Dagur - 27.03.1990, Blaðsíða 16
Vetraríþróttahátíð ÍSÍ 1990 var sett á Akureyri sl. föstudagskvöld í éljagangi. Síðan áttu menn eftir að kynnast ýms-
um tilbrigðum norðlenskrar veðráttu. Mynd: kl
Netabátar flýja fiskleysið á miðum fyrir Norðurlandi:
Árskógsstrandarbátar sækja
suður undir Vestmannaeyjar
- nokkrir bátar einnig farnir á BreiðaQörð
Vetraríþróttahátíð ISI 1990:
Dagskráin fór úr skorðum
í veðurofsa helgariimar
- ekki stætt í Hlíðarfjalli
og keppni í alpagreinum frestað
„Já, það er orðið langt að
sækja fiskinn þegar bátarnir
eru hálfan annan sólarhring á
niiðin. En það borgar sig allt
frekar en að liggja hér ekki yfir
neinu,“ sagði Hörður Gunn-
arsson hjá G. Ben á Árskógs-
sandi en bátar fyrirtækisins,
- en úrkoma og
„Nú er Bárðardalur orðinn
sléttfullur, heiða á milli,“
sögðu gárungarnir í heita pott-
inum við Sundlaug Húsavíkur
um helgina, og höfðu til marks
um myndarlega snjókomu.
Dagur sló á þráðinn til oddvit-
Sauðárkrókur:
Kári feykti þak-
plötum af húsum
Mikið hvassviðri var á Sauðár-
króki á sunnudag. Þakplötur
fuku af húsi Hótel Áningar við
Aðalgötu. Ekki urðu skemmd-
ir á öðrum húsum svo vitað sé.
Félagar í björgunarsveitum á
Sauðárkróki komu til hjálpar
og komu í veg fyrir frekari
skemmdir.
Litlu munaði að stórskemmd-
ir yrðu á bænum Sauðanesi
skammt frá Siglufirði. Þak á fjár-
húsum var í mikilli hættu en
Trausta Magnússyni bónda á
Sauðanesi tókst ásamt syni sínum
að koma í veg fyrir að þakið fyki.
Vindhraði fór upp í hundrað
og sextán hnúta á Sauðanesi í
verstu byljunum og er með því
mesta sem mælst hefur þar. kg
Sæþór og Arnþór, hafa nú að
undanförnu farið allt suður
undir Vestmannaeyjar til að
sækja „þann gula“.
Fiskiríið fyrir Norðurlandi hef-
ur nánast ekkert verið frá ára-
mótum. Nokkrir bátar hafa því
ófriður í veðrinu
ans, Egils Gústafssonar í
Rauðafelli, og spurði hvort
eitthvað væri til í þessu.
Egill staðfesti ekki að dalurinn
væri orðinn fullur en sagði að
snjórinn þjarmaði alltaf meira og
meira að, og sér finndist veðurfar
óvenjulegt í vetur. Yfirleitt væri
lítil úrkoma en frost og stillur í
Bárðardal á veturna, en nú væri
mikil úrkoma og ófriður í veðr-
inu, síðan 20. jan. hefði verið
úrkoma flesta daga og hvassviðri.
Snjór væri æðimikill, en það
mætti vel laga, ef menn fengju
bara tíma og frið til að moka.
„Þegar mokað er, er rétt fært
þann daginn. Það er búið að
kosta miklu til og moka mikið
með litlum árangri. Víða eru
komnir háir ruðningar meðfram
vegunum,“ sagði Egill.
Egill sagði að viss óþreyja væri
í fólki að geta ekki komist leiðar
sinnar. Skólahúsið í Bárðardal
mun vera komið því sem næst á
kaf í snjó og eina vikuna féll
skólahald þar niður og nemend-
um var ekki heldur ekið í Stóru-
tjarnaskóla. í gær voru börnin
flutt á snjósleðum úr Bárðardal
og áleiðis í Stórutjarnaskóla.
Ekkert samkomuhald hefur verið
í Bárðardalnum síðan þorrablót-
ið var haldið. IM
reynt fyrir sér á öðrum slóðum,
Sæþór og Arnþór fyrir Austur-
og Suðausturlandi og Heiðrún frá
Árskógsströnd og Hríseyjarbátar
hafa að undanförnu verið við
veiðar á Breiðafirði.
„Hér fyrir Norðurlandi hefur
allt hjálpast að. Miðin eru fisk-
laus sem kannski má skýra með
vondum veðrum og köldum sjó.
Sjórinn er mjög kaldur og það er
eina vonin að eitthvað breytist ef
veður snýst til sunnanáttar. Hér
hefur oft verið dauft í upphafi
vertíðar en aldrei farið svo að
ekki fáist fiskur þegar kemur
fram í febrúar og mars. Nú er
þetta gjörsamlega steindautt,“
segir Hörður.
Sæþór og Arnþór hafa farið
tvo túra á miðin fyrir austan og
suðaustan land. Hörður segir að
ágætlega hafi aflast í þessum túr-
um og áfram verði reynt á þess-
um slóðum, glæðist afli ekki á
heimaslóð. „En maður lifir alltaf
í voninni," segir Hörður. JÓH
Kyndistöð Hitaveitu Akureyr-
ar á Eyrarlandsholti hefur ver-
ið kynt undanfarið vegna
dælubilunar á Ytritjörnum.
