Dagur - 03.04.1990, Blaðsíða 8

Dagur - 03.04.1990, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Þriðjudagur 3. apríl 1990 íþróttir Knattspyrna: Bjarni í landsliðið Bjarni Jónsson, KA, hefur verið valinn í íslenska landsliðið í knattspyrnu sem leikur gegn Bermuda í dag og Banda- ríkjunum síðar í vikunni. Bjarni kemur inn í hópinn í stað Eyjólfs Sverrissonar sem ekki gaf kost á sér vegna breyttra aðstæðna hjá Stuttgart. Hópurinn sem hélt utan á sunnudaginn er þannig skipaður: Markmenn: Bjarni Sigurðsson Val Birkir Kristinsson Fram Aðrir leikmenn: Sævar Jónsson Viðar Þorkelsson Pétur Ormslev Pétur Arnþórsson Rúnar Kristinsson Pétur Pétursson Þormóður Egilsson Alexander Högnason Haraldur Ingólfsson Ólafur Kristjánsson Hörður Magnússon Kristinn R. Jónsson Ingvar Guðntundsson Kjartan Einarsson Bjarni Jónsson Val Fram Fram Fram KR KR KR ÍA ÍA FH FH Fram Val KA KA Bjarni Jónsson leikur með landsliðinu gegn Bermuda og Bandaríkjunum. Handknattleikur: Þórsarar steinlágu A laugardag léku Þórsarar sinn síðasta ieik á Islandsmótinu í handknattleik og verður vart sagt að þeir hafí endað mót- ið með glæsibrag. Mótherjarnir voru b- lið Vals og unnu þeir sannfærandi sigur á áhugalausum Þórsurum, 29:23. Leikurinn fór fram á Akureyri og komu úrslitin enn meira á óvart fyrir þá sök. Valsmenn voru betri aðilinn og höfðu forystuna nánast allan tímann enda fengu þeir að ráða gangi leiksins frá upphafi. Leikurinn var í járnum fyrstu 15 mínút- urnar en síðan sigu Valsmenn frarn úr og höfðu þriggja marka forystu í leikhléi. Þeir héldu forystunni allan síðari hálfleikinn og það næsta sem Þórsarar komust þeim var eitt mark, 17:18. Þórsliðið átti afar lélegan dag svo ekki sé nteira sagt. Áhugaleysið skein af leik- mönnum og þeir gerðu þau mistök að láta Valsmenn ráða hraðanum í stað þess að keyra hann upp og reyna að „sprengja" Valsmennina á þann hátt. Sævar Árnason var sá eini í liðinu sem gerði góða hluti. Valsmenn höfðu gaman af því sem þeir voru að gera og var skemmtilegt að fylgj- ast með tilþrifum þeirra. Stefán Halldórs- son var besti maður liðsins og vallarins og Árni Sigurðsson varði mjög vel í síðari hálfleik enda fékk hann skotin nánast undantekningarlaust á sama stað. Dómarar voru Guðmundur Lárusson og Guðmundur Stefánsson og dæmdu þeir ágætlega. Mörk Þórs: Sævar Árnason 7, Ólafur Hilmarsson 5, Páll Gíslason 4, Rúnar Sigtryggsson 3, Ingólfur Samúelsson 2 og Jóhann Jóhannsson 2. Mörk Vals-b: Stefán Halldorsson 11/2, Þorbjörn Guðmundsson 5, Ólafur H. Jónsson 5, Sigurjón Práinsson 3, Trausti Ágústsson 3 og Gunnsteinn Skúlason 2. Alþjóðlegu mótin í Alpagreinum: Guðrún sló öllum við sigraði í öllum þremur mótum helgarinnar - Örnólfur sigraði í sviginu á sunnudag Guðrún H. Kristjánsdóttir stóð sig frábærlega á alþjóð- legu mótunum í alpagreinum sem fram fóru í Hlíðarfjalli og á Dalvík um helgina. Eftir að hafa misst niður forystu í fyrsta stórsvigsmótinu sem fram fór sl. fímmtudag gerði Guðrún sér lítið fyrir og vann öll mótin þrjú sem eftir voru. Þetta er glæsilegur árangur, ekki síst þegar tillit er til þess tekið að Guðrún var þarna að keppa við erlendar stúlkur sem voru fyrirfram álitnar mun sigur- stranglegri þar sem þær stóðu töluvert betur stigalega séð. Guðrún sýndi þarna að hún er besta skíðakona landsins og verður gaman að sjá hvað hún gerir á landsmótinu sem fram fer í Reykjavík síðar í þessum mánuði. íslensku körlunum gekk ekki jafn vel á þessum mótum. Aðeins einu sinni varð Islendingur í efsta sæti en það var Örnólfur Valdi- marsson frá Reykjavík sem sigr- aði í sviginu á sunnudag. Örnólfi hafði ekki gengið vel fram að því og var hann því að vonum kátur þegar úrslitin lágu fyrir. En úrslitin í þessum mótum urðu þessi: 2. Ásta Halldórsdóttir í 3. Carin Lindberg S 4. Ulla Carlsson S 5. Linda Pálsdóttir í 1:34.88 1:35.21 1:39.89 1:43.66 Stórsvig karla: 1. Urban Wiberg S 2. Thorbjörn Blomberg S 