Dagur - 16.03.1990, Side 12
Haldið veisluna eða fundinn
í elsta húsi bæjarins
Afmælisveislu ★ Giftingarveislu ★
★ Erfidrykkju ★ Kaffisamsæti ★
Fundi og hvers konar móttökur.
Allar nánari upplýsingar gefa Hallgrímur eða Stefán í síma 21818.
Fjórir aðilar á Akureyri sækja um styrk
til Rannsóknaráðs:
Nemendur í Lundarskóla hafa lagt hefðbundið námsefni til hliðar í vikunni, enda eru „opnir dagar“ í skólanum og
þá gefast tækifæri til fjölbreyttra sköpunarstarfa. Mynd: kl
Hyggjast vinna litar-
efni úr rækjuskel
Krossanesverksmiðjan, Háskól-
inn á Akureyri, K. Jónsson &
co. og útibú Rannsóknastofn-
unar fiskiðnaðarins á Akureyri
hafa sótt um styrk til Rann-
sóknaráðs ríkisins til að athuga
möguleikann á því að vinna
Iitarcfni úr rækjuskel.
Hugmyndin að baki umsókn-
inni er að blanda litarefninu sam-
an við lýsi, sem notað er í laxa-
fóður.
„Við höfum prófað þetta í litlum
mæli og svo virðist sem þetta sé
ekkert mál. Hins vegar er spurn-
ing hvort hægt er aö finna heppi-
legar vélar til að gera þetta í
alvöru og hugmyndin var sú að
leita eftir styrk til þess að standa
straum af því að hafa rannsókna-
stofnanirnar með, þ.e. Háskól-
ann á Akureyri og útibú Rann-
Verkfallshljóð í mörgum sjómanninum:
Kröfumar kollvarpa ekki kjarasaimrnigunum
- segir Konráð Alfreðsson, formaður Sjómannafélags Eyja^arðar
„Við höfum ekki fengið samn-
ingaviðræður við útgerðar-
menn síðastliðin þrjú ár og
menn vilja ekki sætta sig við að
binda sig til næstu 20 mánaða
án viðræðna. Þetta hefur verið
ýmist þannig að ASI hefur gert
samninga sem yfirfærðir hafa
verið yfir á okkur eða á okkur
hafa verið sett lög. Sá samn-
ingur sem við erum með nú er
því ekki í takt við daginn í
dag,“ segir Konráð Alfreðs-
son, formaður Sjómannafélags
Eyjafjarðar, en að líkindum
verður boðað til félagsfundar
næsta sunnudag þar sem leitað
verður heimildar til verkfalls-
boðunar.
í fjölmiðlum í gær létu bæði
formaður LÍÚ og formaður VSÍ
þung orð falla í garð sjómanna.
Kristján Ragnarsson sagði að
útgerðarmenn trúi því ekki að
sjómenn beiti verkfallsvopninu
enda hafi þeir ekkert tilefni til
slíkra aðgerða. Sérkröfum sjó-
manna verði ekki svarað. Einar
Oddur Kristjánsson sagði einnig í
Morgunblaðinu að engar sérkröf-
ur hafi verið teknar til greina og
það sama gildi um sjómenn.
Konráð Alfreðsson segir
meginkröfu sjómanna að olíu-
verðstenging í laununum verði
leiðrétt. „Þessi kostnaðarhlut-
deild sjómanna í olíuverðinu er
orðin alröng miðað við hluta-
skiptakjör sjómanna. Þegar byrj-
að var að tala um svokallaða núll-
lausn í samningaviðræðunum í
haust þá byrjaði olían að hækka í
verði og þar með fór kostnaðar-
hlutdeild sjómanna úr 24% í
28%. Aðrir Iaunþegar í landinu
héldu sínu kaupi sem þeir voru á
Sauðárkrókur:
Gagngerar breytingar
á Skagfirðingabúð
Gagngerar breytingar standa
nú yfir í Skagfírðingabúö, hinu
glæsilega vöruhúsi Kaupfélags
Skagfírðinga. Deildir verða
færðar til og einnig afgreiðslu-
kassar. Ætlunin er að gera
framsetningu hinna ýmsu
vörutegunda aðgengilegri fyrir
viðskiptavini. Aætlað er að
breytingum þessum verði lokið
fyrir sumarið.
Skagfirðingabúð hefur verið
óbreytt í þau sex ár sem hún hef-
ur starfað. Að sögn Ómars Braga
Stefánssonar, verslunarstjóra
Skagfirðingabúðar, var kominn
tími til að verslunarhúsnæðið
fengi andlitslyftingu.
„Það var nauðsynlegt að fríska
upp á verslunina. Með tilfærslu
deilda breytum við leið viðskipta-
vinarins um búðina. Aðstaða fyr-
ir börn verður einnig veglegri eft-
ir breytingarnar," sagði Ómar
Bragi.
Upplýsingaþjónustu verður
komið á fót fyrir viðskiptavini.
Byggingavörudeild verður stækk-
uð og svo kölluð hvít heimilis-
tæki t.d ísskápar og frystikistur
færðar þangað úr búsáhalda-
deild. Afgreiðslukassar verða
færðir til meðal annars einn inn á
lager til að flýta afgreiðslu á
heimsendingarþjónustu. „Mér er
óhætt að segja að búðin verði
frísklegri og skemmtilegri eftir
breytingarnar, það er jú mark-
miðið,“ sagði Ómar Bragi að
lokum. kg
þegar þessi núlllausn kom til á
meðan sjómenn lækkuðu í kaupi.
