Dagur - 03.04.1990, Blaðsíða 14

Dagur - 03.04.1990, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Þriðjudagur 3. apríl 1990 Minning ‘y' Jónína Vilborg Jónsdóttir Fædd 1. apríl 1906 - Dáin 5. febrúar 1990 Mánudagsmorgun fimmta febrú- ar hringdi Bogga á Þorvaldsstöð- um til mín og sagði að tengda- móðir sín, Vilborg Jónsdóttir hefði dáið um nóttina. Mig setti hljóðan við fréttina, það er eins og maður sé alltaf jafn óviðbú- inn, ekki síst þegar það er náinn ættingi og vinur. Vilborg var föðursystir mín og síðust af þeim stóra systkinahópi. Ég hafði frétt að Vilborg hefði veikst og gengist undir mikla skurðaðgerð á sjúkrahúsi Akureyrar. En sigð dauðans sigraði og nú er hún horfin fyrir tjaldið sem skilur að líf og dauða. Mig langar til minnast hennar með fáeinum línum. Vilborg eins og hún var alltaf kölluð, var fædd á Vaði í Skriðdal 1. apríl 1906. Foreldrar hennar voru hjónin Ingibjörg Bjarnadóttir frá Við- firði og Jón Jónsson frá Hali- bjarnarstöðum í Skriðdal. Jón var seinni maður Ingibjargar. Fyrri maður hennar var Björn ívarsson frá Vaði og áttu þau 12 börn, 5 dóu ung. Jón og Ingi- björg áttu 5 börn, drengur dó óskírður. Ingibjörg var 17 barna móðir þó ekki næðu nema 11 full- orðinsaldri. Flest þeirra urðu búendur í Skriðdal. Enda er svo enn í dag að flestir Skriðdælingar eru frá henni komnir. Alsystkini Vilborgar voru: Björg í Valla- nesi, Snæbjörn í Geitdal og Ár- mann á Vaði. Vilborg ólst upp á Vaði í stór- um systkinahóp og vandist ung öllum verkum, bæði úti sem inni. Ekki naut hún annarrar skóla- göngu en barnafræðslu fyrir fermingu. Hún var greind og lærði í skóla lífsins. Ung gekk hún í Ungmennafélag Skriðdæla og síðar í Kvenfélag sveitarinnar, hún mun hafa verið frentur hlédræg, en traustur og góður félagsmaður. Laugardag fyrir hvítasunnu, 21. maí 1926 giftist Vilborg Runólfi Jónssyni í Litla-Sandfelli og hafa þau lifað í ástríku hjónabandi í tæp 64 ár og aldrei hlaupið snurða á þráðinn í þeirra sambúð. í Litla-Sandfelli bjuggu þau Vilborg og Runólfur myndarbúi í 32 ár og má segja með sanni að þau hafi breytt koti í stórbýli, bæði með húsakynnum og ræktun. Litla-Sandfell var í þjóðbraut og áttu því margir Ieið þar um hlaðið. Stóð Runólfur þá venju- lega í dyrunum ef hann var heima við, heilsaði glaðlega komu- mönnum og bauð þeim að ganga í bæinn. Þar tók Vilborg á móti gestunum með sínu hlýja og alúðlega viðmóti, og ekki skorti veitingarnar hjá henni. Þau Litla-Sandfells hjón eign- uðust 9 börn. Eitt barnið fæddist andvana. Berklar voru algengir á þessum árum og það fengu hjón- in og börnin að reyna. Jón sonur þeirra veiktist þegar hann var á milli fermingar og tvítugs, dvaldi hann á sjúkrahúsum og var allt gert sern í mannlegu valdi stóð til að bjarga lífi hans og heilsu, en án árangurs. Einnig misstu þau litla stúlku, Árnýju að nafni. Næst kom röðin að Vilborgu að verða að dvelja lengi á sjúkra- húsi. En viljaþrek og dugnaður hennar sigraði, þó að hún yrði að gæta allrar varúðar. Þessi veik- indi voru þung byrði fyrir fjöl- skylduna. En flest él birta upp um síðir. Börn Þeirra sem upp komust þroskuðust vel og eru dugmikið fólk, hvert á sínu sviði. Þau eru: Kristbjörg húsfreyja Akureyri, Björgvin bóndi Dvergasteini Eyjafirði, Ingibjörg húsfreyja Vökulandi Eyjafirði, Sigurður smiður Akureyri, Árný húsfreyja Akureyri og Kjartan bóndi Þorvaldsstöðum í Skrið- dal. Öll eru systkinin vel gefin, gift og eiga fjölskyldur. Þegar þessar línur eru skrifaðar eru Hvað er hel?, öllum líkn sem lifa vel, engill sem til lífsins leiðir Ijósmóðir sem hvflu breiðir. Sólarbros er birta él, heitir hel. Matth. Joch. Okkur langar til að minnast hans Steina, eins og hann var jafnan kallaður, með