Dagur - 03.04.1990, Síða 4

Dagur - 03.04.1990, Síða 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 3. apríl 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (Iþróttir), KÁRI GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASfMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Ný spá Þjóð- hagsstofnunar Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Þjóðhagsstofnunar er langvarandi samdráttarskeið í íslensku efna- hags- og atvinnulífi senn á enda. Reiknimeistarar stofnunarinnar spá því nú að þjóðartekjur muni aukast um 1 % á þessu ári en í desember sl. gerðu þeir helst ráð fyrir því að í ár upplifði þjóðin eitt samdráttarárið enn. Ástæður þessara snöggu umskipta eru aðallega tvær. Sú veigameiri er að verð á íslenskum sjávarafurðum hefur hækkað mjög verulega á erlendum mörkuðum að undan- förnu, mun meira en gert var ráð fyrir í fyrri spá Þjóðhagsstofnunar. Hin er sú að í síðustu kjara- samningum var samið um minni launahækkanir en gengið var út frá í síðustu spá. Með þessum hóg- væru kjarasamningum hafa, að mati Þjóðhags- stofnunar, skapast forsendur til að ná verðbólg- unni niður á lægra stig en áður var gert ráð fyrir, þ.e.a.s. 6-7% verðbólgu frá upphafi til loka ársins. Ef þessi spá rætist, er um að ræða minnstu verð- bólgu hér á landi í tvo áratugi. Þótt hin nýja þjóðhagsspá sé í flestum atriðum hagstæðari en fyrirrennarar hennar, er full ástæða til að vara við of mikilli bjartsýni. Reynslan hefur sýnt að ávallt er erfitt að spá fyrir um framvindu efnahagsmála hér á landi, þótt ekki sé nema fáeina mánuði fram í tímann. Þar ræður miklu hve mjög við byggjum afkomu okkar á útgerð og fiskvinnslu. Ófyrirsjáanlegar sveiflur í sjávarútvegi, t.d. afla- brestur eða verðfall á sjávarafurðum á erlendum mörkuðum, eru fljótar að segja til sín og raska öll- um spám verulega. Þær forsendur, sem reikni- meistararnir ganga út frá, geta þannig hæglega breyst á einni nóttu. Þetta sést best á þeim veiga- miklu breytingum sem orðið hafa á þjóðhags- spánni á einungis þriggja mánaða tímabili. Hin nýja þjóðhagsspá Þjóðhagsstofnunar er engu að síður ánægjuleg. Ef hún rætist má gera ráð fyrir því að atvinnuástand í landinu batni þeg- ar líða tekur á sumarið og atvinnuleysi verði að heita má að baki í haust. Það er vissulega fagnað- arefni. En verði uppsveifla í efnahags- og atvinnu- lífi þjóðarinnar á ný eftir nokkur mögur ár, verðum við umfram allt að nýta hana skynsamlega. Við verðum að sýna, öll sem eitt, að við höfum lært eitthvað af biturri og dýrkeyptri reynslu liðinna ára. Þetta á jafnt við um stjórnvöld sem forráða- menn fyrirtækja og okkur sem einstaklinga. Við verðum að hafa hemil á eyðslunni og þenslunni sem fylgir í kjölfar hennar en nota þess í stað tæki- færið og safna í sjóði til mögru áranna. Að öðrum kosti höfum við ekki að neinu að hverfa þegar harðnar á dalnum á nýjan leik. BB. kvikmyndarýni Umsjón: Jón Hjaltason Vcrkamennirnir hafa beðið ósigur, gráminn liggur yfír borgarhverfínu - og saklaust hrossið er aflífað, EkM fyrirheitna borgin Borgarbíó