Dagur - 03.04.1990, Blaðsíða 16

Dagur - 03.04.1990, Blaðsíða 16
Da&blaíðið á landLsbycfCfðixini Áskriftarsíminn er 96-24222 Sauðárkrókur Húsavík 95-35960 96-41585 Rækjuvinnslan Dögun: Mokveiði á innfjarðarrækju - veður hamlar úthafsveiði Mikil rækjuveiði hefur verid á Skagafirði undanfarið. Bátarn- ir hafa komið með þrjú til fjög- ur tonn hver seinustu daga. Unnið hefur verið langt frani á kvöld og um helgar í Rækju- vinnslunni Dögun á Sauðár- króki. Rækjan sem veiðst hef- ur er mjög stór og góð til vinnslu. Dögun hefur fengið alls 400 tonna aukakvóta af innfjarðar- rækju. Að sögn Sigríðar Aradótt- ur, verkstjóra hjá Dögun, verður ekki sótt um meiri kvóta. Því má búast við að veiðum á innfjarðar- rækju ljúki fyrir páska. Úthafsrækjuveiðin hófst fyrir skömmu. Hilmir, úthafsrækju- bátur Dögunar, hefur farið tvo túra. Leiðinda veður hefur haml- að veiðum og hefur því lítið af úthafsrækju borist til vinnslu. „Þessi stanslausa bræla hefur haldið Hilmi frá veiðurn undan- farið. í seinasta túr fengu þeir ekki nema einn sæmilegan veiði- dag. Við vonum að þetta fari að skána,“ sagði Sigríöur Aradóttir að lokum. kg Hraðfrystihús ÓlafsQarðar: Hagnaður fyrir utan fjármagns- gjöld og afskriftir Tap varð á rekstri Hraðfrysti- húss Ólafsfjarðar hf. á síðasta ári þegar tekið er tillit til allra þátta, afskrifta og fjármagns- gjalda. Fyrir utan þessa tvo þætti varð hins vegar 26,6 milljóna króna hagnaður af rekstri fyrirtækisins. Þetta kom fram á aðalfundi frystihússins, sem haldinn var sl. föstudag. Gunnar Þór Magnússon, stjórnarformaður HÓ hf., segir að reksturinn hafi gengið allvel hjá fyrirtækinu frá því að það var opnað að nýju um mánaðamótin mars-apríl á síðasta ári. Hins vegar séu menn kvíðafullir vegna mikiis fjármagnskostnaðar. Gunn- ar Þór segir að menn verði að gera sér grein fyrir því að þrátt fyrir skuldbreytingu fyrir tilstilli Atvinnutryggingasjóðs sé skulda- byrði fyrirtækisins mikil og rekst- urinn því þungur í skauti. Þá segir Gunnar Þór að lítið hráefni geri erfitt fyrir með rekst- ur frystihússins. Ölafur Bekkur landar mestu af sínum afla til frystihússins og síðan verða stjórnendur fyrirtækisins að nokkru leyti að brúa bilið með miðlun afla við nágrannabyggðar- lögin. Þrátt fyrir fyrirsjáanlega erfið- leika segir Gunnar Þór menn horfa bjartsýna fram á veginn og reynt verði eftir mætti að hag- ræða í rekstrinum. Hann segir ekki ætlunina að breyta vinnsl- unni yfir í flæðilínu, en í stað þess verði reynt að breyta skipu- lagi vinnslunnar. óþh Sturturnar í sundlauginni stóðust ekki álagið og galsann í krökkunum, rörin eru laus og beygluð. Á innfelldu myndinni sést að hurðin er þrútin, hún er nær karniinum að neðan. Búið er að hcnda þéttikanti sem var á hcnni, en þá fyrst var hægt að loka. Sundlaug Glerárskóla lokað vegna viðgerða Hinni nýju sundlaug við Gler- árskóla verður lokað á föstu- dag í sex daga vegna við- gerða. Sundlaugin verður opnuð aftur á skírdag, að við- gerðum loknum. Að sögn Markúsar Hávarðs- sonar, sundlaugarvaröar, er ýmisiegt sem þarf að lagfæra. Skemmdir hafa verið unnar á sturtum við laugina, en vatns- pípur að þeim hafa verið færðar úr lagi. Nauðsynlegt er að skipta um hluta sturtubúnaðar- ins, en starfsmönnum virtist hann vera frekar ótraustur. Menn frá málningarverksmiðj- unni Sjöfn munu leggja gólfefni og gera við skemmdir á gólflagi sem lagt var áður en laugin var tekin í notkun. Þá verður að gera við eða skipta um hurðir að sturkuklefum, en þær eru, að sögn Markúsar, orðnar mjög þrútnar og engan veginn gerðar til að standast stöðugan vatn- saustur og bleytu. EHB Verða Barðinn GK og Víðir II seldir til Norðurlands? í Sandgerði heyrast raddir um að útgerðaraðilar við Eyjafjörð hafi hug á að festa kaup á ein- um eða tveimur bátum á staðn- um, Barða GK og Víði II. Bátarnir eru í eigu Rafns hf., en það hlutafélag hefur verið lýst gjaldþrota. Barðinn GK 375 er 243 tonna stálskip, smíðaður 1964 í Noregi og hét áður Skírnir, og var þá gerður út af Haraldi Böðvarssyni & Co. á Akranesi. Víðir II GK 275 er mun minna stálskip, 129 tonn brúttó, 30 ára gamall, einnig ættaður frá Noregi. Allgóður' kvóti fylgir þessum bátum, sérstaklega