Dagur - 05.04.1990, Blaðsíða 1

Dagur - 05.04.1990, Blaðsíða 1
73. árgangur Akureyri, fimmtudagur 5. apríl 1990 67. tölublað það hressir Urafp* kafltó Loðnubræðslur á Norðurlandi tóku á móti um 180 þúsund tonnum: „Við erum alls ekki ósáttir við vertíðina“ Nii felur snjórinn ekki skeimndar göturnar lengur og því cr nóg að gera vift holufyllingar um þessar inundir. Mynd: KL Útibú KEA á Grenivík: 29% aukning í verslun fyrstu þná mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra Loðnubræðsla hjá loðnuverk- smiðjunum á Norðurlandi gekk almennt vel og ber mönn- um saman um að stutt en snörp hrota eftir áramót hafi bætt um einstaklega dapra haustvertíð. Til samans tóku loðnubræðsl- urnar á Sigluflrði, Ólafsfirði, Þórshöfn og Raufarhöfn á móti um 178 þúsund tonnum af loðnu á vertíðinni. Hjá Pórði Andersen hjá Síld- arverksmiðjum ríkisins á Siglu- firði fengust þær upplýsingar að þar hafi verið tekið á móti 88 þús- und tonnum á vertíðinni, fyrir og eftir áramót. „Miðað við haust- vertíðina má segja að hafi ræst úr þessu,“ sagði Þórður. Hann kvað SR hafa losnað við tiltölulega lít- ið magn af mjöli enn sem komið væri, en vonandi stæði það til bóta. Atvinnuástand á Húsavík: „Öllu verra en á sama tíma í fyrra“ - segir Snær Karlsson, starfsmaður VH „Atvinnuástandiö er öllu verra en á sama tíma í fyrra,“ sagði Snær Karlsson, starfsmaður Verkalýðsfé- lags Húsavíkur, í samtali við Dag. Þessa viku hefur verið hráefnisskortur hjá Fisk- iðjusainlagi Húsavíkur og vinnslan því keyrð á hálfum hraða. Kolbeinsey er í siglingatúr og kemur aftur í næstu viku. Snær sagði að ef allt væri með felldu ætti sigling skipsins ekki að hafa afgerandi áhrif á vinnsluna, því meö eðiilegum aflabrögðum bátanna ættu þcir að geta séð henni fyrir hráefni. Afli þeirra hafi hins. vegar verið mjög lélegur að undanförnu, en eitthvað hafi þó verið að lifna yfir fiskeríinu allra síðustu daga. Varðandi atvinnuástandið á Húsavík sagði Snær að spurn- ingin væri að þreyja þorrann og góuna fram á sumar og vonandi myndi þá birta aftur yfir. Fyrir utan fiskvinnsluna eru nú á bilinu 60-70 rnanns án atvinnu, en nokkrir þeirra eru í hlutastörfum. Um er að ræða fólk í þjónustugreinum og þá eru þrír trésmiðir án atvinnu. Vonir eru bundnar við að nóg verði aö gera í byggingar- iðnaðinum á Húsavík í sumar. Nokkur stórverkefni eru á dagskrá. Ber þar fyrst að nefna grunnskólabyggingu. Töluvert verður byggt af félagslegu húsnæði og áfram verður haldið með heilsugæslu- stöðina. óþh Loðnubræðsla Hraðfrystistöðv- ar Þórshafnar tók á móti 38 þús- und tonnum rúmum á haust- og vetrarvertíð, að sögn Hilmars Pórs Hilmarssonar. Þá bræddi verksmiðjan um 700 tonn af síld á haustvertíðinni. „Við erum alls ekki ósáttir við vertíðina, en auð- vitað er sorglegt að svo mikið skuli vera eftir af kvótanum,1' sagði Hilmar Þór. Síldarverksmiðjur ríkisins á Raufarhöfn tóku á móti um 45 þúsund tonnum á vertíðinni, að sögn Hafþórs Sigurðssonar, vinnslustjóra. Þetta er heldur meira en á síðustu vertíð. Hafþór segir að bræðslan á þessari vertíð hafi gengið mjög vel og nú sé ver- ið að ganga frá tækjum og tólum fyrir næstu vertíð. Star-fsemi verksmiðjunnar mun ekki liggja niðri fram á næstu loðnuvertíð því hún bræðir bein að jafnaði einu sinni í viku. Hljóðið var gott í Magnúsi Lórenzsyni, bræðslustjóra hjá loðnubræðslu Hraðfrystihúss Ólafsfjarðar hf., þegar Dagur hafði tal af honum í gær. Hann sagði vertíðina hafa verið góða þegar á heildina væri litið. Á haustvertíð hafi verksmiðjan tek- ið á móti 1600 tonnum af loðnu og um 200 tonnum af síld en á vetrarvertíðinni hafi verið tekið á móti 5800 tonnum. Guðmundur Ólafur veiddi alla loðnu sem verksmiðjan tók á móti á vertíð- inni. Að sögn Magnúsar leggja menn ekki árar í