Dagur - 16.03.1990, Síða 4

Dagur - 16.03.1990, Síða 4
4 - DAGUR - Föstudagur 16. mars 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), KÁRI GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRfMANN FRlMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Óvissa í atvrnnu- málum við Ejjaförð Það er kunnara en frá þurfi að segja að atvinnuör- yggi er forsenda búsetu, jafnt í strjálbýli sem dreif- býli. Atvinnulífið er hornsteinn sem heimilin hvíla á, grundvöllur þjóðfélagsins. Akureyringar hljóta að spyrja sjálfa sig þeirrar áleitnu spurningar, hvert stefni í atvinnumálum bæjarfélagsins. Margt bendir til að atvinnumál við Eyjaförð standi á meiri krössgötum en um langt skeið, jafnvel allar götur frá því að seinni heims- styrjöldinni lauk. Mikils er um vert að ráðamönn- um bæjarfélagsins og öðrum, sem láta málefni atvinnulífsins til sín taka, auðnist að beina þróun- inni í þann farveg að til framfara horfi. Atvinnuleysi er nú meira en þekkst hefur um áratugaskeið á Akureyri. í bæjarfélagi af þessari stærð er það hið alvarlegasta mál að hátt á fjórða hundrað manns séu skráðir án atvinnu, fyrir utan þá sem aldrei fara á skrá. Við slíkt ástand verður ekki unað, hvorki til lengri né skemmri tíma. Ungt fólk, sem á framtíðina fyrir sér, hlýtur að fyllast vonleysi og missa kjark þegar ekki virðist vera þörf fyrir starfskrafta þess í heimabyggð. í slíkum kringumstæðum er ekki við því að búast að yngri kynslóðin horfi vongóð til þess að stofna heimili, reisa sér þak yfir höfuðið eða ráðast í aðrar framkvæmdir sem fjárfrekar eru. Þegar krosstré atvinnulífsins brestur er fátt til ráða, og ekkert annað en samstillt átak getur kom- ið í veg fyrir fólksflótta úr byggðarlögunum. Hvað er þá til ráða? Við Eyjaförð hefur frekar sig- ið á ógæfuhliðina í atvinnumálum undanfarin miss- eri. Orsakirnar eru fjölmargar, en ríkisstjórnin und- ir forystu Steingríms Hermannssonar hefur ráðist til atlögu við margar þeirra. Verðbólga er nú nán- ast horfin, vextir hafa lækkað og meiri stöðugleiki virðist framundan í efnahagsmálum. Þeir kjarasamningar sem nýlega voru gerðir milli aðila vinnumarkaðarins reynast vonandi traustir, og styðja enn vonir bjartsýnna manna um betri tíð framundan. Því er þó ekki að neita að nýjan kraft, nýtt afl, vantar í atvinnulíf héraðsins. Hallast margir að því að stóriðja og fullvinnsla sjávarafla séu lausnir sem muni skapa komandi kynslóðum atvinnu og lifibrauð. Ekki er bjart yfir þróun landbúnaðarmála, og útséð um að sjávarafli muni aukast að marki á næstu árum. Ráðamenn bæjarins, ríkisstjórn og Alþingis- menn verða að gaumgæfa þessi mál vel á næst- unni, því engu tækifæri má glata til að spyrna gegn þeirri óheillaþróun sem þegar er orðin staðreynd í byggð landsins; byggðaröskun og fólksflótta úr dreifbýli. EHB Bréfið frá börnunum í Bretaníu kom í þessu haganlega skrevtta umslagi sem ber listamönnunum fagurt vitni. Sýning fatlaðra barna í Frakklandi: Óskað eftir íslenskuni muniini Frá börnum í Bretaníu: Við erum í hópi ungra, franskra barna í sérskóla fyrir fatlaða og hreyfihamlaða. Pessi skóli er á Atlantshafsströnd Frakklands, nánar tiltekið í Bret- aníu. Rétt framan við skólann blasir við eyjan Groix sem er 15 ferkílómetrar að stærð og með tæplega 3000 fbúa. - Þangað för- um við stundum, og við njótum þess mjög að dvelja þar. Nú er í bígerð að setja upp eins konar skólasýningu sem á að fjalla um eyjar víðs vegar um heim. Sýningin mun standa dag- ana 4.-20. september á þessu ári og verða í menningarmiðstöð skólans. - Þarna verður um að ræða atriði úr landafræði, sögu, listum, jurta- og dýralífi, mann- lífi og tónlist - siðum og venjum . . . og á að heita „Milli hafs og himins, 10 eyjar, 10 systur". ísland er ein þeirra eyja sem við höfum valið til að fást við í þessu tilefni. Við leitum eftir gögnum frá íslandi og myndum verða þakklát ef þeir sem þetta lesa kæmu okkur til aðstoðar með því að senda okkur hvað- eina sem getur hjálpað okkur. - Við minnum á t.d. myndir, póstkort, frímerki, bækur, teikn- ingar eða landslagslýsingar í myndmáli og ýmislegt þess háttar. Þið sem þessu viljið sinna og fá að