Barðanum. I Sandgerði óttast margir að bát- arnir verðir seldir sérstaklega úr þrotabúinu, en vilji er fyrir því í bænum að frystihúsið og bátarnir verðir seldir í einu lagi, til að halda atvinnutækifærunum. Eftir því sem Dagur kemst næst hafa forsvarsmenn stórra útgerðarfyfirtækja á Norðurlandi haft uppi fyrirspurnir um þessa báta, sérstaklega Barðann, með kaup fyrir augum, og hafa margir fyrir satt að Eyfirðingar sýni skipunum áhuga. Víðir II hefur verið í slipp í Njarðvík frá því í fyrra, uppruna- lega vegna vélarbilunar, en síðan fóru fleiri viðgerðir fram. Eig- endum tókst ekki að greiða við- gerðina fyrir gjaldþrotið, og er báturinn ennþá í slipp. EHB Ríkisábyrgðasjóður: 100 milljóna króna lán til Siglufjarðar - féð verður notað til skuldbreytinga á skammtímalánum Siglufjarðarbær hefur fengið 100 milljónir króna að láni hjá Ríkisábyrgðasjóði frá því í des- ember. Fjármálaráðuneytið ábyrgðist nýlcga fimmtíu millj- óna króna lán fyrir sveitarfé- Fyrsta laxinum í matfiskeldis- stöð Miklalax hf. í Fljótum verður slátrað í næsta mánuði og síðan vikulega eftir það. Reynir Pálsson, framkvæmda- stjóri, segir eldið hafa gengið Ijómandi vel og fiskurinn líti vel út. Fulltrúar fyrirtækisins voru í Frakklandi nýverið og könnuðu markað fyrir laxinn. Að sögn Reynis er þar mikil eftirspurn eftir fersklaxi, en spurningin sé hvernig fiskurinn verði fluttur út. Ýmsir möguleikar eru í skoðun. Rætt er um beint fragt- lagið með því skilyrði að ef til vanskila komi sé ríkissjóði heimilt að draga af skilum til bæjarsjóðs af staðgreiðslufé skatta, til að standa skil á greiðslum. flug frá Sauðárkróksflugvelli eða Akureyrarflugvelli, en ekkert er ákveðið í þeim efnum. Reynir segir ljóst að flutningur með flugi, hvort heldur sem er frá Akureyri eða Sauðárkróki, sé dýr en hins vegar væri unnt að lækka kostnaðinn verulega ef eitthvað fengist í vélarnar til baka. „Ég tel það vera stórt byggðamál ef yrði beint flug í viku hverri beint að utan. Þegar menn hafa áttað sig á því tel ég að yrði mun meiri flutningur heim en nrenn sjá fyrir í dag.“ „Við erum að undirbúa okkar mál, ekki bara í Frakklandi. í Samkvæmt upplýsingum frá Merði Árnasyni, upplýsingafull- trúa fjármálaráðuneytisins, er þetta í annað skipti á fáum mán- uðum sem ráðuneytið ábyrgist lántöku Siglufjarðarbæjar með gegnurn Útflutningsráð erum við að afla upplýsinga um markaðinn í Bandaríkjunum. Það er ljóst að ef menn hafa góða viðskiptavini sem hægt er að selja beint til og allt stenst með gæði og framboð á fiskinum, þá er hægt að fá góð verð,“ segir Reynir. Slátrun hefst hjá Miklalaxi í næsta mánuði. Reynir segir að fiskinum verði að sjálfsögðu slátrað í stöðinni en líkur séu á að gert verði að fiskinum og honum pakkað í frystihúsinu á Hofsósi. „Þar er aðstaðan og það er sjálfsagt að nýta hana,“ segir Reynir. óþh þessurn skilyrðum. í fyrra skiptið var um jafnháa upphæð að ræða, 50 milljónir króna. Lánveitingar þessar fara þannig fram að ríkis- sjóður tekur erlend lán, og endurlánar Siglufirði féð í gegn- urn Ríkisábyrgðasjóð. Fjármálaráðuneytið hefur gcrt bæjaryfirvöldum að undirrita yfirlýsingu um að draga megi af staðgreiðslufé skatta, samhliða lánssamningi þessum. Björn Jón- asson, oddviti Sjálfstæðismanna í Bæjarstjórn Siglufjarðar, segir að ekkert óeðlilegt sé við þessi skil- yrði fyrir lánveitingu, en Siglfirð- ingar hafi verið beðnir um trygg- ingar og boðið þessa leið. Undanfarin ár hafi ntikið verið framkvæmt á Siglufirði og mikið átak gert á ýmsum sviðum, t.d. í umhverfismálum. Til fram- kvæmdanna hafi þurft mikið fjármagn, en vanskil verið all- ntikil af hendi bæjarfélagsins, bæði við banka og verktaka. Unnið hafi verið að því að snúa dæminu við, og ofangreind lán verði m.a. notuð til skuldbreyt- inga og að gera upp við lánar- drottna. „Grundvöllurinn undir fjár- hagsafkomu bæjarins er allur á réttri leið. Það er verið að stokka skammtímalánin upp og borga þau með lánum til lengri tíma,“ | segir Björn. EHB Miklilax hf. í Fljótum: Aðgerð og pökkun á fiskinum í frystihúsinu á Hofsósi? - athugað með markað í Frakklandi og Bandaríkjunum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.