Dagur - 27.03.1990, Blaðsíða 1

Dagur - 27.03.1990, Blaðsíða 1
73. árgangur Akureyri, þriðjudagur 27. mars 1990 60. tölublað - - Hvassviðri í gær: Flugsamgöngur lamaðar Innanlandsflug gekk bölvan- lega í gær og biðu um 1000 manns eftir flugi síðdegis. Astandið var slæmt á Akur- eyri. Flugleiðir felldu niður þrjár ferðir á sunnudag til Reykjavíkur og í gær biðu hátt í 300 manns eftir því að komast flugleiðis til höfuðborgarinnar. Nokkur fjöldi beið einnig í Reykjavík eftir flugi til Akureyr- ar. Samkvæmt upplýsingum sem fengust á Akureyrarflugvelli síð- degis í gær átti að athuga með flug um kvöldmatarleytið. Flugfélag Norðurlands og Arn- arflug áttu við sömu erfiðleika að glíma í gær, hvassviðri og erfið flugskilyrði. SS Loðnuveiðar: Fímm skip með afla um helgina Loðnuveiðin um helgina var mjög Iítil, eins og reyndar hef- ur verið síðasta hálfan mánuð- inn. Fjögur skip tilkynntu afla á laugardaginn og eitt á sunnu- daginn en ekkert skipanna náði fullfermi. Á laugardaginn tilkynntu þessi skip um afla: Guðmundur Ólafur ÓF fór með 420 tonn til Ólafs- fjarðar, Beitir með 800 tonn til Neskaupsstaðar, Súlan EA með 300 tonn á Reyðarfjörð og Örn KE með 400 á Eskifjörð. Á sunnudaginn tilkynnti Björg Jónsdóttir ÞFI um 200 tonn sem landað var á Neskaupsstað. Slæmt veður var á miðunum á sunnudaginn og aðfaranótt mánudags og gátu skipin því ekk- ert athafnað sig. JÓH Akureyri: Erill hjá lögreglu Töluverður erill var hjá lög- reglunni á Akureyri um helg- ina og áttu ölvun og óveður þar nokkurn hlut að máli. Lög- reglan fékk tilkynningu um nokkra árekstra en ekki urðu slys á fólki í þeim. Ekið var á mann á mótum Þingvallastræt- og Mýrarvegar aðfaranótt sunnudags en hann fékk að is Helgin á Húsavík: Vegir ófærir tíl allra átta Tíðindalítið var hjá lögreglu á Húsavík eftir helgina og hafði hún helst verið við að aðstoða starfsfólk við vaktaskipti á Sjúkrahúsinu og fólk sem hafði skroppið að heiman og dagað fara heim að lokinni aðhlynn- ingu á sjúkrahúsi. Tveir ökumenn voru teknir á föstudagskvöld grunaðir um ölv- un við akstur. Allmikil ölvun var í Miðbænum og óspektir. Rúða var brotin í Islandsbanka við Geislagötu og þá var flaggstöng brotin við Landsbankann. Þessi mál munu vera upplýst. Ekki hafði varðstjóri hjá lög- reglunni heyrt um neinar skemmdir á Akureyri að völdum hvassviðris en fólk lenti í erfið- leikum í Hlíðarfjalli á sunnu- dagsmorgun. Loka varð veginum vegna blindbyls en lögregla og hjálparsveit aðstoðuðu öku- menn. SS Fulltrúar yngstu kynslóðarinnar á vetraríþróttahátíðinni á Akureyri. Mynd: KL HERRADEILD Gránufélagsgötu 4 Akureyri • Sími 23599 Norðurland: Vitlaust veður og kolófært - níu rútur í barningi norður Vegagerð ríkisins hætti öllum snjómokstri á Norðurlandi um j hádegisbilið í gær vegna óveð- urs og er skemmst frá því að segja að allir vegir voru ófærir, s.s. frá Akureyri til Reykjavík- ur og austurleiðin einnig. Þó tókst að opna veginn til Dal- víkur fyrir hádegi en væntan- lega hefur hann orðið ófær fljótt aftur. Starfsmaður vegaeftirlitsins á Akureyri sagði í samtali við Dag að mikill skafrenningur hefði ver- ið á vegum og skyggni afar slæmt. Af þeim sökum var ekkert ferða- veður og snjómokstur tilgangs- laus. Vitlaust veður var á Vatns- skarði og Öxnadalsheiði. Reynt verður að moka í dag ef veður leyfir. Hjá Umferðarmiðstöðinni á Akureyri fengust þær upplýsing- ar að 9 langferðabílar hefðu verið á leiðinni til Akureyrar í gær, áætlunarbíll frá Norðurleið og bílar frá Sérleyfisbílum Akureyr- ar með skólakrakka og íþrótta- fólk. Um hádegi voru rúturnar í Staðarskála en þær munu hafa stefnt til Skagafjarðar eftir hádegi. Miðað við veður og