sýnir: Gráma Brooklyn (Last Exit to Brooklyn) Leikstjóri: Uli Edel Aðalhlutverk: Jennifer Jason Leigh Guild Film 1990 Sumir halda því fram að ekki sé að marka eitt orð í Biblíunni, aðrir að hún sé táknræn um alla hluti og enn aðrir að þar standi sannleikurinn skrifaður og ekkert annað. í hnotskurn má hafa sömu skoðanir um Gráma Brooklyn. Sannleiksleitandinn myndi væntanlega einblína sig sjónlausan á hið veraldlega vafst- ur sögupersónanna; hálfs árs verkfallið í verksmiðjunni, hörku verkfallsbrjóta, portkonur nætur- innar, taumleysi kynvillinganna og grimmd slordóna götunnar. Niðurstaða þessa Sókratesar 20. aldar, ég tala nú ekki um ef hann væri svolítið rauður, yrði ugg- laust sú að Bandaríkin væru held- ur slæmur staður. Á sama hátt myndi hinn vantrúaði draga allt í efa og keppast við að finna hnökra og villur. Báðum myndi yfirsjást að kannski er meira í þessari mynd en það sem augað sér; ef til vill er hér kominn harð- asti áfellisdómur yfir manneðlinu er felldur hefur verið á hvíta tjaldinu. Nöfn skipta ekki máli. Dræsan er ekki bara dræsa og verkfallsvörðurinn ekki bara verkfallsvörður. Þau eru hið kvika í mannsálinni, hið óútreiknanlega, er leitast við að aga sjálft sig, fella sig að umhverfinu. Báðum virðist ganga þetta nokkuð vel þar til ástin verður á vegi þeirra. Dræs- an kynnist ungum hermanni sem endurgeldur líkamleg atlot henn- ar með ástúð. Brestur kemur í skírlífsbelti sálarinnar, brynjan opnast, hið kvika sjálft brýtur af sér böndin og heimur hennar hrynur. Pað fer á sömu lund fyrir verkfallsverðinum þegar hann fellir ástarhug til kynvillingsins. Á móti þessu teflir leikstjór- inn, Uli Edel, staðfestunni í sam- félaginu, hjónabandinu og vinn- unni. Um leið neyðir hann mann til að leiða hugann að mótunar- afli hópsins á einstaklingana. Ástin er óeðlileg í hjarta vændis- konunnar á nákvæmlega sama hátt og ástarhugur verkfallsvarð- arins til kynbróður síns dæmist öfuguggaháttur af samfélaginu. Grámi Brooklyn er óvenjuleg mynd. Hún flaggar engum hetj- um og þar af leiðandi eru ekki drýgðar neinar hetjudáðir heldur. Menn eru barðir sundur og saman og bera þess merki. Mannfólkið er ósköp venjulegt, þó heldur lakara en við kjósum yfirleitt að sjá það. Grámi Brooklyn er fráleitt nein skemmtimynd en hún er athyglisverð. tónlist Kammerhljómsveit Akureyrar á Hafliðadögum á Akureyri Sunnudaginn 1. apríl hélt Kammerhljómsveit Akureyrar tónleika í Akureyrarkirkju undir stjórn Hafliða Hallgrímssonar sellóleikara og tónskálds. Ein- leikari á tónleikunum var Pétur Jónasson, gítarleikari. Fyrsta verkið á efnisskrá tón- leikanna var frumflutningur á „Fjölda dagdrauma“ eftir Haf- liða Hallgrímsson. Tónskáldið hefur tileinkað Kammerhljóm- sveit Akureyrar verkið. Pað er í sjö stuttum köflum, sem bera heitin Víkkandi sjónmál, Kirkjan á hæðinni, Dans, Bærinn að nóttu, Yfirvaldið, Sumarkvöld og Öskudagur á Akureyri. „Fjöldi dagdrauma“ er afar áheyrilegt verk. Hafliði skapar hugljúfan helgiblæ í Kirkjunni á hæðinni, hann kallar fram lað- andi hughrif í Bænum að nóttu og