hefur verið fjármagni til nytsamra hluta til þessa svæð- is, sem annarra svæða, úr Byggða- sjóði. Guðmundur Óskarsson, höf- undur skýrslunnar, bauð fram aðstoð sína við Framkvæmda- stofnunina, en því boði var hafnað. Ekki hefur verið fyrir hendi slík „fyrsta stigs aðstoð“ í þeim stofnunum, sem fengist hafa við byggðaþróun hingað til. í þessum stofnunum hafa ekki verið tæknimenntaðir menn, sem gátu skoðað viðfangsefnin í réttri vídd, áður en kom til fram- kvæmdaáforma. Hafi hins vegar hallast á fjárhagslega m.a. vegna rangra úrræða og þekkingarleysis hafa þessar stofnanir haft á að skipa her vandamálafræðinga, sem aldrei hafa fengist við rekstur, með eigin hendi. íbúum fækkað um 30,1% Hér erum við komin að grund- vallarvanda opinberra aðgerða í byggðamálum. Pað hefur ekki staðið á að básúna út vandann, án þess að benda á leiðir. Petta er miður drengilegt kaffibollaspjall. Á tímabilinu frá 1973-1989 hefur íbúum Norður-Þingeyjar- sýslu fækkað um 633 íbúa eða 30,1%. Það þarf að leita víða í landinu til að finna slíka fólks- fækkun. Það þarf því ekki að undra þótt einhverjum detti í hug að ekki sé „púkkandi1' upp á slík- ar byggðir. Menn spyrja og jafn- vel þeir, sem lifa á byggðavand- anum, að nú sé komið að því að létta byrðinni af þjóðarbúinu, með því að hætta að halda óarð- bærum svæðum í byggð. Slík sjónarmið komu greini- lega fram í nýárshugvekju há- skólarektors í Bústaðakirkju á síðasta nýársdag. Hann taldi byggðaaðgerðir svo frekar á þjóðarjötunni, að það héldi menntageiranum í svelti. Hann átti þau úrræði að hætta búsetu í jaðarbyggðum. íbúar þeirra gætu lifað á sölu veiðileyfa, eftir að fiskveiðum hefði verið kvóta- skipt á milli landshluta. Þetta taldi hann hagkvæmara fyrir þjóðarbúið, en að láta þetta fólk stunda atvinnu sína á kostnað skattþegnanna. Ekki þarf að efa að þetta eru hugsuð orð hjá þess- um ágæta háskólarektor. Hætt er við að þetta sé hugur margra og jafnvel almenn skoðun vissra hópa manna, sem sækja sitt í ríkisjötuna á þurru. Pólitískar skottulækningar Eitt sinn á ferðum mínum um Norðurland, í samstarfi við starfsmenn Framkvæmdastofn- unar ríkisins, var komið á Kópa- sker m.a. til að ræða hafnarmál. Einum hinna „sérfróðu“ datt það ráð í hug að flytja fólkið á Kópa- skeri í íbúðablokk, sem þá var auglýst til sölu í nágrannasveitar- félagi Reykjavíkur. Þessi ágæti maður fékk þá „undirvísingu“ á Kópaskersfundinum, svo að hann var margs fróðari um að 200 íbúar Kópaskers leggðu meira í þjóðarbúið, en ef þeir væru dag- launamenn og skrifstofuþjónar á höfuðborgarsvæðinu. Á síðasta Kópaskersfundi voru enn færðar sönnur á að byggðin við Öxarfjörð hefði hlutverki að gegna. Hitt er jafnljóst að bið- lund Byggðastofnunar er að bresta, því að „kvoðan" er tak- mörkuð og víða brenna eldar byggðaeyðingar, sem þarf að hefta. Pólitískar skottulækningar eiga sér takmörk. Handabaka- vinnubrögðin, duga ekki lengur. Ráðamenn, Framkvæmdastofn- un og síðar Byggðastofnun hafa brugðist fyrirheitum. Þau hafa reynst mýrarljós í byggðamálum Norður-Þingeyinga, og þótt víðar sé Ieitað. Grafíð og gleymt í áður nefndum formála for- stöðumanns áætlunardeildar, með byggðaþróunarskýrslunni segir ennfremur: „Þarf að fullvinna áætlanir um rekstur, framkvæmdir og fjárhag einstakra áformaðra eininga, ásamt tilheyrandi hönnun mann- virkja. Að mestu þarf það starf að fara fram á vegum hlutaðeig- andi eignar- og rekstraraðila en unnt er að veita þeim uppörvun og aðstoð á grundvelli þess undir- búnings, sem áætlunarstarfið hef- ur falið í sér.