færð var ekki hægt að búast við þeim til Akureyrar í gær. SS Steinullarverksmiðjan Sauðárkróki: MM söluaukning á síðasta ári hlutafé aukið um 90 milljónir Talsverð söluaukning varð hjá aðar á árinu má rekja til gengis- Steinullarverksmiðjunni á lækkunar íslensku krónunnar Sauðárkróki á síðasta ári mið- gagnvart helstu lánagjaldmiðlum að við fyrra ár. Alls voru seld 5212 tonn í fyrra og er það 21% aukning miðað við árið á undan. Á innanlandsmarkaði seldust 3423 tonn og 1789 tonn seldust á erlendum markaði. Tap fyrirtækisins var 88 millj- ónir og jókst um 14% miðað við árið 1988. Ástæðu mikils fjármagnskostn- verksmiðjunnar. Hreint veltufé var í lok ársins 87 milljónir sem er hækkun um 68,5 milljónir milli ára og veltu- fjárhlutfallið er um 2,3. I lok ársins 1989 var gripið til aðgerða til að treysta rekstur fyrirtækisins. Hlutafé var aukið um 90 milljónir króna og afborg- unartími langtímalána var lengdur. Finnska stórfyrirtækið OY Partek A/B jók eignaraðild sína í Steinullarverksmiðjunni og mun fyrirtækinu verða af því mikill styrkur. Sérstaklega mum Partek styrkja verksmiðjuna á sviði tækni- 'og vöruþróunar. Á árinu 1989 unnu 37 starfsmenn hjá Steinull- arverksmiðjunni í 34'A stöðu- gildi. Heildar launagreiðslur voru 52,5 milljónir sem er um 23% aukning milli ára. kg uppi I öðrum húsum veðurs og færðar. vegna Allir vegir út frá Húsavík voru orðnir ófærir á laugardag. í gær var búið áð opna Mývatnsheiði, síðdegis var unnið að því að moka til Vopnafjarðar og að Stóru- tjarnaskóla. Víkurskarð var ófært, þar var vitlaust veður og ekkert hægt að gera. Vegagerðarmenn sögðu að óhemjusnjór væri allsstaðar, og jafnmikill í Suðursýslunni. Sögðu þeir snjóinn vera með allra mesta móti og þetta færi nú að verða ágætt í bili, en áberandi væri í vetur hve fólk sýndi mikla biðlund og betri skilning í sam- bandi við mokstursmálin, en oft áður. IM Bifreiðaverkstæði Hjalta Sigfússonar á Árskógsströnd: Framleiðsla á nislagámum að heflast efnað niður í gámana í Danmörku en samsetningarvinnan flutt til íslands „Við fáum efnið í gámana til- búið frá Danmörku en hér setjum við þá saman, málum þá og sctjum á markað. Með þessu erum við að flytja hing- að heim vinnuna við samsetn- ingu og frágang,“ segir Sigfús Þorsteinsson, framkvæmda- stjóri Bifreiðaverkstæðis Hjalta Sigfússonar á Árskógsströnd sem nú er að hefja tilraunaframieiðslu á ruslagámum. Nú er verið að setja saman fjóra gáma sem allir hafa verið seldir til sveit- arféiaganna við utanverðan Eyjafjörð og segir Sigfús að af útkomunni á þessum gám- um ráðist framhaldið nokkuð. Efnið í gámana kemur hingað frá smiðju í Odense í Dan- mörku. Bifreiðaverkstæði Hjalta Sigfússonar er nú um- boðsaðili fyrir þessa gárna hér á landi. Til stóð að verkstæðið færi í samstarf við Gámaþjón- ustuna í Reykjavík, sem er um- boðsaðili fyrir erlenda rusla- gáma, og setti saman gáma en af því samstarfi hefur ekki orðið enn. Iðnþróunarfélag Eyja- fjarðar kom að málinu fyrr í vetur og byrjað var að kanna hvort ekki væri unnt að fá þessa vinnu beint erlendis frá og hefur sú vinna skilað fyrrnefndum árangri. Sigfús segist telja að miklir möguleikar liggi í þessu gárna- kerfi, þróun sé ör og notkunar- möguleikar margir. „Mér sýnist af því sent við höfunt skoðað þetta að frantleiðslan geti orðið umtalsverð. Notkun á alls kyns gámum fer mjög vaxandi og ég hef trú á að þarna liggi talsverð- ir möguleikar. Þessi framleiðsla gæti hentað okkur mjög vel og kallað á einhver störf. Maöur auðvitað stuðlar að því að ná vinnunni inn í landið í stað þess að kaupa hlutina fullunna að utan," segir Sigfús. JÓH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.