Sumarkvöldi, nær skoplegum tilþrifum, sem minna á ýmsa hluta „Péturs og úlfsins“ eftir Prokofiev í Yfirvaldinu og kallar fram gleði og eftirvæntingu æsk- unnar blandaða dulítilli ógn í Öskudegi á Akureyri. Kaflar verksins gefa marghliða mynd af tónsmíðagetu Hafliða. Víkkandi sjónmál er sem sívax- andi byrjun, sem áheyrandanum finnst að ætti að vera upphaf miklu lengra verks; tónadrápu, sem vonandi verður til einhvern tímann í framtíðinni. Þriðji hlutinn, Dans, er hugljúft lag í A, A, B, A formi, sem sýnir ljós- lega, að Hafliða er í lófa lagið að setja saman fallegar laglínur og stef, eins og sannaðist enn í til- dæmis fjórða hluta, Bærinn að nóttu, og í sjötta hluta, Sumar- kvöldi, þar sem fyrir eyrum ber það sem einna helst mætti kalla sveitastemmningu eða „pastorale“. Verkið „Fjöldi dagdrauma" var flutt aftur á tónleikunum eftir hlé. í fyrra skiptið var leikur hljómsveitarinnar næmur og vandaður, en því miður verður ekki hið sama sagt um flutning- inn eftir hlé. Annað verkið á tónleikunum í Akureyrarkirkju var hinn frægi gítarkonsert „Concerto de Aranjuez“ eftir J. Rodrigo. Pétur Jónasson, gítarleikari, lék einleik í þessu verki. í heild var þetta verk vel af hendi leyst. Reyndar var hljómsveitin á stundum ívið of sterk og hartnær yfirgnæfði þá gítarinn. Pétur Jónasson fór á kostum í fyrsta og þriðja kafla verksins. Sérlega vel tókst honum í hinum síðarnefnda að laða fram blæ- brigði hljóðfæris síns. Því miður virtist eitthvað fara úrskeiðis í miðkafla konsertsins, sem er gullfallegur og þekktasti hluti hans. Leikur Péturs var þrátt fyr- ir þetta öruggur en kaflinn ekki eins ánægjulegur á að hlýða eins og ella hefði orðið. Annað verk tónleikanna eftir hlé var Rúmenskir þjóðdansar í búningi B. Bartóks. Onákvæmni gætti í fyrstu tveim dönsunum og einnig stirðleika í flúrtónum. Síð- asti dansinn, sem var hraður og leikandi, skilaði sér þó allvel. Annað hvort hefur þreytan verið tekin að segja til sín í hljómsveit- inni, eða að dansarnir hefðu mátt fá heldur meiri æfingu. Loks var flutt á tónleikunum „Sinfónía í g-moll nr. 83 (La Poule)“ eftir J. Haydn. Hljómsveitin skilaði verkinu allvel. Væntanlega var það þó heldur langt í lok þessara tón- leika bæði fyrir hljóðfæraleikar- ana og áheyrendur. Tónleikar kammerhljómsveit- arinnar í Akureyrarkirkju voru þrátt fyrir þá galla, sem á þeim voru, afar ánægjulegir. Hljóm- sveitin er í sífelldri og greinilegri sókn. Það er orðið verulegt til- hlökkunarefni hverju sinni sem von er tónleika á hennar vegum. Þá var ekki síður ánægjulegt að sjá tök Hafliða Hallgrímsson- ar á hljómsveitinni og kynnast verkum hans. Þau, sem flutt hafa verið á Hafliðadögum, hafa vak- ið forvitni um meira - vonandi innan ekki of langs tíma. Mjög skemmtilegt hefur líka verið að fá að njóta hæfileika svo góðs gítarista, sem Pétur Jónas- son er. Hann hefur auðgað menningarlíf Akureyrar stórlega í vetur. Slíkir gestir sem Hafliði Hall- grímsson og Pétur Jónasson eru ævinlega góðir. Haukur Ágústsson.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.