nokkrum síðbún- um kveðjuorðum. Hann fæddist að Geldingsá þann 28. apríl 1941, sonur hjón- anna Láru Þorsteinsdóttur og Árelíusar Halldórssonar, yngstur fimm systkina er upp komust. Á Geldingsá er víðsýnt og náttúru- fegurð mikil. Fram Eyjafjörður, þessi fagra byggð blasir við og í norður sést út eftir öllum firði. Á góðviðrisdögum speglast tignar- leg fjöll í vestri í djúpskyggðum haffletinum. í austri, eða við tún- fótinn, rís Vaðlaheiðin með sínu mijda og stílhreina yfirbragði. í þessu fallega umhverfi sleit Steini barnsskónum. Það kom líka fljótt í Ijós að hann var mikill náttúruunnandi og hreifst af þeim dásemdutn sem hið íslenska vor býr yfir. Hann var mikill vin- ur mófuglanna og annarra sntá- fugla. Tímunum saman gat hann dvalið í nágrenni við þá og unnið traust þeirra. Hér má taka undir með skáldinu sem segir: „Pér frjálst er að sjá, hve ég bólið mitt bjó. “ Af varúð og nærfærni var fylgst með hreiðrunum, allt þar til litlir ungahnoðrar gátu lyft sér til flugs út í ómælisgeiminn. Eins og önnur börn á þessum tímum vann Steini að búi foreldra sinna. En árið sem hann fermdist var mikill harmur kveðinn að heintilinu er faðir hans lést skyndilega, tæpra 54 ára gamall. Það var mikill og sár missir og má nærri geta hvort hann hefur ekki haft varanleg áhrif á ungling á þessum aldri, því mjög kært var með þeim feðgum. Næstu árin vann hann við búið með ntóður sinni og Sigfúsi bróð- ur sínum. Ekki átti það þó fyrir honum að liggja að eyða ævideg- inunt á sínum æskuslóðum, því fljótlega fór hann að vinna að heiman í vegavinnu á sumrum en á vetrum við bústörf á bæjum í nágrenninu. Um tvítugsaldur flutti hann svo til Akureyrar og afkomendur þeirra Vilborgar og Runólfs 68 talsins. Þegar að því kom að börn þeirra hjóna stofnuðu sín heimili, lá leið þeirra flestra norður í Eyjafjörð og til Akureyrar. Þeg- ar þau Vilborg og Runólfur voru orðin ein eftir í Litla-Sandfelli hættu þau búskap árið 1958 og fluttu til Akureyrar. Þau komu sér vel fyrir í snoturri íbúð sem er vann þar við verslunarstörf og fleira næstu árin. Árið 1966 réðst hann til starfa á togurum hjá Útgerðarfélagi Akureryar og vann þar urn það bil 20 ár. Fyrstu árin var hann kyndari en síðan gegndi hann starfi vélstjóra í mörg ár, þótt ekki væri hann til þess lærður. Þetta sýndi það traust sem til hans var borið. Hann gegndi líka þess- uin störfum eins og hann átti eðli til, af mikilli trúmennsku og samviskusemi. Þann 24. október 1970 kvænt- ist Steini Ólöfu Jónasdóttur, sem fædd er að Borgarholti í Árnes- sýslu. Þeirra leiðir skildu. en saman eignuðust þau dótturina Hörpu, sem nú stundar nánt í Reykjavík. Harpa var bjartasti sólargeisl- inn í lífi Steina, enda reyndist hún honum elskuleg og um- hyggjusöm dóttir og var samband þeirra feðgina ætíð hið besta. Þrátt fyrir skilnað þeirra Steina og Lóu, (eins og hún er kölluð) var samband þeirra ávallt vinsam- legt og ættingjar Lóu litu alla tíð á Steina sem einn af fjölskyld- unni og var það honum mikils virði. Móður sinni, sem hann átti heimili nteð í mörg ár í Skarðs- hlíð 16d á Akureyri, reyndist hann góður og umhyggjusamur sonur og ekki síst eftir að hún fluttist á Dvalarheimilið í Skjald- arvík. Hann heimsótti hana svo oft sem við var komið, stundum veikur og þjáður og daginn sem kallið kom, hafði hann ráðgert að heimsækja hana og það hefur hann vissulega gert, en nú laus við alla fjötra. Steini var fremur dulur í skapi neðri hæð í húsi Sigurðar sonar þeirra í Langholti 17. Þar mættu allir sömu gestrisni og glaða við- móti sem áður. Vilbotg var myndarleg í hönd- unum og vandvirk við alla handa- vinnu, enda fékk hún vinnu hjá prjónastofunni Heklu á Akur- eyri. Hefur vinnan eflaust átt vel við