Þegar bilunin varð kom í Ijós
að varadæla hafði ekki verið
rétt afgreidd, en von er á nýrri
dælu frá Bandaríkjunum í
byrjun maí. Byrjað var að
kynda með svartolíu 12. mars.
Um er að ræða svonefnda
djúpdælu við borholu á Ytri-
tjörnum. Franz Árnason, hita-
veitustjóri, segir að kyndistöðin
Hvassviðri og skafrenningur
settu Vetraríþróttahátíð ÍSI á
Akureyri úr skorðum um helg-
ina. í Hlíðarfjalli var aftaka-
veður og þurfti að kalla út
hjálparsveitir til að bjarga fólki
þaðan á sunnudagsmorgun.
Að sögn Þrastar Guðjónssonar
fóru alpagreinarnar verst út úr
veðrinu og þurfti að fresta
keppni í þeim. Skilyrði voru
skárri á Akureyri og í Kjarna
og var þar töluvert um að vera
á laugardag og sunnudag.
Keppt var í skíðagöngu, vél-
sleðamenn þeystu á Leirutjörn
og hestamenn voru með dagskrá
fyrir neðan Samkomuhúsið. Þá
var vetrarþríþrautin á dagskrá,
bæði í formi keppnisíþróttar og
sem trimm fyrir almenning. Að
sögn Þrastar tókst hún vel og
ekki síður trimm Heilsugæslu-
stöðvarinnar, en þar voru um 100
þátttakendur þrátt fyrir
strekking.
Það var ekki aleinasta hvass-
viðri og skafrenningur sem spillti
„Eg veit að svo stöddu ekkert
hvert framhaldið verður í mál-
inu,“ sagði Bjarki Tryggvason,
framkvæmdastjóri Meleyrar
hf. á Hvammstanga, aðspurð-
ur um hvort gerður verði nýr
kaupsamningur um raðsmíða-
skip Slippstöðvarinnar og sótt
um lán til Byggðastofnunar
fyrir 80% kaupverðs, eins og
hugmynd hefur verið uppi um
á síðustu dögum.
sé notuð í tíu tíma á dag, virka
daga, meðan eins kalt er í veðri
og verið hefur undanfarið. Svart-
olíuketill kyndistöðvarinnar
brennir tonni af eldsneyti á klst. á
þeirri keyrslu sem hann er á nú,
en það er alllangt innan við full
afköst. Miðað er við að vatnið sé
hitað upp um 10 til 20 gráður,
áður en það fer inn á dreifikerfið
í bænum.
Kostnaður við kyndinguna er
um níu til tíu þúsund krónur á
klukkustund, þegar tekið hefur
verið tillit til allra þátta.
fyrir aðstandendum hátíðarinn-
ar. Á sunnudaginn glennti sólin
sig, hitinn rauk upp og sólbráðin
skemmdi skautasvellið þannig að
fella varð niður síðustu sýningu
listskautaparsins frá Sovétríkjun-
um og fresta keppni í íshokký.
í gær var íshokkýkeppni fyrir-
huguð en vegna ástands skauta-
svellsins var henni frestað þangað
til í dag og 'skíðagöngunámskeiði
var frestað frain á miðvikudag. í
dag og á morgun verða fyrirlestr-
ar á Möðruvöllum um áhrif
hreyfingar á líkamann o.fl. Hefj-
ast þeir kl. 20.
„Það er vond spá fram á mið-
vikudag en þá verða vonandi
breytingar til batnaðar þannig að
hægt verði að fara á skíði.
Alþjóðamót í alpagreinum karla
og kvenna er á dagskrá á fimmtu-
dag í Hlíðarfjalli og erlendir þátt-
takendur, bæði í göngu og alpa-
greinum, eru væntanlegir til
landsins í dag. Það þýðir ekkert
annað en að vera bjartsýnn,"
sagði Þröstur. SS
ustu viku hefur sú hugmynd kom-
ið upp að Byggðastofnun láni
80% kaupverðs þar sem skilyrði
þau er Fiskveiðasjóður íslands
setti fyrir lánveitingu þykja ekki
aðgengileg.
Bjarki vildi lítið tjá sig um mál-
ið að svo stöddu en sagði að í
fyrirtækinu ætti eftir að fjalla um
þessa hugmynd. Engin umsókn
um lán frá Byggðastofnun hafi
verið send, né heldur gerður nýr
kaupsamningur samkvæmt 80%
láni frá Byggðasjóði. JÓH
Bilunin á Ytritjörnum leiðir
af sér meira álag á svæði Hita-
veitu Akureyrar við Laugaland.
„Til að þurfa ekki að dæla óhóf-
legu vatnsmagni úr Laugalands-
svæðinu verðum við að mæta því
með kyndingu meðan kaldast er.
Með því móti er hægt að nýta
meira af affallsvatninu í bænum
heidur en fæst með því að nota
varmadælurnar. Varmadælurnar
standa þá líka ónotaðar á meðan,
og sú orka sem fer í að knýja þær
sparast,“ segir Franz Árnason.
EHB
Bárðardalur:
Ekki fullur enn
Eins og fram kom í Degi í síð-
Hitaveita Akureyrar:
Gripið til svartolíukyndingar
vegna dælubilunar á Ytritjömum
Raðsmíðaskip Slippsins:
Salan til Meleyrar
enn í óvissu