Okkar núll er því 24% kostnað-
arhlutdeild í olíunni en það eru
menn ekki tilbúnir til að sam-
þykkja,“ segir Konráð.
Um kröfur sjómanna segir
hann að þær kollvarpi ekki þeim
kjarasamningum sem gerðir hafa
verið. „Sjómenn eru tilbúnir til
að skrifa undir þess núlllausn,
eru tilbúnir til að taka þessar
launahækkanir á sína kauptrygg-
ingu og kaupliði. Ég hef fengið
skilaboð frá sjómönnum um að
fyrir okkur sé ekki annað að gera
en boða verkfall. Menn eru orðn-
ir þreyttir á að láta aðra semja
fyrir sig eða fá á sig lög. Þessi vilji
mun koma skýrt fram í sjó-
mannafélögum á næstunni þegar
aflað verður heimilda til verk-
fallsboðunar,“ segir Konráð.
JÓH
sóknastofnunar fiskiðnaðarins.
Þetta er því í leiðinni hreint
Iandsbyggðarmál," segir Ásbjörn
Dagbj artsson, gæðaeftirlitsstjóri
Krossanesverksmiðjunnar.
Ásbjörn bendir á að á Eyja-
fjarðarsvæðinu og austur á Húsa-
vík séu rækjuverksmiðjur sem
hendi miklu magni af ónýttri
rækjuskel. „Framhaldið veltur á
því hvort þessi athugun gengur
og hvort sé markaður fyrir
hendi.“ óþh
Snjóþyngsli í Hrísey:
Tvær maimhæðir
niður á götu
Mikið fannfergi er nú í Hrísey
og segir Guðjón Björnsson,
sveitarstjóri, að kominn sé í
eynni meiri snjór en í fyrra.
Eins og gefur að skilja eru víða
dj“P göng á götum en Guðjón
segir að ótrúlega vel hafí geng-
ið að ryðja götur.
„Já, við höfum dæmi um
tveggja mannhæða djúp göng á
götum hér þannig að hver maður
getur séð hver snjórinn er í þorp-
inu. Maður sér því ekki einu
sinni fólk á gangi á götunum
nema maður komi gangandi
beint á móti,“ segir Guðjón.
Hann segir að búast megi við
að trjágróður við hús verði illa úti
að þessu sinni enda eru víða í
görðum skaflar sem nema við
húsþök. „Hér er reyndar snjó-
þyngra en margir halda en þetta
er hins vegar með mesta móti,“
segir Guðjón. JÓH
Skagafjörður:
Heyfengur farinn að minnka í sumiun sveitum
- ástand mjög misjafnt eftir bæjum
Slæmt tíðarlar hefur nú verið „Ef það vorar ekki sæmilega
seinnipart vetrar í Skagafírði. snemma þá verður örugglega
Jarðbönn hafa verið víða síðan hreint vandræðaástand á sumum
um áramót. Bændur hafa tekið bæjum. Menn reyna að kaupa
hross á fulla gjöf og hefur hey-
forði minnkað hjá mörgum svo
að í óefni stefnir. Ástandið er
mjög misjafnt eftir bæjum og
sumstaðar er það mjög slæmt.
I Fljótum var grasspretta léleg
vegna kals í túnum. í Lýtings-
staöahreppi voru heyföng
mjög misjöfn að gæðum og
magni.
Að sögn Eiríks Loftssonar hjá
Búnaðarsambandi Skagfirðinga
er ástandið mjög misjafnt eftir
bæjum. „Það eru oft sömu bæ-
irnir ár eftir ár sem eru í vand-
ræðum með hey. Heyfengur var
mjög misjafn í sumar bæði vegna
kals í túnum og óþurka," sagði
Eiríkur.
Víða eru það hrossin sem eru
að éta upp heyforðann. Sérstak-
lega í þeim sveitum sem hrossa-
eign er heldur meiri en æskilegt
væri. Að sögn Eiríks er útlitið
slæmt en þó veltur mikið á hvern-
ig og hvenær vorar.
hey en það verður orðið mjög
hátt verð á heyi þegar líður á
vorið," sagði Eiríkur að lokum.
kg
Húsavík:
Löggan með klippumar
Lögreglan á Húsavík hóf að
klippa númer af bifreiðum á
þriðjudaginn, og þurftu tíu
bílaeigendur að sætta sig við
slíkar aðfarir. Þeir gátu samt
sjálfum sér um kennt, því
þeim hafði öllum láðst að færa
bfla sína til skoðunar á síðasta
ári.
Næstu daga og kvöld mun lög-
reglan hafa klippurnar með sér í
farteskinu. Töluvert mikið mun
vera um að þungaskattur af
bifreiðum sé vangoldinn, og
mega eigendur þeirra búast við
að númerin verði klippt af bílun-
um, nema þeir dragi snarlega upp
veskin og geri skil. IM
Sigluíjörður:
Ekkert framboð tilbúið
Enginn stjórnmálaflokkur hef-
ur enn gengið frá framboðs-
lista vegna bæjarstjórnarkosn-
inga á Siglufírði.
Undirbúningur vegna bæjar-
stjórnarkosninganna í vor hefur
gengið rólega fyrir sig á Siglu-
firði. Undirbúningsnefndir
stjórnmálaflokkanna í bænum
hafa starfað undanfarið, en eng-
inn framboðslisti hefur verið
lagður fram ennþá. Að sögn
kunnugra verða fyrstu listarnir
ekki tilbúnir fyrr en eftir hálfan
mánuð eða svo. EHB