launum þakklæti okkar - vinsamlega skrifið og sendið efni til: „Le Petit Eléphant“ c/o Georges Le Dévéhat, Ecole du Centre de Kerpape BP 2126, 56321, Lorient Cedex France Um englakroppa Ritari S&S í Degi föstudaginn 9. mars sl., tekur upp hanskann fyr- ir „strákana okkar“. Hann varar okkur við að beina hatri gegn íslenska handboltalandsliðinu eftir að illa hafði gengið í nokkr- uin leikjum í Tékkoslovakíu. Mikið hafði ég gaman af að lesa þennan pistil og hjartanlega er ég sammáía höfundinum í því sem hann skrifar í upphafi grein- arinnar. Eitt er þó skrítið: ef það er engin ástæða til að „láta hatrið blossa upp“ þegar „strákarnir okkar“ standa sig illa - er þá nokkur ástæða til að „elska þá“ þegar þeim vegnar vel? Eru það ekki fjölmiðlarnir sem eiga stærsta þátt í þessum múgæsingi sem ranglega kallast „áhugi á íþróttum" og veldur því að ofsa- tilfinningar vakna hjá áhorfend- um íþróttamóta? Langflestir íslendingar þekkja engan leikmann í handbolta- landsliðinu persónulega. Hverjir vita um líf og starf þessara manna, og hverjir kæra sig um að vita það? En svo virðist sem frammistaða þeirra á mótum skipti margan meira rnáli en áhyggjur hversdagsins í eigin lífi, a.m.k. á meðan á keppninni „Ég vil taka undir þær raddir sem mæla með lagningu Dalsbrautar. Hún leysir það ófremdarástand sem nú ríkir við KA-svæðið og Lundarskóla. Mjólkursamlagsvegurinn er einnig nauðsyn að mínu mati og vel staðsettur í jaðri byggðarinn- ar. Einnig vil ég lýsa furðu minni stendur. Höfum eitt á hreinu: Það er ekki Island sem sigrar eða tapar í þessari keppni. Það eru einungis bestu keppendur á íslandi í þess- ari grein. Hvorki leggst skömm né heiður á þjóðina þegar keppn- in er unnin eða töpuð. Það væri heilsusamlegt að gera sér oftar grein fyrir því að við megum halda með þessum strákum sem fulltrúum okkar - en þeir eru nú bara ekki öll þjóðin. Sem full- trúar íslenska handboltans gera þeir sitt besta - eins og allir íþróttamenn. En þeir gera það aðallega af því að þeir eru íþróttamenn af hjartans náð. Varla geta þeir „barist fyrir þjóð- ina“ - það hljómar óþægilega mikið eins og áróður í einhverri styrjöld. Þeir berjast um sigur af því að þeir hafa gaman af því að keppa og eru frábærir íþrótta- menn. í lok pistilsins kemur svo tvö- faldi mórallinn, sem því miður ríkir hjá fjölmiðlum í þessum málum. Ritari S&S skrifar um þá „gömlu, þreyttu og þjáðu íþróttamenn, þrautpínda af sál- fræðihernaði pólska þjálfarans". Hvað í ósköpunum kemur það að ábyrgt fólk geti mælt með vegi sem yrði jafnvel erfiðari en Þór- unnarstræti einkum að vetrarlagi og á ég þá við lagningu Mýrar- vegar, sem ég tel útilokað, eins og fram hefur komið hjá fleirum. Við skulum hafa það hugfast að verið er að leggja vegi fyrir alla bæjarbúa í þessu skipulags- ataki'' Árni Jónasson. málinu við að maðurinn er pólskur? Lítið hefur verið minnst á þessa staðreynd á meðan að lið- inu gekk vel, þá er hann bara „Bogdan okkar“. En svo, þegar illa gengur, breytist hann - a.m.k. í heila sumra fjölmiðla- manna - í pólskt skrímsli sem pínir „strákana okkar“. Og þar með er aftur á óviðeigandi hátt skipt niður í „við“ hér (góðu íslendingarnir) og „þeir“ (útlend- ingar, andstæðingar í handbolta- keppni og önnur óþægileg fyrir- bæri). Blaðamaður, líttu þér nær. Wolfgang Sahr 9339-2159 Lesendur athugið! Lesendur eru hvattir til að láta álit sitt í Ijós í lesenda- þætti blaðsins. Tekið er við lesendabréfum á ritstjórnarskrifstofum Dags á Akureyri, Húsavík og Sauð- árkróki. Æskilegt er að bréfin séu vélrituð. Einnig geta les- endur hringt til að koma skoðunum sínum á framfæri. Af gefnu tilefni skal það tekið fram að fullt nafn, heimilisfang, kennitala og símanúmer þarf að fylgja með bréfunum, jafnvel þótt við- komandi kjósi að skrifa undir dulnefni. Það sama gildir ef lesendur kjósa að nota sím- ann. Einnig skal það tekið fram að ef bréfritari eða sá sem hringir er að deila á ákveðna persónu eða persón- ur, verður hann að koma fram undir fullu nafni. Að öðrum kosti verður bréfið ekki birt. Ritstjóri Lagning Dalsbrautar leysir vandann

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.