3. Haukur Arnórsson 1 2:05.36 2:06.96 2:07.35 4. Valdimar Valdimarsson í 5. Arnór Gunnarsson í 2:07.77 2:09.36 Sunnudagur Svig kvenna: 1. Guðrún H. Kristjánsdóttir í 1:27.93 2. Carin Lindberg S 1:27.97 3. Ulla Carlsson S 1:29.53 4. María Magnúsdóttir í 5. Þórunn Pálsdóttir í 1:31.05 1:34.28 Svig karla: 1. Ornólfur Valdimarsson 1 2. Thorbjörn Blomberg S 3. Arnór Gunnarsson I 4. Daníel Hilmarsson í 5. Cebulj Pavli Júg. 1:29.07 1:29.37 1:30.93 1:30.96 1:31.63 Föstudagur Stórsvig kvenna: 1. Guðrún H. Kristjánsdóttir í 2:14.46 2. Ulla Carlsson S 2:14.48 3. Carin Lindberg S 4. Ásta Halldórsdóttir í 5. María Magnúsdóttir í 2:15.83 2:16.77 2:17.35 Svig karla: 1. Thorbjörn Blomberg S 2. Valdimai Valdimarsson í 3. Kristinn Björnsson í 4. Daníel Hilmarsson í 5. Arnór Gunnarsson í 1:30.52 1:31.63 1:32.92 1:33.64 1:33.95 Laugardagur Svig kvenna: 1. Guðrún H. Kristjánsdóttir í 1:34.83 Guðrún H. Kristjánsdóttir á fullri ferð í stórsviginu á laugardag. . Mynd: KL 99 Hrifin af Guðrúnu“ ■ segir Ulla Carlsson frá Svíþjóð „Þetta hafa verið mjög skemmtileg mót, sérstaklega mótið á Dalvík. Fyrir minn smekk er snjórinn hér full mjúkur en það er víst lítið hægt að gera í því,“ sagði Ulla Carlsson frá Svíþjóð. Urban Wiberg frá Svíþjóð: Ánægður með mína frammistöðu“ 99J „Þetta var erfítt mót. Brautin var frekar ójöfn og því erfítt að keyra hana á fullri ferð,“ sagði Urban Wiberg frá Svíþjóð skömmu eftir að hann hafði lokið seinni ferðinni í sviginu á sunnudaginn. Wiberg var nokkuð í sviðsljósinu á alþjóð- Urban Wiberg. Mynd: KL legu mótunum í alpagreinun- um en hann var þar oft meðal fremstu manna. „Ég er ánægður með mína frammistöðu á þessum mótum. Ég hafði ekki gert mér neinar vonir fyrirfram og vissi ekkert á hverju ég mætti eiga von. Þess vegna get ég ekki annað en verið ánægður." Wiberg sagðist vera hrifinn af íslensku skíðamönnunum, þar væru mörg efni á ferðinni. „Þeir þyrftu hins vegar að fá fleiri tæki- færi á alþjóðlegum mótum. Það veitir dýrmæta reynslu auk þess sem það myndi gefa þeint tæki- færi á bæta stöðu sína á stigatöfl- unni. Sjálfur tek ég þátt í 40-50 mótum á ári.“ Wiberg var að koma til íslands í fyrsta skipti og sagðist hann vera ánægður með það sem hann hefði séð. „Það er mjög góð að- staða hér í Hlíðarfjalli og ég myndi segja að þetta væri mjög heppilegur staður fyrir alþjóðleg mót af þessu tagi,“ sagði Urban Wiberg. „Ég hef ekki náð mér vel á strik en það skiptir ekki öllu máli því þetta er búið að vera sérlega skemmtilegt. Ég átti að vísu von á sigrum en hef þrátt fyrir það ekki orðið fyrir neinum veruleg- um vonbrigðum. Ég er hrifin af Guðrúnu Krist- jánsdóttur og átti alls ekki von á að hún væri jafn góð og raun ber vitni. Mér skilst að hún hafi lítið keppt erlendis en held að hún ætti að gera meira af því. Hún er bæði góð skíðakona og hefur auk þess mjög sterkan vilja til að sigra. Það er mjög mikilvægt atriði.“ Ulla var í sænska skíðalands- liðinu á síðasta ári en er nú kom- in í háskólanám og segist því gera þetta meira að gamni sínu nú orðið. Hún sagðist vera hrifin af Akureyri en veðrið væri öllu leið- inlegra en hún ætti að venjast. „Það þýðir þó ekki að fást um það. Það eina sem ég sakna úr ferðinni er að hafa ekki komist á hestbak,“ sagði Ulla Carlsson. Ulla Carlsson. Mynd: KL Örnólfur Valdimarsson. 99 Það ^ duga eða - segir Örnólfu: „Ég féll úr keppni í fyrstu þremur mótunum og varð því að gera eitthvað í dag. Það var duga eða drepast,“ sagði Örnólfur Valdimarsson frá Reykjavík eftir að hann hafði sigrað í sviginu á síðasta degi hátíðarinnar. „í stórsviginu fyrsta daginn fór ég á innra skíðið og féli út úr. í sviginu daginn eftir fór ég út úr brautinni á sama stað og margir aðrir og í stórsviginu í gær losn- uðu bindingarnar af öðru skíðinu þannig að heppnin hefur ekki verið með mér fyrr en í dag. Ég hef því ástæðu til að brosa núna.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.