“ Þetta eru góð orð sögð á þroskaárum byggðaþróunarað- gerða á íslandi, en eru nú grafin og gleymd. Umrædd áætlun var hugsjón- armál Gísla Guðmundssonar, al- þingismanns, frá Hóli á Langa- nesi, sem treysti á opinberar • byggðaaðgerðir og hlutverk Framkvæmdastofnunar ríkisins. En hver er raunin? Á Kópaskeri var eitt traustasta kaupfélag landsins. Það var lífs- starf þeirra feðga Björns Krist- jánssonar frá Víkingavatni og Þórhalls sonar hans. Nú heyrast fréttir um gjaldþrot þessa forystu kaupfélags. Gullkistan Eitt sinn átti ég, ásamt oddvitum sveitanna við Öxarfjörð, viðtal við forstjóra Framkvæmdastofn- unar ríkisins, varðandi jarðhita- leit í Öxarfirði. Ég hafði orð fyrir þeim og sagði að þar færu menn, sem sætu á gullkistu. Eftir á að hyggja ér þetta ekki ofmælt. Það furðulega er að ekki fæst fé til nauðsynlegra rannsókna, fyrr en eftir dúk og disk og það með herkjum. Vitað er um lífrænt gas, sem gæti verið fyrirboði olíu í dýpri jarðlögum. Ékki er fé til þessa verkefnis, fyrr en einhvern tíma um síðir, ef til vill. Fari svo að þarna sé um auð að ræða getur Öxarfjörðurinn orðið ein auðug- asta byggð landsins. Á öllu svæð- inu frá Auðbjarnarstaðarbrekku og úl í Núpasveit eru frábær skil- yrði til fiskiræktar og annarra nytja jarðhitans. Við Öxarfiörð og austur í Þist- ilfjörð eru ein bestu sauðfjár- ræktarsvæði landsins, þar er nægilegt beitiland. Með skyn- samlegri landbúnaðarpólitík, þar sem landkostir til beitar verði látn- ir ráða um skiptingu framleiðslu- réttar í sauðfjárrækt, má skapa þarna skilyrði til sauðfjárbúskap- ar á fyrri vísu. Útgerð frá Kópaskeri verður að vera við liæfi vegna erfiðra hafnarskilyrða og heimamiða. Hér verður að hjálpa fólki til sjálfsbjargar og sjálfsvirðingar varðandi endurhæfingu fyrir- tækja, sem miðist við skynsamleg skilyrði. Þetta er kjörið hlutverk iðnráðgjafa og Byggðastofnunar á Akureyri. Þjóðhættuleg skammsýni Við skulum varast að búa til byggðaeyður í landinu af manna- völdum. Vitað er um mikinn jarðhita í Öxarfirði og ókannaðir eru aðrir möguleikar. Fari þessi byggð í órækt af mannavöldum myndast eyða í byggð. Á tímum frjálsra eignarskipta milli landa geta byggðir lent með ódýrum hætti í klóm útlendinga. Þannig getur þjóðin misst góða landkosti í hendur útlendinga, fyrir ein- skæran aulahátt og skammsýni. Kassasjónarmið skammsýnna manna er ekki byggðastefna. Fjárhagsleg slys, vegna ónógs eigin fjár, eru ekki einsdæmi á Kópaskeri eða óvænt óhöpp, vegna mannlegra mistaka. Þetta gerist víða í landinu og þykir ekki athugavert. Þeir tímar eru nær en margan grunar, að fiskiræktin blómstri á ný. Það væri þjóðhættuleg skammsýni að deyða framtak í þeim byggðum, sem búa yfir miklum guðsgjöfum á sviði land- kosta. Það koma tímar, þegar enginn vill kannast við að hafa kveðið ragnarrök yfir byggðum Noröur- Þingeyjarsýslu. Hver byggð á tvenna tíma. Áskell Einarsson. Höfundur cr (ranikvicnuliisljóri Fjórö- ungssainbands Norölcndinga. Gleymið ekki að gefa smáfuglununt. POSTSENDUM Fermingarfötin crföthcsM JHNfK •iirn , * fernninð0 herrunn HERRADEILD Gránufélagsgötu 4 Akureyri • Sími 23599 VISA É

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.