bát þótt loðnan sé horfin. Verksmiðjan bræðir mikið magn af beinum, sem hún fær bæði í Ólafsfirði og frá ná- grannabyggðarlögum. óþh Guðjón Magnússon, aðstoðar- landlæknir, segist gera ráð fyr- ir að innan fárra daga verði lagðar fram endanlegar tillög- ur nefndar sem fjallað hefur um vanda einmenningslæknis- héraða. Eins og fram hefur komið er Þórshöfn eitt þessara læknishéraða og hefur læknir ekki haft þar aðsetur um hríð. í nefndinni eiga sæti fulltrúar heilbrigðis- og fjármálaráðuneyta og Læknafélags íslands. Aðstoð- arlandlæknir sagði að í fyrradag hafi nefndin skilað af sér álits- gerð, en endanlegra tillagna hennar væri að vænta innan fárra daga. Hann sagði að nefndin fjalli í tillögunum um þau atriði sem fælt hafa lækna frá einmenn- ingslæknishéruðum. Þar má nefna ónóg frí, of bindandi starf o.fl. Guðjón sagði að ef umrædd Verslun í útibúi Kaupfélags Eyfirðinga á Grenivík hefur aukist allmikið fyrstu þrjá mánuði ársins. Pétur Axels- son, útibússtjóri, segir að bjartsýni hafi aukist meðal nefnd næði samkomulagi um til- lögur til að bæta úr því ófremdar- ástandi, sem ríkir í mörgum ein- menningslæknishéruðum, ætti ekki að taka langan tíma að hrinda þeim í framkvæmd. Ástæða þess væri að í nefndinni ættu sæti fulltrúar þeirra tveggja Snjóflóð féll á veginn í Ólafs- fjarðarmúla í fyrrinótt og lok- aði honum. I gærmorgun ruddu snjómoksturstæki veginn til að opna vöruflutningabíluin Ieið, en skafrenningur mun hafa lokað veginum aftur. Að sögn lögregluþjóns í Ólafs- íbúa á Grenivík vegna aukn- ingar og stækkunar fiskiskipa- stólsins sem gerður er út frá Grenivík, og þess hafi greini- lega orðið vart í meiri verslun. Auk þess liafi verð lækkað á ráðuneyta sem málið snúi að. Þann 26. mars sl. rann út frest- ur til að sækja um stöðu læknis á Þórshöfn „frá og með 1. júnf eða eftir samkomulagi." Að sögn Guðjóns liggur fyrst fyrir í lok pessarar viku hvort einhver hafi sótt um stöðuna. óþh firði var engin umferð í Ólafs- fjarðarmúla í gær og bjóst hann því við að vegurinn hefði lokast á ný, enda töluverður skafrenn- ingur. Veður var á hinn bóginn gott í Ólafsfirði í gær, en þar biðu menn eftir nýju norðaustanhreti sem spáð hafði verið. SS nokkrum helstu matvóruteg- undum um miðjan mars í búð- inni, og hafi það haft sitt að segja til að auka verslunina. Pétur segir að álagningin hafi verið lækkuð um tólf prósent á pakkavöru, niðursuðuvörum og ýmsum öðrum algengustu flokk- um matvara til heimilisnota. Velta útibúsins fyrstu þrjá mán- uði ársins hafa aukist um 29 pró- •sent miðað við sama tíma í fyrra. „Verðiö hjá okkur er í stórum dráttum svipað því sem gerist í verslunum KEA í Hafnarstræti 20 og Brckkugötu 1 á Akureyri, en það er samt hærra en gerist í Kjörmarkaði KEA við Hrísa- lund. Við reynum að verða okkur úti um afslátt af vörum frá heild- sölum og vinnsluin á Akureyri, og leggjum þá líka minna á sjálfir. En álagningin lækkaði um 12% á ýmsum helstu vörum til heimilisnota, miöað við þá álagn- ingu sem áður gilti. í dagversluninni hefur orðið 29% aukning fyrstu þrjá mánuði ársins, miðað við sömu mánuði í fyrra. Þótt vöruverðið hafi lækkað mikið um miðjan mars er þess samt ekki endilega farið að gæta ennþá í meiri veltu, heldur er þetta fyrst og fremst viðhorfs- breyting, fólkið er miklu jákvæð- ara hér á Grenivík en áður. Við verðum vör við að minna er nú rætt um það manna á meðal að flytjast á brott, og borið hefur á því að fólk sem hefur flutt burtu er komið aftur eða er á leiðinni hingað á ný,“ segir Pétur Axels- son. EHB Einmenningslæknishéruð: Er læknir á Þórshöfh loksins í sjónmáli? - tillagna nefndar ráðuneyta og Læknafélagsins að vænta innan tíðar Ólafsfjörður: Snjóflóð í Múlanum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.