hana og lét hún ekki nokkurt stykki frá sér fara fyrr en það var lýtalaust. Þarna eignaðist hún marga góða vini. En nú er hún horfin okkur, og saknar hennar allur vinahópur- inn. En sárastur er söknuðurinn öldruðum eiginmanni og börnum. Útför Vilborgar fór fram í Glerárkirkju fimmtudaginn 15. febrúar að viðstö.ddu fjölmenni. Jarðsett var í Akureyrar kirkju- garði. Að athöfninni lokinni var erfidrykkja í safnaðarheimilinu. Ég og mínir nánustu sendum þér Runólfur, börnum þínutn, barnabörnum og öðrum vanda- mönnum innilegar samúðar- kveðjur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt. Stefán Bjarnason Flögu. og bar ekki tilfinningar sínar á torg en var tryggur vinur vina sinna. Orðheppinn var hann og spaugsamur í góðra vina hópi, á sinn rólega og yfirlætislausa hátt. Hann dvaldi oft hjá okkur um tíma á sumrum í sínum fríum og gekk þá gjarnan að heyskap með okkur og tók hraustlega til hendi, meðan hann hafði til þess heilsu. Þakklát í huga geymum við margar dýrmætar minningar frá þessum árum. Á annan áratug háði hann harða baráttu við hinn erfiða sjúkdóm sykursýkina. Veikindi sín bar hann með æðrulausri ró og kvartaði ekki, enda ekki margmáll um eigin hag. Vinnu stundaði hann svo lengi sem hann gat, en þar kom í apríl 1988 að hann orkaði ekki meiru. Við gerðum okkur grein fyrir heilsu- leysi Steina og að hverju stefndi en samt kom andlátsfregnin okk- ur á óvart. Það var erfitt að trúa því að hann Steini væri dáinn, aðeins 48 ára gamall, en huggun liarmi gegn er, að nú er hann laus við allar þrautir. Já, kæri bróðir og mágur, nú ert þú farinn yfir móðuna miklu til betri og bjartari heirna, þangað sem engin þjáning er. Við trúum því staðfastlega að þín heim- koma hafi verið góð, þar sem tekið hefur verið á móti þér af elskandi föður og öðrum ástvin- um sem á undan eru farnir. Og smáfuglarnir, gömlu vinirnir; „Þeir syngja þér söng, um sumar- ið blíða og vorkvöldin löng.“ En eftirlifandi ástvinir sakna þín vissulega sárt, ekki síst elsk- andi dóttir og öldruð ntóðir, en eftir lifa dýrmætar minningar, sem enginn getur frá okkur tekið. Minningar um elsku þína og ljúf- lyndi, hjálpsemi og umhyggju, sem kom best í ljós þegar ein- hverjir erfiðleikar steðjuðu að hjá þeim sem voru þér kærir. Því eins og séra Birgir Snæbjörnsson orðaði svo fallega í útfararræð- unni, þá geymdi hjarta þitt gull, gæsku og mildi. Elsku Steini, hinsta kveðja okkar til þín felst í þessum orð- um skáldsins Vald. Briem. Far þú í friði friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Lilja og Þorlákur, Vogum, Mývatnssveit. FLUGLEIDIR Umsjónamaður Bílaleigu Flugleiða Akureyri Flugleiðir óska að ráða starfsmann til að hafa umsjón með Bílaleigu Flugleiða á Akureyri. Félagið leitar eftir starfsmanni sem: - getur unnið sjálfstætt, - hefur góða málakunnáttu, - hefur þekkingu á bílum, - á gott með að umgangast fólk. Viðkomandi þarf að geta hafið störf í maí n.k. Umsóknir berist Flugleiðum Akureyri eða Ferðaskrif- stofu Akureyrar fyrir 7. apríl n.k. Flugleiðir hf., Akureyri. Dalvíkurbær auglýsir starf aðalbókara laust til umsóknar. Umsækjandi þarf að hafa verslunarpróf eða sam- bærilega menntun. Starfsreynsla er áskilin. Umsóknarfrestur er til 17. apríl. Upplýsingar gefur undirritaður í síma 96-61370. Bæjarritari. Háskólinn á Akureyri Laus er til umsóknar staða fulltrúa á skrifstofu skólans. Laun samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til 11. apríl. Upplýsingar um starfið gefur skrifstofustjóri. Háskólinn á Akureyri, sími 27855. Minning: ■tt3 Þorsteinn Steinberg Árelíusson frá Geldingsá á Svalbarðsströnd Fæddur 28. apríl 1941 - Dáinn 8. september 1989

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.